Morgunblaðið - 11.02.1997, Síða 24

Morgunblaðið - 11.02.1997, Síða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Óskemmt nýmeti Morgunblaðið/Ámi Sæberg. FÆRA fólsku stóra fram leikarar bleikir: Vala Þórsdóttir, Harald G. Haralds og Sigxirður Rúnar Jónsson Ieika Iistir sínar. LEIKUST Kaf f ilcikhúsið fSLENSKT KVÖLD Leikstjóri: Brynja Benediktsdóttir. Höfundur leiktexta: Vala Þórsdóttir. Höfundur frásagnar og sögumaður: Ami Bjömsson. Tónlist (valin, samin og leikin): Sigurður Rúnar Jónsson. Búningar: Þómnn Elísabet Sveins- dóttir. Grímur: Katrin Þorvaldsdótt- ir. Ljósahönnun: Jóhann Bjami Pálmason. Hvíslari: Bryndís Petra Bragadóttir. Leikarar: Harald G. Haralds og Vala Þórsdóttir. Kokkur: Eduardo Perez. Sunnudag- ur 9. febrúar. YFIRSKRIFT þessarar dag- skrár er „íslenskt kvöld . . . með Þorra, Góu og þrælum“. Hug- myndin er sú að standa fyrir kvöld- skemmtun þá mánuði sem kenndir eru við þessar vættir, hefðbund- inni og nýstárlegri í bland. Leik- stjóri vísar til vísna Mána skálds úr Sverris sögu, þar sem agnúast er út í keppinauta dróttkvæðanna um athygli: hljóðfæraleik og fjöl- leika. Þaðan er grunnhugmyndin komin um hefðbundna þjóðlega fræðslu sem rekst í sýningunni á við ærsl í stíl commedia dell’arte. Þessi helgispjöll eru síðan undir- strikuð með því að bjóða upp á óskemmt fiskmeti eldað af kokki sunnan úr sólarlöndum í stað súrra sauðfjárafurða og úldins eða upp- þornaðs sjávarfangs sem vaninn er að bjóða upp á í þorrablótum. Ámi Bjömsson - sem alltaf er kallaður til í ijölmiðlum ef fjalla á um þjóðtrú og þjóðlega siði - er sjálfvalinn til að sjá um fræðsl- una. En meira er haft við en venju- lega; Árni er dubbaður upp í bún- ing doktorsins sem undirstrikar þá persónu sem hann hefur skap- að. Hann les fróðleikinn upp úr handriti og á það vel við persón- una. Hins vegar verður að krefjast þess þegar slíkt er við haft að flytj- andinn kunni textann nokkuð vel og hann reki ekki í vörðurnar sem nokkuð bar á, því miður. Flutning- ur fyrstu söngvanna fór nokkuð í handaskolum af sömu ástæðum, bæði hjá Áma og Sigurði Rúnari. Raunar má segja að Árni hafi ekki kveikt á sjarmanum fyrr en í lokaatriðinu. Það má búast við að þetta lagist eftir því sem sýn- ingum fjölgar en það hefði vel mátt kippa þessu í liðinn fyrir frumsýningu. Sigurður Rúnar sá um tónlist- ina. Hann var í essinu sínu þegar hann fjallaði um íslensku fiðluna og lék á als oddi í leik og söng. Það sem lyfti dagskránni upp úr (gervi)hefðum hversdagsins var hins vegar framlag Völu Þórs- dóttur og Haralds G. Haralds. Innihald skrípaláta er oft lítið sem ekkert, byggt á andlitsfettum og orðaleikjum, sem hvort tveggja var ærið og vel fram fært. En athyglisverðast var samt að í leik- texta og leikstíl var ákveðinn undirtónn háðs og spés í garð orðræðu doktorsins. Þessi punkt- ur og svo hve vel framlag leikar- anna var slípað af þeirra eigin hendi og leikstjóra er burðarás sýningarinnar. Állt þetta ber vitni hugmyndaauðgi, þolinmæði og elju. Hið hefðbundna og hið nýst- árlega skarast og vísar stöðugt hvort til annars og áhorfandinn sér þorrasiðina í nýju ljósi. Þessar misvísanir milli þess „þjóðlega" og hinna utanaðkom- andi áhrifa sjást berlega í gervum flytjendanna. Búningar Slyddu og Garra eru samantíningur úr suð- rænni skrípahefð en punkturinn yfir i-inu eru gæruhárkollurnar. Búningur miðaldadoktorsins og gamalkunnugt vesti og brók tón- listarmannsins (aukið í hliðarnar eða sífellt saumað nýtt?) kallast þannig líka á. Grímurnar