Morgunblaðið - 11.02.1997, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Reuter
SVONA sýndu karnevalsglaðir Kölnarbúar þaulsetna kanzlarann sinn í gær: Sem sigri hrósandi
öldung við stjórnvölinn á farartæki 21. aldarinnar.
Þýzkalandskanzlari bregzt við árásum gagnrýnenda
Dregnr Kohl sig
í hlé á árinu?
Framleiddu
Svíar hluti í
V-2-skeyti?
Stokkhólmi. Reuter.
HELMUT Kohl, kanzlari Þýzka-
lands, gaf í sjónvarpsviðtali á sunnu-
dag frá sér sterkustu vísbendinguna
til þessa um að hann kunni að hug-
leiða að draga sig í hlé, jafnvel á
þessu ári. Ekkert lægi þó á að hann
segði til um hvort hann gæfí kost á
sér til endurkjörs í kosningunum
1998, hann myndi „gera skyldu
sína“ og „skoða eigin samvizku",
áður en hann gerði upp hug sinn.
í fréttaviðtali á frönsku ríkissjón-
varpsstöðinni TFl sagðist Kohl „að
sjálfsögðu" ekki leggja neinn trún-
að á niðurstöður skoðanakönnunar,
sem birt var í síðustu viku, þar sem
fram kom að 55 af hundraði Þjóð-
verja fyndist að hann ætti ekki að
gefa kost á sér á ný. Hann sagðist
ekki enn hafa tekið ákvörðun, en
„forðaðist hana ekki“.
Gefur í skyn að
hann hugleiði að
gefa ekki kost á
sér á ný
Kohl varð fyrir hörðum árásum
forystumanna verkalýðsfélaga um
helgina, sem sögðu ríkisstjóm hans
bera ábyrgð á metatvinnuleysi þvi,
sem nú ríkir í Þýzkalandi, og kanzl-
arinn væri ófær um að fínna lausn
á vandanum.
Nefnir Amsterdam-fund sem
markmið
Almennt hefur verið talið, að
Kohl vilji að minnsta kosti sjá
Efnahags- og myntbandalag Evr-
ópu (EMU) verða að veruleika,
áður en hann drægi sig í hlé. I
viðtalinu nefndi hann sem mark-
mið, sem hann vildi ná, að sjá leið-
togafundi ESB í Amsterdam í júní
næstkomandi, þar sem til stendur
að ganga frá endurskoðun
Maastricht-sáttmálans, ljúka á far-
sælan hátt.
„Ég tek mína ákvörðun með ró.
Ég vil gera skyldu mína, ég mun
þurfa að skoða eigin samvizku og
ákveða fyrir sjálfan mig í samráði
við mína nánustu, fjölskyldu og
pólitíska samheija. En þetta samráð
þarf ekki að fara fram enn,“ sagði
Kohl, sem hefur setið lengur en
nokkur annar í valdamesta emb-
ætti þýzka Sambandslýðveldisins,
eða íjórtán og hálft ár.
SÆNSKIR sérfræðingar kváðust í
gær telja að Svíar hefðu ekki haft
vitneslq'u um að hlutir sem sænsk
iðnfyrirtæki hefðu framleitt, hefðu
verið notaðir í V-2-flugskeytin sem
urðu nokkrum þúsundum manna að
bana í Englandi og Belgíu á stríðsár-
unum. Sænska utanríkisráðuneytið
tilkynnti í fyrradag, að ásakanir um,
að sænsk fyrirtæki hefðu útvegað
nasistum hluti í flugskeytin, yrðu
kannaðar ofan í kjölinn.
„Við lítum þetta mál mjög alvar-
VUl að Karl
geti kvænst
Camillu
London. Reuter.
FYRRVERANDI eiginmaður
Camillu Parker Bowles er
sagður vona að breska þjóðin
taki konu sína fyrrverandi í
sátt svo Karl prins geti
kvænst henni. Hafði blaðið
Sunday Express þetta eftir
nánum vinum hans.
„Andrew Parker Bowles
er áfram um, að Karl prins
geti látið þann draum sinn
rætast að kvænast Camillu,"
segir í blaðinu. Kom Parker
Bowles, sem á sínum tíma
var talinn mesti kokkáll Bret-
lands, matargestum sínum á
óvart í síðustu viku er hann
sagði að vildu Karl og Cam-
illa ganga f hjónaband nytu
þau hans blessunar.
