Morgunblaðið - 11.02.1997, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.02.1997, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 1997 23 LISTIR Súrrandi sýning Morgunblaðið/Jón Svavarsson VEL unnin og skemmtileg skemmtisýning, segir gagnrýnandi Morgunblaðsins um sýningu Verslunarskólanema. LEIKLIST Nemendamót Versl- unarskóla íslands „SATURDAY NIGHT FEVER“ (LAUGARDAGSFÁR) Leikstjóri: Ari Matthíasson Tónlist- arstjóri: Jón Ólafsson Danshöfundar: Selma og Birna Bjömsdætur Ljósa- hönnun: Sigurður Kaiser Förðunar- stýra Ágústa Margrét Ólafsdóttir Þýðandi: Magnea J. Matthíasdóttir Aðalhlutverk: Bjartmar Þórðarson, Haukur Guðmundsson, Hildur Hall- grimsdóttir, Iris María Stefánsdóttir Frumsýning í Loftkastalan u m 9. febrúar. TIL eru þeir sem muna ná- kvæmlega hvar og hvernig diskó- æðið hélt innreið sína á Islandi. Það gerðist fyrir tæpum tuttugu árum þegar John Travolta geng- ur, nei skeiðar, upp eitthvert stræti New York borgar, ofur- svalur sveinn og vakur, frár, kem- ur æ nær og stækkar uns hann tekst á loft upp af tjaldinu í Há- skólabíói og skýst inn í þúsund ungmenni á tónaflóði lagsins „Staying alive“ eins og elding. Nú lýstur þessari hormónaeld- ingu aftur niður í ungmenni og aðra borgara í Loftkastalanum, en að þessu sinni líkamnast hún í Bjartmari Þórðarsyni sem er flinkur dansari og fellur svo vel inn í hlutverk Tony Mareno að maður verður að sjá það til að trúa því. Það fóru stunur um sal- inn þegar hann fór af stað. Þó er Bjartmar aðeins hluti af þeirri liðsheild sem hefur náð að skapa þróttmikla skemmtisýn- ingu, bæði fyrir augu og iljar. Söguþráðurinn er rýr í verkinu og dramatísk tilþrif til trafala, ef eitthvað er, því aðalatriðið hér er söngur og dans. Til þess að skapa sýningunni heildræna og trúverðuga áferð hafa þeir sem sjá um lýsingu, förðun og búninga unnið mikið og alls ekki viðvaningslegt verk. Það er gaman að sjá hve vel tekst til með þessa þætti sýningarinn- ar, en þeim hættir til að verða útundan í framhaldsskólasýning- um. Söngurinn var góður í sýning- unni og má hiklaust hrósa öllum sem þar sungu einsöng, þeim Hauki Guðmundssyni, Hildi Hall- grímsdóttur, írisi Maríu Stefáns- dóttur dansaranum Bjartmari og Elsu Björgu Magnúsdóttur gógó- stelpu. En þó voru það dansarnir sem heilluðu mest, enda óbeislað æskufjörið beislað í þeim. í þess- um fríða flokki var hver öðrum betri, en þó verð ég að geta sér- staklega Eyþórs Gunnarssonar sem er bæði fær og flinkur. Þýðing Magneu er létt og lipur og hefði gjarnan mátt ná til sýn- ingarheitisins líka. Laugardagsfár í Loftkastalan- um er vel unnin og skemmtileg skemmtisýning. Ég þykist viss um að ungt fólk hópist á þessa sýn- ingu en bendi öllum þeim sem fengu diskóið beint í æð fyrir tutt- ugu árum að endurnýja gömul kynni. GuðbrandurGíslason ATRIÐI úr Grænjöxlum. Morgunblaðið/Þorkell Bitíð á jaxlinn Tungumál efnisins LEIKLIST Fúría, Icikfélag Kvcnnaskólans í Rcykjavík GRÆNJAXLAR Höfundur: Pétur Gunnarsson. Höf- undar tónlistar: Spilverk þjóðanna Leikstjóri: Helga E. Jónsdóttir. Kór- stjóri: Sigurður Bragason. Dansar Hany Hadaya. Búningar: Erla Hrund Gísladóttir. Leikarar og ballettdans- arar og hjjómsveit: Á fjórða tug nem- enda í Kvennaskólanum með fögur og fágæt nöfn s.s. Álfrún, Beátá, Dijjá, Dögg, ída, Ósk, Sunna. Söng- ur: Margrét Inga Guðnadóttir. Frum- sýning í Tjamarbíói 7. febrúar. NÚ VIRÐIST í tísku meðal leik- félaganna í frahaldsskólunum að dusta rykið af kynslóðargömlum leiksmiðju- og hópvinnuverkum og setja á svið. Þetta gerðu Hamra- hlíðingar á jólaföstu með spuna- verkinu Óla, sem er að vísu sjö árum eldra en Grænjaxlar, en sæk- ir efnivið á sömu mörkina. í Græn- jöxlum, eins og segir í leikskrá, „er brugðið upp svipmyndum úr lífi barna og unglinga, samskiptum þeirra innbyrðis, við foreldra og aðra“. Efnislega er ekki um auðugan garð að gresja í Grænjöxlum. Þar rekur hver þauljórtruð tuggan aðra og erfitt að gera sér grein fyrir hver þeirra er gersneyddust nær- ingu. Ekki bætir úr skák að verð-. bólgan er höfð að eins konar leiðar- ljósi um atriðaflatneskjuna í verk- inu en sem betur fer snertir verð- bólgan þroskalíf ungmenna í dag álíka mikið og Örlygsstaðabardagi. Fyrir sléttum tveimur árum setti Fúría