Morgunblaðið - 11.02.1997, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 11.02.1997, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ + AÐSENDAR GREINAR Gef OSS æðruleysi ÞAÐ er fróðlegt að fylgjast með yfirlýs- ingum verkalýðsfor- ingjanna þessa dag- ana. Hlusta á þá tala sig og sína upp í nauð- syn þess að gera verk- föll til þess að sækja .kjarabætur í hendur auðvaldsins, sem liggur á digrum sjóð- um eins og fyrri dag- inn meðan almúginn sveltur. Já, hann Auð- valdur er að neyða hann Blásnauðan til þessarar baráttu, al- saklausan og ófúsan að sjálfsögðu. Sjón- varpsþátturinn um gamla stríðið sýndi vel þjáningar hermannanna meðan foringjarnir sátu í makind- um að baki víglínunnar. Helst er að skilja á þessum herr- um, að með því að taka af fyrir- tækjunum einhveija gróðadaga, þá muni ágrind eigendanna og skulda- staða leiða þau til að skrifa undir það sem upp er sett. Og víst hefur þetta gengið svona fyrir sig. Það er gert verkfall einhvers staðar af þessum 400 stéttarfélögum okkar. Menn reyna að halda því sem hægt er í gangi eins lengi og kostur er. Og eftir hæfilegan tíma, svona 2-3 vikur, eru allir orðnir leiðir. Það er skrifað undir hvað sem tautar og til viðbótar oft samið um afnám laga og réttar vegna hinna heilögu .^erkfallsaðgerða, ,jhihad“ hins ís- lenzka púlsmanns. Eins og það sé ekki hægt að fresta vaxtareikningi og gjalddögum vegna „force-maje- ur“? Hálfrar aldar reynsla er fyrir þvi, að kjarabætur fylgja hagvexti þjóðarinnar í dollurum til lengri tíma litið. Kjarabætur íslendinga eiga yfirleitt uppruna sinn í erlend- um atburðum, styijöldum eða upp- gangs af öðrum toga. Okkar fram- lag hefur mest byggst á því að taka við því, sem að okkur er rétt af markaðinum. Sigurður T. segir sitt fólk nú tilbúið að „taka slaginn". Þannig verður auðvaldið því væntanlega J>eygt með glæsibrag. Við verðum b’ara mánuð að vinna launamissi einnar viku vinnustöðvunar ef við fáum 30% kauphækkun, þrjá mán- uði ef við fáum bara 10% o.s.frv. Verðbólga og gengisfall er hins- vegar oft undraskjótt í förum, þannig að kjarabót umfram hag- vöxt næst víst aðeins í mjög skamman tíma. En hann Auðvaldur? Á hann yfirleitt engan leik í kjaradeilum nema uppgjöf? Samtök atvinnurek- enda hafa lagalega sama rétt og verkalýðsfélög til þess að lýsa yfir verkbanni. Það hefur nákvæmlega sömu áhrif og réttarstöðu og verk- föll boðuð af verkalýðnum. Það •'gæti svipt verkalýðsfélögin frum- kvæði í baráttunni, stigmagnað hraðar en þeir kynnu að óska og sett þá í verkfall, sem ætla sér að hirða það án fórna sem þeir herskáu ætla að beijast fyrir. Komið kjaradeilum fljótt á svo alvarlegt stig að þjóðfélagið lamaðist al- gerlega, sem er auðvit- að tilgangur vinnu- dei|na. Ég hef hlustað á Guðmund í Rafíðn lýsa því á fundi hjá Sjálf- stæðisflokknum hvern- ig hans menn geti tekið af rafmagn og hita- veitu til langframa, því nóg sé í sjóðunum þeirra. Ef atvinnurek- endur bættu við verzl- unum, skemmtistöðum, spitölum og bönkum, yrði þetta athyglisverð þjóðfélagsleg staða. Myndu menn ekki vinna vel við þær aðstæður í Karphúsinu? En þessu hefur aldrei Foringjamir vilja borg- arastyijöld, segir Hall- dór Jónson, í trausti þess að sundrung and- stæðinganna tryggi þeim sigur. verið beitt. Verkalýðsfélögin hafa