Andrew Parker Bowles er
sagður mjög hamingjusamur
í nýju hjónabandi og sagði
hann vinum sínum að hann
vonaði að fyrrverandi kona
sín kynntist aftur sambæri-
legri ást.
legum augum,“ sagði talsmaður
sænska utanríkisráðuneytisins, „og
munum gera allt til að upplýsa það.“
Alheimsráð gyðinga birti sl.
föstudag gamalt bréf, sem einn
starfsmanna hafnarinnar í New
York sendi þáverandi utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, Edward
Stettinius, en þar segir, að áhöfn
bandarísks skips hafi fundið hluti,
sem merktir voru „Framleitt í Sví-
þjóð“, í þýsku V-2-flugskeyti.
Hans Villius, prófessor í sagn-
fræði, sagðist í gær vera þeirrar
skoðunar að hefðu sænsku fyrir-
tækin vitað til hvers ætti að nota
hlutina, hefðu þau látið má út merk-
ingar á þeim. Það var gert þegar
dönsku andspymuhreyfíngunni
voru seld sænsk vopn í heimsstyij-
öldinni síðari.
1.300 skeyti á England
Winston Churchill, forsætisráð-
herra Bretlands, sagði á sínum
tíma, að V-2-flugskeytin hefðu
valdið dauða 2.724 manna í Eng-
landi og 6.476 hefðu særst á sjö
mánuðum 1944. Var um 1.300 flug-
skeytum skotið á England þetta ár
og nokkrum hundruðum á Belgíu,
sem þá hafði fallið bandamönnum
í hendur.
Svíar, sem voru hlutlausir í síð-
ustu heimsstyijöld, áttu mikil við-
skipti við Þjóðveija og leyfðu þýsk-
um her að fara um Svíþjóð með
lest á leið til og frá Noregi. Svíar
seldu einnig Þjóðveijum járngrýti.
Heimsráð gyðinga hefur einnig
birt bandarísk leyniþjónustuskjöl þar
sem haft er eftir „áreiðanlegum
heimildum", að sænskir Rauða
kross-menn hafi greitt fyrir ólögleg-
um bréfaskiptum milli nasista í
Þýskalandi og stuðningsmanna
þeirra í Svíþjóð eftir stríð. I skjölun-
um, sem eru frá 1946, segir, að
bréfín hafí verið flutt gegn gjaldi,
silfurbúnaði, málverkum og öðrum
listaverkum, sem síðan hafí verið
seld í Svíþjóð.
Nýir tónar frá Nyrup
Klaus Kinkel um stofnríki EMU
Ekki reynt að
útiloka Italíu
Bonn. Reuter.
KLAUS Kinkel, utanríkisráðherra
Þýzkalands, vísar á bug fregnum
um að reynt sé með skipulegum
hætti að útiloka Ítalíu frá því að
verða stofnríki Efnahags- og
myntbandalags Evrópu (EMU).
Brezka blaðið Financial Times
birti í síðustu viku frétt þess efnis
að embættismenn Evrópusam-
bandsins og seðlabanka aðildar-
ríkjanna hefðu rætt sín á milli
áætlun um að útiloka Ítalíu, meðal
annars til að slá á áhyggjur Þjóð-
veija af að nýja sameiginlega
myntin, evróið, verði of veik, taki
Ítalía þátt í myntbandalaginu frá
upphafí.
Kinkel sagði í útvarpsviðtali um
helgina að engin slík áætlun væri
fyrir hendi, að Þýzkaland vildi að
eins mörg ríki og mögulegt væri
yrðu stofnríki EMU og að eina
skilyrðið fyrir þátttöku væri að ríki
uppfylltu ákvæði Maastricht-sátt-
málans.
„Þetta fer eingöngu eftir því
*★★★*
EVRÓPA^
hvort ríki uppfylla [Maastricht-]
skilýrðin," sagði Kinkel. „Ítalía
gerir sitt bezta til að uppfylla þau
og allar þessar vangaveltur núna
eru út í loftið.“
Hann ítrekaði að það væri
ákvörðun stjómmálamanna hvaða
ríki yrðu með í EMU frá upphafí
og hver ekki. „Sérfræðingar geta
sagt það, sem þeim fínnst, og eiga
að gera það, en allt veltur á því
hvort ríki uppfylla skilyrðin um
stöðugleika," sagði utanríkisráð-
herrann.
