Morgunblaðið - 06.03.1997, Qupperneq 48
48 FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Snyrtistofan Hrund
býður fermingarbörn velkomin
í CLINIQUE húðhreinsun
Innifalið í húðhreinsun er:
Húðgreining, persónuleg ráðgjöf,
gufa fyrir andlit, hreinsun, maski.
Til að taka með heim byijenda-
hreinsilina frá Clinique:
Andlitssápa, andlitsvatn, rakakrem.
100% ilmefnalaust
Sny/itísto{an d
Grænatúni 1, Kópavogi, sími 554 4025.
CLINIQUE
VIÐ LEYSUM VANDAIVtALIN
Kynning verður á hinum margverðlaunuðu
ELANCYL vörum sem bjóða upp á
mismunandi meðferð við CELLULITE
■
EAU THERMALE
ásamt Avene húðvörunum sem
ætlaðar eru fyrir hina viðkvæmustu húð og bjóða
upp á ýmis meðferðarkrem við húðvandamálum.
( í dag, frá kl. 13-18:
v Á morgun, frá kl. 13-18:
HAGKAUP, Kringlunni
Komið og fáið faglega ráðleggingu.
HAGKAUP, Kringlunni
Mosfellsapótek
veg, Seltjari
$1 1680
Jakkar
dragtir
bnxna-
dragtir
ÍDAG
SKAK
llmsjön Margeir
Pétursson
STAÐAN kom upp á
opnu móti í Las Vegas í
Bandaríkjunum í vetur.
Stórmeistarinn Sergei
Kudrin (2.515) hafði hvítt
og átti leik, en alþjóðlegi
meistarinn Anthony Saidy
(2.415) var með svart.
30. Hxh7! -
Kxh7 31. Bxg6+!
— Rxg6 (Tapar
strax. 31. — Kg8
var skást, en þá
ætlaði Kudrin að
leika 32. Be4-I—
Kf7 33. Hel og
svartur virðist
vamarlaus) 32.
Dh5+ - Kg7 33.
Dh6+ - Kg8 34.
Dxg6+ - Kh8
35. Dh6+ - Kg8
36. Dxe6+ —
Kh8 37. Dh6+ -
Kg8 38. Dg6+ -
Kh8 39. e6 -
Hd5 og Saidy gafst upp
án þess að bíða eftir svari
hvíts, sem yrði 40. Be5+.
Kudrin, fluttist til
Bandaríkjanna árið 1980.
Hann tók sér nýlega langt
frí frá tafimennsku til að
afla sér MBA gráðu frá
Wharton viðskiptaháskól-
anum. Hann starfaði síðan
um hríð í Moskvu, en skák-
in togaði í hann og nú er
hann aftur kominn á fulla
ferð á þeim vettvangi.
HVÍTUR leikur og vinnur.
Með morgunkaffinu
* Ast er ...
f?P0 &<-
9-19
... að kíkja í heimsókn mcð blómavönd.
TM R»o. U S Pmt 0«. — •! nght« w»v») (c) 1996 Lo* Angaéaa T.m» Syndicala
DÓTTIR mín lagði af
stað í brúðkaupsferð i
morgun.
MAGNÚS á eftir að elska
mig enn meira eftir brúð-
kaupið. Það segja mér
allir að hann vilji helst
giftar konur.
VELVAKANDI
Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16
frá mánudegi til föstudags
Netfang: elly@mbl.is
Fataviðgerðir
KONA hafði samband
við Velvakanda og hefur
hún áhuga á að fá að
vita hvar hægt sé að láta
breyta fatnaði, t.d.
stytta dragtarjakka eða
þrengja buxur.
Tapað/fundið
Filma tapaðist
FILMA tapaðist á
leiðinni
Goðheimar-Glæsibær
laugardaginn 22.
febrúar, rétt eftir
hádegi. Skilvís finnandi
hringi í síma 553-0359,
eftir kl. 19.
Plastpoki með
skyrtum glataðist
PLASTPOKI merktur
Flash, með tveimur
hvítum skyrtum,
glataðist annaðhvort í
versluninni Vínberinu
eða Kirkjuhúsinu laug-
daginn 1. mars. Skilvís
finnandi hringi í síma
588-1731.
Munið eftir
smáfuglunum
VELVAKANDI minnir fólk á að gefa smáfuglunum.
