Morgunblaðið - 11.02.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.02.1997, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Formaður Rafiðnaðarsambandsins segir þolinmæðina á þrotum Hyggjast greiða atkvæði um verkfall í næstu viku GUÐMUNDUR Gunnarsson, for- maður Rafiðnaðarsambandsins, segir að ef vinnuveitendur komi ekki til móts við kaupkröfur rafíðnaðar- manna í þessari viku láti þeir fara fram atkvæðagreiðslu um verkfall í næstu viku. Enginn árangur varð á fundi með Rafíðnaðarsambandinu og RARIK í gær. Guðmundur segir að í skoðanakönnun meðal starfsmanna RARIK, sem gerð var í síðustu viku, hafi komið fram yfirgnæfandi stuðn- ingur við aðgerðir til að fylgja eftir kaupkröfum. „Ef ekkert gerist í kjaraviðræðum í þessari viku munum við fara af stað með kosningu um verkfall. Mik- ilvægur hluti af okkar kröfugerð er að gerðar verði breytingar á skatta- kerfinu og ef ekkert heyrist frá fjár- málaráðuneytinu ýtir það ennfrekar á okkur með að fara út í aðgerðir. Fari málin í þennan farveg munum við breyta okkar launakröfum í sam- ræmi við það,“ sagði Guðmundur. Guðmundur sagði að á fundi með RARIK í síðustu viku hefði samn- inganefnd Rafiðnaðarsambandsins lýst því yfir að rafíðnaðarmenn myndu hefja undirbúning að verk- fallsboðun ef RARIK kæmi ekki með nein viðbrögð við kaupkröfum þeirra á næsta fundi. Þrátt fyrir þetta hefði samninganefnd RARIK engu svarað um launaiið samninga á fundi hjá sáttasemjara í gær. Einungis hefðu verið lögð fram viðbrögð við nokkr- um sérkröfum, sem rafiðnaðarmenn hefðu hvort sem er haft í hendi sér. Guðmundur sagði að þolinmæði rafiðnaðarmanna væri á þrotum. Þeir ætluðu sér ekki að sitja öllu leng- ur í tilgangslausum viðræðum. Ná- kvæmlega enginn árangur hefði náðst í viðræðum við fjármálaráðu- neytið og litill árangur hefði orðið af viðræðum við Reykjavíkurborg. Á fundi rafíðnðarmanna hjá Reykjavíkurborg sl. föstudag var samþykkt ályktun þar sem skorað var á samninganefnd Rafíðnaðar- sambandsins að hefja undirbúning aðgerða 17. febrúar og endurskoða launakröfur með tilliti til hækkunar vegna aðgerðaleysis stjórnvalda. Ábyrgð lýst á hendur vinnuveitendum í ályktun fundar rafiðnaðarmanna hjá Reykjavíkurborg segir: „Rafiðn- aðarmenn fóru að nýjum lögum í haust og lögðu fram kröfugerð sína 10 vikum áður en kjarasamningar runnu út. Það var yfirlýst stefna RSÍ að nýr kjarasamningur yrði dagsettur þegar hinn eldri rynni út. Lítið hefur miðað og enn eru vinnuveitendur ekki tilbúnir til viðræðna um launaliði. Launþegar hafa fylgst með því af athygli að þrátt fyrir hástemmdar yfirlýsingar stjómvalda síðastliðinn vetur þegar þau afgreiddu nýja vinnu- löggjöf í fullri andstöðu við aðila vinnumarkaðarins, þá horfa þau að- gerðalaus á þegar samninganefndir atvinnurekenda, fjármálaráðuneytis og Reykjavíkurborgar sinna í engu ákvæðum laganna. Samningamenn atvinnurekenda em í engu famir að sinna því hlutverki sínu að ganga til samningaborðs í fullri alvöru. Fullri ábyrgð er lýst á hendur þeirra um gang viðræðna og ítrekuð sú krafa að nýr kjarasamningur verði dagsett- ur 1. janúar 1997. í kröfugerð rafiðn- aðarmanna var gert ráð fyrir raunsæjum launahækkunum gegn því að skattakerfi og efnahagsumhverfi heimilanna yrði breytt á þann veg að kaupmáttur yrði tryggður. Stjóm- völd hafa svarað þessu með því að hækka skatta um einn milljarð og úthluta útvöldum starfsmönnum sín- um nýjum lífeyrissjóði þar sem rétt- indi eru langt umfram það sem aðrir landsmenn búa við.