Morgunblaðið - 06.03.1997, Side 18
18 FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1997
VERIÐ
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
HROGNIN unnin hjá ísfélagi Vestmannaeyja.
Morgunblaðið/Sigurgeir
Allt orðið klárt í landi
fyrir vinnslu hrogna
LEIÐINDAVEÐUR hefur hamlað
loðnuveiðum undanfama daga og lík-
ur eru á að svo verði eitthvað áfram,
gangi veðurspáin eftir. Engin loðnu-
skip gátu athafnað sig á miðunum í
gær og lágu því flest bundin við
bryggju. Þær loðnuvinnslur, sem
hyggjast vinna loðnuhrogn á Japans-
markað, eru flestar tilbúnar til
hrognatöku og örfáar munu nú þeg-
ar vera komnar í gang að einhveiju
leyti.
Hrognataka og vinnsla stendur að
jafnaði í tvær til þrjár vikur á ári.
Litlar líkur voru á að þau hrogn, sem
þegar er búið að kreista, séu söluhæf
vegna ónógra gæða. Auk þess óttast
loðnusjómenn að hrognin verði nán-
ast öll lekin út næst þegar hægt
verður að fara á sjó. Það hefði gerst
áður í stórum brælum að loðnan
hellti allt í einu úr sér, eins og einn
loðnusjómaðurinn orðaði það í sam-
tali við Verið í gær.
„Það er nú eiginlega ekki hægt
að segja að við séum byijaðir hrogna-
vinnslu að ráði þó við séum rétt fam-
ir að kíkja á hana. Okkur líst ekkert
of vel á hrognatökuna vegna veðrátt-
Nokkrir hafa
þegar hafið
hrognatökuna
unar, sem hamlar því að eitthvað sé
hægt að gera, auk þess sem búið er
að boða yfirvinnubann í loðnuverk-
smiðjunum tveimur í Vestmannaeyj-
um frá og með 10. mars nk., en
verksmiðjurnar em yfirleitt keyrðar
allan sólarhringinn. Málið var komið
inn á borð sáttasemjara, en það slitn-
aði upp úr viðræðum í fyrradag þann-
ig að einhver stífni er uppi.
Við vitum ekkert hvemig þetta fer
þó hrognin séu að verða klár til
hrognatöku enda emm við að detta
inn í þann tíma, sem hrognin eiga
að vera orðin þokkaleg til þess að
hægt sé að fara að vinna þau. Það
var hugur í okkur að reyna að vinna
einhver hrogn. Það hefur verið
breytilegt frá ári til árs hversu mikið
við höfum unnið af hrognum á ári
og ræðst af því hvernig markaðurinn
er úti í Japan fyrir þessa vöra,“ seg-
ir Viðar Elíasson, framleiðslustjóri
Vinnslustöðvarinnar hf. í Vest-
mannaeyjum.
íslendingar em þeir einu sem
framleiða nú og frysta loðnuhrogn á
Japansmarkað og er heildameyslan
talin nema þijú til fjögur þúsund
tonnum á ári. Að sögn Viðars, hafa
tvö fyrirtæki í Eyjum, Vinnslustöðin
og ísfélagið, framleitt um 40-50%
af því magni. Hrognavertíðin brást
hinsvegar alfarið í fyrra. Þegar átti
að fara að hirða hrognin, gaf loðnan
sig ekki þar sem megnið af henni
hafði þegar hrygnt og var dauð á
botninum, en hrygningarloðnan er
tekin suðvestanlands, allt frá Vest-
mannaeyjum og vestur að Snæfells-
nesi.
Viðar telur markaðshorfur fyrir
loðnuhrogn ágætar, verði fram-
leiðslumagnið innan skynsamlegra
marka. „Hitt ber á að líta að við
emm með margfalda afkastagetu
fyrir markaðinn og gætum auðveld-
lega rústað honum. Því er nauðsyn-
legt að tempra það magn, sem sett
verður inn á markaðinn með góðri
samvinnu allra framleiðenda."
Umboðsmaður Alþingis telur
gjaldtöku Flskistofu ólögmæta
GJALDTAKA Fiskistofu fyrir veitta
þjónustu af gæðasviði er ekki lögmæt
samkvæmt áliti umboðsmanns Al-
þingis en Ámes hf. í Þorlákshöfn
hefur borið fram kvörtun vegna
gjaldtökunnar. Farið er fram á end-
urskoðun gjaldtökunnar, enda sé hún
forsenda ákvarðana um endur-
grejðslur á gjaldinu.
Ámes hf. kvartaði sérstaklega
yfir gjaldtöku fyrir vinnsluleyfi
tveggja báta fyrirtækisins. Telur fyr-
irtækið að kostnaður vegna þjón-
ustunnar sé í engu samræmi við inn-
heimt gjald sem nam um 50 þúsund
krónum fyrir hvorn bát.
