Morgunblaðið - 06.03.1997, Side 23

Morgunblaðið - 06.03.1997, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1997 23 LISTIR Sjónræn minni TENA Palmer og Justin Heynes. Tónlistarskóli Njarð- víkur fagnar afmæli MYNPUST Hafnarborg MYNDVERK Kjartan Ólafsson. Opið alla daga frá 12-18. Lokað þriðjudaga. Til 10. marz. Aðgangur 200 krónur í allt húsið. LÖNGUM hefur verið borð- leggjandi að Kjartan Ólafsson væri góðum málaragáfum gædd- ur, og að ekki skorti á metnaðinn. En myndmál hans hefur hingað til byggst á framkvæmdum ofur- stærða, þar sem undarlegur sósíal- realismi og hetjurómantík vörðuðu veginn, og virkaði hálfframandi hér á norðurslóðum. En nú hafa rannsóknir Kjartans leitt hann út á aðrar brautir og öllu mýkri og nálægari, því þau sjónminni sem hann yfirfærir á dúka sína þekkja flestir. Um leið hefur hann víkkað til muna frekar eintóna tæknisvið sitt, pensilstrok- uraar eru ijölþættari og og litrófið bjartara. það er líkast því sem ein- hver hamingja hafi lostið lista- manninn og um leið hafi honum opinberast verðmæti hins nálæga og jarðtengda í umhverfinu. Hafi uppgötvað að nálgast má mynd- efnin út frá mörgum sjónarhorn- um. Við blasa útlínur af styttum þekktra íslendinga, Ingólfi Arnar- syni, Snorra Sturlusyni og Bertel Thorvaldsen. Af stöðum og skjöl- um sem tengjast sögu okkar, af myndbrotum sem við höfum sum daglega fyrir augunum án þess að gefa þeim sérstaklega gaum, eins og kynning í sýningarskrá framber. Það er líka alveg rétt athugað, að þetta séu brot úr myndrænum orðaforða okkar íslendinga, svipir sem eru svo djúpt greyptir í vit- undina að við þekkjum þá hvar sem er. Og við þetta má bæta, að þessi myndræni orðaforði er mun meiri en myndlistarmenn hafa enn áttað sig á, eiga eftir að uppgötva og gera skil, einnig í formi rót- tækra núlista. Er í sjónmáli allt um kring, ennfremur í sögu okk- ar, siðfræði, atferli og bókmennt- um. Þessar rannsóknir frambera engin ný sannindi enn sem komið er, hvorki hvað myndefni né efnis- meðferð snertir, en eru engu að síður eins og ferskur gustur er best lætur, um leið og þær gefa til kynna að listamaðurinn er við upphafsreit sviðs sem hann hefur ekki gaumgæft áður. Sum verkanna vinnur Kjartan í þokukenndum punktastíl svo sem stytturnar áðurnefndu, einnig stál- hjarta Jóns Gunnars, laug nokkra og settletur Morgunblaðsins. Síð- asttalda myndin er einstaklega snjöll og núlistaleg, og rétt að vekja athygli blaðsins á henni. Slysavarnafélags íslands Dregið hefur verið í fyrsta útdrætti happdrættisins. Aðeins dregið úr greiddum miðum. Eftirtaldir aöilar hlutu vinning: 1. Ferð fyrir tvo í tvær vikur til Mallorka eða Benidorm nafn: Arndís Hólmsteinsdóttir miði nr: 015949 2. Ferð fyrir tvo til Dublin, nafn: Álfheiður F. Friðbjarnard. miöi nr: 006714 3. Ferð fyrir tvo til Dubiin, nafn: Guðrún Hlíf Helgadóttir miði nr: 034565 ~ llr aT DZ55Sl*^feUrðni*" Kjartan er mistækari í handrita- myndum sínum en þar ber nr. 9 af fyrir uppbyggingu, form og lita- ríkdóm, sem bera í sér skírskotan- ir til margþættrar sögu, hins veg- ar eru fossamyndir hans afar at- hyglisverðar fyrir það hve vel þær eru málaðar og orka sterkt á skyn- stöðvarnar. í stuttu máli sýning sem kemur á óvart og gefur dijúg fyrirheit . . . „Gráar myndir“ Listhús 39 MYNDVERK Jón Bergmann Kjartansson Opið mán-föstu. 