“ Verkamannafélagið Hlíf Víta seinagang í kjaraviðræðum FÉLAGSFUNDUR í Verkamanna- félaginu Hlíf hefur samþykkt álykt- un þar sem víttur er sá seinagang- ur sem einkennt hefur samninga- viðræður aðila um kaup og kjör verkafólks. Fundurinn skoraði á verkafólk og annað láglaunafólk að standa saman um þá kröfu að lægstu mánaðariaun fyrir dag- vinnu verði 70 þúsund krónur og elli- og örorkuiífeyrir fylgi launa- þróun. Fundur lýsti furðu sinni á því að stjómvöld og atvinnurekendur skuli hafa þá stefnu að verkafólk fái ekki sömu kjarabætur og aðrir hærra launaðir starfshópar í þjóðfélaginu hafí nú þegar fengið. „Vel launuðum fulltrúum stjóm- valda og atvinnurekenda skal bent á að það var fyrst og fremst vegna frestunar á eðlilegum launahækk- unum til verkafólks að verðbólgan náðist niður. Og það verður ekki þolað, nú þegar betur árar, að laun verkafólks, öryrkja og ellilífeyris- þega verði undir framfærslumörk- um á sama tíma og laun annarra hækka um tugi og jafnvel hundruð þúsunda á mánuði.“ tHIGH DESERT 'ROPOLIS frá CC Pollen Company kita stórraerkilega íáííúruefni cr selt á iftirfarandi stöðum: & Aj)ól«*kiii. Bióin&val. Siguuii og Akiuvyri. I laíikawj) Kriugluiiiii. ) iagkau|i. lyfjaluið. .*>k<*iíTiniii 15. : I lailsulioriiið. Akuivyri. t: SjúkramukKiofa Silju. HulduBraui ‘2. Kój | Kaujifáia" Aru(*síii"a. Selfossi. | Kaujifél. BorgíirOinga. Boigarncbí | Holli op; soil. Skajía>>irön<l. I {(‘iUiikofiiui. Akraiiewi. | HriIsuIiúOin. HafnarfirOi. Stiióarkmij). (irindavík. Heildarnæring Siudio Dán. ísafii'di. Kaiijifélag StöðfirOinga. Breiöclalsvík Lykill lif. BcyOarfiröi og Egibiödujn Vidarehúð Fáskrúðsfiröi Horuahær. Hofn Hornafnði Vcrsl. KaitjMÚn. TöjuiafirOi Voruval. Íjíttfirði sf. Sími 566-8593 Morgunblaðið/Arnór STORVIRKAR vinnuvélar unnu að því að koma upp varnar- garði neðan Nesfisks síðdegis á sunnudag. Neyðaraðgerðir í Garð- inum vegna flóðahættu Garði. Morgunblaðið. SJÓR flæddi á land á tveimur stöðum í Garðinum aðfaranótt sunnudags. Mest flæddi norðan við Nesfisk hf. og myndaðist stórt stöðuvatn milli Nesfisks og Jað- ars. Hitt hættusvæðið er neðan Miðhúsa en heimamenn telja að ef sjórinn nær að brjóta sér far- veg muni allt svæðið upp að Garð- vegi fara undir sjó. Síðdegis á sunnudag var hrund- ið í framkvæmd neyðaráætlun þar sem stórvirkar vinnuvélar ruddu upp skjólgarði neðan Nesfisks í nokkra tugi metra í átt að Garð- skaga. Þá var ekið með 14 bíla af stórgrýti til að styrkja garðinn. Forsvarsmenn hreppsins hafa í áraraðir reynt að fá fé frá ríkinu til framkvæmda við sjóvarna- garða á þessum stöðum í Garðin- um en ekki háft erindi sem erfiði. Andlát SIGURGEIR ÓSKAR SIGMUNDSSON SIGURGEIR Óskar Sigmundsson, kaup- maður á Grund, Flúð- um, varð bráðkvaddur sunnudaginn 9. febr- úar. Sigurgeir var fædd- ur 16. mars 1938 í Syðra-Langholti í Hrunamannahreppi. Foreldrar hans voru Anna Jóhannesdóttir og Sigmundur Sig- urðsson bændur í Syðra-Langholti. Sigurgeir lauk landsprófi frá Laugar- við umboðsmennsku fyrir Olís og Esso og árið 