Morgunblaðið - 11.02.1997, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
MENNTUN
íslenskir unglingar svöruðu á þriðja hundrað spurninga í fjölþjóðlegri rannsókn á söguvitund
Bjartsýnir
og þjóðem-
issinnaðir
ÍSLENSKIR unglingar eru í
samanburði við evrópska unglinga
ópólitískir og fullir bjartsýni, auk
þess sem þeir eru lýðræðis- og
þjóðemissinnaðir. Þeir eru einnig
mjög trúaðir en ekki að sama skapi
vissir um hvaða kirkjudeild þeir
tilheyra. Þetta má lesa úr fyrstu
niðurstöðum alþjóðlegrar rann-
sóknar um söguvitund 14-15 ára
unglinga, sem gefin verður út í
Hamborg síðar í þessum mánuði.
Rannsókninni var hrundið af
stað fyrir tilstuðlan tveggja sagn-
fræðinga, annars frá Noregi og
hins frá Þýskalandi. Voru sendar
út 288 spumingar til grunnskóla
í 30 löndum, þar sem kannað var
hvernig unga fólkið skynjar fortíð-
ina, hvaða mynd það hefur af
henni, hvemig það skynjar samtíð-
ina og hvaða væntingar það hefur
til framtíðar.
Af hálfu íslendinga hafa Gunnar
Karlsson, prófessor við Háskóla
Islands, og Bragi Guðmundsson,
lektor við Háskólann á Akureyri,
staðið að rannsókninni hér á landi.
Bragi segir að þeim hafi komið
vemlega á óvart svör nemenda við
spurningum sem snúa að trúar-
brögðum með hliðsjón af því að
þeir sem spurðir voru fermdust
flestir ári áður. Auk þess sem 95%
landsmanna tilheyra lúthersk-
evangelísku kirkjunni. Þegar spurt
var hvaða trúarhópi viðkomandi
nemandi tilheyrði svöruðu aðeins
48% að þeir væru lútherstrúar, 19%
vissu það ekki, 10% svöraðu ekki
og 12,3% kváðust tilheyra rétttrún-
aðarkirkjunni. „Þessi síðastnefndu
hafa sennilega skilið spuminguna
sem „rétta trú“ en svörin sýna svo
ekki verður um villst að þau þekkja
ekki hugtökin,“ segir Bragi.
Ópólitískir unglingar
í ljós kom að íslensku
unglingarnir hafa fremur
lítinn áhuga á pólitík
miðað við heildina. Þeir
hafa einnig minni trú á
því að pólitískar byltingar, hug-
sjónir og stefnur hafi verið mikil-
vægar í sögunni hingað til eða
muni verða í framtíðinni en jafn-
aldrar þeirra í Evrópu. Bragi telur
aðalskýringuna þá að við erum
fjarri öðram þjóðum og höfum
ekki átt í vopnuðum átökum við
aðra.
Þá vora taldar upp margar
greinar sögu, s.s. landbúnaðar-
saga, styijaldasaga, fjölskyldu-
saga o.s.frv. og spurt hversu mik-
ill áhugi væri fyrir einstökum teg-
undum. „íslendingar merkja
sjaldnar við „mikinn áhuga“ en
meðaltalið. Heildarálitið er því
fljótt á litið að minni áhugi sé fyr-
ir sögu hér en almennt gerist með-
al unglinga í Evrópu.“ Spurður
hvort kennslubækur í sögu gætu
átt sinn þátt í þessu, segir Bragi
það vel geta átt sér stað. Hann
tekur fram að bæði íslendingar og
meðaltalið svari því að þeir hafi
lítið gaman af sögubókum. I heild-
ina hafi aðeins 13-14% nemenda
„gaman“ eða „mjög gaman“ af
þeim. Hins vegar treysta íslensku
unglingarnir sögubókum vel og
reyndar betur en meðaltalið.
Bragi segir að með hliðsjón af
þessum svörum sé það umhugsun-
arefni fyrir íslendinga sem sögu-
þjóð hvort við séum slík. „Kannski
er þetta einungis ímynd og hugsan-
lega er hún röng.“
Stríðsminjar mega hverfa
en ekki bóndabærinn
Ein af spurningunum hljóðaði
svo: „Hugsum okkur að verið sé
að skipuleggja hraðbraut nálægt
þeim stað, þar sem þú átt heima.