Ófullnægjandi gjaldflokkar
Álit umboðsmanns Alþingis fjallar
almennt um stjórnsýslu Fiskistofu
og um aðskilnað þjónustu og eftir-
lits. Umboðsmaður segir heimild til
gjaldtöku í lögum en hinvegar verði
hún að vera bundin við meðaltals-
kostnað sem af gjaldtökunni leiði í
hveijum flokki. í álitinu er dregið í
efa að tækt sé að flokka saman
vinnsluskip til gjaldtöku með þeim
hætti, sem gert er í gjaldskránni.
Þar séu skip af mismunandi stærð
felld undir sama gjaldflokk. Bátar
Ámess sem hér um ræðir em rúm-
lega 200 rúmlestir en falla undir
sama gjaldflokk og frystitogarar
flotans. Þá segir í álitinu að ekki sé
skýrlega kveðið á um það í lögum
hvemig eftirliti Fiskistofu með
vinnsluleyfishöfum skuli háttað.
Niðurstaða umboðsmanns Alþing-
is er sú að gjaldskrá Fiskistofu sé
ekki lögmæt og beinir hann því til
sjávarútvegsráðuneytisins að það
taki gjaldskrána til endurskoðunar
og komi henni á lögmætan gmnd-
völl. Auk þess óskar umboðsmaður
Alþingis eftir því að ráðuneytið taki
til sérstakrar athugunar hina um-
deildu gjaldtöku af Ámesi hf., fari
fyrirtækið fram á endurgreiðslu ef
gjaldtakan reynist of há. Tekið er
fram að rétt gjaldfjárhæð verði ekki
fundin með vissu fyrr en endurskoð-
un á gjaldtöku hefur farið fram.
Óeðlileg innheimta
Pétur Reimarsson, framkvæmda-
stjóri Ámess hf., segir þessa inn-
heimtu mjög óeðlilega og strax árið
1995 hafi verið farið fram á það við
sjávarútvegsráðuneytið að það gerði
Fjskistofu að endurgreiða gjaldið.
„Ég ítrekaði þessa beðni við ráðu-
neytið allt árið 1995 en fékk lítil
viðbrögð. Að lokum kvartaði ég yfir
þessu við umboðmann Alþingis. Á
þeim tíma sem leyfið var gefið út
hafði Fiskistofa aldrei komið hingað
og aldrei skoðað bátana. Eini kostn-
aðurinn sem hún hefur haft af leyfi-
sveitingunni var að prenta skjalið og
senda okkur það í póstkröfu," segir
Pétur.
Pétur segir að í framhaldi af þess-
ari niðurstöðu verði farið fram á það
við sjávarútvegsráðiineytið að gjaldið
verði endurgreitt. Ámes hf. gerir út
fimm báta og rekur þijú frystihús
og segir Pétur að líklega verði farið
fram á endurgreiðslu gjaldsins fyrir
frystihús og önnur skip fyrirtækis-
ins, þar sem greitt hafi verið fyrir
vinnsluleyfi þeirra með sama fyrir-
vara.
Endurskoðun að hefjast
Ámi Kolbeinsson, ráðuneytisstjóri
í sjávarútvegsráðuneytinu, segir að
vinna við endurskoðun gjaldskrárinn-
ar sé að heijást í samvinnu við Fiski-
stofu. Fara þurfi í gegnum gjaldtök-
una að gefnum þeim forsendum sem
komi fram í áliti umboðsmanns Al-
þingis og meta hvort lækka þurfi
gjaldið í einhveijum tilvikum eða
flokka betur í sundur þær stofnanir
sem um er að ræða. I framhaldi af
því verði metið hvort fleiri skip en
skip Ámess, og þá hvaða skip, hafi
endurkröfurétt til gjaldsins.
Reuter
Cohen ræðir við Kohl
WILLIAM Cohen, nýskipaður
varnarmálaráðherra Bandaríkj-
anna (t.v.), ræddi við Helmut Kohl,
kanslara Þýskalands, í Bonn í gær
um hersveitir Bandaríkjamanna í
Evrópu. Cohen sagði Kohl hafa
látið í Ijós ánægju með gang við-
ræðnanna um stækkun Atlants-
hafsbandalagsins (NATO) í austur
og hvatt Bandaríkjastjórn til að
halda hersveitum sínum í Þýska-
landi. Um 75.000 bandariskir her-
menn eru í landinu.
Cohen er í fyrstu ferð sinni til
Evrópu frá því hann varð varnar-
málaráðherra í lok janúar. Kohl
kvaðst ánægður með að Cohen
skyldi hafa fengið embættið því
hann hefði sýnt málefnum Evrópu
mikinn áhuga þegar hann var
þingmaður í öldungadeildinni.
