Morgunblaðið - 11.02.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.02.1997, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 34. TBL. 85. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Bílsprengja og skotárás í Madrid og Granada ETA grunuð um morðin Malaga. Morgunblaðid. DOMARI við hæstarétt Spánar var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í miðborg Madrid í gær. Fyrr um daginn hafði bílsprengja sprungið í miðborg Granada í suð- urhluta landsins. Seint í gærkvöldi hafði enginn lýst yfir ábyrgð á ódæðisverkum þessum en spænsk stjórnvöld sögðust sannfærð um að aðskilnaðarhreyfing Baska, ETA, hefði verið þar að verki. Talið er að tveir ungir menn hafi skotið dómarann, Rafael Mart- inez Emperador. Hann var skotinn í höfuðið af stuttu færi og lést skömmu síðar. Talsmenn lögreglu sögðu skothylki sem fannst á morð- staðnum vera þeirrar tegundar sem hryðjuverkamenn ETA nota. For- seti hæstaréttar Spánar sagði í yfir- lýsingu í gærkvöldi að tilræðið væri „árás á réttarríkið í landinu". Sprengja, sem komið hafði verið fyrir í bifreið í miðborg Granada, sprakk í gærmorgun með þeim af- leiðingum að einn óbreyttur borgari lést og þrír særðust. Þótt enginn hafi lýst yfír ábyrgð á tilræði þessu beinist grunurinn að ETA. Ekki er ljóst hvernig grimmdar- verk þessi tengjast dauða eins af leiðtogum Baska, Eugenio Aran- buru, sem fannst látinn á heimili sínu í gær, skömmu áður en hann átti að mæta fyrir rétti. Yfirvöld sögðu hann hafa framið sjálfs- morð. Þótt nokkuð hafi dregið úr hryðjuverkastarfsemi ETA á und- anförnum misserum þykja tilræðin í gær sanna að samtökin séu enn fær um að skipuleggja stórvægileg grimmdarverk. Þá hefur aukin spenna þótt einkenna samskipti Herri Batasuna, hins pólitíska arms ETA, og spænskra stjórnvalda að undanförnu. Sögðu fréttaskýrendur að voðaverkin í gær yrðu til þess að auka enn frekar á spennuna og sögðu gærdaginn „sérlega dimm- an“ i þessu tilliti. t Reuter ÖFLUG bílsprengja sprakk í miðborg Granada í Andalúsíu-hér- aði á Spáni í gærmorgun og varð einum manni að bana. Krefjast betra veðurs ÍBÚAR norska smábæjarins Hasvik í Finnmörku hafa fengið nóg af vetrarhörkum og um helgina gekk um fjórðungur þeirra með spjöld á lofti og krafðist betra veðurs. Fremst í flokki fór snjóruðningstæki, enda ekki vanþörf á í snjó- þyngslunum sem hafa verið með mesta móti í vetur. Um 400 manns búa í Hasvik og hefur veðrið í vetur gert þeim lífið leitt og erfítt; flugvöll- urinn hefur hvað eftir annað lokast, svo og vegir til bæjar- ins, feijan legið bundin við bryggju og margir hafa neyðst til að fara á skíðum til vinnu. Dimmviðrið hefur verið svo mikið að íbúarnir hafa ekki enn séð til sólar, þrátt fyrir að hún hefði átt að vera nógu hátt á lofti til þess um miðjan janúar. Því var ein af kröfum göngu- manna: „Við krefjumst stærri sólar eða þá tveggja lítilla." Algengast var þó að sjá skilti sem á stóð: „Við krefjumst betra veðurs". Sá sem fyrir göngunni stóð segir hugmyndina svo heimsku- lega að hún veki hlátur og þá sé tilganginum náð. Bæjarbú- um veiti ekki af auknu gríni og glensi til að halda út illviðr- ið, sem án efa mun skella á að nýju. Óttaststríð vegna Kýpur London. Reuter. MALCOLM Rifkind, utanríkisráð- herra Bretlands, kvaðst í gær telja miklar líkur á því að til átaka kæmi á milli Grikkja og Tyrkja vegna deilna þjóðanna um Kýpur. Rifkind