Morgunblaðið - 06.03.1997, Síða 24

Morgunblaðið - 06.03.1997, Síða 24
24 FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1997 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ AÐ FALSA TILVERUNA Köttur á heitu blikkþaki, vinsælasta verk bandaríska leikritaskáldsins Tennessee Williams, verður frumsýnt á Stóra sviði Þjóðleikhússins í kvöld. Orri Páll Ormarsson fór að fínna köttinn og karlremburnar sem þar eru í brennidepli og komst að raun um að erfítt getur verið að fóta sig á heitu blikkþaki. ÞAÐ SEM þegja á í hel bítur sig fast í þögnina - verður illkynja. Eftir það er engrar undankomu auð- ið, sálarflækjur, sundurlyndi og sukk leiða til óhamingju og einsemdar enda getur það „gert mann meira einmana að búa með þeim sem mað- ur elskar en að búa einn“. Samt verður „lífið að halda áfram þótt lífs- draumurinn sé fyrir bí“. Maggí elskar Brick en Brick þolir ekki Maggí, þetta öfundsjúka „katt- arkvikindi", heldur henni í skefjum og leggur til að hún fái sér elsk- huga. Hún neitar, kveðst í það minnsta ekki munu gera það fýrir opnum dyrum, þar sem hún sjái engan nema hann, jafnvel þótt hún sé með lokuð augun, og getur því staðið eins lengi á heitu blikkþakinu og hún þarf. „Ef ég vissi að við ættum aldrei eftir að elskast framar myndi ég fara niður í eldhús, ná í lengsta og beittasta hnífinn og reka hann beint í hjartastað!" Augljóst er að eitthvað er eins og það á ekki að vera og pápi, þessi „kreppti hnefi" sem fengið hefur Morgunblaðið/Halldór MUN BRICK (Baltasar Kormákur), maður sem tíminn hefur hlaupið af sér, kom- ast á réttan kjöl á ný. Það vonar Maggi köttur (Margrét Vilhjálmsdóttir) að minnsta kosti. með því að lifa í lyginni, auk þess brottfararspj aldið í hendur - kominn með illkynja krabbamein - er áhyggjufullur. Er jörðin að ganga fjölskyldunni úr greipum? Hvers vegna drekkur Brick og hvers vegna er Maggí bamlaus? Hvers vegna brotnaði Skipper, vinur Bricks, eins og fúinn kvistur? Skyldi hafa örlað á þrá sem ekki var alveg hrein? Upp- gjörið er óumflýj- anlegt, „sannleikurinn" skal leiddur í ljós og í þeim efnum mæðir mest á manni sem hefur óbeit á óheilind- um og lýgur aldrei að neinum - nema sjálfum sér! „Ég vil að áhorfendur uppgötvi hvemig fólk falsar tilvem sína, með því að horfast í augu við eigið eðli, sem ég vona að þeir geti dáðst að hetjulegri staðfestu lífsins og lífs- kraftsins," sagði Tennessee Williams eitt sinn um Kött á heitu blikkþaki og bætti við: „Ég lít á sjálfan mig sem ófullkominn einstakling og þess vegna hef ég alltaf haft meiri áhuga á fólki eins og mér; fólki sem á við vandamál að stríða, fólki sem þarf að beijast fyrir tilveru sinni, fólki sem er að því komið að bugast. Þetta er minn heimur og mitt fólk. Og ég verð að skrifa um fólkið sem ég þekki. Ef til vill takmarkar það mig - ég er viss um að það takmarkar mig sem listamann - en ég gæti ekki skapað trúverðugar persónur ef ég færði mig út fyrir þennan heim.“ En hvemig er „hans“ fólk í hátt- um í Ketti á heitu blikkþaki. „Maggí notar öll hugsanleg brögð til að ná sínu fram,“ segir Margrét Vilhjálms- dóttir sem leikur „köttinn" sjálfan. „Hún er sprottin úr allt öðru um- hverfi en flest hinna, var fátæk í æsku, og er hrædd um að deyja í örbirgð. Þess vegna er henni í mun að koma Brick á réttan kjöl til að fá hlutdeild í auðæfum pápa. Þar með er reyndar ekki öll sagan sögð því hún elskar hann, þrátt fyrir allt, mjög heitt og er því reiðubúin að leggja allt í sölumar.“ Hyggst drekka sig í hel „Drykkjusýki Bricks er afleiðing - ekki orsök,“ segir Baltasar Kor- mákur sem fer með hlutverk sonar- ins sukksama. „Það hefur eitthvað gerst sem gerir það að verkum að hann tekur ekki lengur þátt í þessum hildarleik, lífínu, og stefnir leynt og ljóst að því að drekka sig í hel. Mótsögnin, sem einkennir hann líkt og flestar persónumar sem Williams hefur skapað, er hins vegar sú að á sama tíma er hann ekki heill gagn- vart sjálfum sér.