Morgunblaðið - 11.02.1997, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 11.02.1997, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINIMIIMGAR ÞRIÐJUDAGUR11. FEBRÚAR 1997 35 KRISTJAN ORN MAGNÚSSON + Kristján Örn Magnússon fæddist á Selja- Iandi undir Eyja- fjöllum 30. septem- ber 1942. Hann lést í Landspítalanum 27. janúar síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Stór- ólfshvolskirkju 8. febrúar. Látinn er langt um aldur fram vinur minn og nágranni frá barn- æsku, Kristján Örn Magnússon, bifreiðastjóri á Hvols- velli, liðlega 54 ára gamall, en hann hafði átt við veikindi að stríða síð- ustu mánuði. Með Kristjáni er genginn einn af frumbyggjum Hvolsvallar ef svo má segja, því ekki eru nema tæp fjögur ár síðan haldið var upp á 60 ára afmæli þorpsins okkar. Kristján bjó alla sína ævi við Hvolsveginn, sem þá var í augum okkar krakkanna sem þar bjuggu, miðpunktur alheimsins með kaupfélagið sem þungamiðju. Þar réð ríkjum faðir Kristjáns, Magnús Kristjánsson kaupfélagsstjóri, en heimili sitt átti hann ásamt eigin- konu sinni, Laufeyju Guðjónsdótt- ur, og börnunum Kristjáni, Svan- fríði og Borgþóri í næsta húsi, Arnarhvoli, eða Hvolsvegi 30. í því húsi áttum við krakkarnir margar samverustundir og góðar minning- ar. Síðar meir, flutti fjölskyldan sig um set á næstu lóð sem stendur reyndar að nafninu til við aðra götu, en þar var byggður nýr kaup- félagsstjórabústaður og var mér afar minnisstætt að sjá kaupfélags- stjórann sjálfan veija þar mörgum frístundum sínum við smíðar, en á þeim hafði hann ávallt mikinn áhuga. Þegar Kristján var rúmlega tvítugur, réðst hann sjálfur í bygg- ingu íbúðarhúss ásamt eiginkonu sinni, Erlu Jónsdóttur, á næstu lóð við hlið foreldra sinna, þar sem áður stóð Litli-Hvoll, en er nú Hvolsvegur 28, þar sem hann bjó til æviloka. Má því segja, að Krist- ján hafi nánast búið á sama reitn- um allt sitt líf. Með feðrum okkar Kristjáns var mikil og traust vinátta sem ég fór ekki varhluta af, allt frá því við fluttum á Hvolsvöll þar sem faðir minn sá um rekstur trésmiðju Kaupfélagsins þar til hann lést ungur, en þá hvatti Magnús mig eindregið til að halda áfram tré- smíðanámi sem ég var þá nýbyijað- ur á, og aðstoðaði mig síðar við byggingu íbúðarhúss, en fyrir þetta er ég Magnúsi ávallt þakklátur. Það voru því mörg tækifærin og stundirnar sem gáfust okkur Kristj- áni til samveru. Að barnaskólanámi loknu dvaldi Kristján tvo vetur i Héraðsskólan- um á Núpi í Dýrafirði. Hugur hans stóð þó ekki til frekari langskóla- náms, því áhugi hans beindist að bifreiðaakstri, og hóf hann ungur störf sem bifreiðastjóri hjá Kaupfé- lagi Rangæingá, þar sem hann ók lengstum olíubíl þar til fyrir tíu árum, að hann hóf störf sem bíl- stjóri hjá Suðurverki þar sem hann starfaði til æviloka. Hvolsvegurinn var svo sannar- lega okkar heimur á uppvaxtar- árunum. Þar höfðum við allt. Búð- ina og pakkhúsið, þvottahús og kartöflugeymslu, hlöður, fjós og hænsnakofa, mötuneyti og verk- stæði og tún og móa þar sem beija- lyngin lágu nánast við húsdyrnar og heimasmíðaðir bílar af öllum gerðum fengu að njóta sín. Við þurftum ekki meira. Allir þessir staðir