Morgunblaðið - 11.02.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.02.1997, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÞAÐ verður áfram sól í firðinum elskurnar mínar. Mútta gamla sér um rykið og Kári um reykinn . . . SAMKVÆMT tillögu aðalskipulags Reykjavíkur 1996-2016, verða gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar Iagfærð. Akrein- um verður fjölgað og bætt við umferðarljósum. Mislæg gatnamót við Miklubraut - Kringlumýrarbraut Fleiri akreinar og umferðarljós Vélsleðar ogjepp- ar í Bláfjöllum • • Okumenn virða ekki reglur TÖLUVERT hefur borið á akstri vélsleða og jeppa við skíðasvæði Bláfjalla í vetur, að sögn Þorsteins L. Hjalta- sonar, starfsmanns Bláfjalla- nefndar, en samkvæmt reglu- gerð um fólkvang í Bláfjöllum er akstur vélsleða og annarra ökutækja bannaður utan vega í Bláfjallafólkvangi. Þorsteinn segir að öku- menn á vélsleðum og jeppum sæki mikið í Bláfjallasvæðið þegar snjólítið sé eins og hafí verið í vetur og að skíðamenn sem ætli að njóta friðsæld náttúrunnar hafi kvartað mikið yfir þeim að undan- förnu. „Vélsleðunum fylgir bæði hávaði og bensínstybba og ergir náttúrulega þá sem eru komnir til að hreyfa sig í kyrrðinni í nágrenni fjall- anna. Auk þess keyra vél- sleðamenn þvers og kruss yfir merktar gönguskíða- brautir og eyðileggja þær þar með,“ segir Þorsteinn. „Við erum ekki með neina sérstaka löggæslu á svæðinu, en höf- um bent vélsleðamönnum á þetta. Sumir taka þeim ábendingum vel en aðrir hunsa þær greinilega," bætir hann við. Þá segir Þorsteinn að einn- ig hafi borið á akstri vélsleða í sjálfum skíðabrekkunum þegar lyftunum hafí verið lokað og ítrekar hann að það sé alls ekki leyfilegt. „Verið er að reyna að halda þessum fólkvangi sem útivistarsvæði fyrir aðra en þá sem eru á vélknúnum ökutækjum og fer Bláfjallanefnd fram á að það sé virt,“ segir hann að síð- ustu. ÁKVEÐIÐ hefur verið að falla frá mislægum gatnamótum við Miklu- braut og Kringlumýrarbraut sam- kvæmt endurskoðuðu aðalskipu: lagi Reykjavíkur 1996-2016. í þeirra stað verður akreinum fjölg- að og fleiri umferðarljós sett upp. Ákvörðunin byggist á umhverfis- sjónarmiðum og endurskoðuðu arðsemismati. Að sögn Guðrúnar Ágústsdótt- ur, formanns skipulagsnefndar, byggist ákvörðunin meðal annars á umhverfisjónarmiðum. Auk þess hafi mat á arðsemi mislægu gatna- mótanna verið endurskoðað og þá hafi komið í ljós að arðsemin var ekki eins mikil og áður var talið. Benti hún á að lengi vel hafí slys ekki verið tekin með í reikninginn þegar mat fór fram og umhverfis- þátturinn hafi ekki skipt verulega miklu máli. Lagfæring án þess að byggja brýr og slaufur „Við ætlum að lagfæra gatna- mótin án þess að byggja brýr og slaufur. Umferðarsérfræðingar okkar telja að það sé hægt,“ sagði hún. „Það kom einnig í Ijós að þeir sem reka Kringluna telja að aðgengi að þessari stærstu versl- unar- og menningarmiðstöð borg- arinnar muni versna til muna verði byggð mislæg gatnamót og við verðum einnig að hlusta á það.“ 30-40 milljóna kostnaður Áætlaður kostnaður vegna Iag- færinganna er um 30-40 milljónir en áætlaður kostnaður við mislæg gatnamót á þessum stað er um 500 milljónir. Formaður Náttúrverndarráðs hins nýja Gæta hófs á báða vegu A Náttúruverndar- þingi skipaði um- ■L hverfisráðherra Ól- öfu Guðnýju Valdimarsdótt- ur arkitekt formann nýs Náttúruverndarráðs, sem stofnað er til samkvæmt nýjum lögum. Náttúruvemd ríkisins tekur við störfum gamla ráðsins, en skv. nýju stórnskipuninni skipar ráð- herra nú sex menn að tillögu Náttúrufræðistofnunar, HÍ, Bændasamtakanna, Ferða- málaráðs og skipulagsstjóra og formann án tilnefningar, en þrír eru kosnir á Náttúm- vemdarþingi. Við tókum hinn nýskipaða formann tali. - Af kynningunni má sjá að þú hefur ekki mikið kom- ið að náttúruverndarmáium. Aðrir koma frá ákveðnum fagstofnunum, fólk veltir eflaust fyrir sér úr hvaða átt þú kemur sem stjórnarformaður? „Ég kem þar inn sem arkitekt. Arkitektanám er fyrst og fremst umhverfismenntun. Okkar starf nær allt frá skipulagsvinnunni og að húsagerð eða mannvirkjagerð. Einnig hefi ég starfað að skóg- ræktarmálum. Hefí þó síðustu árin lítið haft tök á að beita mér, en umhverfismálin eru mér mikið áhugamál.