Morgunblaðið - 11.02.1997, Side 4

Morgunblaðið - 11.02.1997, Side 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Golli SJÁVARSTAÐA var mjög há í Grindavík þar sem þessi mynd var tekin í gær. Þar óttuðust menn í gærkvöldi að ágangur sjávar yrði enn meiri þar sem spáð var meiri veðurhæð. Morgunblaðið/Sigurgeir ÞRÁTT fyrir mikla veðurhæð í Vestmannaeyjum urðu engar skemmdir þar af völdum veðursins. Mesta flóðhæð sem mælst hefur í Reykjavík Engin veru- leg óhöpp Mesti vindhraði sem mælst hefur í Eyjum ENGIN stórvægileg óhöpp urðu í gærmorgun á Suður- og Suð- vesturlandi í mestu flóðhæð sem þar hefur orðið frá því reglulegar mælingar hófust. Vatn flæddi víða yfír bryggjur í höfnum á Suðvest- urlandi án þess að tjón hlytist af, en um miðnætti í fyrrinótt sökk smábátur í Reykjavíkurhöfn, þar sem flóðhæðin var mest og fór hún í 5,09 metra. Að sögn hafnsögu- manna hafði báturinn verið fullur af snjó og illa frá honum gengið. Alls skemmdust fjórir bátar til viðbótar í Reykjavíkurhöfn um og eftir hádegi í gær og voru þeir allir bundnir við flotbryggjuna, en vindur stóð beint á hana. Gat kom á skrokk tveggja smábáta og einn bátur slitnaði frá bryggjunni og rak upp í fjöru og skemmdist nokk- uð, og sá fimmti skemmdist vegna núnings við bryggjuna. Að sögn Hilmars Helgasonar, forstöðumanns Sjómælinga ís- lands, er þetta mest flóðhæð sem mælst hefur í Reykjavík frá því reglulegar mælingar hófust árið 1951. Flóðhæðin hefur nokkrum sinnum mælst 4,9 metrar og 1991 komst flóðhæðin í 4,97 metra. Hilmar sagði að flóðhæð yrði mik- il fram eftir vikunni og menn ættu því að hafa varann á sér og fylgj- ast með veðurspá. Viðbúnaður vegna flóðahættu Talsverður viðbúnaður var síð- degis í fyrradag og í fyrrinótt af hálfu gatnamálastórans í Reykja- vík vegna flóðahættu og var hreinsað frá niðurföllum á lægstu stöðum í borginni. Úrkoma varð hins vegar mun minni en búist hafði verið við og vindur lítill þann- ig að hvergi varð teljandi tjón af völdum flóða. Vatn flæddi þó upp um niðurföll á húsi við Skelja- granda snemma í gærmorgun og aðstoðaði slökkviliðið við að dæla vatni þaðan í burt og um hádegis- bilið aðstoðaði slökkviliðið við að dæla vatni sem lekið hafði inn í hús við Granaskjól. í fyrrinótt mældist mesti vind- hraði sem mælst hefur í Vest- mannaeyjum í vetur eða 82 hnútar að meðaltali, en að sögn Óskars Sigurðssonar vitavarðar fór vind- hraðinn upp í 111 hnúta í verstu hviðunum. Engar skemmdir urðu í Vestmannaeyjum af völdum veð- ursins sjór stóð mjög hátt og flæddi m.a. yfir Bæjarbryggjuna. Landað í flóðinu Sjór stóð mjög hátt í höfninni í Þorlákshöfn í gærmorgun og flæddi yfír bryggjur. Veður var gott, hæg austanátt, og þess vegna allt með kyrrum kjörum og engin hætta á ferðum. Menn fóru þó varlega um bryggjumar og gætu vel að sér. Öðru hverju braut á hafnargörðun- um, sjólöðrið þeyttist hátt til lofts og sýndi hveiju búast má við ef stórviðri er á háflóði. Á einni bryggjunni upnu menn við löndun úr Biynjólfí ÁR og Jón Vídalín var rétt ókominn til hafnar. Bátamir stóðu hátt við bryggjuna og gnæfðu yfír löndunarmönnum. Morgunblaðið/RAX BETUR fór en á horfðist í Þorlákshöfn þar sem bryggjur voru umflotnar sjó, í hrakning- um á Möðru- dalsöræfum Vaðbrekku, Jökuldal. