Morgunblaðið - 11.02.1997, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.02.1997, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ ÞRIÐJUDAGUR11. FEBRÚAR 1997 15 Hólaskóli leiðir alþjóðlega rann- sókn í bleikjueldi Morgunblaðið/Áslaug Jónsdóttir JÓN Bjarnason, skólastjóri Hólaskóla, og Sveinbjörn Björnsson, rektor Háskóla íslands. Hofsósi - Forsvarsmenn rannsókna í bleikjueldi við Hólaskóla kynntu nýlega nýtt og viðamikið rannsókn- arverkefni í bleikjueldi sem unnið í samstarfi fjögurra Evrópulanda. Helstu markmið verkefnisins eru að kanna erfðafræðilega stjórnun á vexti, kynþroska og holdlit bleikj- unnar, og áhrif eldisumhverfisins á þessa sömu þætti. Verkefnið hlaut styrk af fjórðu rammaáætlun Evr- ópusambandsins, í flokki rannsókna er Varða fiskveiðar og fiskeldi. Heild- arstyrkurinn er rúmlega 70 milljónir króna og af þeirri upphæð renna tæplega 26 milljónir til íslenska hluta verkefnisins. Að þeim hluta standa Hólaskóli og Líffræðistofnun Háskóla íslands, sem lögðu fram umsókn um styrk undir einu nafni. Vinna við verkefnið hófst form- lega í desember og næstu þijú árin verða aðstandendur verkefnisins í nánu samstarfí við erlendar rann- sóknarstofnanir. Mikil undirbún- ingsvinna hefur þegar farið fram, en verkefni byggir einnig á rann- sóknum sem gerðar hafa verið á bleikjueldi hérlendis undanfarin ár. Helsta miðstöð rannsókna af því tagi hefur verið að Hólum í Hjalta- dal. Auk Hólaskóla og Háskóla íslands á fiskeldisstöðin Hólalax hf. hlut að verkefninu og starfsmönnum Haf- rannsóknastofnunar, Rannsóknar- stofnunar landbúnaðarins og Stofn- físks hf. hefur einnig verið falið að vinna ákveðna verkþætti. Erlendu þátttakendumir eru Háskólinn í Glasgow, Skotlandi, Háskólinn í Galway, írlandi og Landbúnaðarhá- skólinn í Umeá, Svíþjóð. Aðsetur verkefnisstjóra er á ís- landi, en það er dr. Skúli Skúlason^ Hólaskóla, sem leiðir verkefnið. I forsvari fyrir Líffræðistofnun Há- skólans er dr. Sigurður S. Snorra- son, en fjöldi rannsóknarmanna kemur að verkefninu með ýmsum hætti. Samstarf Háskóla og Hólaskóla Viðstaddur kynningu verkefnisins að Hólum var rektor Háskóla ís- lands, Sveinbjörn Björnsson. Hann lýsti yfír ánægju sinni með samstarf skólanna og taidi verkefnið gott dæmi um það hvernig Háskólinn gæti eflt aðrar menntastofnanir. Hann taldi einnig góða möguleika á því að fínna fleiri þætti þar sem Hólaskóli og Háskólinn gætu unnið saman, til dæmis innan fræðigreina tengdum ferðaþjónustu. Jón Bjarnason, skólastjóri Hóla- skóla, tók í sama streng og undir- strikaði kosti þess að njóta góðs af þekkingu og virðingarstöðu Háskóla Islands. Undanfarin ár hafa skólarn- ir haft samstarf um kennslu og rann- sóknir í fiskeldi og líffræði fersk- vatnsfiska, en með þessu nýja verk- efni tengja skólarnir enn frekar sam- an sérhæfða fagþekkingu sinna manna. Rektor Háskóla tók fram að hvor- ugur skólinn myndi hafa náð úthlut- un þessa styrks einn og sér og á vissan hátt væru sjóðstjórnir að leiða menn saman til samstarfs. Samstarf þessara stofnana skipti - sköpum í sívaxandi samkeppni um styrki frá Evrópubandalaginu til vísindalegra rannsókna. Fjárhagslega vegur styrkurinn dijúgt og að auki er hann mikilvæg vipurkenning á frum- kvöðlastarfi íslendinga í rannsókn- um á bleikjueldi. Að mati rektors og skólastjóra skipti stærð stofnan- anna eða staðsetning ekki máli, held- ur það að réttu mennirnir sameini krafta sína. Rannsóknir á bleikju Stjórnandi verkefnisins, dr. Skúli Skúlason, deildarstjóri fískeldis- deildar Hólaskóla, lagði áherslu á mikilvægi þess að vinna með erlend- um rannsóknarmönnum, sem væri allri íslenskri vísindastarfsemi nauð- synlegt. íslendingar hafa staðið framarlega í rannsóknum á bleikju, ásamt Svíum