Morgunblaðið - 06.03.1997, Side 11

Morgunblaðið - 06.03.1997, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1997 11 FRÉTTIR Tonn á móti tonni brot á kjarasamningi * I niðurstöðum Félagsdóms kemur fram að jafna megi tonn á móti tonni viðskiptum við bein kaup á aflaheimildum. Slík viðskipti séu einnig brot á kjarasamninffl sem kveður á um að tryggja skuli yfirmönnum hæsta gangverð alls sem aflað er FELAGSDOMUR kvað upp þann dóm í gær í máli Farmanna- og fiski- mannasambands íslands vegna Skipstjóra- og stýrimannafé- lags Norðlendinga gegn Landssam- bandi íslenskra útvegsmanna, fyrir hönd Utvegsmannafélags Norður- lands vegna Sæbergs hf. á Ólafs- firði, að stefndi, LÍÚ, telst hafa btotið gegn kjarasamningi Far- manna- og fískimannasambands Is- lands og Landssambands útvegs- manna með því að taka ekki tillit til verðmætis móttekins aflamarks fyrir seldan afla við tilgreiningu heildarskiptaverðmætis. Málið sner- ist um svonefnd tonn á móti tonni viðskipti. Ágreiningur var með málsaðilum um túlkun á orðalagi greinar 1.03 í kjarasamningi LÍU og yfirmanna innan FFSÍ. Greinin er svohljóð- andi: „Um sölu afla innanlands. Yfírmönnum skal tryggt hæsta gangverð alls sem aflað er og aldrei lægra en útgerðarmaður fær fyrir sinn hlut. Þeir taka ekki þátt í út- gerðarkostnaði. I. Almennt. Útgerðarmaður hefur með höndum sölu aflans og hefur til þess umboð áhafnar að því er aflahlut hennar varðar. Hann skal tryggja skipverjum hæsta gangverð fyrir fiskinn, þó aldrei lægra en útgerðarmaður fær, þar með talin hrogn, lifur og bein. Ekki er heim- ilt að draga frá heildarverðmæti afla kostnað vegna kaupa á veiði- heimildum . . .“ Tvenns konar greiðsla Af hálfu FFSÍ var því haldið fram að fyrirtækið Sæberg hf. hafi kosið að túlka ofangreind ákvæði kjara- samningsins á þann veg að til skipta komi aðeins sá hluti af verðmæti afla sem greiddur er með peningum. Þannig byggi stefndi á því að þrátt fyrir að kaupandi afla greiði fyrir hann bæði með peningum og kvóta þá skuli aðeins gert upp gagnvart skipveijum miðað við peninga- greiðslur sem inntar eru af hendi í viðskiptum útgerðar og fiskkaup- anda. I þessum viðskiptum, sem gjarnan eru nefnd tonn á móti tonni, fái útgerðarmaður raunverulega tvenns konar greiðslu fyrir landaðan afla. Annars vegar peningagreiðslu miðað við magn og hins vegar kvóta í formi aflamarks þeirrar fiskteg- undar sem viðskiptin varða. Stefnandi byggði málsókn sína á því að Sæbergi hf. hefði verið skylt að gera upp aflaverðmæti í sam- ræmi við ákvæði greinar 1.03 í kjarasamningnum. Utgerðarmönn- um beri, samkvæmt tilvitnuðum ákvæðum hans, að greiða laun mið- að við það heildaraflaverðmæti sem útgerðin fær fyrir aflann. Málsóknin byggðist á því að við uppgjör afla- hlutar hefði Sæberg hf. lagt til grundvallar rangt aflaverðmæti við tilgreiningu heildarskiptaverðmæt- is. Að mati stefnanda hefur Sæberg hf. brotið gegn kjarasamningum með þessari háttsemi. Verðmæti móttekins aflamarks ekki reiknað með Stefndi taldi að krafa stefnanda um að fá greiðslur bæði fyrir land- aðan afla og að auki söluverð kvót- ans og skipta andvirði veiðiheimilda fiskkaupandans eftir að búið var að veiða þær einnig upp til hlutaskipta fái ekki staðist. Kjarni málsins sé sá að veiðiheimildir fískkaupandans, sem hann á og leggur til og lætur veiða fyrir sig, séu ekki greiðsla fyrir landaðan afla, eins og stefn- andi haldi fram. Leggi fiskkaupandi til veiðiheimildir hafi það áhrif á það fiskverð sem fískkaupandinn sé til- búinn að greiða