komist upp með einleik vegna þess að samtök atvinnurekenda eru yfir- leitt tvístruð og veita því einungis sýndarviðnám. „Óskelfandi úlfar gera svína samhlaupa“ orti Sturlungi til bróð- ur síns, þegar tilveru ættarinnar var ógnað. Ef atvinnurekendum væri einhver alvara myndu þeir ekki leyfa andstæðingnum að tvístra liðinu. En ef engin samstaða er meðal þeirra, er alveg óþarfi að hafa einhveijar verkfallakúnstir á undan uppgjöfinni. Það er miklu betra að selja verkalýðshreyfíng- unni sjálfdæmi og skrifa undir það sem upp er sett strax í dag. Af hveiju ekki að birta opinberlega allar kröfur hvers félags svo al- menningur gæti kynnt sér þær áður en slíkir „samningar" hefjast? Við íslendingar bjuggum við verkföll, óðaverðbólgu og skertan hagvöxt um áratugaskeið, meðan hagur til dæmis Þjóðveija efldist. Meðal annars með því að halda frið á vinnumarkaði. Hagur Breta varð bágari um árabil en Þjóðveija meðan verkalýðsfélögin léku laus- um hala og hindruðu hagvöxtinn. Nú er þetta að snúast við og hagur Þjóðveija fer niður en Breta upp. Af þessum þjóðum getum við ef til vill ekkert lært fremur en ungl- ingar af reynslu fullorðinna, hvað þá af okkar eigin reynslu af stöð- ugleika. Við gerð þjóðarsáttarsamning- anna 1990 voru það örfáir lang- þreyttir hófsemdarmenn úr röðum verkalýðsfélaganna og VSÍ, sem Halldór Jónsson höfðu forystu fyrir því að þjóðin fór að feta sig upp úr foraðinu sem hún var komin í. Hagur almennings hefur raunverulega batnað síðan þá. Sumra meira, annarra minna eins og gengur. Nú eru árin 1971- 1989 sem óðast að gleymast og öll ringulreiðin. Stöðugleikinn hef- ur nú ríkt svo lengi að okkur finnst hann sjálfgefinn og finnst ýkt að einhveijar „sanngjarnar" kaup- hækkanir geti raksað honum. Þessir menn eru nú horfnir af vettvangi. Nú heyrast helst þær raddir úr röðum launþega, sem ætla að knýja fram 30-40 prósenta taxtahækkanir til sinna manna. Viðurkenna yfirborganir í iðnaðin- um segja þeir! Hversvegna skyldu sumir yfirleitt fá meira borgað en annar? Heldur einhver að þeir yfir- borguðu vilji ekki sama ofan á núverandi laun og hinir fá? Fyrir þessar „sanngirniskröfur" vilja foringjarnir hefja borgara- styijöld í trausti þess að sundrung andstæðinganna tryggi þeim skjót- an sigur. Hitler hélt þetta sama 1940 en komst að því að það er erfitt að stöðva styrjöld. Nú eru nýir verkalýðsleiðtogar fram komn- ir, sem sjá orrustuna við Geitháls í hillingum og telja sig þurfa að sveipa nafn sitt stríðsfrægð eins og ungir konungar. Óheppilegt fram- ferði fyrirmenna þjóðfélagsins í kjaramálum hefur orðið þeim að vopni. Alexander hélt tryggð hers- ins með því að deila með honum kjörum á erfiðum herferðum. Það stefnir því í hefðbundna leik- sýningu staðbundinna verkfalla og afleiðinga kjarasamninga gerðra í „stingið ykkur til sunds“-stíl frá árdögum óðaverðbólgunnar. Hún fer aftur af stað og skuldir heimil- anna munu stórhækka. Af hveiju afnema verkalýðsforingjarnir ekki verðtrygginguna um leið og þeir breyta skattakerfinu, sem þetta heimska Alþingi bjó hvorutveggja til? Hvað höfum við svo sem að gera við eitthvert Alþingi, þegar við höfum Guðmund í Rafiðnaðar- sambandinu til að endurbæta skattakerfið og gjöra alla hluti nýja? Einmitt núna voru teikn á lofti um að aukin eftirspurn eftir