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Júlíus ÞAÐ flæddi upp á bryggju á Grandabakka í Vesturhöfn- inni þar sem Snorri Sturiuson lá við festar. ♦ ♦ ♦---- Þakplötur losnuðu LÖGREGLAN í Reykjavík þurfti að aðstoða borgarbúa um hádegi í gær, þegar vindur rauk upp. Algengt var að fólk óskaði að- stoðar í norðurhluta borgarinnar, þar sem gluggar fuku upp í verstu hviðunum. Þá losnaði þakplata af húsi og hafnaði á Sæbrautinni, þar sem hún teppti umferð. Þakplötur losnuðu einnig af húsi við Bauga- nes, en þær voru festar snarlega áður en þær fóru á flug. Á Patreksfírði fuku þakplötur af hluta þaksins á Félagsheimilinu. Að sögn lögreglu hurfu þær út í sjó. LEITAÐ var í gærmorgun að konu er ekki skilaði sér af Möðrudalsör- æfum, en von var á henni niður á Jökuldal í fyrrinótt. Konan kom í leitimar skömmu síðar og amaði ekkert að henni. Elsa Árnadóttir skólastjóri í Brúa- rási fór frá Möðrudal áleiðis austur klukkan eitt í fyrrinótt. Bóndinn í Möðrudal, Vemharður Vilhjálmsson, fór að svipast eftir Elsu klukkan hálf sjö í gærmorgun, en fann þá bíl hennar mannlausan á Vestari- Fjallgarði. Elsa segir að veðrið hafi ekki ver- ið mjög vont þegar hún lagði af stað frá Möðrudal, svo hún lagði ótrauð af stað eftir að hafa fengið bensín þjá Vemharði bónda. Þegar hún kom upp á Vestari-Fjallgarðinn versnaði veður snögglega og ekki sá út úr augum. Elsa lagði þá bíl sinum út í kant og beið þess að veðrið skánaði. Er hún hafði beðið dálítinn tíma drapst á bílnum vegna þess að fennti inná vélina. Elsa beið þama alls í tvo klukku- tíma en þá kom aðvífandi jeppabif- reið með fimm sjómönnum í sem voru á leið austur á Eskifjörð. Þeir tóku Elsu upp í bíl sinn og sagðist hún hafa verið því allshugar fegin. Þau komust síðan austur fyrir Austari-Fjallgarð framhjá sjálfvirk- um bílateljara á Austari-Fjallgarð- inum. Jeppinn stöðvaðist síðan aust- an í Austari-Fjallgarðinum og þar beið fólkið í fímm til sex klukkutíma þar til aðstoð barst frá Hjálparsveit- inni neðan úr Jökuldalnum. „Þetta var engin svaðilför en hálf dapurleg nótt,“ sagði Elsa. Þegar Elsa kom ekki fram um morguninn voru björgunar- og Hjálp- arsveitir á Jökuldal og Egilsstöðum settar í viðbragðsstöðu og menn frá Hjálparsveit skáta á Fjöllum lögðu af stað á bíl úr Jökuldal áleiðis norð- ur í Fjallgarða. Vitað var að bfll hafði farið fram hjá teljara við sjálfvirku veðurstöðina og vonuðust menn til þess að Elsa hefði komist í þann bfl. Klukkan sjö í gærmorgun lögðu tveir menn frá Hjálparsveit skáta á Fjöllum af stað frá Skjöldólfsstöðum áleiðis norður í Fjallgarða að leita að konunni. Að sögn Eiríks Skjaldar- sonar, annars hjálparsveitarmanns- ins, var mjög vont skyggni ög mikill skafrenningur og sóttist ferðin norð- ur seint. Um klukkan tíu komu hjálpar- sveitarmennirnir að jeppanum þar sem fólkið beið. Að sögn Eiríks gekk vel að komast þaðan niður á Jökuld- al en ekki er mikill snjór á veginum frá Fjallgörðunum og austur á Jök- uldal sagði Eiríkur. Elsa vildi koma á framfæri alúð- arþökkum sínum og samferðamanna sinna til þeirra er aðstoðuðu þau og komu þeim til byggða. i í í l ! I I r » I I i i l ,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.