Morgunblaðið - 11.02.1997, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 1997
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
4
Perlur á festi
DRAUMUR allra
námsmanna hlýtur að
vera að fá vinnu sem
er í samræmi við nám
þeirra. Eitt af hlut-
verkum stúdentaráðs
er að hjálpa náms-
mönnum að láta þenn-
an draum rætast, með
beinum eða óbeinum
hætti. Því miður hefur
núverandi meirihluti
ráðsins sinnt þessu
hlutverki afar lítið á
undanfömum misser-
-um ef frá er talinn
Nýsköpunarsjóður
námsmanna en þar
hefur gætt ágætrar
viðleitni. Ljósir punktar em víðar
og eru dæmi um það atvinnuráðgjöf
sem að frumkvæði Hagvangs hefur
verið komið upp í húsakynnum Fé-
lagsstofnunar stúdenta svo og ýms-
ar tillögur Vöku í atvinnumálum
en í þeim hefur Vaka verið leiðandi
í gegnum tíðina.
Lokaverkefnabankinn
Um langt skeið hefur það tíðkast
að nemendur reyni að fá lokaverk-
efni sín styrkt af aðilum atvinnulífs-
ins og semji þau með hliðsjón af
því. Arangur í þessum málum hefur
oltið fyrst og fremst á frumkvæði
og samböndum einstakra nemenda
en sameiginlegan vettvang fyrir
samskipti af þessu tagi hefur hins
vegar algerlega skort. I vetur hefur
Vaka leitt starfshóp stúdentaráðs
um stúdenta og atvinnulíf. Hafa
helstu niðurstöður hans verið
kynntar í stúdentaráði en þær fjalla
um hinn svonefnda lokaverkefna-
banka sem er hugsaður sem lausn
á ofangreindu vandamáli. I stuttu
máli gengur hugmyndin út á það
að settur verði á laggirnar gagna-
banki sem varðveittur yrði á alnet-
inu. í hann gætu fyrirtæki, félaga-
samtök og einstaklingar lagt inn
hugmyndir að loka-
verkefnum sem þau
hefðu sérstakan hug á
að unnin yrðu fyrir sig
og í kjölfarið gætu
nemendur sótt þessi
verkefni í bankann og
þar með er tengslum
komið á. Fjölþættur
ávinningur er af banka
sem þessum. Svigrúm
í vali á lokaverkefnum
stóreykst, fýrirtækjum
gefst þægilegur kostur
á að finna nemendur
til að vinna verkefni
fýrir sig og síðast en
ekki síst gefst enn fleiri
nemendum kostur á að
vinna að hagnýtu verkefni í nánum
tengslum við atvinnulífið. Kostir
varðveislunnar á alnetinu eru ýms-
Með lokaverkefnabank-
anum, segir Daði Þór
Vilhjálmsson, gefst
enn fleiri nemendum
kostur á að vinna að
hagnýtu verkefni í
nánum tengslum við
atvinnulífið.
ir, til dæmis er auðvelt að halda
bankanum við þegar hann er á
tölvutæku formi og eins er aðgang-
ur fyrirtækja jafnt sem stúdenta
að netinu orðinn mjög almennur.
Atvinnumálanefndir
í hvert fag
Annað stefnumál Vöku í atvinnu-
málum er að komið verði á fót
nefndum í sem flestum deildum sem
fjalla sérstaklega um tengsl þeirra
við atvinnulífið og auka þau eins
Daði Þór
Vilhjálmsson
og kostur er. Eins og menn geta
gert sér í hugarlund eru tengsl
deilda skólans út á við mismikil og
með ýmsu móti. Má í því samhengi
nefna að samsetning fyrirtækja sem
verkfræðideild hefur samskipti við
er allt önnur en þeirra sem félags-
vísindadeild skiptir við. Því er eðli-
legt að sérstakar nefndir séu í
hverri deild sem geta sérhæft sig á
sínu sviði. Stúdentaráð gæti svo
verið góður bakhjarl fyrir þessar
nefndir án þess að sjálfstæði þeirra
yrði skert. Félagsvísindadeild hefur
sýnt frábært frumkvæði í þessum
málum en á síðasta ári var stofnuð
atvinnumálanefnd í þeirri deild.
Hefur hún það verkefni að koma
með tillögur að samstarfi við þær
stofnanir sem nemendur félagsvís-
indadeildar leita til vegna verkefna-
vinnu og fínna leiðir til að efla
tengsl af öllu tagi við starfsvett-
vanginn í þjóðfélaginu. Hafa viðtök-
umar við starfí nefndarinnar verið
mjög góðar og forvitnilegt verður
að fylgjast með því í framtíðinni.
Það starf ætti að vera öðrum til
eftirbreytni.
