Morgunblaðið - 11.02.1997, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 11.02.1997, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. FBBRÚAR 1997 43 Sameining vinstri aflanna Frá Karli Ormssyni: MEÐ vissu árabili koma fram hug- myndir um að kjósendur sem teljast á vinstrivæng stjórnmálanna komi sér í eina sæng. Jafn oft splundrast þessi hópur í frumeindir sínar er farið er að ræða sameiningu í al- vöru. Það er furðulegt að fólk sem ekki er öllum stundum ánægt með eitthvað í fari eða gerðum þeirra flokka sem það fylgir skuli alltaf stofna ný stjómmálaöfl. Svo þegar þau flokksbrot hafa misst alla tiltrú þess fólks sem hefur glapist til að ljá atkvæði sitt koma alltaf nýir spekulantar og hvetja til sameining- ar. Slagorðin eru þau sömu frá 1956, nær 40 ár. „Sameinumst í eina órofa fylkingu vinstri manna, setjum sjálfstæðismenn út í hom um ókomna tíma.“ Við sameining- artal þessara vinstriafla verður svo hver höndin upp á móti annarri, og sundrungin ein ræður. Reyndar má segja að við sem styðjum Sjálfstæð- isflokkinn að málum getum verið ánægð með þessa hringavitleysu vinstriaflanna, það þjappar Sjálf- stæðisflokki saman. Sjálfstæðis- flokkurinn stækkar alltaf í réttu hlutfalli við sundrungu hinna, hann hefur á landsvísu nær 40% og yfír það og í stærstu sveitarfélögunum sem hann ræður, um 50-60%. Við sem komin emm yfir miðjan aldur höfum horft upp á þetta í nokkra áratugi. Það er ekki fyrr en fólk hefur farið nokkrar ferðir í þessari hringekju sem það hefur fengið nóg af þessum skrípaleik. Hverfur þá oftast til síns gamla flokks því ein- mitt fyrir allar þessar tilraunir til kraftaverka vinstrimanna treystjr fólk best sýnum gamla flokki, finn- ur að hann er kjölfestan. Það er engin tilviljun að Sjálf- stæðisflokkurinn er stærsta stjórn- málaaflið. Það er alveg öruggt mál að fylgni er milli þess að fomsta sjálfstæðismanna á hverjum tíma hefur aldrei látið ginnast af sam- starfí við þessi flokksbrot og þess að flokkurinn hefur alltaf mesta tiltrú fólksins. Flokkar sem eru 70-80 ára gamlir era orðin smá flokksbrot. Forusta þeirra veigrar sér ekkert við að velkjast um í leit að nytsömum sakleysingjum til að styðja þá „bara einu sinni enn“ og fínna kannski stuðning til að vera til, í eitt eða tvö ár. Ef maður vitn- aði í R-lista grúppuna í Reykjavík sem plataði sig inn á kjósendur á alröngum forsendum fyrir nær þremur ámm, með alls konar gylli- boðum um hækkuð laun, og betri kjör, ekkert atvinnuleysi. Það lið hefur komið sér svo fyrir að þeirra helstu stuðningsöfl hafa yfírgefíð þau svo sem leigjendasamtökin, margt listafólk, og ekki síst lægst launaða fólkið. Við töku R-listans á Ráðhúsinu átti nú aldeilis að bæta kjör þeirra er minna máttu sín. Ekki var það fyrr sest í sætin er borgarstjóri lýsti því yfir að R-listinn færi sko aldeilis ekki með samningsrétt fólksins. Það færi allt eftir settum reglum, sem auð- vitað flestir vissu, þó þeir létu ginn- ast af. Eins og 1978 þegar slagorð- ið „Samningana í gildi“ fleytti vinstriöflunum til valda í borginni. Ósjálfrátt vorkennir maður þessu fólki sem alltaf lætur ginnast af fagurgala þessara afla sem hika ekki við að hækka fasteignagjöld um nær 30%. Strætisvagnagjöld um tugi prósentna, aðgang að sund- stöðum um aðra tugi prósentna, innritunargjald aldraðra um 33%, stöðumælagjöld um 100% og svo má lengi telja. KARL ORMSSON deildarfulltrúi, Gautlandi 5, Reykjavík. Landspítalinn o g andi Florence Nightingale Frá Hallgrími