vinnu- afli vegna hagvaxtar væri á næsta leiti. Aukin eftirspurn eftir vinnu- afli myndi leiða til hærri launa. Mest til þeirra eftirsóttu og hæst- launuðu að sjálfsögðu, en eitthvað líka til hinna, sem annars færu bara annað. Nú munu líklega flest- ir fá lítið þegar upp verður staðið. Þó að eftirspurnarhækkunin komi ofan á verkfallaprósenturnar, mun allt tapast í ringulreiðinni, sem fylg- ir með, það ætti reynslan að kenna okkur. Raunverulegar kjarabætur til hinna þurfandi gætu helst komið með lækkun vöruverðs og félags- legum aðgerðum. Og víst er bágt hjá mörgum, sem yrðu fyrstir undir í verðbólgunni. Því fer sem fer. Búumst því til bardaga, bræður og systur. Gef oss æðruleysi til þess að sættast við það sem vér getum ekki breytt, kjark til þess að breyta því sem breytt verður og vit til þess að greina þar á milli. Eða bara sleppum þessum skrípalátum og seljum heimskunni sjálfdæmi. Höfundur er verkfræðingur. SIÐASTA VIKA UTSÖLUNNAR Jakkar frá kr. 3.000 til kr. 7.000 Buxur frá kr. 1.800 til kr. 4.800 Blússur frá kr. 1.500 til kr. 4.800 Pils frá kr. 1.500 til kr 4.800 Peysur frá kr. 1.000 til kr. 2.800 Auk þess frakkar, úlpur og kjólar. Opiö laugardaga frá kl. 10-16 ouDarion Reykjavíkurvegi 64 • Hafnarfirði ■ Sími S65 1147 Kirkja á tímamótum? ÍSLENSKA þjóð- kirkjan tilheyrir Lúth- erska heimssamband- inu og Alkirkjuráðinu, hreyfingum sem vinna á alþjóðlegum vettvangi að ýmsum málefnum er varða kirkju og kristni. Nú er að ljúka sérstökum kvennaáratug sem Alkirkjuráðið stóð fyrir og var helgaður baráttu fyrir réttind- um kvenna og var yfirskriftin: Kirkjan styður konur. Alkirkj- uráðið lagði til við aðildarkirkjur sínar að nota áratuginn til þess að vinna ötullega að málefnum kvenna og stuðla þannig að því að það jafn- ræði og réttlæti sem kristin trú boðar verði að veruleika í heimin- í eitt þúsund ára sögn krístni á íslandi, segir dr. Arnfríður Guð- mundsdóttir, hefur lítið farið fyrir konum í framvarðarsveit kirkjunnar. um. Lútherska heimssambandið hefur að sama skapi hvatt aðildar- kirkjur sínar til dáða á þessum vett- vangi, meðal annars með því að vinna að aukinni þátttöku kvenna í störfum og nefndum á vegum aðildarkirknanna. Hingað til hefur yfirstjórn íslensku þjóðkirkjunnar gert lítið sem ekkert til þess að verða við þessari hvatningu Al- kirkjuráðsins og Lútherska heims- samþandsins. í eitt þúsund ára sögu kristni á íslandi hefur farið lítið fyrir kon- um í framvarðarsveit kirkjunnar. Konur hafa þótt fara betur í minna áberandi störfum svo sem umönn- unar- og þjónustustörfum. Á með- an hafa karlarnir unað sér vel á valdastólunum. Ekki er langt síðan konur fengu prestsvígslu hér á landi og enn þann dag í dag er kynferðið þeim til trafala þegar kemur að útdeilingu embætta inn- an kirkjunnar. Aðeins ein kona er prófastur og enn hefur engin kona fengið biskupsvígslu. Fátt er um konur á kirkjuþingi og engin kona hefur setið i kirkjuráði sem fer með framkvæmd sameiginlegra mál- efna þjóðkirkjunnar. Konur eru ennþá í miklum minnihluta í valda- störfum innan íslensku þjóðkirkj- unnar þó að þær séu um helmingur þeirra sem henni tilheyra og vinni þar ómetanlegt starf, eins og þær hafa gert um aldir. Vart þarf að taka það fram að fjölgun kvenna í nefndum og embættum nægir ekki ein og