eru stór- kostlegasta og frumlegasta fram- lagið til sýningarinnar. Lítið er lagt í sviðsmynd, og þar farið eft- ir hefð, en fyllt upp í með ein- beittri ljósahönnun. Maturinn var svo nýstárlegur en á gömlum grunni. Þetta er því tilvalin þorra- og góuskemmtun fyrir þá sem eru ekki fastir í gömlu (gervi)hefðun- um. Sveinn Haraldsson. Afturhvarf til náttúrunnar Morgunblaðið/Þorkell FRÁBÆR flutningur Blásarakvintetts Reykjavíkur gerði tónleikana í heild skemmti- lega og eftirminnilega. TÓNLIST Norræna húsið KAMMERTÓNLEIKAR Blásarakvintett Reykjavíkur flutti verk eftir Jónas Tómasson, Karólinu Eiríksdóttur, Finn Torfa Stefánsson, Atla Heimi Sveinsson og Hafliða Hallgrimsson. Föstudagurinn 7. febrúar, 1997. SÚ hugmyndaþróun, sem átti upphaf sitt með iðnbyltingunni og tengdist framförum og nýjungum á sviði tækni og alls kyns kunnáttu, hefur nú leitt mannkynið svo afvega, að menn óttast að hinn náttúrulegi uppruni sé að glatast og að uppskeran nálg- ist tæmingu auðlinda, svo að bráðlega standi menn uppi með gapandi verksmiðju- rústir, sem minnismerki þeirrar firringar, er eitureyddi öllu lífi en einmitt eyðingar- kunnáttan, er einn óhuggulegasti þáttur þessarar framþróunar. í þessu hamslausa hafróti framþróunar- græðginnar, hafa listamenn reynt að fóta sig og ástundað ákafa leit eftir nýjum tján- ingaleiðum, til að vera með í framvind- unni. Nú hafa menn vaknað upp við vondan draum og spyija, hvort ekki sé tími til að horfa til baka og reyna að halda til haga ýmsu því sem annars gæti glatast og að framþróun án samfylgdar við varðveislu gamalla gilda, sé í raun hættuleg eyðinga- stefna. Kenningin um „Afturhvarf til nátturunn- ar“ hjá Rousseau, var ef til vill einum of snemma á ferðinni en er nú orðin nauðsyn, því hljóðlíkingar, krot og klambur, hefur leitt listamenn inn í öngstræti hinnar von- lausu leitar að einhveiju óþekktu, eins og spáð var fyrir í leikverkinu fræga, Beðið eftir Godot, eftir Samuel Beckett. Listsköpun er auðvitað bergmál þess áreitis, sem listamaðurinn verður fyrir og afraksturinn fer eftir því hvort hann snýst gegn eða fylgir þessum stýrandi kröfum um hvað hann eigi að gera. Menn koma sér upp margvíslegum markmiðum og rökstyðja þau og byggja upp margslungnar stýrikenningar. Það hefur sýnt sig að kenn- ingar hafa ekki nægt til listsköpunar, því sjálf listþörfm hefur ávallt haft tilhneigingu til að bijóta af sér viðjar kenninga og þar í býr keppnin eftir frumleika og einhveiju nýju. Samt hefur frumleikinn og nýjungin ekki nægt sem markmið, því í sköpunarþörf- inni býr einhver náttúrukraftur, sem ekki verður skilgreindur eða komið fyrir innan einhvers kenningaramma. Nú húmar að og framtíðin er hulin mistri og þá horfa menn gjarnan til baka. í list- sköpun hefur þessa gætt um langt skeið og á opnunartónleikar Myrkra músikdaga, í Norræna húsinu, sl. föstudag, eru dæmi um slíkt, þar sem tvö verkanna eru eins konar afturhvarf, er höfundarnir líta um öxl. Þáttur 96, eftir Finn Torfa Stefánsson og Itarsia, eftir Hafliða Hallgrímsson, eru skemmtileg dæmi um afturhvarf til náttúr- unnar. Þáttur 96 er stutt verk, er byggir mjög á tematískri og kontrapunktískri vinnu- tækni og er auk þess í samhljóman oftlega mjög hljómrænt í allri gerð, með sinn klass- íska endahljóm. Það má segja, að í verkinu sé meira að heyra af gömlu en nýju, þar sem beinlínis er vísað til eldri hugmynda og vinnuaðferða en samhljómanin er þó samt af nýrri gerðinni en mjög svipuð og franskir tónsmiðir (les Six) léku