Hætt er við að ýmislegt verði eyði-
lagt við lagningu hraðbrautarinn-
ar. Hversu mikla áherslu mundir
þú leggja á að eftirfarandi hlutir
yrðu verndaðir?" Síðan
era talin upp nokkur atr-
iði. í ljós kom að íslend-
ingum er meira sama en
öðram þó að minnis-
merki um seinni heims-
styijöldina sé eyðilagt,
hins vegar eru þeir tilbúnari en
aðrir til að varðveita 300 ára gaml-
12,3% kváð-
ust tilheyra
rétttrúnaðar-
kirkjunni
Morgunblaðið/Úr myndasafni
ÍSLENSKIR unglingar hafa trú á því að vistkerfiskreppur og náttúruhamfarir hafi meiri
áhrif á söguþróun en evrópskir unglingar.
Hvernig heldur þú að verði
a laiaiiui eftir 40 ár? ísland Meðaltal allra svara
í mínu landi í Evrópu í mínu landi í Evrópu
Friðsælt 26,8% 10,1% 29,6% 23,9%
Of þéttbýlt 39,8% 65,0% 46,8% 55,2%
Erlend kúqun 15,5% 61,0% 19,2% 31,0%
Velmequn oq auðleqð 24,9% 26,6% 31,3% 39,4%
Lýðræði 75,9% 45,7% 49,6% 44,5%
Menqunarmál 61,3% 88,3% 72,4% 72,5%
Sundrung vegna átaka milli ríkra oq fátækra 23,3% 48,4% 37,2% 41,0%
Sundrung vegna átaka milli mismunandi þjóðernishópa 16,9% 45,9% 31,8% 37,9%
í HEILD eru íslensku unglingarnir bjartsýnni á eigin framtíð
en Evrópubúar almennt nema þeir reikna ekki með ríkidæmi
umfram aðra. Þeir eru aftur á móti svartsýnni á þróunina í
Evrópu en ástandið heimafyrir. Svipaðrar tilhneigingar gætir
að jafnaði í svörum annarra.
an bóndabæ í góðu ástandi. Einnig
eru þeir tilbúnari en aðrir til að
varðveita sjaldgæft jarðfræðilegt
fyrirbrigði. Það sem þeir ásamt
meðaltalinu vildu þó helst varð-
veita er varpland fugla í útrýming-
arhættu. Þetta settu 79,3% íslend-
inga í efsta sæti og 67,8% meðal-
talsins.
í rannsókninni kom í ljós að ís-
lensku unglingarnir era mun þjóð-
emissinnaðri en meðaltalið. 67,9%
þeirra svöruðu að þjóðin hafi mikið
gildi fyrir þá en 52,6% meðaltals-
ins, 65,8% íslendinganna svöruðu
að lýðræði hefði „mikið“_________________
gildi en meðaltalið var Tilbúnir aó
51,5%. Þá voru íslenskir varðveita 300
unglingar neikvæðari ára gamlan
gagnvart evrópsku sam- bóndabæ
starfi og samranaþroun
í Evrópu en meðaltalið.
Þegar spurt var um hversu mik-
inn þátt viðkomandi héldi að eftir-
farandi hlutir hafi átt í breytingum
á sögunni hingað til kom í ljós að
íslensku unglingarnir hafa trú á
því að vistkerfiskreppur og nátt-
úrahamfarir hafi meiri áhrif en
meðaltalið sýnir. Sams konar svör-
un kom fram hjá íslensku kennur-
unum og gildir það bæði um sög-
una hingað til og í framtíðinni.
Bragi kveðst ekki geta ennþá
sagt til um hvernig íslensku ungl-
ingarnir standi gagnvart hinum
Norðurlöndunum, en telur að það
verði ekki síður spennandi. „Það
er ljóst að íslendingar hafa mjög
mikla sérstöðu, því við búum að
mörgu leyti við aðstæður sem eng-
inn annar hefur búið við. Við höf-
um ekki átt í styijöldum né landa-
mæradeilum við aðrar þjóðir og
því verður arfur okkar allt öðra-
vísi,“ segir hann.
Þegar Bragi er spurður hvort
sjá megi beina niðurstöðu af svör-
um nemenda milli kennslu og skoð-
ana eða þjóðmálaumræðu og skoð-
ana, segir hann að ekki hafi enn
gefist tóm til að skoða svörin út
frá því. „Við erum með tiltölulega
nýlegt námsefni í sögu en mun
minna er um sérmenntun meðal
________ þeirra sem kenna sögu
í íslenskum grannskól-
um en meðal þeirra sem
kenna sögu erlendis. Ég
hef grun um að það
skipti máli án þess að
ég geti á þessu stigi sagt
af hveiju eða hvemig. Ég hef mik-
inn áhuga á að kanna þetta nánar.“
Ný reglugerð menntamálaráðuneytis
Nú má skoða
prófúrlausnir
NÝ REGLUGERÐ, sem byggir á
lögum nr. 45 um grunnskóla, hef-
ur tekið gildi. Er þar í fyrsta sinn
kveðið á um rétt nemenda og for-
eldra til að skoða prófúrlausnir
nemenda .
