Morgunblaðið - 06.03.1997, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 06.03.1997, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ t - FRÉTTIR VR gerir samning við Regn ehf. VERZLUNARMANNAFÉLAG Reykjavíkur og fyrirtækið Regn ehf., sem rekur þrjár verslanir í Reykjavík undir nafninu Monsoon, undirrituðu síðdegis í gær nýjan kjarasamning, sem er efnislega að mestu samhljóða kjarasamn- ingum sem VR hefur gert við Félag íslenskra stórkaupmanna og íslenska útvarpsfélagið hf. Samningurinn nær til 25 versl- unarstarfsmanna í verslunum Regns og gildir til þriggja ára. Fyrirtækið er ekki aðili að sam- tökum atvinnurekenda. Kveður samningurinn á um 4,7% hækkun launataxta við undirritun, 4% hækkun 1. janúar 1998, 3,5% 1. janúar 1999 og 1,2% l.janúar árið 2000. í samningnum er heimild- arákvæði um gerð fyrirtækja- samninga. Sjöfn Kolbeins, framkvæmda- stjóri Regns, sagðist vera n\jög ánægð með samninginn. Ástæða þess að fyrirtækið hefði ákveðið að gera þennan saming væri sú, að starfsfólk fyrirtækisins hefði ekki viljað fara í verkfall. „Við vilj- um það ekki heldur og erum tilbú- in til að greiða þessi laun sem samn- ingurinn kveður á um,“ segir hún. Verslanir farnar að hamstra mjólk um 80 þúsund lítrar á dag í verslan- ir en á fimmtudögum og föstudög- um fer magnið upp í 140 þúsund lítra á dag. Þórður segir að starfs- fólk Mjólkursamsölunnar hafi verið undir auknu álagi vegna mikillar aukningar í mjólkursölu. Ekki hafi orðið vart við að starfsmenn hafi hægt á sér við vinnu eins og orð- rómur var uppi um að þeir myndu gera seinni hluta vikunnar. Ekki verður hægt að auka frekar útkeyrslu mjólkur en orðið er vegna þess að vöruflæðið til Mjólkursam- sölunnar eykst ekki. „Kýmar mjólka ekki fyrirfram og það verður að ráðast hvernig varan berst hing- að inn,“ sagði Þórður. Hann sagði að með þeim ráðstöf- unum sem þegar hefur verið gripið til væri hægt að auka við söluna um 100-150 þúsund lítra á viku. Gripið verður til skammtana ef kaup- menn hamstra mjólk í miklum mæli KAUPMENN hafa þegar brugðist við yfirvofandi verkfalli hjá starfsmönnum Mjólkursamsölunnar með því að kaupa 100 þúsund lítrum meira af mjólk en eðlilegt má teljast í þessari viku. Þórður Jóhannsson, dreifíngarstjóri hjá Mjólkursamsölunni, segir að fyrir- tækið hafi enn sem komið er getað annað þeim pöntunum sem borist hafa en segir ljóst að gripið verði til skammtana ef þess verður vart að kaupmenn fari að hamstra mjólk í miklum mæli. Þórður segir að ef ekkert gerist í samningamálum megi búast við því að strax á morgun fari að draga úr því magni mjólkur sem berist til Mjólkursamsölunnar. „Við erum að keyra út mun meiri mjólk en við gerum venjulega. Verslanirnar eru farnar að kaupa mun meira af mjólk en venjulega," sagði Þórður. Á virkum dögum eru keyrðir út # a Morgunblaðið/Kristinn SILVIA Sigurðardóttir, fulltrúi starfsmanna, Sjöfn S. Kolbeins, eigandi og framkvæmdastjóri Regns ehf, og Magnús L. Sveinsson, formaður VR, undirrita nýjan kjarasamning. Formbreyting ríkisviðskiptabankanna Heimilt verði að selja 35% hlut SAMKVÆMT stjórnarfrumvarpi um breytingu ríkisviðskiptabankanna, Landsbanka íslands og Búnaðarbanka íslands, í hlutafélög er gert ráð fyrir að samanlagður hlutur annarra aðila en ríkissjóðs megi ekki vera hærri en 35% af heildarfjárhæð hlutafjár í hvorum bankanna um sig. Að sögn forsætisráðherra var upphaflega gert ráð fyrir að hluturinn gæti orðið 49% en komið var til móts við óskir þingflokks Framsóknar- flokksins um að miðað yrði við 35%. I ! \ I 1 * Islenska útvarpsfélagið gerir samning við 90% starfsmanna sinna Byggist á samningi VR við stórkaupmenn Morgunblaðið/Kristján Maack KJARASAMNINGURINN var undirritaður í fyrrinótt eftir tiltölulega skamma fundarsetu. Bónus Selur sólar- landaferðir BÓNUS hefur samið við Plús- ferðir um sölu á 300 ferðum til Billund í Danmörku, Benidorm og Mallorca. Verði viðtökur góðar hyggja Bónus og Plús- ferðir á frekara samstarf. Sem dæmi um verð má nefna að 35 daga ferð til Benidorm með hóteli kostar 39.900 krónur á mann, miðað við að tveir ferðist saman. ■ Bónus/17 Gagnrýndur fyrir að- gerðarleysi ÖSSUR Skarphéðinsson, þing- maður Alþýðuflokks, sakar Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra um aðgerðarleysi gagnvart útfærslu Norðmanna á fiskveiðilögsögunni kringum Svalbarða síðastliðið vor. Utanríkisráðherra svaraði því til að Norðmenn hefðu í fyrsta sinn í vor gefíð út opin- ber sjókort af umræddu svæði og væru þau byggð á dómi Hæstaréttar Noregs frá því í vor. Afstaða íslands, sem og annarra þjóða, væri sú að þeir viðurkenndu ekki