lét þessi ummæli falla í samtali við BBC. Sakaði hann grísk og tyrknesk stjórnvöld um að hafa ekki nægan pólitískan vilja til að leysa málið. Spenna hefur aukist mjög á eynni undanfamar vikur vegna kaupa grískra Kýpurbúa á rússneskum flugskeytum. Reuter ÆSTUR múgur í Vlore ræðst með grjótkasti gegn lögreglu sem getur litla björg sér veitt. Fomebu verstur í Evrópu FORNEBU í Ósló og flugvöllurinn í Nice í Frakklandi eru hættulegustu flugvellir í Evrópu, samkvæmt könn- un IFALPA, alþjóðasamtaka flug- manna. Þau senda árlega frá sér lista með athugasemdum yfir flugvelli og fær Fomebu-völlur þann dóm að hann sé á meðal sautján hættuleg- ustu flugvalla heims. Athugasemdir flugmannanna hljóða m.a. upp á að flugbrautir á Fomebu séu of stuttar, erfítt sé að leggja flugvélum sökum þrengsla, ein flugbraut endi í skurði, með mikla umferðargötu á aðra hönd og sjó á hina, vegna hávaðareglna á svæðinu verði að taka krappa beygju í flug- taki og að bílastæðahús og sá hluti flugstöðvarinnar sem alþjóðaflug fer um skapi óþarfiega mikla ókyrrð í lofti. Til stendur að loka Fornebu og færa flugumferð á Gardemoen-völl. Mótmælendur ráðast á lögreglu í Albaníu Átökin kosta þrjá menn lífið Vlore. Reuter. TVEIR menn létu í gær lífíð í átökum mótmælenda og lögreglu í hafn- arborginni Vlore í Albaníu en einn maður til viðbótar lést á sunnudag í átökunum. Réðst æstur múgurinn 'að lögreglu og hrakti hana upp að lögreglustöð borgarinnar þaðan sem hún gat sig vart hrært. Tugir manna hafa slasast í átök- unum í Vlore, margir hafa orðið fyr- ir steinum sem kastað er að lögreglu en hún hefur skotið á fólkið með gúmmíkúlum. I gærkvöldi bað forsætisráðherra landsins, Aleksander Meksi, þingið að samþykkja beiðni sína um að neyðarástandi yrði lýst yfir í Vlore, og var fastlega búist við að honum yrði að ósk sinni. Flokksmenn forseta Albaníu, Sali Berisha, hafa sakað mótmælendur um „hryðjuverkastarfsemi". Fólkið hafði staðið fyrir friðsamlegum mót- mælum í Vlore í fímm daga, fordæmt Berisha og krafist þess að stjórnvöld greiddu þeim það sem tapast hefði í fjárfestingum í svokölluðum píram- ítafyrirtækjum, sem lofuðu fólki gulli og grænum skógum en urðu svo gjaldþrota. Er lögregla reyndi að stöðva mót- mælin réðst fólkið gegn henni með gijótkasti og réðu lögreglumenn ekki við neitt. Um 7.000 manns réðust gegn um 100 lögreglumönnum og króuðu hluta þeirra af. Voru þeir barðir og rændir vopnum og einkenn- isbúningum. Simpson greiði 25 milljónir dala á Monica. Reuter. KVIÐDÓMUR í Santa Monica í Kaliforníu úrskurðaði í gær að O.J. Simpson, sem sakfelldur var fyrir morð á fyrrverandi eiginkonu sinni og vini hennar í einka- máli, sem höfðað var á hendur honum, skyldi greiða fjöl- skyldum hinna látnu 25 milljónir dala í miskabætur, en það svarar til 1,75 millj- arða ísl. kr. Áður hafði sami kviðdómur dæmt voru dæmdar 12,5 milljónir dala, 875 milljónir, til viðbótar og aðstandendum Nicole Simpson ann- að eins. Niðurstaða kviðdómsins var ekki einróma, einn var mótfallinn þvi að greiða föður Gold- mans miskabætur og tveir voru mótfalinir upphæð miskabót- anna, en saksóknari hafði fullyrt að eign- ir Simpsons næmu Simpson til að greiða fjölskyldu mannsins, Rons Goldmans, 8,5 milljónir dala. Fjölskyldu hans Simpson hefur lýst því yfir að hann muni áfrýja dóminum. um 15 milljónum dala.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.