Morgunblaðið - 11.02.1997, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.02.1997, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ Textíl- þrykkí Sneglu NÚ STENDUR yfir kynning á textílþrykki Helgu Pálínu Brynjólfsdóttur í gluggum Sneglu listhúss við Klapparstíg í Reykjavík. Verkin á kynning- unni eru öll unnin með ætingu á bómull. Helga Pálína útskrifaðist úr textíldeild listiðnaðar Háskól- ans í Helsinki 1988 og er ein 15 kvenna sem reka Sneglu listhús á horni Klapparstígs og Grettisgötu í Reykjavík. Snegla er opin virka daga kl. 12-18 og laugardaga kl. 10-14. Kynningin stendur til 17. febrúar. Aukasýning á „Gefin fyrir drama þessi dama...“ AUKASÝNING á leikritinu „Gefin fyrir drama þessi dama...“ eftir Megas verður næstkomandi fimmtudag, 13. febrúar, kl. 20.30 í Höfðaborg- inni. Leikmyndin samanstendur af fatnaði sem verður svo seld- ur eftir sýninguna á flóamark- aði í hliðarsal. • RÓMVERSKAR og etrúskar höggmyndir, freskur og skart- gripir að verðmæti um 35 millj- . ónir dala, um 2,4 milljarðar ísl. kr., fundust fyrir skemmstu í vöruhúsi í Genf.. Það er í eigu ítala sem er grunaður um eitur- lyfjasmygl og virðist hafa verið að færa út kvíarnar. • KAMBÓDÍSKIR dýrgripir eru nú til sýnis í Grand Palais í París og verða fram í maí. Gripirnir eru frá 6.-16. öld, 113 verk sem eru í eigu þjóð- arlistasafnsins í Pnom Penh og Guimet- safnsins í Par- ís. Flestir eru úr steini, bronsi og viði og trúar- legir, tengjast ýmist búddisma eða hindúatrú. Sumir bera keim af kraftmikilli indverskri trúarl- ist, aðrir minna fremur á yfir- vegaða list Kínveija. Eitt merk- asta verkið er stytta af guðinum Vishnu, sem er er ein stærsta bronsstytta sem gerð hefur ver- ið. Þá má nefna þetta steinhöfuð frá 13. öld af Jayavarmannin- um. Jayavar- maðurinn. Fransk- íslenskt bók- menntakvöld ALLIANCE francaise gengst fyrir upplestrarkvöldi miðviku- dagskvöldið 12. febrúar næst- komandi þar sem lesið verður úr frönskum ljóðum og sögum, sem komið hafa út á íslensku á undanförnum árum. Sá háttur verður hafður á að fyrst verður lesið upp á frum- málinu, en síðan les þýðandinn sama kafla eða ljóð í íslenskri þýðingu sinni. Meðal þeirra sem þátt taka í þessu franska bók- menntakvöldi eru rithöfundarn- ir Thor Vilhjálmsson, Steinunn Sigurðardóttir, Sigurður Páls- son og Jón Óskar. Bókmenntakvöldið verður haldið í húsakynnum Alliance francaise, Austurstræti 3 (gengið inn frá Ingólfstorgi), og hefstþað kl. 20.30. Aðgang- ur er ókeypis. ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 1997 25 LISTIR f Morgunblaðið/Jón Svavarsson HARRY Spamaay og Hamrahlíðarkórinn, undir stjóm Þorgerðar Ingólfsdóttur ásamt Atla Heimi Sveinssyni. Helgidansar í skýjum TONLIST Listasafni íslands KLARINETTU OG KÓRTÓNLEIKAR Myrkir músíkdagar. Harry Spamaay og Hamrahlíðarkórinn, undir stjóm Þorgerðar Ingólfsdóttur fluttu verk eftir Yuasa, Burgers, Ambrosin, Si- egel og Atla Heimi Sveinsson. Laug- ardagurinn 8. febrúar, 1997. HARRY Spanaay, er bassaklari- nett snillingur frá „hinu blauta“ Hol- landi og er hann hér á ferð, bæði til að flytja fyrirlestra um nútíma-klari- nettuleik og tónlist fyrir þetta magn- aða hljóðfæri og síðast en ekki síst, að halda hér tónleika og eiga hlut að frumflutningi verks eftir Atla Heimi Sveinsson. Spamaay hóf tónleikana með verki eftir Yoij Ýuasa, sem nefnist Bass- clarinet solitude og er það samið á árunum 1983-96 og hefur á þeim tíma tekið ýmsum breytingum. Af kynn- ingu einleikarans, sem heyrðist ekki sem best aftur um sal Listasafnsins, mátti óglögglega skilja, að í raun væri um þijú verk að ræða. Verkið er hefðbundið akademiskt strúktúr- verk, sem var frábærlega vel flutt af Spamaay. Góður flytjandi getur gert mikið fyrir tónverk og það má sannarlega segja um annað verkið á efnis- skránni, sem nefnist Pastichel, eftir