Morgunblaðið - 06.03.1997, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1997 7
FRÉTTIR
Frumvarp um breytingar á fæðingarorlofi
Árlegur kostnaðar-
auki ríkissjóðs 40-45
milljónir króna
SAMKVÆMT frumvarpi til laga um
breytingu lagaákvæða um fæðingar-
orlof sem heilbrigðis- og trygginga-
málaráðherra hefur ákveðið að
leggja fyrir Alþingi er gert ráð fyrir
nokkrum réttarbótum í fæðingaror-
lofsmáium og þá sérstaklega vegna
sjúkra barna, fyrirbura og fjölbura
og vegna veikinda móður. Samtals
er gert ráð fyrir að frumvarpið valdi
40-45 milljóna króna árlegum kostn-
aðarauka fyrir ríkissjóð. Fjallað var
um frumvarpið á ríkisstjórnarfundi í
gær þar sem samþykkt var að leggja
það fram.
Meðal helstu nýmæla frumvarps-
ins er að lenging fæðingarorlofs
vegna fjölburafæðinga verður þrír
mánuðir fyrir hvert barn í stað eins
mánaðar, en það þýðir að kona sem
fæðir tvíbura á rétt á níu mánaða
fæðingarorlofi og kona sem fæðir
þríbura á rétt á eins árs fæðingaror-
lofi. Foreldrar sem ættleiða eða taka
í fóstur fleiri en eitt bam njóta sömu
lengingar.
Fæðingarorlof lengist um þann
tíma umfram 7 daga sem bam dvel-
ur á sjúkrahúsi í beinu framhaldi af
fæðingu, allt að fjóra mánuði, og
heimild til lengingar fæðingarorlofs
vegna alvarlegs sjúkleika bams er
lengd úr einum mánuði í allt að þrjá .
Þá verður heimilt að lengja fæð-
ingarorlof um allt að tvo mánuði
vegna alvarlegra veikinda móður eft-
ir fæðingu, og fæðingarorlof vegna
töku barns yngra en fímm ára í var-
anlegt fóstur verður sex mánuðir í
stað fímm samkvæmt gildandi lög-
um, en fæðingarorlof vegna ættleið-
ingar hefur þegar verið lengt með
sama hætti.
Gert er ráð fyrir að samanlagður
árlegur kostnaðarauki Trygginga-
stofnunar ríkisins af frumvarpinu
verði 35 milljónir króna. Þar af er
kostnaður af lengingu fæðingaror-
lofs vegna alvarlega sjúkra barna
áætlaður 20 milljónir króna og af
lengingu fæðingarorlofs vegna fjöl-
burafæðinga og fæðingarorlofs
vegna varanlegs fósturs um 10 millj-
ónir króna. Þá er áætlað að lenging
fæðingarorlofs vegna alvarlegra
veikinda móður og sjúkrahúslegu
kosti 4-5 milljónir króna árlega.
Beinn kostnaður ríkissjóðs sem
launagreiðanda er áætlaður 5-10
milljónir króna árlega vegna alvar-
legs sjúkleika barns eða móður og
vegna fjölburafæðinga, og þannig
er áætlað að frumvarpið muni sam-
tals hafa í för með sér 40-45 millj-
óna króna árlegan kostnaðarauka
fyrir ríkissjóð verði það að lögum.
Skoðanakönnun um frjálst framsal
Verður rædd á
vettvangi ASI
SÆVAR Gunnarsson, formaður
Sjómannasambandsins, segir að
niðurstaða skoðanakönnunar
Félagsvísindastofnunar á af-
stöðu fólks til framsals veiði-
heimilda efli samtök launafólks
enn í baráttu sinni gegn því að
útgerðarmenn hafi frjálsan
framsalsrétt á veiðiheimildum
sem þeir fá úthlutað úr sameigin-
legri auðlind þjóðarinnar. Sam-
kvæmt könnuninni er 73,1%
þjóðarinnar andvígt fijálsu fram-
sali veiðiheimilda.
Útgerðarmenn að eyðileggja
stjórnkerfi fiskveiða
„Við hjá Sjómannasamband-
inu höfum viðurkennt það stjórn-
kerfi fiskveiða sem notast er við,
en útgerðarmenn eru með braski
sínu að eyðileggja þetta kerfi.
Þessi skoðanakönnun styður
þessa skoðun okkar,“ sagði Sæv-
ar. Hann benti á að 90% þors-
kveiðiheimilda síðasta fiskveiði-
árs og 80% síldarkvóta þessa árs
hefðu verið færð á milli skipa.
Skiptir miklu
máli um kjör
„Við eigum eftir að ræða
þessa niðurstöðu í skoðanakönn-
uninni á vettvangi Alþýðusam-
bandsins. Fyrr er ekkert um
málið að segja nema hvað niður-
staðan er allrar athygli verð,“
sagði Grétar Þorsteinsson, for-
seti ASÍ.
Grétar sagði að stjóm fisk-
veiðanna væri ofarlega á baugi
í umræðunni í samfélaginu.
Skipulag veiðanna skipti miklu
um kjör stórs hluta félagsmanna
ASÍ, ekki síst félaga í Sjómanna-
sambandinu.
Á þingi ASÍ sl. vor var sam-
þykkt ályktun þar sem lýst var
andstöðu við fijálst framsal
veiðiheimilda.
Samanburður á verði innanbæjarsímtala
í nokkrum nágrannalöndum okkar hefur
leitt í ljós þá ánægjulegu staðreynd að
innanbæjarsímtöleru ódýrariIáíslandi.
Það Lítus Út Fyris Gott Samband Við Þína Nánustu.
Verð A 5 Mínútna
SÍMTALI Á DAGTAXTA
Verð Á 5 Mínútna r v v ^ '■íiiMÉnin ' " V V V ^ ( \
INNANBÆJARSÍMTALI Danmösk FlNNLAND ÞÝSKALAND [ HOLLAND Noseous SVÍMÓD Bbbtland FBAKKLAND
Á DAGTAXTA KS. 18,97 12,11 16,78 ?! 12,31 17,31 17,64 22,75 15,33
Á Kvöld- oo Helgaktaxta kh. 9,48 12,11 6,29 j 6,14 11,54 10,82 9,50 7.67
PQSTUH QG SÍMí HF
/' s a m b <3 n d i v i ð þ i q