Morgunblaðið - 06.03.1997, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 06.03.1997, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1997 45 Karlanefnd Jafnréttisráðs Breyttar reglur um fæðing- arorlof verði forgangsmál KARLANEFND Jafnréttisráðs beinir þeim eindregnu tilmælum | til aðila beggja vegna samninga- borðsins í yfirstandandi kjara- . samningum að þeir hafi breyttar I reglur um fæðingarorlof meðal forgangsmála við gerð kjarasamn- inga. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á fundi Karla- nefndar Jafnréttisráðs 19. febrúar síðastliðinn. I ályktuninni kemur fram að Karlanefnd vilji lengja fæðing- arorlof í 12 mánuði og binda fjóra mánuði við móður og fjóra mánuði við föður, en fjórum geti foreldrar skipt eins og þeim best hentar. Þá vill nefndin auka sveigjanleika í töku fæðingarorlofs þannig að mánuðunum 12 megi dreifa á tvö ár, að hvort foreldri hafi sjálfstæð- an rétt til töku fæðingarorlofs og bóta, að feður fái tveggja vikna leyfi á launum við fæðingu barns og að bætur í fæðingarorlofi séu tekjutengdar. Karlanefnd telur að ef fæð- ingarorlofi yrði skipað með þeim hætti sem nefndin leggur til myndi það styrkja fjölskylduna og á þann hátt bæta allt mannlíf, vera stuðn- ingur við þá almennu stefnu að draga úr launamun karla og kvenna, draga úr þeirri tilhneig- ingu atvinnurekenda að líta á kon- ur á barnseignaraldri sem sér- stakan áhættuhóp við ráðningu og að það myndi auka áhuga karla á fjölskyldulífi og þar með stuðla að því að ná vinnutíma þeirra nið- ur og skapa aukinn þrýsting á að menn fái mannsæmandi laun fyrir venjulegan vinnudag. Ræða vændi, klám og kyn- i ferðislega áreitni á málþingi MÁLÞING gegn kynferðisofbeldi heldur áfram í Háskólabíói nk. laugardagsmorgun þann 8. mars kl. 10-13. Yfirskrift þessa fundar er: Vændi, klám og kynferðisleg áreitni. Meðal fyrirlesara verða: Stefan- j ía Traustadóttir sem mun fjalla um kynferðislega áreitni á vinnu- stöðum. Áshildur Bragadóttir fjallar um hvernig vændismarkað- urinn er á íslandi og hvernig hann hefur áhrif á stöðu kvenna. Anna Ólafsdóttir Björnsson og Salvör Gissurardóttir fjalla um klám á Internet. Brynja Dýrborgardóttuir fjallar um konur og klám. Guðrún Jónsdóttir fjallar um hvort klám auki líkur á ofbeldi og að lokum segir Kristín Jónasdóttir frá ráð- stefnu sem nýlega var haldin í Stokkhólmi. Síðasti málþingsfundurinn verð- ur þann 15. mars og verða þá al- mennar pallborðsumræður. Fjölmörg félög og félagasamtök standa á bak við Málþingið. Meðal þeirra eru: Stígamót, Samtök um kvennaathvarf, Kvenna- og karla- keðjan, Barnaheill, Kvennaráðg- jöfín, Samtök um kvennalista og Landssamband Framsóknar- kvenna. Allir eru velkomnir á málþingið meðan húsrúm leyfir, enginn að- gangseyrir. FRÉTTIR FRÁ afhendingu monitorsins f.v.: Magnús Ásmundsson, læknir, Aðalsteinn Valdimarsson, Gunnar Bjartmarsson, Anna A. Frí- mannsdóttir, Kristín Guttormsson, læknir, og Gréta Friðriksdóttir. Gjafirtil sjúkrahúss- ins á Neskaupstað FÉLAGAR úr stjórn Félags hjartasjúklinga á Austurlandi afhentu 6. febrúar sl. Magnúsi Asmundssyni, yfirlækni lyfja- deildar Fjórðungssjúkrahúss- ins á Neskaupstað, gjafabréf