voru hluti af okkar leiksvæði auk skólans og heimilanna, sem öll stóðu okkur opin. í stað sjón- varpsgláps nútímans var farið í ótal leiki sem fáir þekkja í dag. Tefld var skák og farið í bolta- leiki, augum gjóað á hitt kynið eins og gengur og _svo mætti lengi telja. í öllu þessu tók Kristján virkan þátt. Að sjálfsögðu voru framin prakkara- strik eins og títt er, en allt í góðu, enda Hvols- völlur annálaður fyrir gott barnauppeldi. Kristján var mikið ljúfmenni og aldrei man ég eftir honum í vondu skapi er við lék- um okkur. Að sjálf- sögðu slettist stundum upp á vinskapinn eins og gengur, en alltaf var stutt í vörumerki Kristjáns, brosið góða og barns- lega, þar sem allt andlitið ljómaði, og vandamálunum umsvifalaust snúið upp í stríðni, og voru þá aug- un vel pírð. Það var fölskvalaust bros sem hafði smitandi áhrif, enda átakalaust að fyrirgefa Stjána Magg, eins og hann var oftast kall- aður. Þetta fengum við Ingi, Kibbi, Bói og fleiri oft að reyna og geym- um í sjóði minninganna. En unglingsárin liðu hratt með öllu því sem þeim fylgja. Ballferð- um, bíltúrum, allskyns ferðalögum og bralli. Og áður en varði, hafði Kristján stofnað heimili og fjöl- skyldu ásamt eiginkonu sinni, Erlu Jónsdóttur frá Nesjavöllum í Grafn- ingi. Eitt barn eignuðust þau, son- inn Magnús, f. 13.11. 1964, d. 1.2. 1991. Magnús stundaði nám í sjáv- arútvegsfræðum í Noregi og var rétt við það að ljúka námi er sá sorgaratburður gerðist, að hann veiktist skyndilega og lést þar ytra. Magnús var mikill efnispiltur og hvers manns hugljúfí sem gott var að hafa í vinnu og í kring um sig, það fékk undirritaður að reyna er Magnús starfaði hjá Búfiski í skóla- fríum. Þau Erla og Kristján tóku fráfalli einkabamsins með miklu æðmleysi, en nærri má geta, að þetta þunga og óvænta högg hafi markað djúp spor í líf þeirra. Og enn má Erla reyna hina óvægnu hlið lífsins með fráfalli Kristjáns og þótti víst nóg komið í þeim efnum. Við fráfall Kristjáns er genginn drengur góður sem ljúft er að minn- ast. Eins og alltaf við fráfall góðs vinar, fínnst manni samverastund- irnar hefðu mátt vera fleiri. Mér er ljúft að minnast hér glæsilegrar veislu hans í Hvolnum er hann varð fimmtugur fyrir liðlega íjórum árum. Þar vora hlutirnir gerðir með „stæl“ eins og þar stendur og var þeim hjónum til mikils sóma og gestum til gleði. Mér er líka Ijúft að minnast samverastunda með Kristjáni í Kiwanisklúbbnum Dím- on í hartnær 20 ár, þar sem Krist- ján var einn af stofnfélögum. í þann hóp hefur nú enn og aftur verið höggvið. Þegar ég hripa þessar línur koma ótal minningar upp í hugann frá bernskuáranum á Hvolsvelli og man ég að í téðu fímmtugsafmæli var minnst á, að nóg væri efnið í heila bók sem við „strákarnir" mundum skrifa á elliheimilinu um lífið og tilverana á Hvolsvelli. Það mun bíða að sinni, en eitt er víst, að Stjáni Magg var og verður óað- skiljanlegur hluti þeirrar tilvera mannlífs og minninga. Fátækt er afstætt hugtak, og það er líka víst, að byggðarlagið okkar, og sér í lagi Hvolsvegurinn, verður nú fá- tækari við fráfall Kristjáns Arnar Magnússonar. Um leið og við Dúna og fjöl- skylda sendum þér, Erla