“ - Hvernig sérðu fyrir þér að þetta nýja Náttúruverndarráð starfi? Og hver verða þín helstu áhersiumál? „Það á eftir að koma í Ijós, ráð- ið hefur ekki enn komið saman. Lögum samkvæmt á það að vera ráðgefandi og sjá um upplýsinga- þáttinn í þessum málaflokki. Áherslurnar liggja auðvitað víða. Alls staðar í heiminum er mikil umræða um náttúruvemdarmál í kjölfar aukinnar mannvirkjagerðar á öllum sviðum. Vissulega verður að beita sér í náttúruvernd á sviði líffræði, dýrafræði og vistfræði, en það eru líka fleiri þættir sem þarf að huga að. Hinn sjónræni þáttur varðar umhverfismálin. Að mínu áliti hefur kannski ekki verið gefinn nógur gaumur að útliti mannvirkja, þó það sé misjafn, eða hvar og hvemig þau em sett niður í landslaginu. Ljóst er að við viljum búa í nútímasamfélagi með tækni. Munum halda áfram að þróa nýj- ungar og mannvirkjagerð halda áfram. Ég held að varla verði hægt að stöðva það. En vissulega verðum við að móta stefnu til framtíðar um hvernig á að takast á við þetta verkefni. Þá er mjög mikilvægt að náttúruverndarsjón- armið séu höfð í heiðri. Að við reynum að beita fullkomnustu tækni, m.a. til þess að koma í veg fyrir mengun. og annað _________ slíkt. Huga þarf betur að þessum málum í upp- hafí, á skipulagsstiginu, eins og kom fram á þessu þingi. Til mikilla bóta eru lög um mat á umhverfis- áhrifum, sem öll stór mannvirki verða að fara í. Náttúruverndarráð kemur þar inn í og þarf að vera virkt og taka á því.“ - Nú voru mörg og stór mál samþykkt á Náttúruverndarþingi, um almannaréttinn og um raforku- málin, þar sem sæstreng var hafn- að, líka verksmiðju á Grundar- tanga og endurskoðun verði á Fljótsdalsvirkun. Ráðið hefur ekki enn tekið neina afstöðu? „Nei, þetta er ályktun þingsins og þarf auðvitað að meta það í víðara samhengi og fylgja eftir. Alls staðar eru sérfræðingar sem fjalla um þessi mál og síðan er að meta og vega í hvert skipti fómarkostnað og kostnað. Það er Ólöf Guðný Valdimarsdóttir ► Ólöf Guðný Valdimarsdóttir er fædd 1954 og uppalin á Núpi í Dýrafirði, dóttir Valdimars Kristinssonar bónda og Áslaug- ar Jensdóttur. Landsprófi lauk hún frá Héraðsskólanum á Núpi og stúdentsprófi frá Mennta- skólanum á Isafirði 1976. Sam- tímis tók hún tækniteiknara- próf frá Iðnskólanum og vann næsta ár við tækniteiknun. Að loknu arkitektanámi í Árósum 1977-1983, var hún í ár við landbúnaðarstörf heima á Núpi. Hún hefur starfað sem arkitekt frá 1984, lengst af með eigin rekstur. Einnig lauk Ólöf 1991 námi í fjölmiðlun frá HÍ og 1993 réðst hún að blaðinu Arki- tektúr, verktækni og skipulag. Fyrir ári var hún kosin í stjóm Arkitektafélag íslands og var ráðin framkvæmdastjóri fé- lagsins til þriggja ára. Ólöf býr með tveimur dætur sínum, 5 og 12 ára. Mannvirkja- gerð tengist náttúruvernd ekki bara já eða nei, en allt þar á milli líka. Náttúruvemdarþing er mikilvægur vettvangur fyrir skoðanaskipti í umhverfís og nátt- úruverndarmálum. Þar koma flest sjónarmið fram og þar er breiddin í skoðunum. Við erum öll hluti af þessu og verðum að umgang- ast landið með virðingu. í heimin- um í dag kemur siðfræðin víða inn eða þessi huglægu gildi, sem eiga ekki síður við í náttúruverndar- málum en annars staðar. Það þarf að setja hugmyndafræðina um manneskjuna í umhverfínu í samhengi. Mér finnst mikilvægt að gæta hófs á báða vegu og fara ekki of geist. Mengun fylgir menningu og við erum hluti af -------- menningunni. Þar kem- ur inn í siðfræðiþátt- urinn og hvemig við viljum tengja menn- ingu og umhverfí. Hvar viljum við setja mörkin. Það er hluti af hugmyndafræðini á bak við þetta. Auðvitað höldum við áfram að þróa okkur inn í nútímann, en ber jafnframt skylda til að skila landinu okkar með góðri samvisku og reisn til kom- andi kynslóða." - Hvernig hugsarðu til þessa starfs? „Ég held að þessi nýskip- an, fyrst með tilkomu umhverfis- ráðuneytis og nú með Náttúru- vernd ríkisins, eigi eftir að gera náttúruvemdarmálin skilvirkari. Sjálf hlakka ég mikið til að tak- ast á við þetta verkefni í sam- starfi við þetta ágæta fólk í ráð- inu og starfsfólkið í umhverfis- ráðuneytinu og hjá Náttúruvernd ríkisins, sem hefur mikla reynslu á þessu sviði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.