sem einnig taka þátt í verkefninu. í rannsóknunum er lögð áhersla á sérstöðu bleikjunnar og beitt er nýjum vísindalegum hugmyndum og tækni, t.d. í erfðafræði. Verkefnið er sundurliðað í aðskilin undirverk- efni. í fyrsta lagi eru rannsóknir á erfðafræðilegum skyldleika villtra bleikjustofna og þróun aðferða þar að lútandi. í þessum hluta verða rannsakaðir bæði villtir stofnar og eldisstofnar á íslandi, Skotlandi, ír- landi og Svíþjóð. Á grundvelli þessa verður með áreiðanlegum hætti hægt að þekkja sundur villta bleikju- stofna og ennfremur aðgreina eldis- bleikju frá villtri bleikju. í öðru lagi snýst verkefnið um rannsóknir á mikilvægum eldiseigin- leikum, eins og vexti og kynþroska, hvernig þeir erfast og að hve miklu leyti þeir mótast af eldisumhverfinu. Tilraunir verða gerðar til að athuga áhrif mismunandi umhverfis á þroskaferli bleikju af ólíkum stofn- um og metið hvernig hámarka má eldisárangur með stjórnun umhverf- isins. Nákvæm rannsókn verður gerð á sambandi þroskaferils fóstra og ungra seiða við mikilvæga eldiseig- inleika, svo sem vöxt og kynþroska, síðar á ævinni. Þekking á þessu sam- bandi gæti gert val í kynbótum ein- faldara og markvissara. Niðurstöður rannsókna og kynbóta verða dregnar saman og notaðar til að gera tillögur að árangursríkari þróun bleikjueldis. Áhersla verður lögð á kynbætingu stofna og leiðir til þess að eldið geti farið fram í sátt við náttúruna. Kostir bleikjueldis Að mati dr. Skúla Skúlasonar eru kostir bleikjueldis ótvíræðir. Bleikjan er harðgerð og mörg afbrigði hennar henta afar vel til eldis. Bleikjan býr yfír hreysti og aðlögunarhæfni sem á fáar hliðstæður meðal eldisfiska. Um árþúsundir hefur bleikjan aðlag- ast norðlægum aðstæðum, svo sem köldu vatni, mismunandi vatnasvæð- um og óstöðugu umhverfi. Bleikjan myndar fjölmarga aðskilda stofna í öllum þeim vötnum og ám sem hún fínnst í. Þessir stofnar er gjarnan ólíkir í útliti, vexti og lifnaðarhátt- um. Við uppbyggingu bleikjueldis er mikilvægt að standa vel að vali villtra stofna, en allur þessi breyti- leiki, bæði einstaklinga og stofna, er mikilvæg forsenda árangursríkra kynbóta. Vist- og þróunarfræði bleikjunnar er mjög sérstök og því mikilvægt að kynbætt eldisbleikja sleppi ekki úr stöðvum og blandist villtum stofnum. íslendingar hafa verið leiðandi í uppbyggingu bleikjueldis, sem er vaxandi atvinnugrein. Þar hefur Hólalax hf. náð góðum árangri og afurðum fyrirtækisins verið vel tekið á Evrópumarkaði. Á vissum svæðum í Evrópu gæti bleikjueldi náð að dafna í framtíðinni og skapa mikil- væga atvinnu, en bleikjan þykir hin besta vara á mörkuðum beggja vegna Atlanshafs. Tenging verkefn- isins við landbúnaðinn og atvinnu- möguleika er meðal annars forsend- ur þess að styrkur fékkst frá Evr- ópubandalaginu. Verð frá 2.0 lítra rúmmáli 33 16 ventlum o Tölvustýrðri fjölinnsprautun *•». 140 hestöflum Loftpuði “ Rafknúnar rúður <£ Rafknúnir hliðarspeglar (Jj Samlæsing í hurðum <£ Vökva- og veltistýri Tveir styrktarbitar I hurðum Útvarp/kassettutæki i'tj með 6 hátölurum r Rafknúiö loftnet j_j; Litaö gler j— Statff fyrir drykkjarmál Hólf milli framsæta . Stafræn klukka Snúningshraðamælir —[ o.m.fl. mér draum um að eignast stóran bíl með virðulegu yfirbragði, eðalvagn sem tekur öðrum bílum fram í útliti og aksturseiginleikum. Xtra pakkar ■ veldu þér einn AiTeiqur Vetrardek^ mottur, hliöarlistar, bónpakki. Vindskeið vetrardekk, mottur, hliðarlistar, bónpakki GSM simi vetrardekk, mottur, hliöarlistar, bónpakki. hliöarlistar, bónpakki. Meðalverömæti pakkanna er um 80.000 kr. en þeir fást fyrir aöeins 25.000 kr. á PAKKADÖGUM viö kaup á Hyundai bifreiö. 1.778.000, 6sna v)S/ nimug s snouv
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.