10-18, lau. 12-18, sun. 14-18. Til 11. marz, Aðgangur ókeypis. GERANDINN nefnir framtak sitt Gráar myndir, Hlutar og Ljós myndir (þ.e. að vinna með ljósið) og er þetta orðaleikur í ætt við hugmyndafræði, sem hann virðist mun uppteknari af en lögmálum sjálfs myndflatarins. Hvað gráu myndirnar snertir vísar hann til þeirra ummæla Ger- hards Richters, að grátt sé and- hverf fullyrðing, Grey is non-state- ment. Fara ber þó mjög varlega við að gleypa slíkt orðpijál núlista- manna ómelt, því meiningin getur verið allt önnur en virðist, byggst meira á sértækri persónubundinni lifun á afmörkuðu sviði en algildri rökfræði, sem kemur svo helst fram í verkum þeirra sjálfra. Fyr- ir réttu ári hélt Jón Bergmann Kjartanson fyrstu sýningu sína í listhúsinu Greip, og af henni að marka var ekki alveg ljóst hvert hann væri að fara í verkum sínum nema að sjálf hugmyndafræðin að baki yfirgnæfði málverkið. Það gerir hún í enn ríkara mæli hvað þetta framtak áhrærir, í raun þeim mæli að það er stór spurn hvort hann eigi ekki að gefa sig þeim fræðum fullkomlega á vald og yfirgefa málverkið. í öllu falli er framlag hans að þessu sinni afar veikt og ósannfærandi, ef tekið er mið af almennum grunnreglum málaralistar og einföldustu tækni- brögðum. Átök við lit, form, ljós, byggingu og sjálfan samanlagðan myndflötinn vart fínnanleg, fram- setningin í senn klaufsk og ósann- færandi. Bragi Ásgeirsson. Skjótvirkur stíflueyóir Eyðir stíflum fljótt • Tuskur • Feiti • Lífræn efni • Hár • Dömubindi • Sótthreinsar einnig lagnir One Shot fer fljótt að stíflunni af því að það er tvisvar sinnum þyngra en vatn. Útsölustaðir: Bensínstöðvar og helstu byggingavöruverslanir. Dreifing: Hringás ehf., Langholtsvegi 84, s. 533 1330. UM ÞESSAR mundir fagnar Tón- listarskóli Njarðvíkur 20 ára af- mæli sínu, sem var sl. haust, en skólinn var stofnaður árið 1976 og hóf starfsemi sína þá um haust- ið. Nemendur og kennarar skólans hafa sett saman afmælisdagskrá, sem flutt verður í Safnaðarheimil- inu í Innri-Njarðvík. Þetta eru af- mælistónleikar með leikrænu ívafi og hafa nemendur og kennarar samið hluta af þeirri tónlist sem flutt verður, sett saman allar kynn- ingar og einnig gert öll sviðstjöld og leikmyndir. Flytjendur eru svo að sjálfsögðu nemendur og kennar- ar auk tölvubúnaðar í einu atriði. Á afmælistónleikunum, sem bera yfirskriftina „Á ferð um heim- inn“, verður farið með áheyrendur til 12 þjóðlanda, þau kynnt í stuttu máli og leikinn tónlist þeirra. Tvö af þessum löndum eru ennþá óþekkt. Leiðangursstjórar og sögu- menn eru úr hópi nemenda. Tónleikarnir verða fluttir þrisv- ar sinnum og eins og áður kemur