fyrir Hewlett Packard Monitor, til notkunar við hvers konar rannsóknir, gjörgæslu o.fl. Einnig Schvann-þrekhjól til endurhæfingar. Þessi tæki munu auðvelda læknum sjúkra- hússins rannsóknir til muna og þar með styrkja þá í starfi. Gjafir þessar eru helgaðar minningu Ingva Rafns Alberts- sonar, formanns félagsins, en hann vann ötullega að þessum málum meðan honum entist aldur. Þrekhjólið var afhent síðastliðið sumar en monitor- inn í 40 ára afmæli sjúkrahúss- ins hinn 14. janúar 1977. Þar þakkaði yfirlæknirinn þessar gjafir og gat þess jafnframt að áður hefði sjúkrahúsinu borist gjafir frá félaginu og mætti það nefna vandað þrek- hjól til að mæla ástand sjúkl- inga. Geta má þess að félagið hef- ur einnig styrkt verkefni á öðr- um stöðum og einstaklinga sem hafa þurft að fara í kostnaðars- amar aðgerðir erlendis. Til þessara verkefna hefur fé verið aflað með sölu merkja annað hvert ár, árlegri sölu jólakorta ásamt félagsgjöldum. Einnig eru seld minningarkort og rennur andvirði þeirra í sér- stakan styrktarsjóð. \ I Stjórnarfrumvarp um breytingu ríkisviðskiptabankanna í hlutafélög Eignarhlutur annarra en ríkis- sjóðs verði að hámarki 35% I STJÓRNARFRUMVÖRP um stofn- | un hlutafélaga um ríkisviðskipta- bankana, stofnun Fjárfestingar- banka atvinnulífsins hf. og Nýsköp- unarsjóð atvinnulífsins voru lögð fram á Alþingi í gær. í frumvarpinu um stofnun hlutafélaga um Lands- banka íslands og Búnaðarbanka Islands er gert ráð fyrir að sala á hlutafé í eigu ríkissjóðs í bönkunum I verði óheimil án samþykkis Alþing- is, og í stefnuyfirlýsingu í greinar- 1 gerð með frumvarpinu er miðað við | að ríkissjóður selji ekki hlutabréf sín í bönkunum iyrstu fjögur rekstr- arár þeirra. Þrátt fyrir það geti við- skiptaráðherra heimilað útboð á nýju hlutafé, en samanlagður hlutur annarra aðila en ríkissjóðs megi þó ekki vera hærri en 35% af heildar- fjárhæð hlutafjár í hvorum bank- anna um sig. í upphaflegu frumvarpi ríkis- < stjórnarinnar sem kynnt var í þing- ' flokkum stjórnarflokkanna var gert I ráð fyrir að hlutur annarra aðila en ríkissjóðs gæti orðið 49%, en að sögn Davíðs Oddssonar forsætis- ráðherra var komið til móts við óskir sem fram komu í þingflokki Framsóknarflokksins um að eignar- hluturinn gæti ekki orðið hærri en 35%. Tilgangurinn að jafna samkeppnisstöðu bankanna \ Finnur Ingólfsson viðskiptaráð- * herra sagði í samtali við Morgun- blaðið að í frumvörpunum um breyt- ingu ríkisviðskiptabankanna í hlutafélög, sameiningu fjárfesting- arlánasjóðanna í Fjárfestingar- banka atvinnulífsins hf. og stofnun Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins séu boðaðar umfangsmestu skipulags- breytingar á íslenskum fjármagns- markaði sem séð hafa dagsins ljós. „Tilgangurinn með formbreyt- ingu ríkisviðskiptabankanna er í fyrsta lagi sá að jafna samkegpnis- aðstöðu bankanna á markaði. I öðru lagi er með formbreytingunni auð- veldari leið fyrir bankana að styrkja eiginfjárstöðu sína með því að leita eftir nýju hlutafé og verða þannig betur í stakk búnir til að takast á við aukna samkeppni. Einnig verða þeir færari um að þjóna íslensku atvinnulífi, en það er ekkert langt í það að farið verði að