upp leikritið Morfín. Sú sýn- ing var eftirminnileg vegna þess að þar tókust ungir leikarar og tónlistarmenn á við ögrandi efnivið sem reyndi á þolrif þeirra og hæfi- leika. Maður blátt áfram sá þau vaxa á sviðinu. Að hafa Grænjaxla að viðfangsefni er álíka þroskandi fyrir þennan hóp og að skipa hon- um að stinga upp í sig puttanum og sjúga fast. Þótt verkefnavalið henti Fúríu- hópnum illa er ekki svo að skilja að hann sé alveg heillum horfinn í Grænjöxlum. Búningar voru snotr- ir, einkum í fermingaratriðinu. Það atriði var eitt það besta í sýning- unni fyrir utan ballettatriðin, en þar sást glögglega hvílíka yfirburði öguð líkamsbeiting og fagurfræði- legur sans hefur á sviði yfir sjálf- sprottnar útlimasveiflur af handa- hófi og krampakenndar bolvindur sem einnig kallast dans. Óskipu- lagðar njóta þær sín best undir dempuðu ljósi eins og hver önnur sjálfliverf tjáning en illa að tilefnis- lausu fyrir framan áhorfendur. Af leikendum mæddi einna mest á Diljá Ámundadóttur, Estrid Þor- valdsdóttur, Guðjóni Karlssyni og Guðna Már Harðarsyni og stóðu þau sig öll vel. Þó var Guðjón skýr- mæltastur. Mig grunar að öll hefðu þau risið undir erfiðari hlutverkum. Söngur Margrétar Ingu var áheyri- legur og það sama má reyndar segja um hljómsveitarleikinn. Hóp- atriðin voru þokkalega æfð af reyndum leikstjóra sýningarinnar, Helgu E. Jónsdóttur, en hún hafði það erfiða (en oft þakkláta) hlut- verk að leiðbeina ungu og áhuga- sömu fólki sem stígur hér sín fyrstu skref um það óraflæmi sem eitt lítið leiksvið er. Guðbrandur Gíslason LIST OG HÖNNUN Norræna húsið — anddy ri GRAFÍSK HÖNNUN Mikko Tarvonen. Opið daglega á tíma N.H. Til 16. febrúar. Aðgangur ókeypis. SÉRSÝNINGAR grafískra hönnuða eru frekar sjaldgæft fyrirbæri, og góð tilbreyting frá myndlistarsýningum, satt mun þó að á stundum veit maður varla hvar á að draga mörkin þeg- ar núlistir eru annars vegar. í þá veru gætu hinar ýmsu efnisvís- anir finnska hönn- uðarins Mikko Tar- vonen allt eins talist fullgild nýlist í hinum ýmsu sýningarsölum borgarinnar, þar sem efnið felur á stundum í sér sterkari skírskot- anir en útfærslan miðað við nákvæma upptalningu á sam- setningu verkanna. Það telst svo drjúg- ur viðburður, þegar athafna jafn virts grafísks hönn- uðar og Tarvonen sér stað á sýn- ingu hér í borg. Hann er marg- verðlaunaður í landi sínu, grafísk- ur hönnuður ársins 1995 og verð- launahafi Norrænna teiknara 1996. Grafísk hönnun er afar mikið atriði í daglegum vettvangi nú- tímamannsins og eins gott að vera hér með á nótunum og þar með vakandi og virkur í samtím- anum. Hún er eins og sjónræn samræða milli miðils og manns, linnulaus síbylja frá morgni til kvölds, er allstaðar í kringum okkur með öllu hljóðlaus en ertir þó skilningarvitin í einhveijum mæli allan liðlangan daginn. Krefst stöðugt athygli okkar og þeví meir sem hún gerir það og vekur til umhugsunar, því virkari og gildari telst hún í heimi fags- ins. Hér þarf allt að koma til, sköpunargáfa sem helst í hendur við trausta og góða hönnun óháða tízkusveiflum, dirfsku frumleika ásamt vilja til að leggja í senn áherslu á glæsileika og einfald- leika. Þetta eru klár og stefnu- markandi atriði, en ekki verður þó séð hvernig menn komast hjá því að vera háðir tízkusveiflum á vett- vanginum er svo er komið. Ekki sér rýnirinn betur en að ýmis þau sérviskulegheit, sem eru rauði þráðurinn í verkum Tarvonens séu af nokkuð kunn- uglegum toga og mun það vera vegna skyld- leika þeirra við nýlist- ir og það sem til sýn- is er á samtímalista- söfnum. Jafnvel text- arnir leiða hugann að ýmsu sem þar er að finna, dæmi: „Hvaða efni mundi henta bet- ur í kápu á gerviraunverulegri Bonk bók en beygt blikk og tærð vélarplata? Þegar maður er laus við hana er ekkert vit í blaðsíðun- um fyrir innan.“ Fram kemur mikil tilfinning fyrir pappírnum, sem er svo sem engin nýlunda né tíðindi þegar Finni á í hlut, og af öllu má sjá að hér er drjúgur fagmaður á ferð. Hins vegar nær sýningin, eins og hún er sett upp, ekki að blómstra í anddyrinu, sem ei held- ur er besti staðurinn fyrir verk sem þurfa nánd og hlýleika. Bragi Ásgeirsson FINNSKI grafíski hönnuðurinn Mikko Tarvonen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.