lögsögu Norðmanna við Svalbarða. Sakaður um nauðgun TILKYNNING barst lögreglu í fyrradag frá konu sem sakar mann um að hafa nauðgað sér á heimili sínu. Konan var flutt á neyðarmóttöku en hinn grun- aði var handtekinn f íbúðinni og fluttur á slysadeild þar sem blóðsýni voru tekin úr honum. ÍSLENSKA útvarpsfélagið hf. und- irritaði samning við Blaðamannafé- lagið, Verslunarmannafélag Reykjavíkur og Rafiðnaðarsam- bandið í fyrrinótt. Samningurinn gerir ráð fyrir sömu grunnhækkun- um og samningur VR við Félag ís- lenskra stórkaupmanna. Laun hækka um 14% á samningstíman- um, sem er þijú ár. Júlíuppbót og desemberuppbót er samræmd milli stéttarfélaganna þriggja og verður 25.000 kr. að jágmarki. í eldri samningi VR við ÍU var júlíuppbót- in 8.000 kr. Hreggviður Jónsson, fram- kvæmdastjóri fjármála- og rekstr- arsviðs, sagði að samningurinn næði til yfír 180 starfsmanna ÍÚ eða meira en 90% starfsmanna fyr- irtækisins. Hann sagðist vera þokkalega sáttur við samninginn, ekki síst þar sem hann næði til fé- lagsmanna í þremur stéttarfélögum og tryggði frið í fyrirtækinu næstu þijú ár. Viðræður við félögin hefðu staðið frá því í haust, en í viðræðu- áætlunum hefði verið gert ráð fyrir að samningum yrði lokið 1. janúar. „Það er mitt mat að við höfum ver- ið búnir að eiga nógu marga fundi til að meta stöðuna. Það var því ekki eftir neinu að bíða að ljúka samningum.“ Fréttamenn með 100 þúsund króna lágmarkslaun Hreggviður sagði að það hefði verið mat fyrirtækisins að það hefði ekki verulegan kostnað í för með sér að fallast á kröfu VR um 70 þúsund króna lágmarkslaun þrátt fyrir að nokkrir einstaklingar hefðu tekið mið af töxtum sem hefðu ver- ið við þau mörk. Lúðvík Geirsson, formaður Blaðamannafélagsins, sagði að samningur VR við stórkaupmenn væri fyrirmynd hvað varðar pró- sentuhækkanir og samningstím- ann. En til viðbótar gerði Blaða- mannafélagið samning um sérkjör sinna félagsmanna, sem m.a. fæli í sér starfsaldurshækkanir. Þá hefði kafli samninganna um höfundarrétt og skilgreiningar á störfum verið endurskrifaður. „Við hreinsuðum út þetta taxta- kerfi, sem raunverulega hefur ekki haft neina þýðingu þarna frekar en á mörgum öðrum vinnustöðum, og settum inn eina grunntölu. Lág- markslaunin eru bundin við 100 þúsund krónur og hækka síðan í samræmi við áfangahækkanir í samningnum. Yfirvinnuálag frétta- manna tekur áfram mið af heildar- launum en ekki grunnkaupi. Ég met það svo að þessi samning- ur breyti töluvert þeirri kyrrstöðu sem verið hefur í samningaviðræð- um, ekki bara hjá okkur heldur al- mennt á markaðinum. Þarna er verið að festa í sessi ákveðin atriði sem voru komin fram í samningi við stórkaupmenn, en það er útfært nánar eftir einstökum félögum," sagði Lúðvík. IÚ á ósamið við nokkra starfs- menn, s.s. smiði, verkfræðinga og fleiri, en samið verður við þá sam- hliða almennum samningum stétt- arfélaga þeirra. Gert er ráð fyrir að sala á hlutafé í eigu ríkissjóðs í bönkunum verði óheimil án samþykkis Alþingis og í stefnuyfírlýsingu í greinargerð með frumvarpinu er miðað við að ríkis- sjóður selji ekki hlutabréf sín í bönk- unum fyrstu fjögur rekstrarár þeirra. Frumvarpið var lagt fram á Al- þingi í gær ásamt frumvörpum um stofnun Fjárfestingarlánabanka at- vinnulífsins hf. og Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins. ■ EignarhIutur/45 ---------------- Félagsdómur Bein kaup á afla- 1 heimildum FÉLAGSDÓMUR hefur komist að þeirri niðurstöðu að viðskiptin tonn á móti tonni séu bein kaup á afla- heimildum og jafnframt að slík við- skipti séu brot á kjarasamningi um c að tryggja skuli yfirmönnum hæsta gangverð alls afla. Ennfremur að viðskiptin hafi almennt leitt til lægra | fiskverðs. í dómi félagsdóms í máii Far- manna- og fískimannasambands ís- lands gegn Landssambandi íslenskra útvegsmanna, fyrir hönd Útvegs- mannafélags Norðurlands vegna Sæbergs hf. á Ólafsfirði segir að LÍÚ teljist hafa brotið gegn kjarasamn- ingi Farmanna- og fiskimannasam- § bandsins með því að taka ekki tillit til móttekins aflamarks fyrir seldan I afla við tilgreiningu heildarskipta- \ verðmætis. í niðurstöðu dómsins kemur fram að viðskipti með tonn á móti tonni leiði almennt til lægra fiskverðs. Því hafi verið haldið fram að fískkaup- andinn útvegi útgerð skips og áhöfn viðbótarheimildir til að halda skipinu lengur á veiðum og jafnframt að fisk- kaupandinn sé ekki reiðubúinn til að , greiða jafnhátt verð fyrir aflann, sem hann kaupir, og hann myndi gera ef 1 eingöngu væri veitt af kvóta skipsins. | ■ Tonn á móti/11

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.