gera kröfur um að þeir megi ekki lána nema ákveðið hlutfall af sínu eigin fé til einstakra viðskiptamanna að há- marki til. Með þessu gefst meira svigrúm til að bregðast við slíkum aðstæðum," sagði Finnur. í greinargerð með frumvarpinu er lögð áhersla á að þegar til sölu á hlutabréfum í hlutafélagsbönkun- um komi sé það mat ríkisstjórnar- innar að allir aðilar í landinu eigi að hafa rétt til að eignast eignar- hlut í bönkunum og jafnframt beri að stefna að dreifðri eignaraðild. „Til þess að hafa möguleika á að styrkja eiginfjárstöðu bankanna og gera þá betur í stakk búna til að takast á við samkeppnina er gert ráð fyrir að viðskiptaráðherra hafi heimild til að auka hlutafé þeirra, en þó skuli þess gætt að samanlagður eignarhlutur annarra en ríkisins fari ekki upp fyrir 35%,“ sagði Finnur. Staðfesti hann að komið hefði verið til móts við óskir þingflokks Framsóknarflokksins um að eignarhluturinn yrði að há- marki 35% en ekki 49% eins og upphaflega var gert ráð fyrir. Hagstæðari lánskjör fyrir atvinnulífið Finnur sagði að með stofnun Fj árfestingarbanka atvinnulífsins hf. væri fyrst og fremst um hagræð- ingaraðgerð að ræða þar sem fjár- festingarlánasjóðirnir, Fiskveiða- sjóður íslands, Iðnlánasjóður, Út- fíutningslánasjóður og Iðnþróunar- sjóður væru sameinaðir í einn banka. í frumvarpinu er gert ráð fyrir að 49% af eignarhlut ríkisins í Fjárfestingarbankanum verði sett á markað og seld. „Þannig hefst strax ákveðin einkavæðing á Fjárfestingarbank- anum, og það er gert í þeim til- gangi að losa um fjármuni í bankan- um til þess meðal annars að greiða inn í Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins. Eitt af því sem meðal annars setur okkur skorður sem vel samkeppnis- hæfu landi er einhæfni fjármagns- markaðarins þar sem ríkið er oft á tíðum alveg ráðandi í fjárfestingar- lánastarfseminni. Þarna er verið að draga úr þátttöku ríkisins á því sviði, en færa það yfir á það svið að verða beinn þátttakandi í áhættufjármögnun og verkefnafjár- mögnun sem lýsir sér í Nýsköpunar- sjóðnum. Með þessari sameiningu sjóðanna er stefnt að verulegum sparnaði í heildarrekstri og þannig getum við boðið atvinnulífinu hag- stæðari lánskjör heldur en við höf- um getað gert fram til þessa með því að draga úr rekstrarkostnaðin- um. Þannig erum við að auka sam- keppnishæfni atvinnulífsins,“ sagði Finnur Ingólfsson. Sjö milljarða eigið fé I greinargerð með frumvarpinu um stofnun Fjárfestingarbanka at- vinnulífsins hf. kemur fram að sam- eiginlegt eigið fé fjárfestingarlána- sjóðanna fjögurra hafi verið rúm- lega 10,6 milljarðar króna í árslok 1995. Gert er ráð fyrir að fjárfest- ingarbankinn taki við eignum, skuldum og skuldbindingum sjóð- anna að frádregnum 3 milljörðum króna, sem lagðar verða til Nýsköp- unarsjóðs, og um 650 milljónum króna eigin fjár vöruþróunar- og markaðsdeildar Iðnlánasjóðs, sem gert er ráð fyrir að flytjist til Ný- sköpunarsjóðs. Þannig yrði eigið fé bankans um 7 milljarðar króna ef miðað er við ársreikning fyrir árið 1995, en 800-1000 milljónum meira ef miðað er við áætlaða aukningu á sameig- inlegu eigin fé sjóðanna á síðasta ári. Mótmæli vegna Dounreay ÞINGFLOKKUR