Háskólinn og atvinnulífið
Varla er hægt að ræða um at-
vinnulífið og háskólann án þess að
árétta mikilvægi þess að skoða
málin í víðara samhengi. Há-
skólayfírvöld og ráðamenn þjóðar-
innar verða að gera það upp við
sig hvort ekki verði að fá atvinnu-
lífið sem virkt afl inn í starfsemi
skólans í ríkari mæli en nú er gert
og með hvaða móti það á að vera.
Vaka er eindregið þeirrar skoðunar
að efla beri þessi tengsl eins og
frekast er kostur, þau eru til hags-
bóta fyrir skólann, fyrirtækin í
landinu en þó fyrst og síðast okkur
stúdenta. I ljósi þessarar stefnu
verður að kynna sér lokaverkefna-
bankann og atvinnumálanefndirn-
ar. Þau eru aðeins perlur á langri
festi.
DaðiÞór Vilhjálmsson Höfundur
skipar baráttusætið á lista Vöku
til Stúdentaráðs 1997.
Málefnin skipta mestu
UNDANFARIN ár
hefur Röskva, samtök
félagshyggjufólks,
haft meirihluta í Stúd-
entaráði. Á þeim tíma
hefur margt breyst til
'batnaðar, fyrir tilstilli
stúdenta, jafnt innan
Háskólans sem utan.
Stúdentar hafa und-
anfarin ár í ríkari
mæli en áður tekið
frumkvæði í hinum
ýmsu málum. Málum
sem vissulega skipta
stúdenta miklu en
varða þjóðfélagið allt.
Málflutningurinn hef-
ur líka tekið stakka-
skiptum. Kröfugerðartónninn hefur
vikið fyrir vandlega undirbúinni
málefnalegri umræðu og orðin tóm
fyrir beinhörðum aðgerðum.
Árangur á öllum sviðum
Frumkvæði stúdenta hefur í
gegnum tíðina verið aðalsmerki
Röskvu. Þetta er annað og meira
en innantóm orð því árangurinn
talar sínu máli. Á sínum tíma lagði
Röskva grunninn að stofnun Ný-
sköpunarsjóðs námsmanna, en sjóð-
urinn hefur veitt hundruðum stúd-
enta vinnu á sumrin við spennandi
rannsóknarverkefni. Röskva lét
ekki þar við sitja í atvinnumálum
stúdenta heldur stofnaði stuttu síð-
ar nemendafyrirtækið Hástoð sem
’hefur aukið tengsl stúdenta við at-
vinnulífið. í kjölfarið fylgdi átak í
menntamálum. Röskva kom á nem-
endaráðgjöf í hverri deild og fékk
réttindaskrá stúdenta samþykkta í
Háskólaráði. Pjölmargt annað má
nefna, s.s. þjóðarátak fyrir bættum
bókakosti Þjóðarbókhlöðu og stofn-
. un Hollvinasamtaka Háskólans, en
þar eru á annað þúsund
hollvinir.
Á þessu starfsári
Stúdentaráðs hefur
Röskva haldið upp-
teknum hætti. Frum-
varp til nýrra laga um
LÍN verður lagt fram
á þessu þingi, en
Röskva hefur barist
ötullega fyrir samtíma-
greiðslum og léttari
endurgreiðslubyrði
lánanna. Leiðin hefur
ekki alltaf verið greið,
en tjaldþing náms-
manna, útifundur á
Austurvelli, undir-
skriftasöfnun og
skýrsla um áhrif og afleiðingar laga
um LÍN, virðist ætla að skila tilætl-
uðum árangri.
Röskva er stolt af ár-
angri síðustu ára, segir
Hjalti Már Þórisson,
en leggur áherslu á að
það er framtíðin sem
skiptir höfuðmáli.
Aðstöðumunur kynslóðanna
Ötul barátta Röskvu fyrir nýjum
og betri Lánasjóði er gott dæmi um
þann árangur sem hægt er að ná
ef hugur fylgir máli. Með léttari
endurgreiðslubyrði námslána verð-
ur stigið stórt skref í þá átt að
auðvelda ungu fólki að koma undir
sig fótunum. Sú breyting dugir þó
ekki ein og sér. Samspil húsnæðis-,
námslána og skattkerfis á lífsaf-
komu ungs fóiks þarfnast frekari
skoðunar. Á undanförnum árum
hafa verið gerðar grundvallarbreyt-
ingar á þessum kerfum. Breytingar
sem hafa bitnað harkalega á þeirri
kynslóð sem nú er í háskólanámi.