Cohen hélt síðan til Stuttgart
og ræddi þar við bandarísku hers-
höfðingjana George Joulwan,
æðsta yfirmann hersveita NATO
í Evrópu, og William Crouch, yfir-
mann hersveita bandalagsins í
Bosníu og bandarisku hersveit-
anna í Evrópu.
Tillögur um breytt hlutverk forseta
framkvæmdastjórnar ESB
Forseti fái meirí
völd árið 2000
London. The Daily Telegraph.
FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópu-
sambandsins, ESB, tók í gær til um-
fjöllunar tillögur um að forseta fram-
kvæmdastjómarinnar verði færð
meiri völd árið 2000. Utanríkisráð-
herrar ESB-ríkjanna munu fjalla um
tillögumar seinna í þessum mánuði.
Fyrir liggur, að tillögumar njóti
stuðnings meirihluta aðildarríkjanna.
Ráðamenn margra þeirra em þeirrar
skoðunar, að Jacques Santer skorti
áhrif til að setja
mark sitt á fram-
kvæmdastjórnina
og vilja end-
urskipuleggja
hana til að tryggja
að sá sem gegni
embætti forsetans
geti stýrt henni á
skilvirkari hátt. Starfstímabil Sant-
ers lýkur 1999.
Tillögunum mun þó ekki verða vel
tekið meðal Breta og annarra, sem
þekktir eru fyrir tortryggni í garð
Evrópusammnans. Þeir munu túlka
þær þannig, að þær beri merki um
einarðan ásetning sammnasinna um
að færa völd frá ríkisstjórnunum til
Bmssel.
Forsetinn velji sjálfur
liðsmenn sína
Meðal tillagnanna er sú hugmynd,
að forseti framkvæmdastjórnarinnar
fái vald til að velja sjálfur menn í
framkvæmdastjórnina og til að gera
„uppstokkanir" á henni, til honum
gefist svigrúm til að launa þeim sem
skila góðu verki og lækka þá í tign
sem gera það ekki.
Eins og reglurnar em nú tilnefna
ríkisstjómir aðildarríkjanna meðlimi
framkvæmdastjómarinnar. Þegar
þeim hefur einu sinni verið útdeilt
málaflokkum í upphafi starfstímabils
hverrar framkvæmdastjómar fæst
engin breyting
gerð þar á í fimm
ár.
Ennfremur
ganga tillögumar
út á að vald forset-
ans innan stofn-
anauppbyggingar
ESB yrði styrkt
með því að breyta skipulagi fram-
kvæmdastjómarinnar þannig, að
meðlimum hennar yrði skipt í tvennt.
10-14 meðlimir hennar mynduðu nán-
asta samstarfshring forsetans, og
fæm með mikilvægustu málaflokk-
ana, s.s. peningamál, viðskipti, sam-
keppnismál og utanríkismál.
Sagt er að Santer krefjist þess,
að hann hljóti rétt til að beita neitun-
arvaldi gegn einstökum tilnefningum
ríkisstjórnanna, en líklegra þykir að
honum verði leyft að velja úr stuttum
lista manna, sem ríkisstjórnimar
leggja til, eða í samráði við ráða-
menn hvers aðildarlands.
EVRÓPA^
Evrópudómstóllinn
Eykur aðgang að
upplýsingum
Lúxemborg. Reuter.
EVRÓPUDÓMSTÓLLINN í Lúxem-
borg kvað upp úr um það í gær, að
framkvæmdastjóm Evrópusam-
bandsins, ESB, væri óheimilt að
neita almenningi um aðgang að upp-
lýsingum með þeim rökum, að við-
komandi skjöl væm trúnaðarmál.
Alþjóðlegu náttúmverndarsamta-
kökin WWF höfðu kært fram-
kvæmdastjómina fyrir Evrópudóm-
stólnum til þess að freista þess að
fá aðgang að upplýsingum, sem lágu
til grundvallar þeirri ákvörðun fram-
kvæmdastjómarinnar að veita ekki
styrk til nýs þjóðgarðs á írlandi.
Lögfræðingur WWF sagði úrskurð
dómstólsins „mikilvægan sigur fyrir
alla sem vilja sjá opnari vinnubrögð
við ákvarðanatöku á vettvangi Evr-
ópusambandsins.“
Þá röksemdafærslu fyrir banni við
innsýn í stjómsýslugögn, að þau
væru trúnaðarmál, sagði lögfræð-
ingurinn vera of víðtæka og gæfí
framkvæmdastjórninni færi á að
halda of mörgu leyndu. Þetta hefði
dómstóllinn staðfest með úrskurði
sínum.