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
DANSKA stjórnin er
nú tilbúin að hugleiða
sveigjanlega sammna-
þróun í Evrópusam-
bandinu og einnig
hvort Dönum sé heppi-
legt að taka þátt í sam-
starfi um flóttamanna-
mál, þó það sé eitt
þeirra atriða, sem þeir
hafa undanþágu frá,
samkvæmt Edinborg-
arsamkomulaginu.
Þetta kom fram í ræðu
Pouls Nymps Ras-
mussens á ráðstefnu
Norðurlandaráðs um
stöðuna á ríkjaráð-
stefnu ESB, þar sem
hann talaði óvenjuskýrt um þá kosti
sem nú blasa við.
Hingað til hefur Poul Nymp Ras-
mussen hafnað öllum umrseðum um
það sem sumir kalla sveigjanleika,
en frönsk og þýsk stjómvöld kjósa
að tala um „aukið samstarf" hóps
ESB-rflqa um nánari samruna. Nymp
Rasmussen hefur hingað til haldið
fast í að allir ættu að vera samstiga,
en segir nú að ástæða sé til að ræða
fyrirkomulag samstarfsins, bæði
vegna stækkunar ESB og eins vegna
þess að þeir sem vilja auka samstarf-
ið muni gera það utan ramma Maas-
tricht-sáttmálar.s, fái þeir ekki leyfí
til að gera það innan hans.
Erþörfá
sveigjanleika?
Nymp Rasmussen
sagðist ekki geta ann-
að en játað því að þörf
væri á sveigjanleika og
raunar mætti segja að
hann hefði þegar verið
notaður, þegar Dönum
hefðu verið veittar
undanþágur frá Maas-
tricht-sáttmálanum.
Þetta er nýtt viðhorf
forsætisráðherrans,
sem hingað til hefur
ekki kært sig um að
líta á undanþágumar
sem dæmi um
sveigjanleika, sem hann hefur verið
mótfallinn.
Forsætisráðherra sagði hættu á
að samstarf nokkurra ESB-ríkja
utan ramma sáttmálans græfí und-
an því, sem þegar hefði áunnist.
Með því að halda samstarfínu innan
ramma hans gæfíst þeim, sem ekki
vildu vera með í upphafi, tækifæri
til að slást í hópinn síðar. Jafnframt
benti ráðherrann á að sveigjanleiki
ætti ekki alls staðar jafn vel við.
Ekki væri rétt að beita honum á
kjarnasviðum eins og innra mark-
aðnum, en sjálfsagt á sviði utanrík-
is-, öryggis- og vamarmála.
Samstarf á sviði flóttamanna- og
lögreglumála, sem Danir standa
utan, sagði Nyrup Rasmussen að
þyrfti að huga vel að. Án þess að
vilja ræða undanþágumar benti
hann á að á þessu sviði gæti ESB
greitt fyrir betri málsmeðferð og
styrkt baráttu gegn skipulagðri
glæpastarfsemi. Þar með nálgaðist
forsætisráðherra sjónarmið Birthe
Weiss innanríkisráðherra, sem hefur
talað fyrir því að þetta samstarf
verði styrkt og gert yfirþjóðlegt, líkt
og þýskur og hollenskur starfsbróð-
ir hennar leggja til.
Vísast eru margar ástæður fyrir
því að Nyrup Rasmussen tekur upp
þessi sjónarmið nú. Innan flokksins
hafa verið gerðar kröfur um að mik-
ilvæg ESB-mál yrðu betur rædd og
ekki þýddi að loka augunum fyrir
að atriði eins og sveigjanleiki væri
lykilatriði á ríkjaráðstefnunni.
Franski utanríkisráðherrann heim-
sótti Kaupmannahöfn fyrr í mánuð-
inum og vísast hefur hann þá leitt
danska ráðamenn í fullan skilning
um hvemig málin horfðu við Frökk-
um, svo taka yrði afstöðu til þeirra
hugmynda. Meðal kjósenda virðist
einnig gæta vaxandi skilnings á að
skipulagt Evrópusamstarf sé það
eina sem dugi gegn skipulagðri
glæpastarfsemi. Og með skýrari
umræðum sigla Danir öruggari byr
inn í lokaumræður ríkjaráðstefnunn-
ar.