1967 hóf hann rekstur Verslunarinn- ar Grund ásamt eigin- konu sinni og fjöl- skyldu. Sigurgeir tók virkan þátt í félagslífi í Hrunamannahreppi og starfaði m.a. í Kiw- anisklúbbnum Gull- fossi, hestamannafé- laginu Smára og kirkjukór Hruna- kirkju. Eftirlifandi kona hans er Sólveig Ólafs- vatni og útskrifaðist sem búfræð- ingur frá Hvanneyri 1959. Hann flutti að Flúðum 1963 og tók þar dóttir og eiga þau fjögur börn, þrjú tengdaböm og fjögur barna- börn. Nýr doktor í læknisfræði • KARL Andersen læknir varði nýlega doktorsritgerð sína við Gautaborgarháskóla. Ritgerðin, sem nefnist „Vectorcardiographic ST-Segment Mon- itoring in the Unstable Coron- ary Syndrome" ijallar um notkun nýrrar tækni við mat á árangri bráðameðferðar hjartasjúklinga og framtíðarhorfum þeirra. í frétt um efni doktorsritgerðar- innar segir: „Hjartasjúklingar, sem lögðust inn á sjúkrahús vegna bijóstverkja, voru tengdir við tölvu- búnað sem skráði í sífellu breyting- ar á hjartalínuriti (EKG) fyrsta sólarhringinn eftir innlögn. Sýnt var fram á að þeir hjartasjúklingar sem höfðu breytingar á línuriti voru í aukinni hættu á kransæða- stíflu eða dauðsfalli á fyrsta ári eftir innlögn og var sú aukna áhætta óháð öðrum þekktum áhættuþáttum sem rannsakaðir voru. Aðferð þessa má nota til að flokka sjúklinga í mismunandi áhættuhópa þegar á fyrsta sólar- hring eftir innlögn. Þannig má beina frekari rannsóknum og að- gerðum að ákveðnum áhættuhóp- um og auka skilvirkni í forvarnar- starfi. Aðferðin reyndist einnig vel við mat á árangri bráðameðferðar hjartasjúklinga þar sem sýnt var fram á að fylgni var á milli áhrifa lyfjagjafar á hjartalínubreytingar annars vegar og hættunnar á nýj- um bijóstverkjum, kransæðastíflu og dauðsföllum hins vegar. Rannsóknin hefur staðið í 6 ár að hluta í samstarfí við fjölda sjúkrastofnana í Svíþjóð og Dan- mörku. Leiðbeinendur við rann- sóknirnar voru yfírlæknamir Mika- el Dellborg og Karl Swedberg við Östra Háskólasjúkrahúsið í Gauta- borg. Andmælandi var prófessor Maarten L. Simoons, Ritterdam." Karl Andersen er stúdent frá MenntaskólanumíReykjavík 1981, var við nám í Læknadeild Háskóla íslands 1981-1987 ogstarfaði sem aðstoðarlæknir á sjúkrahúsunum í Reykjavík næstu þijú ár. Hann stundaði framhaldsnám í almenn- um lyflækningum og hjartasjúk- dómum við Östra Universitetssjuk- huset í Gautaborg 1990-1997 og var samhliða í doktorsnámi við Gautaborgarháskóla. Karl er kvæntur Lóu K. Sveinbjömsdótt- ur, viðskiptafræðingi, og eiga þau fjögur böm. Færri inn- brot í hús en fleiri í bíla TILKYNNINGUM um innbrot og þjófnaði hefur fjölgað á starfssvæði lögreglunnar í Reykjavík undanfarin ár. Árið 1993 var tilkynnt um 1583 innbrot og þjófnaði á svæðinu, árið 1994 voru slík tilvik 1645, 1752 árið 1995 og 1867 á síðasta ári. Við athugun kemur hins veg- ar í ljós að innbrotum og þjófn- uðum í fyrirtæki, stofnanir og íbúðarhúsnæði hefur fækkað nokkuð. Þannig voru þau inn- brot 1155 árið 1993, 1122 árið 1994, 1053 árið 1995 og 964 á síðasta ári. Fjölgunina má því aila rekja til þess, að inn- brotum og þjófnuðum í bifreið- ir hefur fjölgað mjög mikið, úr 428 árið 1993 í 903 á síðasta ári. * r i ! f ft t- I ft ft í l 1 þ p ! m P 4-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.