Raunar virðast þær útiloka stóran
hóp frá því að eignast nokkurn tím-
ann þak yfir höfuðið. Endurgreiðsl-
umar skv. núgildandi lögum taka
til sín um tvöfalt hærra hlutfall
ráðstöfunartekna í samanburði við
endurgreiðsluhlutfallið sem áður
gílti. Áhrif jaðarskatta gera nær
ókleift að vinna þessa tekjuskerð-
ingu upp með aukinni vinnu. Þessar
staðreyndir munu að óbreyttu hafa
alvarleg áhrif á afkomu tugþúsunda
heimila f nánustu framtíð, ábyrgð-
armenn námslána og fjárhagsstöðu
LÍN.
Röskva leggur áherslu á að
næstu skref stúdenta verði að beita
sér fyrir breytingum á húsnæðis-
og skattkerfi með það að markmiði
að auðvelda húsnæðiskaup og
draga úr áhrifum jaðarskatta.
Þannig verði ráðist í raunhæfar
aðgerðir til að bæta lífskjör ungs
fólks.
Ágæti háskólastúdent. Miðviku-
daginn 19. febrúar verður kosið til
Stúdenta- og Háskólaráðs. Þá legg-
ur Röskva störf sín og stefnumál
undir dóm stúdenta. Röskva er stolt
af árangri síðustu ára, en leggur
áherslu á að það er framtíðin sem
skiptir höfuðmáli. I þessum kosn-
ingum setur Röskva fram fjölmörg
stefnumál sem þú hefur tækifæri
til að láta verða að veruleika -
Nýttu það.
Höfundur er læknancmi og skipar
fyrsta sæti á lista Röskvu til
Stúdentaráðs.
Hjalti Már
Þórisson.
Samskipti Hita-
veitu Reykjavíkur
o g Hafnfirðinga
Notendurnir eiga einir rétt á arði
í MORGUNBLAÐINU hinn 5.
febrúar sl. var birt frétt undir fyrir-
sögninni „Deilt um 32,5 milljón
króna arðgreiðslu". í upphafí grein-
arinnar segir að bæjarsjóður Hafn-
arfjarðar eigi rétt á
32,5 milljóna króna
arði frá Hitaveitu
Reykjavíkur að mati
Eyjólfs Sæmundsson-
ar tengiliðs bæjar-
stjómar Hafnarfjarðar
við Hitaveitu Reykja-
víkur. I greininni kem-
ur fram, að skv. samn-
ingi sem bæjarstjóm
Hafnarfjarðar gerði
við Hitaveitu Reykja-
víkur árið 1973 eigi
Hafnarfjarðarbær rétt
á áðumefndum arði.
Að mati undirritaðs
eru það viðskiptavinir
hitaveitunnar sem ein-
ir eiga rétt á arði og
þá í formi lækkaðs gjalds hafí veit-
an skilað rekstrarafgangi. Hvorki
Reykjavíkurborg né Hafnarfjarðar-
bær eiga rétt á arði.
Sjónarmið umboðsmanns
Alþingis og
félagsmálaráðuneytis
Fram hefur komið það álit um-
boðsmanns Alþingis, að fari tekjur
af opinberri þjónustu eitt árið fram
úr eðlilegum kostnaði, skuli rekstr-
Borgarstjórn Reykja-
víkur er með öllu óheim-
ilt að gera Hitaveitu
Reykjavíkur, segir Gísli
Jónsson, að greiða af-
gjald til borgarinnar
arafgangurinn ganga til lækkunar
þjónustugjalda næsta ár. Hitaveita
Reykjavíkur er opinbert þjónustu-
fyrirtæki og á þetta því við um
hana. Við afgreiðslu erindis, sem
undirritaður sendi umboðsmanni
Alþingis fyrir rúmu ári varðandi
Vatnsveitu Hafnarfjarðar, kom
umrætt álit umboðsmanns greini-
lega fram og jafnframt að félags-
málaráðuneytið væri umboðsmanni
sammála. I bréfí umboðsmanns
sagði m.a.: „í bréfaskiptum mínum
við félagsmálaráðuneytið og við-
ræðum mínum við starfsmenn þess
kom fram sú afstaða ráðuneytisins,
að almennt væri óheimilt að leggja
á hærra vatnsgjald en nægði til að
standa straum af stofnkostnaði og
rekstri vatnsveitu, sbr. 7. gr. laga
nr. 81/1991, um vatnsveitur sveit-
arfélaga. Yrði tekjuafgangur vegna
atvika, sem ekki væri séð fyrir við
útreikning vatnsgjalda, taldi ráðu-
neytið jafnframt óheimilt að verja
mismuninum til annarra verkefna
en til stofn- og rekstrarkostnaðar
vatnsveitu á næsta gjaldtímabili,
þar sem ekki væri fyrir að fara
sérstakri skattlagningarheimild,
sbr. 2. mgr. 78. gr., 77. gr og 40.
gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 15. og
16. gr. stjórnskipunarlaga nr.