fyrir landaðan afla. í niðurstöðu dóms Félagsdóms segir að við uppgjör á aflahlut hafi verið miðað við greiðslu í peningum en verðmæti móttekins aflamarks ekki reiknað með. í þessu máli hafi verið til skoðunar hvort uppgjörsað- ferðin feli í sér að yfírmönnum hafí ekki verið tryggt hæsta gangverð og yfirmenn tekið þátt í útgerðar- kostnaði vegna kaupa á veiðiheim- ildum. Fram hafi komið í málinu að tonn á móti tonni viðskipti leiði almennt til lægra fískverðs. Stefndi haldi því fram að fiskkaupandinn útvegi út- gerð skips og áhöfn viðbótarheimild- ir til þess að hægt sé að halda skipi lengur til veiða. Á móti sé fískkaup- andinn ekki reiðubúinn til að greiða jafnhátt verð fyrir aflann sem hann kaupir eins og hann mundi gera ef veitt væri alfarið af eigin kvóta skips. Þær veiðiheimildir sem fisk- kaupandinn leggi til séu verðmæti sem hann eigi og vilji þar af leið- andi fá eitthvað fyrir sinn snúð. Þetta komi fram í lægra verði sem hann sé tilbúinn að greiða fyrir afl- ann. Má jafna við bein kaup á aflamarki Telur Félagsdómur að viðskiptum stefnda og viðkomandi fiskkaup- anda megi jafna við bein kaup á aflamarki. Verði skipvetja ekki gert að taka þátt í kostnaði af beinum eða óbeinum viðskiptum sem jafna megi til kaupa á aflamarki nema kveðið sé á um það í lögum eða kjarasamningum. Viðskiptaaðferð stefnda og fiskkaupanda feli það í sér að heildarverðmæti afla sem stefndi miðaði uppgjör til hluta- skipta við er lægra en ella og kem- ur því minna til skipta. „Með hliðsjón af öllu framan- sögðu er það niðurstaða dómsins að aðferð stefnda í viðskiptum við fiskkaupandann og eftirfarandi upp- gjör aflahluts yfírmanna bijóti í bága við nefnd ákvæði greinar 1.03 í kjarasamningi aðila sem skyldar stefnda til að tryggja yfirmönnum hæsta gangverð og leggur bann við því að þeir taki þátt í útgerðarkostn- aði vegna kaupa á veiðiheimildum," segir í dóminum. Stefnandi gerði kröfu til þess að stefndi yrði dæmdur til greiðslu sektar en með hliðsjón af eðli ágreinings aðila og forsögu málsins þótti Félagsdómi engin efni til að taka sektarkröfu stefnanda til greina. Stefndi var dæmdur til að greiða stefnanda 200 þúsund krónur í málskostnað. Málið dæmdu Auður Þorbergs- dóttir, Gylfi Knudsen, Ingibjörg Benediktsdóttir, Atli Gíslason og Valgeir Pálsson. Valgeir skilaði sér- atkvæði og vildi hann sýkna stefnda í málinu af öllum kröfum stefnanda að því undanskildu að kröfu um við- urkenningu þess að stefndi hafi brotið gegn 3. málslið 1. mgr. I. kafla í grein 1.03 skyldi vísað frá Félagsdómi. Yfirlýsing frá fyrrverandi stuðningsmönnum Péturs Hafstein Rétt skal vera rétt MORGUNBLAÐINU hefur borist yfirlýsing frá fyrrverandi stjórnar- mönnum samtaka um forsetafram- boð Péturs Kr. Hafstein sem undir- rituð er af Sindra Sindrasyni, Pétri Kjartanssyni og Hallgrími Jónas- syni: „Að undanförnu hafa komið fram erindi til Hæstaréttar þar sem bornar eru brigður á hæfí Péturs Kr. Haf- stein til að gegna störfum sem hæstaréttardómari vegna framboðs hans til embættis forseta íslands. Hæstiréttur mun væntanlega af- greiða þessi erindi eins og lög gera urður ýmis störf á sjó og landi meðal annars vörubílaakst- ur á eigin bílum en hætti eftir að hann missti sjónina í slysi árið 1942. Eftir það vann hann í fyrstu við burstagerð, taumaáhnýtingar og línuuppsetningu fyrir báta í Hnífs- dal. Arið 1945 fór hann að fást við ráð fyrir. Þess vegna þykir okkur undirrituðum, er störfuðu með Pétri Kr. Hafstein að framboðinu, ástæða til að taka eftirfarandi