sér með, snemma á öldinni, menn eins og Honegger, Milhaud og Poulenc og jafnvel Francaix. Það sem sérlega er þó athyglisvert við Þátt 96 Finns Torfa, er hversu vel verkið er unnið og tónmálið af þeirri gerðinni, sem kallar á athygli og hefði verkið því sem best mátt vera miklu lengra. Þetta sama á við um verk Hafliða, með þeirri breytingu, að hann notar ýmsar aðrar vinnuaðferðir en Finnur Torfí, eins og t.d. ostinato (þrástefjun) og að tónhugmyndir eru ekki aðeins leiknar á eitt hljóðfæri, heldur í samvirkum leik margra hljóðfæra. Þennan mun má skilgreina sem „ein tón- mynd = eitt hljóðfæri eða ein tómynd = mörg hljóðfæri“. Þarna er um grundvallar- mun að ræða og var skemmtilegt hversu Hafliði notar þessa aðferð, eins og t.d. þeg- ar hom og fagott leika eins konar „cantus fírmus" á móti skreytirödd klarinettsins, í fjórða kaflanum, sem var hrífandi fallegur. I heild er verk Hafliða mjög gott en eins og ritað er eftir honum í efnisskrá, kann að vera fólgin skýringin, að nokkru leyti, hvers vegna verkið er svo talandi skemmti- legt og frábær tónsmíð. Þar ritar Hafliði; „Eg skrifaði Intarsia nokkuð ósjálfrátt, án þess að styðjast við strangar tónsmíðalegar formúlur eða fyrirfram bundið form. Eina markmið mitt var að njóta þess að skrifa nokkur stutt verk, einföld í formi, litrík, virtúósísk og gefandi að spila og hlusta á.“ Smámunir í fimm þáttum eftir Atla Heimi Sveinsson er frá öðrum tíma en verk Finns Torfa og Hafliða. Það er samið 1960-61 og þar er Atli að stíga sín fyrstu skref inn í nýjan tíma, eins og stendur í efnisskrá: „Þessi smálög, eða bagatellur, eru ópus mínus eitt eitthvað. Þau eru samin í Köln, á árunum 1960-61, þegar ég var að inn- byrða öll áhrifin frá Stockhausen, Boulez, Nono, Zimmermenn, König og mörgum örðum. Erfitt reyndist mér að ná áttum á þessum tíma. Svo yfirþyrmandi voru áhrifín og áreitið úr öllum áttum. Ég hafði engan sálarfrið, reyndi að fóta mig í nýlistinni með aðstoð góðra manna. Svo stökk ég upp í hringekjuna og lét lukkuhjólið sveifla méy.“ í þessari hreinu játningu Atla, er að fínna merkilega útlistun á þeim vandamálum er blasa við öllum listamönnum í upphafi og á öllum tímum. Þessi fáu orð Atla eru ein- hver snjallasta og sannasta lýsing lista- manns á þeim vanda, að velja og hafna. Það er sérkennilegt, að þessi 36 ára gömlu verk Atla eiga sér, hvað snertir músíkalst innihald, mjög sterka samsvörun við nýju verkin, eftir Finn Torfa og Haf- liða. Þannig er tíminn oftlega miskunnar- laus og jafnvel hæðinn en allt um það, eru öll verkin hin skemmtilegustu áheymar og verk Hafliða sérlega magnað, enda stærst að gerð og innihaldi. Sonata III, eftir Jónas Tómasson, samið 1969 og Mutanza-Umröðun, eftir Karólínu Eiriksdóttir, samið 1991, eru ekta nýakademisk tónverk, ágætlega samin en án nokkurra nýunga.án þess að borða nokk- uð nýtt, aðeins eru, mitt í millum hins óséða og „nostalgiunnar“. Mutanza eftir Karólinu er samið fyrir blásarakvintett og sembal en hlutur sembalsins var undarlega utan- gátta, bæði hvað varðar hljómstyrk og þátt- töku í tónmáli verksins. Það sem gerði öll verkin sérlega áheyri- leg og tónleikana í heild skemmtilega og eftirminnilega, var frábær flutningur Blás- arakvintetts Reykjavíkur, sem var einkar athyglisverður í tæknilega erfiðu verki Hafliða. Með þeim félögum léku Guðrún Óskarsdóttir á sembal, í verki Karólínu og Steef van Oosterhout, er lék á slagverk í verki Atla. J6n Ásgeirsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.