sér. Mikilvægast er að rödd kvenna fái að heyrast og starfskraftar þeirra og hæfileikar að nýtast sem skyldi. Með konum koma nýjar áherslur, nýtt gild- ismat, nýtt tungutak, ný reynsla. Sláandi dæmi um kvenmanns- leysið í forustuliði íslensku þjóð- kirkjunnar nú í lok tuttugustu ald- arinnar er mynd sem birtist í Morg- unblaðinu 4. febrúar sl. af kristnihátíðamefnd og hátíðamefnd kirkj- unnar. Þessar nefndir eiga að sjá um skipu- lagningu og fram- kvæmd fyrirhugaðra hátíðarhalda í tilefni eitt þúsund ára kristni á ís- landi. Á myndinni em níu karlar. Hér hefur ekki einu sinni verið haft fyrir því að hafa að minnsta kosti eina konu með, eins og tíðum er gert, svona til að svara hugsanlegum gagnfynisröddum. Margir hafa nú þegar látið í sér heyra og hefur þeim ver- ið svarað frá Biskupsstofu. En hvaða svar er það að benda á að áður hafi konur verið í meirihluta í annarri nefndinni, þar sem þær hafi verið í hlutverki forseta, forseta Sameinaðs Alþingis og forseta Hæstaréttar? Staðreyndin er sú að nú em báðar nefndirnar karlanefnd- ir og er það ekki næg ástæða til þess að gera eitthvað í málunum? Er það ekki einmitt í aðstæðum sem þessum sem Alkirkjuráðið og Lúth- erska heimssambandið hafa hvatt aðildarkirkjur sínar til þess að sýna fordæmi og vinna að auknu jafn- rétti kvenna og karla? Ennþá hefur ekkert komið fram í máli talsmanna Biskupsstofu sem bendir til þess að rýr staða kvenna í þessum nefndum sé þeim áhyggjuefni, fremur en lök staða kvenna innan kirkjunnar yfir- leitt. Ef til vill má réttlæta kven- mannsleysi kristnihátíðamefndar og hátíðamefndar kirkjunnar þannig að tilgangur hátíðarhaldanna sé að minnast þúsund ára karlaveldis inn- an íslensku þjóðkirkjunnar. Sé til- gangurinn hins vegar að setja tón- inn fyrir nýja öld, þá er komið að konum að svara því hversu lengi þær ætla að una óbreyttu ástandi. í framhaldi af þessu mætti að lokum spyija hvort afmælis kristni- tökunnar verði betur minnst með umfangsmiklum hátíðarhöldum eða með því að kirkjan íhugi stöðu sína og hlutverk í upphafí nýrrar aldar. Hversu vel er kirkjan búin til að sinna því hlutverki sem hennar bíð- ur? Hver em forgangsverkefnin? Hveijum er kirkjan fyrst og fremst kölluð til að þjóna? í 4. kafla Lúkas- arguðspjalls segist Kristur vera kominn til að „flytja fátækum gleði- legan boðskap, boða bandingjum lausn og blindum sýn, láta þjáða lausa og kunngjöra náðarár Drott- ins.“ Ætli íslenska þjóðkirkjan að starfa i anda Krists og vera trú því hlutverki sem henni er falið þá er óneitanlega þörf á margvíslegum umbótum. Sjálfsskilningur hinnar evangelísku lúthersku kirkju gmnd- vallast á hugmyndinni um kirkju sem þarfnast og er í stöðugri endur- skoðun (ecclesia semper reformanda est). Er því ekki við hæfí á þeim merku tímamótum sem framundan em að hin evangelíska lútherska kirkja á íslandi spyiji sjálfa sig áleit- inna spurninga um stöðu sína og hlutverk? Ein af þeim spurningum hlýtur að varða stöðu kvenna innan kirkjunnar. Höfundur er stundakennati við guðfræðideild Háskóla íslands. Dr. Amfríður Guðmundsdóttir - Gœðavara Gjafavara — mdlar og kaíMell. Allir verðílokkar. ^ VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Heimsfrægir hönnuðir in.a. Gianni Versare.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.