fram. Það er rangt að framboð Péturs Kr. Hafstein hafi óskað eftir við fjár- málaráðuneytið að virðisaukaskattur yrði endurgreiddur. Hið rétta er að forsvarsmenn framboðsins auk fram- boða Guðrúnar Agnarsdóttur og Ól- afs Ragnars Grímssonar fóru á fund fjárlaganefndar Alþingis skömmu fyrir síðustu áramót og óskuðu eftir að framboðin fengju styrkveitingu á fjárlögum á sömu forsendum og var formaður Sjálfstæðisfélags Eyr- arhrepps og sat í kjördæmisráði Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðurn. Eftirlifandi eiginkona Sigurðar er Aðalheiður Tryggvadóttir. stjórnmálaflokkar við kosningar til Alþingis. Fjárlaganefnd hafnaði er- indinu og var það þar með úr sög- unni. Ástæða er til að árétta það sem margítrekað hefur komið fram að Pétur Kr. Hafstein tók þá ákvörðun í upphafi með tilliti til þeirra dómara- starfa sem hann gegnir að fá ekki vitneskju um einstök framlög eða fjáhæðir þeirra. Þessu hefur verið fylgt eftir í hvívetna. I þeirri umfjöllun sem átt hefur sér stað undanfarið um ætlað van- hæfi Péturs Kr. Hafstein, hafa kom- ið fram fleiri rangfærslur sem ekki er hirt um að leiðrétta hér. Hins vegar hlýtur það að vera réttmæt krafa að þeir sem sækja þessi mál vandi til málatilbúnaðarins og hafa það sem sannara reynist." ------♦—♦—♦------ Áreitti börn kyn- ferðislega MAÐUR á fertugsaldri var handtek- inn í Sundhöllinni við Barónsstig í fyrrakvöld fyrir að hafa í frammi kynferðislega áreitni gagnvart börn- um. Maðurinn var handtekinn og færð- ur í fangageymslu og mun hann hafa viðurkennt að hafa áreitt börn. Þroskaheftur piltur var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Maðurinn mun einnig hafa áreitt þijú önnur börn. Að sögn lögreglu viðurkenndi maðurinn að hafa hand- leikið kynfæri sín fyrir framan unga drengi I Sundhöllinni. Hann lagði hönd á öxl eins drengsins og viður- kenndi maðurinn að hann hefði ætlað að fá hann til að koma með sér og misnota hann kynferðislega. Andlát SIGURÐUR SVEINS GUÐMUNDSSON SIGURÐUR Sveins Guðmundsson, einn stofnenda Rækju- verksmiðjunnar hf. í Hnífsdal, lést á Sjúkrahúsi Isafjarðar 2. mars sl. á áttug- asta og sjöunda ald- ursári. Foreldrar Sigurðar voru Guðmundur Ein- arsson, fiskmatsmað- ur í Hnífsdal, og kona hans Bjarnveig Magnúsdóttir frá Sæ- bóli í Aðalvík. Á yngri árum stundaði Sig- verslun með ýmsan smá- vaming og veitingar og voru verslunarstöf hans aðalstarf í mörg ár eða þar til hann stofnaði ásamt öðrum Rækjuverk- smiðjuna hf. í Hnífsdal árið 1959. Stjórnaði Sig- urður fyrirtækinu frá upphafi ásamt Guðmundi syni sínum allt þar til reksturinn var seldur árið 1987. Sigurður tók einn- ig þátt í stofnun fjölda fyrirtækja á sviði versl- unar, fiskvinnslu, heild- sölu og útflutnings sjáv- arafurða. Sigurður var umboðsmaður og fréttaritari Morgunblaðsins. Hann Bókaðu fyrir 10. mars °9 tryggðu þér allt að 32.000 kr afsláttfyrir fjölskylduna í sumar Undirtektirnar við ferðum Heimsferða hafa verið ótrúlegar, þúsundir farþega okkar eru búnir að tryggja sér sæti í ferðina sína í sumar og nú eru 11 brottfarir með Heimsferðum uppseldar í sumar. Bókaðu fyrir 10. mars og tryggðu þér afmælisafsláttinn í ferðinni þinni í sumar. Costa del Sol 8.000 afsláttur pr. mann 21. maí, 18. júní, 2. og 23. júlí. París 4.000 afsláttur pr. mann 2., 9. og 30. jdlí. Benidorm 6.000,. afsláttur pr. mann 21. maí, 18. júní, 2., 9., 16. og 23. júlí. Æ m kr. LHEl IMSFERI ðl R, ~i r— Austurstræti 17,2. hæð • Sími 562 4600

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.