Morgunblaðið - 06.03.1997, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 06.03.1997, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1997 7 FRÉTTIR Frumvarp um breytingar á fæðingarorlofi Árlegur kostnaðar- auki ríkissjóðs 40-45 milljónir króna SAMKVÆMT frumvarpi til laga um breytingu lagaákvæða um fæðingar- orlof sem heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra hefur ákveðið að leggja fyrir Alþingi er gert ráð fyrir nokkrum réttarbótum í fæðingaror- lofsmáium og þá sérstaklega vegna sjúkra barna, fyrirbura og fjölbura og vegna veikinda móður. Samtals er gert ráð fyrir að frumvarpið valdi 40-45 milljóna króna árlegum kostn- aðarauka fyrir ríkissjóð. Fjallað var um frumvarpið á ríkisstjórnarfundi í gær þar sem samþykkt var að leggja það fram. Meðal helstu nýmæla frumvarps- ins er að lenging fæðingarorlofs vegna fjölburafæðinga verður þrír mánuðir fyrir hvert barn í stað eins mánaðar, en það þýðir að kona sem fæðir tvíbura á rétt á níu mánaða fæðingarorlofi og kona sem fæðir þríbura á rétt á eins árs fæðingaror- lofi. Foreldrar sem ættleiða eða taka í fóstur fleiri en eitt bam njóta sömu lengingar. Fæðingarorlof lengist um þann tíma umfram 7 daga sem bam dvel- ur á sjúkrahúsi í beinu framhaldi af fæðingu, allt að fjóra mánuði, og heimild til lengingar fæðingarorlofs vegna alvarlegs sjúkleika bams er lengd úr einum mánuði í allt að þrjá . Þá verður heimilt að lengja fæð- ingarorlof um allt að tvo mánuði vegna alvarlegra veikinda móður eft- ir fæðingu, og fæðingarorlof vegna töku barns yngra en fímm ára í var- anlegt fóstur verður sex mánuðir í stað fímm samkvæmt gildandi lög- um, en fæðingarorlof vegna ættleið- ingar hefur þegar verið lengt með sama hætti. Gert er ráð fyrir að samanlagður árlegur kostnaðarauki Trygginga- stofnunar ríkisins af frumvarpinu verði 35 milljónir króna. Þar af er kostnaður af lengingu fæðingaror- lofs vegna alvarlega sjúkra barna áætlaður 20 milljónir króna og af lengingu fæðingarorlofs vegna fjöl- burafæðinga og fæðingarorlofs vegna varanlegs fósturs um 10 millj- ónir króna. Þá er áætlað að lenging fæðingarorlofs vegna alvarlegra veikinda móður og sjúkrahúslegu kosti 4-5 milljónir króna árlega. Beinn kostnaður ríkissjóðs sem launagreiðanda er áætlaður 5-10 milljónir króna árlega vegna alvar- legs sjúkleika barns eða móður og vegna fjölburafæðinga, og þannig er áætlað að frumvarpið muni sam- tals hafa í för með sér 40-45 millj- óna króna árlegan kostnaðarauka fyrir ríkissjóð verði það að lögum. Skoðanakönnun um frjálst framsal Verður rædd á vettvangi ASI SÆVAR Gunnarsson, formaður Sjómannasambandsins, segir að niðurstaða skoðanakönnunar Félagsvísindastofnunar á af- stöðu fólks til framsals veiði- heimilda efli samtök launafólks enn í baráttu sinni gegn því að útgerðarmenn hafi frjálsan framsalsrétt á veiðiheimildum sem þeir fá úthlutað úr sameigin- legri auðlind þjóðarinnar. Sam- kvæmt könnuninni er 73,1% þjóðarinnar andvígt fijálsu fram- sali veiðiheimilda. Útgerðarmenn að eyðileggja stjórnkerfi fiskveiða „Við hjá Sjómannasamband- inu höfum viðurkennt það stjórn- kerfi fiskveiða sem notast er við, en útgerðarmenn eru með braski sínu að eyðileggja þetta kerfi. Þessi skoðanakönnun styður þessa skoðun okkar,“ sagði Sæv- ar. Hann benti á að 90% þors- kveiðiheimilda síðasta fiskveiði- árs og 80% síldarkvóta þessa árs hefðu verið færð á milli skipa. Skiptir miklu máli um kjör „Við eigum eftir að ræða þessa niðurstöðu í skoðanakönn- uninni á vettvangi Alþýðusam- bandsins. Fyrr er ekkert um málið að segja nema hvað niður- staðan er allrar athygli verð,“ sagði Grétar Þorsteinsson, for- seti ASÍ. Grétar sagði að stjóm fisk- veiðanna væri ofarlega á baugi í umræðunni í samfélaginu. Skipulag veiðanna skipti miklu um kjör stórs hluta félagsmanna ASÍ, ekki síst félaga í Sjómanna- sambandinu. Á þingi ASÍ sl. vor var sam- þykkt ályktun þar sem lýst var andstöðu við fijálst framsal veiðiheimilda. Samanburður á verði innanbæjarsímtala í nokkrum nágrannalöndum okkar hefur leitt í ljós þá ánægjulegu staðreynd að innanbæjarsímtöleru ódýrariIáíslandi. Það Lítus Út Fyris Gott Samband Við Þína Nánustu. Verð A 5 Mínútna SÍMTALI Á DAGTAXTA Verð Á 5 Mínútna r v v ^ '■íiiMÉnin ' " V V V ^ ( \ INNANBÆJARSÍMTALI Danmösk FlNNLAND ÞÝSKALAND [ HOLLAND Noseous SVÍMÓD Bbbtland FBAKKLAND Á DAGTAXTA KS. 18,97 12,11 16,78 ?! 12,31 17,31 17,64 22,75 15,33 Á Kvöld- oo Helgaktaxta kh. 9,48 12,11 6,29 j 6,14 11,54 10,82 9,50 7.67 PQSTUH QG SÍMí HF /' s a m b <3 n d i v i ð þ i q
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.