Morgunblaðið - 12.03.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.03.1997, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 12. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Evrópuþingið um aukaaðild íslands og Noregs að Schengen Flutningur í lögsögu ESB torveldaður? Strassborg. Morgunblaðið. EVRÓPUÞINGIÐ telur hættu á að aukaaðild íslands og Noregs að Schengen-samningnum um afnám vegabréfaeftirlits muni torvelda það að vegabréfasamstarfinu verði í framtíðinni komið undir lögsögu yfirþjóðlegra stofnana Evrópusam- bandsins. Þetta kemur fram í þings- ályktun, sem þingið samþykkti á fundi sínum í Strassborg í gær. Í ályktuninni er núverandi form Schengen-samningsins gagnrýnt harðlega, meðal annars fyrir ógagn- sæi og skort á lýðræðislegu eftir- liti. Þingið telur að innlima eigi samninginn í stofnsáttmála ESB, en um leið eigi að stefna að því að vegabréfasamstarfíð verði ekki að- eins milliríkjasamstarf, heldur falli það undir lögsögu yfírþjóðlegra stofnana ESB, það er framkvæmda- stjórnarinnar, dómstólsins og Evr- ópuþingsins, til að tryggja eftirlit og opna starfshætti. Anne Van Lancker, þingkona belgískra sósíalista og fyrsti flutn- ingsmaður þingsályktunartillögunn- ar, sagði í samtali við Morgunblaðið að hún hefði ekki áhyggjur af því að innlimun Schengen í ESB myndi stofna samstarfínu við Island og Noreg í hættu, heldur miklu fremur að aðild þessara ríkja, sem ekki ættu aðild að stofnunum ESB myndi flækjast fyrir því að samningurinn yrði hluti af hinni yfírþjóðlegu „fyrstu stoð“ Evrópusambandsins. Van Lancker sagði hins vegar að þetta vandamál kæmi varla upp I náinni framtíð, þar sem ekki væri samstaða innan ESB um að færa samstarfið undir hinar yfirþjóðlegu stofnanir. „Við verðum bara að vona að þegar sá tími kemur, hafí Noreg- ur og ísland þegar gengið í Evrópu- sambandið," sagði hún. ■ Gagnrýna leynd/20 Almennar spari- sjóðsbækur 15 mill- jarðar á neikvæð- um vöxtum í ÁRSLOK 1996 voru 14.770 millj- ónir króna, eða 8,4% af öllum inn- lánum innlánstofnana, geymdar á neikvæðum raunvöxtum á almenn- um sparisjóðsbókum. Þessar inn- stæður rýrnuðu að meðaltali að raunvirði um 1,3% á síðasta ári. Öll innlán innlánsdeilda kaupfélag- anna, tæpir 2,3 milljarðar króna, voru geymd á slíkum reikningum. Þetta kemur fram í svari við- skiptaráðherra við fyrirspurn þing- mannanna Guðmundar Hallvarðs- sonar og Péturs H. Blöndal. Stærsti hluti inneigna á almenn- um sparisjóðsbókum er hjá Lands- bankanum, eða tæpir 5,7 milljarðar króna. Hjá Búnaðarbanka eru rúm- ir 2,9 milljarðar, hjá íslandsbanka rúmir 2,4 milljarðar og hjá spari- sjóðunum rúmir 1,4 milljarðar. í svari viðskiptaráðherra kemur fram að í sumum tilvikum beri sparisjóðsbækur hærri vexti en auglýst kjör segja til um, en um- fang slíkra viðskipta liggi ekki fyrir. -----«--------- Gjöld til Háskólasjóðs í stað sóknargjalda Hátt í þre- földun á átta árum SÚ upphæð sem einstaklingar utan trúfélaga greiða til Háskólasjóðs í stað sóknargjalda hefur á undan- förnum átta árum hækkað úr sam- tals rúmum níu milljónum króna í tæpar 24 milljónir króna. Sjóðurinn á nú rúmlega fjörutíu milljóna króna eignir. Þetta kemur fram í svari menntamájaráðherra við fyrirspurn Marðar Árnasonar, varaþingmanns Þingflokks jafnað- armanna. Samkvæmt skipulagsskrá Há- skólasjóðsins skal honum varið til að efla menningarstarfsemi innan Háskólans, svo sem útgáfustarf- semi, fyririestrahald fyrir almenn- ing, tónleikahald eða aðra menning- arviðleitni sem Háskólaráð telur þess verðuga. Morgunbiaðið/Júlíus FARIÐ var með olíudælubúnað um borð í Vikartind í gær og reynt verður að hefja dælingu olíunnar á fjöru í dag. Eigendur Vikartinds borga hreinsunina EIGENDUR Vikartinds gáfu yfirlýsingu um að útgerðin muni bera kostnað af hreinsun á strandstað skipsins hvað varð- ar dælingu olíu úr skipinu, fjarlægja