í reglugerðinni segir að nem-
andi og foreldri hafí rétt til að
skoða þau gögn sem liggja til
grandvallar hvers konar skrifleg-
um vitnisburði um námsstöðu
nemendans. Þá er skólastjóri
ábyrgur fyrir því að sá sem gefið
hefur einkunnina eða vitnisburð-
inn sé viðstaddur til að útskýra
forsendur og niðurstöður matsins.
Beiðni um að skoða prófúr-
lausnir eða námsmatsgögn skal
bera fram eigi síðar en tveimur
vikum eftir að nemanda hefur
borist einkunn. Beiðnin skal berast
til skólastjóra og ekki skal að jafn-
aði líða meira en ein vika frá því
að beiðni berst þar til skólastjóri
hefur orðið við henni.
Einungis úrlausnir
eigin prófa
Reglugerðin nær einungis til
prófúrlausna hvers nemanda fyrir
sig. í grunnskólalögum kveður á
um að óheimilt sé að veita upplýs-
ingar um vitnisburði einstakra
nemenda öðram en þeim sjálfum
og forráðamönnum þeirra nema
nauðsyn beri til vegna flutnings
milli skóla. Þó er heimilt að veita
fræðsluyfirvöldum þessar upplýs-
ingar og öðrum vegna fræðilegra
rannsókna.
Borgarholtsskóli
Námsbraut fynr
þroskahefta
NAMSBRAUT fyrir þroska-
hefta/fjölfatlaða hófst í Borgar-
holtsskóla um áramót og eru sjö
nemendur þar við nám. Koma
þeir frá Oskjuhlíðaskóla eftir
tveggja ára starfsnám að loknum
grunnskóla.
Megináhersla er lögð á að
auka reynslu og þekkingu nem-
enda og taka mið af hæfni hvers
og eins. Einnig er lögð áhersla
á athafnir daglegs lífs og að
gera nemendur eins sjálfstæða
einstaklinga og frekast er kost-
ur. Þar fyrir utan er kennd tján-
ing, stærðfræði, íslenska og
samfélagsfræði, heimilisfræði,
tölvur o.fl. Nemendur eru 25
tíma í skólanum og 10 tíma á
vernduðum vinnustað.
Að sögn Bryndísar Siguijóns-
dóttur, kennslustjóra fornáms og
námsbrautar fyrir fatlaða, fara
nokkrir nemendanna að hluta til
í kennslustundir með ófötluðum.
„Deildin hefur verið kynnt mjög
vel fyrir öðrum nemendum skól-
ans og í ljós hefur komið að ótti
okkar um að þessir nemendur
myndu einangrast er ástæðulaus.
Skólasystkini þeirra sækja frekar
í að heimsækja þau, fara með
þeim í kaffi og fleira. Auk þess
koma nemendur af félagsþjón-
ustubraut í starfsþjálfun inn á
braut þroskaheftra/fjölfatlaðra."
Upphaflega var námið hugsað
sem tveggja ára nám en enn er
beðið stefnumótunar frá mennta-
málaráðuneyti.
Ritgerðasamkeppni
Sá heppni fer
til Grænlands
ÖLLUM börnum fæddum árið 1985
er boðið að taka þátt í ritgerðasam-
keppni á vegum samstarfsnefndar
íslands og Grænlands í ferðamálum,
SAMIK. Ritgerðirnar eiga að fjalla
um Grænland á einhvern hátt, s.s.
fólkið, landið, náttúru, atvinnuvegi,
listir eða menningu.
Veitt verða tólf verðlaun. Sá sem
skrifar bestu ritgerðina fær að laun-
um 5 daga ferð til Suður-Grænlands
með leiðsögumanni eða foreldri.
Önnur verðlaun eru dagsferð til
Austur-Grænlands með leiðsögu-
manni, þriðju verðlaun dagsferð til
Austur-Grænlands með leiðsögu-
manni og 4.-12. verðlaun bækur frá
Grænlandi.
Ritgerðunum skal skila fyrir 1.
mars 1997 til Grænlenska-íslenska
félagsinsins KALAK, Norræna hús-
inu v/Hringbraut. Þær á að merkja
dulnefni en rétt nafn höfundar á að
fylgja með í lokuðu umslagi. Úrslit
verða kynnt í maímánuði 1997.