Morgunblaðið - 06.03.1997, Page 36

Morgunblaðið - 06.03.1997, Page 36
36 FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ % Ebeneser ► EBENESER heitir hljómsveit úr Reykjavík og leik- ur rokk. Liðsmenn hennar eru Kjartan Bjarnason trommuleikari, Ómar Guðjónsson gítarleikari og söngvari og Stefán Björnsson bassaleikari. Þeir fé- lagar eru átján til nítján ára. The Outrage ► FYRSTA brekabeat-sveit tilraunanna að þessu sinni er The Outrage úr Reykjavík. Liðsmenn henn- ar segjast leika hart drum ’n bass breakbeat og eru fimmtán ára gamlir. Þeir heita Halldór H. Jónsson og Brynjar Örn Ólafsson og leika á ýmisleg tölvutól. Hlj ómsveitakeppni Tónabæjar Músíktilraunir Tónabæjar * Arleg hljómsveitakeppni félagsmið- stöðvarínnar Tónabæjar hefst í kvöld, en þá keppa sjö bílskúrs- hljómsveitir um sæti í úrslitum. Ami Matthíasson segir frá tilraununum sem eru þær fímm- tándu í röðinni. MÚSÍKTILRAUNIR Tónabæjar eru framundan, hljóm- sveitakeppni bílskúrssveita hvaðanæva af landinu, og þá gefst fágætt færi á að sjá og heyra hvað er á seyði í bílskúrum landsins. Undanfarin ár hafa Músíktilraunir sótt verulega í sig veðrið, sífellt fleiri sveitir sækjast eftir þátttöku og óhætt að segja að þær verði betri með hveiju árinu, nægir að líta til sigursveita síðustu ára sem flestar hafa náð að koma ár sinni vel fyrir borð í kjölfar sigursins. Reyndar verða meðal gestasveita Músíktilrauna að þessu sinni, þ.e. hljómsveitir sem leika fyrir og eftir keppnina, sigursveitir tilraunanna. Músíktilraunirnar að þessu sinni eru þær fimmtándu í röðinni, og vel á fimmta hundrað sveita hefur stigið á svið í Tónabæ síðan fyrstu tilraunirnar voru haldnar. Keppninni er svo háttað að allar hljómsveitir hvað- anæva af landinu hafa þátttökurétt svo framarlega sem þær hafi ekki áður gefið eitthvað út og eigi í fórum sínum þrjú frumsamin lög. Dreifing hljómsveita hefur verið nokkuð jöfn af landinu öllu og svo er að þessu sinni, þó vitanlega séu sveitir af suðvesturhorninu fjöl- mennastar og reyndar í miklum meirhluta fyrsta til- raunakvöldið. Keppni fer fram á íjórum kvöldum, 6., 13., 14. og 20. mars, en 21. mars verður síðan úrslita- kvöld tilraunanna. Tilraunakvöldin velja áheyrendur tvær hljómsveitir áfram, en úrslitakvöldið gilda atkvæði úr sal 30% á móti atkvæðum sérstakrar dómnefndar, sem situr reyndar einnig tilraunakvöldin og hefur til þess vald að hleypa fleiri hljómsveitum í úrslit ef henni sýnist svo. Hefðbundin verðlaun Hefðbundin verðlaun Músíktilrauna eru hljóðvers- tímar. í fyrstu verðlaun eru 25 tímar í Sýrlandi, full- komnasta hljóðveri landsins, sem Skífan gefur. Onnur verðlaun eru 25 tímar í Gijótnámunni frá Spori hf. og þriðju verðlaun eru 20 tímar í Stúdíói Hljóðhamar, sem hljóðverið gefur. Til viðbótar eru svo 20 hljóðverstímar í Stúdíói Hellinum, sem hljóðverið gefur, en þeir eru ætlaðir athyglisverðustu hljómsveitinni að mati dóm- nefndar. Aukaverðlaun eru svo gítar frá Hljóðfærabúð Steina sem besti gítarleikarinn hlýtur, besti söngvarinn fær hljóðnema frá Tónabúðinni, besti bassaleikarinn úttekt frá Hljóðfærahúsi Reykjavíkur og besti trymbill- inn úttekt frá Samspili, aukinheldur sem besti hljóm- borðsleikarinn fær verðlaun. Aðrir styrktaraðilar til- raunanna eru Hard Rock Café, Flugleiðir, Japís og Domino’s Pizza. Fyrsta tilraunakvöldið er í kvöld, eins og áður er getið, og keppa þá sjö sveitir ólíkrar gerðar um hljóð- verstímana eftirsóttu. Það er til marks um tíðarandann að tvær þeirra leika breakbeat, önnur reyndar drum ’n bass breakbeat. Gestasveit í kvöld verður Kolrassa krókriðandi sem vann frækinn sigur í Músíktilraunum fyrir fimm árum og leika Kolrössur áður en tilraunirnar hefjast og síðan meðan atkvæði verða talin í lokin. Aðrar gestasveitir verða Quarashi, sem rappar af krafti 13. mars, Maus leikur 14. og Páll Óskar Hjálmtýsson 20. mars, en úrslitakvöldið, 21. mars, leikur Botnleðja. I g Spitsign ► REYKJAVÍKURSYEITIN Spitsign segist einfald- lega leika rokk, en liðsmenn eru Bóas Hallgrímsson söngvari, Björn Stefánsson trommuleikari, Bjarni M. Sigurðsson gítarleikari og Þórður Illugi Bjarna- son bassaleikari. Meðalaldur þeirra er tæp sautján ár. Semi in Suits ► FRÁ Selfossi kemur sveitin Semi in Suits sem leik- ur kröftugt rokk. Semi-menn eru Magnús A. Kristins- son bassaleikari, Sigurður Magnússon gítarleikari og söngvari og Þórhallur Stefánsson trommuleikari. Þeir eru allir á sautjánda árinu. ► ÞVÍ sérkennilega nafni Shemale heitir hljómsveit úr Reykjavík sem leikur „bara rokk“. Liðsmenn henn- ar eru Kolbeinn Ingi Höskuldsson gítarleikari og söngvari, Kári Halldórsson gítarleikari, Krislján Freyr Einarsson trommuleikari og Kristján Páll Kristjánsson bassaleikari. Þeir eru allir á átjánda árinu. Plasma ► POPPSVEITIN Plasma kemur af höfuðborgar- svæðinu og er skipuð Jóni Dal Kristbjörnssyni og Helga Hrafni Gunnarssyni sem báðir leika á hljóm- borð, en Helgi syngur að auki, og Einari Óla Kristó- ferssyni, sem syngur og leikur eitthvað á gítar. Gestat- rymbill sveitarinnar verður Sigurvald ívar Helgason. Þeir félagar eru á sautjánda árinu, en aldur Sigurvalds óræður. ST 7000 ► SEINNI tölvusveit kvöldsins skipa tvímenningarn- ir í ST 7000. Þeir heita Atli Már Þorvaldsson og Þröstur Sveinbjörnsson, leika á tölvutól og eru báðir á sautjánda ári. Þeir segjast leika breakbeat.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.