mín, Svan- fríði og Borgþóri, fjölskyldum ykk- ar og aðstandendum, okkar innileg- ustu samúðarkveðjur við andlát Kristjáns, óskum við ykkur allrar blessunar guðs, sem mun veita ykkur styrk sinn nú sem fyrr. Að lokum til þín, Stjáni minn. Aldrei hvarflaði að mér, er þú heim- sóttir mig í afmælin mín í bernsku, að það yrði hlutskipti mitt að einn slíkur dagur lífs míns yrði við útför þína. En allt er í heiminum hverf- ult og í stað veraldlegra gjafa, fæ ég nú fallegar minningar um góðan dreng. Hafðu þökk fyrir allar ljúfar stundir, góði vinur, og hvíl í friði. Aðalbjörn Kjartansson. Kristján Örn Magnússon frá Hvolsvelli er látinn. Hinn illvígi krabbameinssjúkdómur hefur nú fellt fyrir aldur fram þann góða dreng. Eftir sitjum við hnípin og spyijandi. Við eigum erfítt með að skilja, hvers vegna lífið leggur jafn- miklar byrðar á eftirlifandi eigin- konu Kristjáns, Erlu Jónsdóttur, og raun ber vitni. Hvolsvöllur er ungt samfélag og Kristján er í hópi fýrstu barnanna sem ólust upp í kauptúninu en Kristján var fæddur á bemsku- heimili föður síns, Seljalandi undir Eyjafjöllum. Foreldrar hans vora í hópi frumbyggja staðarins. Frum- byggjarnir renndu undirstöðum undir það góða samfélag sem nú er hér. Fyrstu húsin sem byggð voru á Hvolsvelli höfðu hvert sitt nafn. Við systkinin vorum sem böm tíðir gestir í Arnarhvoli, á heimili Laufeyjar Guðjónsdóttur og Magnúsar Kristjánssonar, kaupfé- lagsstjóra, sem nú era bæði látin og voru foreldrar Kristjáns heitins. Við Borgþór, bróðir Kristjáns, vor- um leikfélagar og æskuvinir en Svanfríður, systir Kristjáns, ein besta vinkona Guðríðar, systur minnar. Feður okkar voru æskufé- lagar undan Eyjafjöllum og síðar skólabræður frá Laugarvatni. For- eldrar mínir og Laufey sungu sam- an í kirkjukórnum. Þannig tvinnað- ist nú þetta lífsmynstur í upphafi og skyldi engan undra þó sterk sambönd myndist milli fólks þegar lífsþráðurinn er spunninn með þessum hætti. Enda vora frum- byggjar kauptúnsins eins og ein fjölskylda. Kristján var einum tólf árum eldri en ég og litum við litlu pollarn- ir á staðnum mjög upp til hans og félaga hans. Ógleymanleg var „Ad- rett- og Old Spice“-lyktin af vinun- um Kristjáni og Inga Guðjónssyni þegar þeir vora búnir að greiða hárið í kótelettugreiðsluna, komnir í „blue bell“-gallabuxurnar og rokktímabilið í algleymingi. Krist- ján keypti sér snemma einstaklega fallegan sjálfskiptan grænan Chevrolett. Við höfðum aldrei aug- um litið aðra eins kerra og vegryk- ið lagði til himins undan bílnum og blandaðist góðu lyktinni frá grasmjölsverksmiðjunni er hann ók út Völlinn, en fyrirheitna landið var Þjórsárver eða einhver annar sam- komustaður í Árnessýslunni. Þetta var bara eins og flottast gerist í kvikmyndunum. Kristján fór heldur ekki alveg troðnar slóðir. Flestir krakkamir á Hvolsvelli fóru í framhaldsskóla á Skógum en hann fór að Núpi í Dýrafírði en úr Dýrafirðinum var móðurættin komin. Ég man líka eftir því þegar hann réð sig á milli- landaflutningaskipið Helgafell, hvað okkur sveitapjökkunum þótti Kristján vera forframaður, þegar hann kom aftur heim og dró upp úr sjópoka sínum amerískt tyggjó, hvítt, grænt og gult med