97/1995.“
Afgjald í borgarsjóð
Reykjavíkur ólögmætt
Munurinn á vatnsveitu og hita-
veitu er einungis sá, að vatnsveita
aflar, flytur og dreifír köldu vatni
en hitaveitan heitu vatni. Því verður
að telja að Hitaveita Reykjavíkur
hafí enga heimild til að veija tekjum
sínum frá vatnskaupendum til ann-
ars en að standa undir stofn- og
rekstrarkostnaði við að dreifa heitu
vatni til notenda sinna. Fjármögnun
á byggingu Perlunnar verður því
að teljast hafa verið ólögmæt og
sömuleiðis verður að telja greiðslur
til veitingareksturs í
Perlunni ólögmætar. Þá
verður einnig að telja
að borgarstjórn
Reykjavíkur sé með öllu
óheimilt að gera Hita-
veitu Reykjavíkur að
greiða afgjald til borg-
arinnar, sem þar að
auki hefur verið óheyri-
lega hátt, eða um 30%
af veltu. Til viðbótar
rökum umboðsmanns
Alþingis má benda á
að afgjaldið er ekkert
annað en skattlagning
Reykjavíkurborgar í
gegnum hitaveituna,
sem er einokunarfyrir-
tæki, og ekki aðeins
skattlagning á Reykvíkinga heldur
einnig á íbúa þeirra annarra sveit-
arfélaga, sem orkuveitusvæði Hita-
veitu Reykjavíkur nær til.
Skattgreiðsla Hafnfirðinga til
borgarsjóðs Reykjavíkur
Afgjald Hitaveitu Reykjavíkur til
borgarsjóðs árið 1997 hefur verið
ákveðið 898,932 milljónir króna.
Áætlaðar heildartekjur hitaveitunn-
ar sama ár eru 2.943 milljónir
króna. Afgjaldið 1997 er því 30,5%
af veltu. Gjöld Hitaveitu Reykjavík-
ur eru því 44,0% hærri en þau ættu
að vera ef hitaveitunni væri ekki á
ólögmætan hátt gert að greiða
umrætt afgjald. Gert er ráð fyrir
að hlutur Hafnfírðinga í vatnssölu
Hitaveitu Reykjavíkur sé um 9%.
Miðað við þá forsendu er hlutur
Hafnfirðinga í afgjaidi Hitaveitu
Reykjavíkur árið 1997 um 81 millj-
ón króna eða um 4.500 krónur á
hvern íbúa sem er beinn skattur til
borgarsjóðs Reykjavíkur.
Með vísun til framanritaðs verður
að telja, að Hitaveita Reykjavíkur
hafí við samningsgerðina við Hafn-
arfjarðarbæ árið 1973 verið að
bjóða arð, sem hún hafði engan
ráðstöfunarrétt á. Henni til máls-
bóta má þó nefna, að á þeim tíma
hafði framangreint álit umboðs-
manns Alþingis ekki komið fram
og ýmis þjónustugjöld því hærri en
heimilt var. Á því var víða gerð
leiðrétting, eftir að embætti um-
boðsmanns Alþingis var sett á lagg-
imar.
Nú vill Hafnarfjarðarbær fá sína
sneið af kökunni, sem tekin var í
heimildarleysi af notendum Hita-
veitu Reykjavíkur og virðist það
ef til vill ekki óeðlilegt við fyrstu
sýn. En Hafnarfjarðarbær virðist
jafn blindur á réttmæti afgjalds-
töku Reykjavíkurborgar og borgin
sjálf. Það hefur hins vegar vakið
undrun greinarhöfundar að Hafn-
arfjarðarbær skuli ekki hafa fyrir
löngu andmælt skattlagningu
Reykjavíkur á Hafnfirðinga með
töku afgjaldsins, sem ákveðið hefir
verið að geðþótta Reykjavíkur-
borgar og það í ríkulegum mæli
hin síðari ár.
Afgjald til borgarsjóðs
Reykjavíkur kært
Að endingu skal upplýst, að
greinarhöfundur hefur sent kæru
til félagsmálaráðuneytisins vegna
afgjaldstöku Reykjavíkurborgar af
Hitaveitu Reykjavíkur og er þess
m.a. krafist að ákvörðun borgar-
stjómar Reykjavlkur á afgjaldi fyr-
ir árið 1997 verði úrskurðuð ógild.
Höfundur er fv. prófessor.
Gísli
Jónsson
«
.
c.
c
I
I
I
i
í
i
(
(
(
I
I
I
I
I
I
t
I
I