Morgunblaðið - 11.02.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.02.1997, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 1997 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Vinnueftirlit ríkisins Morgunblaðið/Árni Sæberg Össur ritstjóri Alþýðublaðsins ÖSSUR Skarphéðinsson alþingis- maður hefur verið ráðinn ritstjóri Alþýðublaðsins frá og með degin- um í dag, um óákveðinn tíma. í fréttatilkynningu frá Fijálsri fjölmiðlun, sem á meirihluta í hinni nýju Alþýðublaðsútgáfu, segir að með því að nýtt fyrirtæki taki við rekstri blaðsins og nýr ritstjóri sé ráðinn sé gerð úrslitat- ilraun til að tryggja útgáfugrund- völl Alþýðublaðsins, en árangur- inn verði metinn á hausti kom- anda. Össur Skarphéðinsson hefur starfað við ýmsa fjölmiðla. Meðal annars var hann ritstjóri Þjóðvilj- ans 1984-1987. í fréttatil- kynningunni kemur fram að Össur segist ganga glaður að verki, enda eigi Alþýðúblaðið sér glæsta sogu og mikilvægt sé að kappkosta að halda merki þess á lofti. Össur Skarp- héðinsson Morgunblaðið/Golli FLUGLEIÐIR efndu á sunnudag til 60 ára afmælissýningar Flugfé- lags Akureyrar, Flugfélags Islands, Loftleiða og Flugleiða. Meðal annars voru sýndir flugfreyjubúningar frá ýmsum tímabilum. Flugleiðir með nýjung á alnetinu Fyrsta ferða- uppboðið FLUGLEIÐIR hf. efna nú til ferða- uppboðs á alnetinu. Á vef Flugleiða gefst almenningi kostur á að bjóða í fyrirfram ákveðnar ferðir til þriggja áfangastaða erlendis; Falst- urs í Danmörku, Halifax í Kanada og Lúxemborgar. Þetta er fyrsta ferðauppboð í heimi, sem fer fram á alnetinu. í frétt frá Flugleiðum segir að uppboðið fari þannig fram að sett sé fram ákveðið lágmarksverð, sem sé talsvert lægra en boðið sé á al- mennum markaði. Þátttakendum gefist síðan tækifæri á að bjóða i ferðirnar, og sá hreppi ferð sem býður hæst. Hver einstaklingur megi bjóða eins oft og hann vill og hann geti einnig boðið fyrir hönd hóps, sem ætlar að ferðast saman. Flugleiðir segja þetta í fyrsta sinn, sem efnt sé til slíks uppboðs á alnetinu í heiminum. Áður hafi Flugleiðir haft sætauppboð á net- inu. Þá hafi verið hægt að bjóða í sæti en nú sé boðið í heilan ferða- pakka, þar sem flugfargjald, gist- ing, fararstjórn og fleira sé innifal- ið. „Aldrei hefur slíkt verið í boði áður á Internetinu og völdu Flug- leiðir ísland sem fyrsta markaðinn sem fengi slíka þjónustu," segir í fréttatilkynningu. Netfang Flugleiða er http://www.Icelandair.is. Banna sog- lagnir í heit- um pottum VINNUEFTIRLIT ríkisins hefur ákveðið að banna tafarlaust sog- lagnir og lokabúnað í opi botn- lagna í heitum pottum sem einung- is er gerður til inndælingar. Við rannsókn Vinnueftirlitsins á alvarlegu atviki, þegar stúlka festi hár sitt í lokabúnaði botnrás- ar í heitum potti í Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði, kom í ljós að búnað- urinn var af þessari gerð. Vinnu- eftirlitið fyrirskipar notkun ristar eða hliðstæðs búnaðar í stað loka. Vinnueftirlitið hefur vegna atviks- ins í Hafnarfirði ákveðið að gert verði sérstakt átak í skoðunum á sundstöðum á næstu dögum. I fréttatilkynningu frá Vinnu- eftirlitinu kemur fram að lokabún- aðurinn sé þannig gerður að hár geti orðið fast í honum, sérstak- lega ef sog er á viðkomandi lögn. Talsverð hætta er einnig talin á að hár festist í sams konar búnaði á innrennslislögnum þegar dæling fer ekki fram. Vinnueftirlitið hefur einnig ákveðið að öll innrennslisop skuli BÓKHALDSHUGBÚNAÐUR fyrir WINDOWS Einföld lausn á flóknum málum KERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 - Sími 568 8055 www.treknet.is/throun KorlooPlast KORK-gólfflfsar með vinyl-plast áferð Kork.o-Plast: / 20 gerðum Kork O Floor er ekkert annad en hið viðurkennda Kork O Plast, límt á þéttpressaðar viðartrefjaplötur, kantar með