Simon Burgers, en nafn verksins merkir stæling og er það samið fyrir bassaklarinett og segulband. Tónmál verksins er sótt í margvíslega tónlist, jafnvel kryddað með popplaukum, svo nokkuð sé nefnt, á ekki óáheyrilegan ATLI Heimir Sveinsson og Harry Spamaay. máta og var mjög vel fiutt af Spamaay. Sérkennilegasta verkið á tónleik- unum var Capriccio, Detto l’erm- aprodite, fyrir bassaklarinett, eftir Claudio Ambrosin. í frásögn einleik- arans kom fram, að verkið væri byggt á tæknilega röngum útfærslum eða eins og einleikarinn sagði, að allt í verkinu væri tæknilega öfugsnúið og rangt. Þetta er sérkennilegt markmið, að leita eftir því að mynda hljóð á annan máta en venjulega er gert, en það sem þó er hið undarlegasta við þetta allt er að hljóman verksins er sú sama og í annarri tónlist, þannig að hin óvenjulega tónmyndun leiðir samt sem áður til venjulegrar tónun- ar. Þama snýr markmiðið að flytjand- anum en hlutstandinn tekur verkinu eins og venjulegum tónmyndunarleik, sem tíðkaður hefur verið um nokk- urra áratuga skeið. Einleiksþætti Spamaay lauk með verki eftir Wayne Siegel, sem nefnist Jackdaw og er fyrir bassaklarinett og segulband. Þetta verk, eins og hin fyrri, er hefðbundið akademísk nú- tímaverk. Það sem gerði verkin á efnisskránni áheyrileg var frábær leikur Spamaay. Lokaverk tónleikanna var Skýja- dansar, eftir Atla Heimi Sveinsson, samið í samvinnu við félaga í Hamra- hlíðarkómum, fyrir bassaklarinett, kór og raftölvuhljóð af segulbandi. Megin uppistaða verksins er sálmkór- all, sem Atli leggur til verksins ásamt rödd bassaklarinettsins. Raftölvu- hijóðaumgerðin er samin af kórfélög- um, án afskipta tónskáldsins, eins og stendur í efnisskrá. Sálmurinn, án texta, er sunginn þrisvar sinnum í breytilegu hljóðumhverfi og vora raf- tölvuhljóðin á móti_ kómum mjög skemmtilega unnin. Á milli sálmanna var ýmist hljóðfæraleikur með og án raftölvuhljóða og einsöngur tveggja radda, þar sem meðal annrs var vitn- að í Stánchen, eftir Schubert. Verkinu lauk á eftirmála fyrir bassaklarinett og náðist ótrúlega kyrrðarstemmning, þar sem kórinn dró sig út úr sviðs- myndinni, syngjandi langan tón er að lokum dó út. Kórallinn er hin fal- legasta tónsmíð og var hann mjög vel sunginn af Hamrahlíðarkómum undir stjóm Þorgerðar Ingólfsdóttur. Skýjadansar er skemmtileg tilraun, sem tókst með ágætum, kórallinn, sem bermálar kóralsöguna, er þunga- miðja verksins, skapar ákveðna mið- lægju, sem verkið hvílir á, og trúar- lega stemmningu, sem náði hámarki i kyrrð niðurlagsins. Þama var eitt- hvað alveg sérstakt á ferðinni! Jón Ásgeirsson Staðgreiðsluverð: 9.800 kr. mihúsg pgn Ármúla 44 • sími 553 2035 Meiriháttar Kynningartilboð! KitchenAid Handhrærivél með töfrasprota og ryðfrírri stálskál Þrælsterk amerísk hrærivéi • 120w mótor • 5 hraðstillingar • Snúra inn á hliðinni • Stálþeytarar Handþeytari 6.930,- Stálskál 4.950,- 11.880,- Kynningarverð nú kr. Einar Farestveit & Co. M. Bofgartúni 28 - Slmi 562 2901 og 562 2900 ÚTSALA Sendum í póstkriö SKÚTUVOGI 2 SÍMI 568 30 80 Jeppadekk 25% afsl. 235/75 R 15 kr.4ör?ÖQ kr. 8.025 stgr. • 30-9.50 R 15 kr. 44£50kr. 8.737 stgr 31-10.50 R15 kr.42£5Hkr. 9.487 stgr. • 33-12.50 R15 kr. JáéSHkr. 11.662 NYBAROI GOÐATÚNI 4-6, GARÐABÆ SÍMI 565 86 00 Frábærir KHANCttK 145R12 155R12 135R13 145R13 155R13 165R13 175/70R13 185/70R13 175R14 -5.T89 -§7069- -4r99e- -5r069- •5t600- -6^92- n cnn 'VJ.vJ'JvJ 3.113 stgr 3.233 stgr 2.990 stgr 3.1 20 stgr 3.233 stgr 3.320 stgr 3.590 stgr 3.853 stgr 3.920 stgr 185R14 185/60R14 195/60R14 175/70R14 185/70R14 195/70R14 205/75R14 185/65R15 195/65R15 vetrarhjolbarðar tzqt 46070- 46707- -&644- -St870 ZJ&B -9200- 467er 4.360 stgr 4.367 stgr 4.660 stgr J 3.986 stgr 4.127 stgr 4.653 stgr 5.520 stgr 4.657 stgr 5.186 stgr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.