bragði sem var himneskt. Eftir að hafa bragðað þetta tyggjó gáfu menn lítið fyrir Lindu- og Pantyggjóið sem fékkst í kaupfélagssjoppunni með derinu. Snemma tók Kristján meirapróf og gerðist ungur bílstjóri hjá Kaup- félagi Rangæinga og síðar hjá Suð- urverki á Hvolsvelli. Kristján var einstaklega farsæll bílstjóri. Sem lítill strákur fékk ég oft að sitja í olíubílnum hjá honum. Ef ég var ekki kominn niður að pakkhúsi að biðja um far var Kristján oft kom- inn að hliðinu heima að morgninum og tók mig með. Fyrst á gömlum Chevrolett, en síðan á frambyggð- um, splunkunýjum Bedford. Þetta vora nú aldeilis reisur, Þorlákshöfn, Selfoss, Vík eða Kirkjubæjar- klaustur. Ég fékk meira að segja að koma með honum inn í Tryggva- skála til Kristínar eða til Gróu, veitingamanns í Vík, og fékk að borða „hótelmat“, þvílík upplifun. Eftir að ég varð fullorðinn maður hugsa ég með hlýhug til Kristjáns fyrir að hafa leyft mér að ferðast svona með sér og skynja andrúms- loftið sem ríkti á svæðinu á þessum tíma. Einu sinni þegar við vorum í Tryggvaskála áttaði ég mig á því að einhver glampi var kominn í augun á Kristjáni. Hann hafði nú alltaf einstaklega hlýtt bros. Nú var brosið orðið enn bjartara og fallegra en áður þegar hann renndi hýram augum til ungrar og glæsi- legar stúlku sem þama var að vinna, Erlu Jónsdóttur frá Nesja- völlum í Grafningi, sem síðar varð eiginkona Kristjáns. Seinna byggðu þau hús á Hvolsvelli á lóð þar sem áður stóð húsið „Litli-Hvoll“. Krist- ján og Erla eignuðust soninn Magn- ús, gjörvilegan, gáfaðan og góðan dreng sem lést fyrir aldur fram þegar hann var við háskólanám í Tromsö í Noregi. Það var sorglegra en orð fá lýst. Árið 1990 fluttist ég aftur til Hvolsvallar og hafði þá búið um langt skeið annars staðar. Fljótur var Kristján að koma til mín, bros- hýr og fagnandi. Eftirminnileg er skemmtileg afmælisveisla hans þegar hann fagnaði fimmtugsaf- mæli sínu. Þá var glatt á hjalla og Kristján naut sín vel. Oft naut ég góðs af greiðvikni Kristjáns. Nú síðast í haust þegar við fóram saman í réttir í uppsveit- um Árnessýslu. Kristján hafði á orði þegar við snæddum kjötsúpuna í Kjarnholtum að hann væri „að markaðssetja nýja þingmanninn“, það veitti nú ekki af „að hjálpa þessum strákum í pólitíkinni". Þá var Kristján orðinn heltekinn af krabbameininu sem lagði þennan góða dreng að velli að morgni mánudagsins 27. janúar sl. Þegar ég kom að sjúkrabeði Kristjáns í vikunni áður en hann lést, rifjuðum við upp réttarferðirnar okkar. Báð- ir vissu að hveiju stefndi, en hver veit nema við eigum eftir að rölta saman við réttarvegg handan móð- unnar miklu, „því þegar einar dyr lokast opnast aðrar“. Þjáningum Kristjáns Arnar Magnússonar og veikindastríði er lokið. „Dauðinn og ástin era þeir vængir sem bera góðan mann til himins." Við erum öll á sömu leið. Eftir lifir söknuðurinn og minning- in um góðan dreng. Guð styrki Erlu Jónsdóttur, systkini og fijöl- skyldur í erfiðum raunum. ísólfur Gylfi Pálmason. Kæri Kristján frændi. Nú þegar þinni lifsbaráttu er lokið koma ýmsar minningar upp í huga okkar bræðra. Á æskuáran- um voram við allir svo lánsamir, jafnaldrarnir, að vera