skipið af strandstað og hreinsun fjörunnar, á fundi sem haldinn var með þeim og fulltrúum Eimskips, Hollustu- verndar rikisins, Heilbrigðis- nefndar Suðurlands, Djúpár- hrepps og umhverfisráðuneytis- ins í gærkvöldi. Að sögn Eyvindar Gunnars- sonar, lögfræðings í umhverfis- ráðuneytinu, var tilgangurinn með fundinum fyrst og fremst sá að ákveða hvernig samvinnu verði háttað við heilbrigðisyfir- völd á staðnum og eigendur skipsins um að fjarlægja um- merki strandsins á sjó og á landi. Eyvindur segir að mikill samstarfsviiji sé á milli aðila um að hreinsa til sem fyrst en ekk- ert haf i verið rætt um hvemig endanlegur kostaður af hreins- unarstarfinu muni skiptast á milli eigenda Vikartinds og Eimskips. Byrjað að dæla olíu í dag Eyvindur segir að byijað verði að dæla olíu upp úr skip- inu í dag en ekki Iiggi fyrir hvenær verði hægt að afferma það vegna þess hversu erfitt er að fá þau tæki sem til þarf vegna gáma sem enn eru um borð en að öllum líkindum verði teknar ákvarðanir um það síðar í dag. ■ Gámar á þilfari/7 Morgunblaðið/Júlíus ALEXANDRA lá við Ægisgarð í Reykjavík í gær en skipið var í jómfrúrferð sinni þegar það fékk á sig brot. Sjór í geymslur Alexöndru SJÓR komst í geymslur í flutn- ingaskipinu Alexöndru þegar það var statt í vonskuveðri suðvestur af landinu á sunnudag þegar brot kom á lúgu fremst á skipinu og skemmdi hana. Sjórinn komst einnig í rafmagnstöflu og bógskrúfa varð óvirk og var því skipinu snúið til Reykjavíkur á ný þaðan sem það lagði upp síðdegis síðastliðinn laugardag. Skipið var á leið til Japans með frystar loðnuafurðir og er farmur þess óskemmdur. Fyrirtækið Skipamiðlarar Gunnar Guðjónsson sf. sér um afgreiðslu skipsins og fengust þær upplýsingar þar í gær að unnið væri að viðgerð en skipið kom til hafnar í gærmorgun. Skipið var í jómfrúrferð sinni en það er smíðað í Árósum og var von á fulltrúum skipasmíðastöðvarinnar til Reykjavíkur I gærkvöld til að leggja á ráðin um viðgerð. Var ekki vitað hvenær skipið færi úr höfn á ný. Engin hætta fyrir skip né farm Við brotið skemmdist lúga fremst á skipinu og komst nokkur sjór í rafmagnstöflu, málningar- geymslu og reipageymslu og bóg- skrúfa varð óvirk. Þótti rétt að snúa skipinu við til viðgerðar en engin hætta mun þó hafa steðjað að áhöfn eða farmi skipsins. Fyrir utan skemmdir á sjálfu skipinu hefur þessi atburður í för með sér truflun og óþægindi vegna röskun- ar á fyrirhugaðri áætlun skipsins. Alexandra er rúm 3.800 brúttó- tonn, skráð á Bahama, og er áhöfnin rússnesk. Skipið lagði úr höfn á laugardag og átti fyrir höndum 35 daga siglingu til Jap- ans gegnum Panamaskurð. Nýjar viðræð- ur við Elkem FULLTRÚAR Elkem í Noregi og íslensk stjórnvöld hafa á ný tekið upp viðræður um breytta eignar- aðild að íslenska járnblendifélag- inu hf. á Grundartanga og stækk- un verksmiðjunnar um einn ofn. Viðræðurnar hófust um helgina að frumkvæði Elkem. Viðræður Elkem og fulltrúa ís- lenska ríkisins sigldu í strand um síðustu mánaðamót og sl. föstudag sendi stjórn Jámblendifélagsins bréf til Landsvirkjunar þess efnis að félagið myndi ekki nýta sér ákvæði raforkusamnings um stækkun Járnblendiverksmiðjunn- ar um einn ofn. Guðmundur Einarsson, fram- kvæmdastjóri kísiljárns- og kísil- málmssviðs Elkem, óskaði eftir , fundi með Finni Ingólfssyni iðnað- arráðherra um helgina til að ræða I við hann um stækkun verksmiðj- unnar og breytta eignaraðild. Hann er farinn af landinu en tveir samningamenn Elkem ræddu við samningamenn íslands í allan gærdag. Jón Sveinsson stjórnarformaður íslenska járnblendifélagsins hf. vildi í gærkvöldi sem minnst tjá sig um viðræðurnar. Þær væru á viðkvæmu stigi. - - - M iB'íL'j - iiiuuiíaifjj,. . mmjavia kaup Nýjar •* ^ atslætti MEÐ blaðinu í dag fylgir tólf síðna auglýsingablað frá Kringlunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.