nót og gróp. UNDIfíLAGSKORK IÞREMUR ÞYKKTUM. VEGGTÖFLUKORKPLÖTURIÞREMUR ÞYKKTUM. KORK-PAP.KETT, VENJULEGTITVEIMUR ÞYKKTUM. y t>. ÞORGRÍMSSON &CO rÍf&Æl AflMUlA 29 • PÓSTHOLF 8360 • 128 REYKJAVIK m J SIMI 553 8640 568 6100 PCI lím og fúguefiii ilis ■á Stórliöfða 17, við GulJinbrú, sími 567 4844 - kjarni málsins! útbúin þannig að ef inndæling stöðvast skuli einstreymisloki vera í rásinni sem tryggir að ekki geti orðið bakstreymi í henni og jafn- framt verði innrennsliskerfið búið aðvörunarbúnaði fyrir laugarvörð ef inndæling stöðvast. Átak í skoðunum á sundstöðum er þegar hafið í Reykjavík og ná- grenni. Á landinu öllu er um 150 sundstaði að ræða og hefur verið sent dreifibréf til þeirra með fyrir- mælum um úrbætur og tæknilegar útfærslur. í fréttatilkynningunni segir að um nokkurt skeið hafi starfað nefnd að því að endurskoða reglur um öryggi á sundstöðum og á því starfi að vera lokið fyrir árslok 1997. „Við rannsókn atviksins í Suðurbæjarlaug komu einnig fram nokkrir aðrir þættir varðandi al- mennt öryggi og telur Vinnueftir- lit ríkisins eðlilegt að nefndin taki eftirfarandi til umljöllunar: 1. Herða eftirlit með að börn undir leyfílegum aldri (nú 8 ára) séu á sundstöðum án fylgdar full- orðinna. 2. Atvikið varð við köfun í heit- um potti. Skoða þarf hvort ekki ætti að banna slíkt. 3. Taka þarf afstöðu til skyldu- notkunar á sundhettum. 4. Við heita potta getur orðið veruleg gufumyndun í köldu veðri sem takmarkað getur eftirlit með gestum. Taka þarf til umfjöllunar hvort bæta þurfi eftirlit." Hljómflutn- ingstæki gef- in í hátíðarsal Háskólans Háskóla íslands voru í gær færð að gjöf ný hljómflutningstæki í hátíðarsal skólans. Þau verða svo formlega tekin í notkun á mið- vikudagskvöld, þegar námskeiðið „Meistarar barokksins í ítalskri og þýskri tónlist" hefst, en þar er leiðbeinandi Ingólfur Guð- brandsson, tónlistarmaður og for- stjóri. Myndin var tekin við af- hendinguna. Saveinbjörn Björns- son háskólarektor tók við gjöfinni og fulltrúar gefenda eru; Einar S. Einarsson, Visa íslandi, Þorgeir Baldursson, Prentsmiðjunni Odda hf., Þorkell Sigurlaugsson, Eim- skip hf., Birgir Skaftason, Japis hf., og Ingólfur Guðbrandsson, Heimsklúbbi Ingólfs. Sjötti gef- andinn er Islandsbanki. Björgvin sigrar í söngvakeppni á írlandi BJÖRGVIN Halldórsson söngvari sigraði með lagið „Núna“ eða „If it’s Gonna end in Heartache" í söngvakeppninni Cavan Internation- al sem haldin var í nítjánda skiptið í bænum Cavan á írlandi á laugar- dagskvöld, en að sögn Björgvins er þetta önnur stærsta dægurlaga- söngvakeppni íra sem haldin er ár- lega. Söngvarar frá sextán löndum í Evrópu, Ameríku og Ástralíu voru mættir til leiks og lenti fulltrúi ír- lands í öðru sæti og fulitrúi Eng- lands í því þriðja. Björgvin sagði að með sigrinum hefði lagið „Núna“ fyrst og fremst fengið uppreisn æru en það hlaut ekki eins góðar undirtektir þegar Björgvin flutti það í fyrsta sinn opin- berlega í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í Dublin fyrir tveim- ur árum. „Þá verður þessi sigur til þess að ég verð þekktari sem söngvari enda hefur mér verið boðið að taka þátt í fleiri keppnum víða um heim, en auk þess er bara gaman að keppa og vinna," segir hann. Aðspurður um það hvers vegna hann hafi tekið þátt í þessari keppni segir hann að Anne Lennon forsvars- maður Caven Intemational hafí beð- ið hann um að taka þátt í henni eft- ir að hafa heyrt hann syngja lagið „Núna“ í söngvarakeppni sem haldin var í Tyrklandi síðastliðið sumar, en þar lenti hann í öðru sæti. Inniskór frá 490 kuldaskór frá 1990 smáskór í bláu húsi v/Fákafen Tilboð 20% afsláttur Verð frá kr. 2.450. Sníðum þær í gluggann þinn. Z-BRAUTIR OG GLUGGATJÖLD, w FAXAFENI 14, SÍMI 533 5333.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.