í sveit á sumrin hjá ættingjum vestur í Dýrafirði, meðal annars hjá afa okkar og ömmu í Fremstuhúsum og þar kynntumst við frændurnir. Skilafrest- ur minning- argreina EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fímmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingar- degi. Það vora góðir tímar og þar fengum við það veganesti sem við höfum búið að alla tíð síðan. Seinna fórst þú svo í héraðsskólann á Núpi og bast þannig enn sterkari böndum við Dýrafjörðinn sem þú hélst alla *"* tíð mikilli tryggð við og þá ekki síst við móðurbróður okkar hann Dreng, sem tók við búi í Fremstu- húsum. Báðir höfðuð þið mikinn áhuga á bílum og hvers kyns vélum og skilduð því hvor annan. Eftir þessi sveitaár skildu leiðir okkar að mestu, við bræðurnir eram báð- ir búsettir á höfuðborgarsvæðinu og þar hefur okkar starfsvettvang- ur að mestu verið, en þú varst allt- af búsettur á Hvolsvelli. Eftir að þú fórst að aka olíubíl hjá Kaupfé- laginu og komst reglulega til t;- Reykjavíkur, hittumst við þó öðra hvoru yfir kaffíbolla og þá vora málin rædd og þú lást ekki á skoð- unum þínum. Síðar fluttir þú þig til og fórst að vinna við akstur hjá verktakafyritækinu Suðurverki og þá hittumst við oftar þegar þú varst að vinna við verkframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu og eftir að farsímarnir komu til sögunnar var oft haft símasamband þótt við værum þá hver í sínum landshlut- anum. Ættrækni þín var mikil og er það ekki síst fýrir þín áhrif að tví- vegis hafa verið haldin ættarmót í Dýrafirði þar sem þú varst hrókur , a alls fagnaðar. Á síðastliðnu hausti hafðir þú samband við okkur vegna þriðja ættarmótsins sem halda á næsta sumar og léstu þess þá get- ið að þú værir búinn að vera frá vinnu í nokkra mánuði vegna veik- inda en værir að hressast. Þegar þú fréttir að við værum að hugsa um að fara austur á Skeiðarársand til þess að skoða verksumerki hlaupsins sem þá var nýafstaðið vildir þú ólmur koma með okkur. Lagt var af stað úr bænum snemma að morgni sunnudags í fallegu veðri ' og vorum við komnir austur á Hvolsvöll til þín í birtingu, þar sem þú tókst á móti okkur með veislu- borði. Þú varst hress og kátur en við sáum að sá sjúkdómur sem þú hafðir verið að beijast við og að lokum lagði þig að velli, hafði þeg- ar markað sín spor. Svo var haldið austur á sand og þú þekktir alla bæi og ábúendur á leiðinni og hafð- ir frá mörgu að segja. Á sandir.um hittir þú vinnufélaga þína hjá Suð- urverki sem voru þar að störfum og þurftir því víða að ræða málin. Um kvöldið þegar við komum á Hvolsvöll eftir skemmtilegan dag tók Erla á móti okkur með góðum veitingum. Ef við hefðum gert okkur grein fyrir því að þetta væri í síðasta skiptið sem við hittum þig í lifanda lífí, hefðum við líklega stoppað lengur og kvatt þig betur. í lífinu hafið þið Erla mætt ýmsum mótbyr sem hefur haft mikil áhrif á líf ykkar. Kristján minn, við bræður þökkum þér samfylgdina og biðjum guð að varðveita þig. Erlu og öðram aðstandendum sendum við samúðarkveðjur okkar. Þorgeir og Torfi. Fríðfums SuðurlandsbrautlO 108 Reykjavík • Sími 553 1099
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.