“ „Pápi er maður sem brotist hefur af eigfin rammleik úr örbirgð til auðæfa," segir Erlingur Gíslason sem leikur ættföðurinn, „og þótt hann hafi alla tíð verið til fyrirmynd- ar á yfírborðinu, sótt kirkju, verið frímúrari og leyft konunni að halda kökubasara, er hann í raun dóm- harður og hrokafullur - karl- mennskan uppmáluð. Ýmislegt bendir hins vegar til þess að pápi sé farinn að endurskoða lífssýn sína í skugga dauðans - ef til vill er hún ekki sú „eina rétta“.“ Aðrir sem koma við sögu í verkinu eru Mútta (Helga Bachmann), Coo- per (Valdimar Öm Flygenring), LANCOME Sérfrœðingur verður í versluninni I dag og á morgun og veitir persónulega ráðgjöf um notkun snyrtivara. Varalitirnir eru komnir Glœsilegur kaupauki. fAf'IIO Bankastrœti 8, ödl Q s. 551 3140 «k SNYRTIVÖRUVERSLUNIN Q f klt\ F Álfheimium 74, JLOVÞJ/L. simi 568 5170 Aukasýning á Ein og La Cabina 26 ÍSLENSKI dansflokkurinn heldpr aukasýningu á Ein og La Cabina 26 í Borgarleikhús- inu föstudaginn 7. mars. Verkin eru eftir þýska danshöfundinn Jochen Ulrich. 2.500 manns hafa séð sýninguna. íslenski dansflokkurinn und- irbýr nú ferð til Helsinki í Finn- landi með verkið Ein ásamt nýju verki eftir Láru Stefáns- dóttur, Hræringar, en þar tekur íslenski dansflokkurinn ásamt Skárren ekkert þátt í norrænni danshátíð í Alexandersleikhús- inu í byijun apríl. Thorvaldsendagar í Róm Thorvaldsen endurkynntur á 200 ára Rómarafmæli sínu Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. MYNDHÖGGVARINN Bertil Thorvaldsen verður hylltur í Róm 8.-10. mars með bókaútgáfu, ball- ett, upplestri og tónleikum, því þann 8. mars eru liðin 200 ár síð- an þessi hálfíslenski listamaður kom fyrst til Rómar. Kynni hans af borginni höfðu slík áhrif á hann að hann hélt æ síðan upp á 8. mars sem rómverska af- mælisdaginn sinn. Að sögn Stigs Miss, for- stöðumanns Thorvaldsen- safnsins í Kaup- mannahöfn, er ætlunin að kynna ítölum á ný þennan lista- mann, sem á sín- um tíma var víð- frægtir um alla Evrópu. Bæði Ebbe Lundgaard, menningarmála- ráðherra Dana, og Walter Veltr- oni, menningarmála- og varafor- sætisráðherra Ítalíu, verða við- staddir opnun hátíðarinnar. Eins og flestir lista- og andans menn síns tíma lagði Thorvaldsen í suðurgöngu til að kynnast hinni miklu menningararfleifð Grikkja og Rómveija. Hann fékk styrk til fararinnar frá dönsku listaaka- demíunni, lagði af stað 1796 og náði til Rómar 8. mars árið eftir. Hann varð svo hugfanginn af borginni og þótti sem hann endur- fæddist við kynnin af henni, svo æ síðan hélt hann upp á 8. mars sem rómverska afmælisdaginn sinn. Síðar varð dagurinn hátíðis- dagur Dana í listamannanýlendu borgarinnar. Thorvaldsen bjó í Róm til 1838, með nokkurra ára dvöl í Kaupmannahöfn í kringum 1920, og vann því helstu verk sín í Róm. Svo mikið orð fór af honum að hann var meðal annars fenginn til að gera minn- ismerki yfir Píus páfa VII. og er það í Péturs- kirkjunni. Einn- ig gerði hann veggmynd af Alexander mikla, sem er í Quirinale-höll- inni, heiðursbú- stað forseta ítal- íu. Svo mikil voru umsvif hans að hann hafði 40 manns í vinnu á vinnu- stofu sinni, sem auk þess var vin- sæll samkomu- staður lista- manna. Thorvaldsendagamir eru skipu- lagðir af Thorvaldsensafninu, dönskum samtökum um menningu síðustu aldar og dönsku menning- arstofnuninni í Róm. Þá daga, sem hátíðin stendur, verða fyrirlestrar um Thorvaldsen, tónleikar með tónlist frá dögum Thorvaldsen og sérstök dagskrá verður um H.C. Andersen, en hann var í Róm á dögum Thorvaldsens og umgekkst hann. Stig Miss segir að auk þess sem ætlunin sé að halda hátíðlegt 200 ára Rómarafmæli Thorvalds- ens sé hugmyndin að nota tæki- færið til að kynna Thorvaldsen aftur á Ítalíu, en á sínum tíma var hann ekki aðeins víðfrægur í Róm, heldur um alla Evrópu, þótt hann sé nú kunnastur í Danmörku. Sjálfsmynd, sem Bertil Thorvaldsen gerði 1794.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.