Sveinssyni: UNDIRSKRIFAÐUR þurfti að fara í skyndilegan uppskurð í byrjun árs á Landspítalanum á deild 12G, al- mennri skurðlækningadeild, og dvaldi hann þar á deildinni í rúmar þrjár vikur í framhaldi af aðgerð- inni og er það í sjálfu sér ekki frá- sagnarvert. Hitt er fyllilega vert frásagnar, hversu frábært var þarna að vera. Læknar, hjúkmnarlið og annað starfsfólk er samtaka í því að sjúkl- ingamir séu númer eitt, tvö og þtjú. Allt er gert sem í mannlegu valdi stendur til að þeir öðlist bata og persónuleg nærgætni og hlýja er ríkjandi viðmót. Matvælafræðingar sjá um að sem flestir sjúklingar fái mat við hæfí, félagsfræðingar em til taks ef á þarf að halda, sjálfboða- liðar á vegum Rauða krossins ganga á milli stofa á vissum tímum og færa sjúklingum, sem það vilja, bækur til lesturs og þeir sem óska geta fengið frábæra, andlega styrk- ingu. Svona mætti lengi telja og hvergi er farið í manngreinarálit. Og öll þessi þjónusta er ókeypis í té látin. Vel mætti orða það svo, að andi Florence Nightingale, konunnar með lampann í Krímstríðinu, sem síðan er fyrirmynd allra hjúkmnar- fræðinga, svífí sannarlega yfír vötnunum á Landspítalanum og er ekki að efa að slíkt hið sama mætti segja um flest ef ekki öll sjúkrahús Þessar fréttir leiða hugann að því hversu giftusöm þjóð við íslending- ar emm að mörgu leyti, þó ekki kunnum við alltaf að meta það sem skyldi. Eflaust em fáar þjóðir svo lánsamar að eiga slíkt heilbrigðis- kerfi sem raun ber vitni hér á landi, svo dæmi sé tekið. En við þurfum að standa vörð um heilbrigðisþjón- ustuna og gæta þess að láta ekki vítahring niðurskurðar slá starfs- fólk hennar út af laginu. Þó sjálf- sagt sé að gæta ýtmstu hagsýni þar, sem á öðmm sviðum opinbers rekstrar, er vandséð hvemig hin sífelldu niðurskurðampphlaup, sem sett em á svið öðm hvom, geti verið af hinu góða. Hér sýnist þurfa að breyta bæði áherslum og vinnu- brögðum svo vel fari. HALLGRÍMUR SVEINSSON, Hrafnseyri. við segjum það umbúðalaust mynd 1 Nýju ostasneiðaumbúðirnar eru byltingfyrir neytendur! Klippið endann afpokanum ogtakið bakkann út. (mynd 1) Ostabakkinn er tilbúinn d borðið. Að lokinni máltíð setjið bakkann afiur ípokann. Lokið honum með pví að brjóta saman endann. (mynd 2) Skoðiðgaumgœfilega mynd3 og4. Veitið sérstaka athygli bakkanum sem ostasneiðarnar liggja á. / nýju umbúðunum eru Gouda 26%, Gouda 17% eða Óðalsostur. ynd 2 ÍSLENSKIR OSTARU'. KVÖLDNAMSKEIÐISJALFSDALEIÐSLU HUGEFLI Háskóla íslands 18. feb. kl. 19 Námskeiðið byggir á nýjustu rannsóknum í dáleiðslu, djúpslökun, tónlistarlækningum og beitingu ímyndunaraflsins. Itarleg námsgögn og djúpslökunarspóla fylgja. Með sjálfsdáleiðslu getur þú m.a. A Fyrirbyggt streitu, kvíða og áhyggjur. A Hætt að reykja og náð stjóm á mataræði og náð kjörþyngd. A Aukið sjálfsöryggi, ákveðni og viljastyrk. A Auðveldað ákvarðanatöku og úrlausn vandamála. A Losnað við prófskrekk og bætt námsárangur. Námskeiðið verður haldið á hverju þriðjudagskvöldi í 4 vikur. Leiðbeinandi er Garðar Garðarsson NLP Pract. Sendum bækling ef óskað er. Skráning og nánari upplýsingar i sima: 587-2108 Talhólf: 989-3199 Takmarkaður fjöldi - Hringdu núna! BRÉF TIL BLAÐSINS á íslandi. Einmitt þessa sömu daga og hér um ræðir var sagt frá því í fréttum, að sjúklingar á sjúkrahúsum í lönd- um Austur-Evrópu hafí frosið í hel vegna eldsneytisskorts og það jafn- vel þar sem nóg er af olíu í jörðu! Blab allra landsmanna! - kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.