fram, í Safnaðarheimilinu í Innri- Njarðvík. Þeir tveir fyrstu verða föstudaginn 7. mars kl. 10 og kl. 13 fyrir 1. til 4. bekk Njarðvíkur- skóla og skólahópa leikskólanna Gimli og Holt í Njarðvík. Þriðju og síðustu tónleikarnir verða sunnudaginn 9. mars kl. 14. Þeir tónleikar eru ætlaðir foreldrum og systkinum flytjenda, nemend- um tónlistarskólans og að sjálf- sögðu einnig almenningi. Aðgang- ur er ókeypis og eru allir velkomn- ir. Afmælisdagskráin er sett saman með unga áheyrendur í huga og er áætluð lengd hennar u.þ.b. 45 Kanadískur jazz í Gerð- arsafni KANADÍSKU jazztónlistarmenn- imir Tena Palmer og Justin Heynes leika á tónleikum í Listasafni Kópa- vogs - Gerðarsafni föstudaginn 7. mars kl. 20.30. Tena Palmer er í hópi fremstu jazzsöngvara Kanada og hefur hlot- ið ýmsar viðurkenningar. Kanadískir gagnrýnendur hafa m.a. nefnt hana athyglisverðustu söngkonu ársins og borið lof á hljómsveitir hennar. Just- in Heynes er að margra áliti eitt helsta nýstimið í kanadískum jazzi. Hann leikur jöfnun höndum á gítar og píanó, semur og útsetur. Palmer og Heynes hafa starfað saman sem duo undanfarin þrjú ár og hafa nýlega sent frá sér geisla- disk. Þau leika eigin tónlist og ann- arra, frumlega tónlist með nýstár- legu sniði, en þó aðgengilega öllum. Palmer og Heynes leika nú á Is- landi í annað sinn, en þau voru gestir RúRek jazzhátíðarinnar 1996, þar sem þau hlutu frábærar móttökur áheyrenda. •HINN umdeildi leikliússtjóri Burgtheater í Vín, Claus Pey- mann, hefur tilkynnt að hann muni ekki sækjast eftir endur- ráðningu er samningur hans við leikhúsið rennur út árið 1999. Ástæðan er „óbærilegar deilur og átök um starf mitt, leikarana og leikhúsið“ og kvaðst hann ekki þola þá „rógsherferð" sem væri í gangi gegn sér miklu lengur. Peymann, sem er Þjóðveiji, hefur komið illa við margan Austurrík- ismanninn með uppfærslum á leikritum sem fjalla m.a. um hina myrku fortíð Austurrikismanna i heimsstyijöldinni siðari. Vegna nýrra tegunda og útlitsbreytinga, seljum við næstu daga nokkrar eldri gerðir meo verulegum afslætti! Stgr.verð nú: Stgr.verð nú: Verð áður. 39.995^- Þurrkarí 5D 510 Tromlan snýst í báSar áttir,tvö hitastig. Kaldur blástur. Klukkurofi. Barki fylgir Stgr.verð nú: Þvottavél IW 860 Vindur 800 sn. 14 þvottakerfi. Stialaus hitastillir. Orkunotkun 2,3 kwst. H: 85 B:60 D:60 Uppþvottavél D 4500 10 kerfa vél, tekurl 2 manna matarstell, 6 falt vatns- öryggiskerfi mjög hljóSlát og fullkomin. H: 85 B:60 D:60 Kæliskópur GR 1860 H: 117 B:50D:60 cm Kælir:140 I. Frystir: 45 I. 1.15 kwst/24 tímum. Kæliskápar með frystihólfi Gcrð HæðxBrciddxDýpt í Kælir Itr. Frystirltrj Verðáður Vcrð nú GR 1860 117x50x60 140 45 : 44.995,- 33.990,- GR2600 152x55x60 187 67 1 52.900,- 42.990,- GC 1272 GC135 150x55x60 190 165x60x60 242 80 61.950,- 93 j 69.990,- 49.990, - 55.990, - Verð áður 44.995/- ◄ Eldavél KN 6046 Undir og yfirhiti. Geymsluskúffa. H:85-90 B:60 D:60

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.