Það er hart í búi hjá þeim þessa dagana þar sem
frost er og snjór yfir öllu. Þeim finnst gott að fá
feitmeti, ávexti og fuglakom sem fæst í flestum
verslunum. Betra er að gefa þeim á morgnana því
þeir fara á stjá í birtingu en taka á sig náðir síðla
dags. Kattareigendur era einnig beðnir um að hugsa
til smáfuglanna og hafa kettina sína með bjöllu.
FYRST góðu fréttirnar: ÉG þoli ekki þessi keppn-
Þeir héldu mér frábært isferðalög á framandi
kveðjuhóf. slóðir.
Víkveiji skrifar...
A
ANÆGJULEG nýjung bættist í
kaffihúsaflóru Akureyringa
skömmu fyrir jólin, kaffihús í bóka-
versluninni Bókvali, í nýju húsnæði
verslunarinnar á „kaupfélagshorn-
inu“, þar sem KEA rak áður bús-
áhaldaverslun og fleira. Ekki er um
að ræða stórt kaffihús, en ein
ástæða var fyrir því að Víkverji var
staðráðinn í að þetta yrði fyrsta
verslunin sem hann kæmi inn í þeg-
ar hann átti leið um Akureyri á
dögunum; nefnilega sú að bannað
er að reykja á kaffihúsinu. Loksins!
xxx
VÍKVERJI skilur ekki hvers
vegna bæjaryfirvöld á Akur-
eyri ákváðu að leyfa bílaumferð á
nýjan leik í Hafnarstræti, sem verið
hefur göngugata í allmörg ár.
Verslunareigendur munu hafa kraf-
ist þessa, en Víkveiji getur ekki
ímyndað sér að nálægð bíla verði
til þess að viðskipti aukist. Næg
bílastæði eru í grenndinni og bílarn-
ir í Hafnarstrætinu varla til annars
en auka mengun og slysahættu.
XXX
RÁÐHÚSTORGINU á Akureyri
var breytt fyrir nokkrum
árum, til hins verra að því er Vík-
veija fannst þá. Grá steinsteypan
er ekki augnayndi, en torgið skán-
aði reyndar eftir að nokkrum gróðri
var komið þar fyrir. Víkveija finnst
göngugatan hins vegar ljótari nú
en áður - eftir að búið er að koma
þar fyrir gijótpinnum til að afmarka
„umráðasvæði" vélfákanna.
xxx
BJARNI Felixson, sá góðkunni
íþróttafréttamaður, var í við-
tali í sunnudagsblaði Morgunblaðs-
ins á dögunum. Eftirfarandi um-
mæli Bjama vöktu athygli Víkveija:
„Það kemur oft fyrir að ég lýsi
handbolta- eða fótboltaleik og
skemmti mér konunglega en les það
svo í blöðunum daginn eftir að leik-
urinn hafi verið leiðinlegur." Ætli
Bjarni eigi við að ekkert sé að
marka lýsingu hans, eða eru starfs-
bræður hans á blöðunum svona
dómharðir?
XXX
FYRST farið er að tala um
íþróttafréttamenn getur Vík-
veiji ekki annað en minnst á atriði,
sem löngum hefur farið í taugarnar
á honum: þegar sumir starfsbræðra
Bjama Fel á ljósvakanum tala um
stutta bolta, langa bolta og jafnvel
fasta bolta. Væri ekki nær að tala
um stuttar, langar og fastar send-
ingar? Víkverja fannst hann líka
heyra á dögunum í lýsingu, að einn
leikmaður tæki annan á! Þarna var
viðkomandi fréttamaður líklega að
lýsa því sem Tjallinn kallar take
him on, þ.e. að leikmaður reyni að
leika á andstæðing sinn. Þessu hlýt-
ur að vera hægt að lýsa öðmvísi
en þarna var gert.
XXX
SANNKÖLLUÐ veisla hefur ver-
ið í kvikmyndahúsum borgar-
innar að undanförnu, a.m.k. fyrir
þá sem sneiða hjá venjulegum has-
armyndum og þess háttar. Víkveiji
hefur séð nokkrar myndir upp á
síðkastið, hveija annarri betri, og
enn em nokkrar eftir á óskalistan-
um. Af nógu er að taka en af þeim
sem Víkverji hefur séð er sérstök
ástæða til að nefna eina: Leyndar-
mál og lygar (Secret and Lies) sem
sýnd er í Háskólabíói. Þar er sann-
arlega á ferðinni stórkostlegt lista-
verk, sem enginn unnandi góðrar
kvikmyndalistar ætti að láta fram
hjá sér fara.