Kvennalistans sendi nýlega mótmæli til Umhverfis- verndarstofnunar Skotlands, þar sem honum virðist sem stofnunin hafi lagt blessun sína yfir aukna losun geislavirkra úrgangsefna í hafíð og andrúmsloftið við Dounreay í Skot- landi. Til stendur að tvöfalda losun Plutonium-241 frá endurvinnslustöð- inni við Dounreay í hafíð og fjórfalda losun þess út í andrúmsloftið, að því er segir í fréttatilkynningu. Kvennalistanum hefur borist svar frá stofnuninni þess efnis að mót- mælin verði tekin til athugunar en umhverfisverndarfólk víðs vegar að hefur á liðnum árum mótmælt gá- leysislegri meðferð á geislavirkum úrgangi frá stöðinni. Engar opinberár áætlanir um auknar mengunarvarnir í fréttatilkynningu frá þingflokki Kvennalistans segir m.a.: „Ovarinn úrgangur hefur margsinnis verið af- hjúpaður og tveir tankar fullir af geislavirkum úrgangi, vatni og öðrum efnum sem sprengihætta er af, eru taldir liggja það nærri ströndinni að landris geti hæglega brotið þá á næstu 40 til 100 árum. Til að tryggja að ekki hljótist af stórslys, er brýnt að gera áætlanir til þess að tryggja ströndina." Ennfremur segir í fréttatilkynn- ingunni að engar opinberar áætlanir séu til um auknar mengunarvarnir en hins vegar sé fyrirhugað að tvö- falda losun Plutonium-241 frá stöð- inni í hafið og fjórfalda losun þess út í andrúmsloftið. „Það er brýnt að íslendingar láti sig málið varða. Til- vist okkar og afkoma byggist á að okkur takist að halda Atlantshafinu og andrúmsloftinu hreinu.“ Söngtónleikar GUÐRÍÐUR Júlíusdóttir, sópran og Agnes Löve, pínanóleikari, halda tón- leika í sal Tónlistarskóla Rangæinga á Hvolsvelli í kvöld, fímmtudags- kvöldið 6. mars, og hefjast þeir kl. 21 en ranghermt var í Morgunblaðinu í gær að tónleikamir væru þá. Flutt verður dagskrá með lögum og aríum eftir ýmsa höfunda, inn- lenda og erlenda. Þetta eru aðrir ein- söngstónleikar skólans sem haldnir em nú í vor en þeir eru liður í 40 ára afmælishaldi tónlistarskólans. Fræðsluerindi um fjölskyldu og heimili í Breið- holtskirkju ANNAR fræðslufundurinn af fjórum á vegum Reykjavíkurprófastsdæmis eystra verður haldinn í Breiðholts- kirkju í Mjódd í kvöld, fimmtudaginn 6. mars kl. 20.30 þar sem fluttir verða fyrirlestrar um heimilið og fjöl- skylduna. Að þessu sinni fjallar sr. Þór Hauksson, prestur við Árbæjar- kirkju um efnið foreldri og farsæld. Fimmtudaginn 13. mars fjallar sr. Irma Sjöfn Oskarsdóttir, prestur við Seljakirkju, um efnið vinnan og heim- ilið. Fræðslufundunum lýkur fímmtu- daginn 20. mars með því að sr. Gunn- ar Siguijónsson, sóknarprestur í Di- granesprestakalli fjallar um efnið fjöl- skyldan og frístundimar. Að fyrirlestrunum loknum gefst fólki tækifæri til að beina fyrirspum- um til fyrirlesaranna og taka þátt í umræðum um umfjöllunarefni þeirra. Þátttaka í þessum fræðslustundum er ókeypis og ekki þarf að skrá sig sérstakiega. LEIÐRÉTT Rangtföðurnafn í FORUSTUGREIN blaðsins í gær, „Gróska í hugbúnaðargerð“, var ranglega farið með föðurnafn fram- kvæmdastjóra Hugvits. Hann heitir réttu nafni Ólafur Daðason. Er hann og aðrir hlutaðeigendur beðn- ir velvirðingar á mistökunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.