Morgunblaðið - 12.03.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.03.1997, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 12. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR SÆNSKI sendiherrann PSr Kettís sýnir Magnúsi Sigurðssyni og Ólafi Sigurðssyni upplýsingabækling um Svíþjóð. Morgunblaðið/Ásdís S WISSCARE pour G I V E N C H Y Kynníng á morgun, HHHRj !2tTR,CElUA ' I HYDRi frábært 3-þátta rakakrem frá GIUENCHY Bára Björnsdóttir, snyrtifræðingur, kynnir og leiðbeinir. Kaupauki: 20% afsláttur eða spennandi kaupauki uið kaup á 3 hlutum mamr aeeti H Y G E A jnyrtiviiru verjlu n Krinj’tunni 8-12, simi 533.4553 Formaður Landssam- bands iðnverkafólks Halldór hefur ekki eytt tíma í samstarf GUÐMUNDUR Þ. Jónsson, formaður Iórju og Landssambands iðnverka- fólks, mótmælir harðlega ummælum Halldórs Bjömssonar, formanns Dagsbrúnar, í Morgunblaðinu í gær, um að Iðja hafí komið aftan að öðrum iandssamböndum með gerð kjara- samnings aðfaranótt mánudags. „Halldór hefur ekki eytt tímanum í samráð eða samstarf við okkur á þessu ferli. Aðeins einu sinni boðað okkur til fundar, eingöngu til að segja okkur hvernig hann ætiaði að haga sínum verkfallsmálum. Slíkir menn geta ekki kvartað undan því þótt aðrir bíði ekki eftir því sem þeim þóknast að gera. Það kemur úr hörðustu átt að segja að við höf- um komið aftan að einhveijum," segir Guðmundur. Sömdum á okkar forsendum Guðmundur segir að landssam- böndin hafí aðeins verið í samstarfi á tímabili. „Við settum fram okkar eigin kröfur eins og öll önnur lands- sambönd gerðu og sömdum á okkar forsendum,“ segir hann. Guðmundur gagnrýnir einnig ummæli Björns Grétars Sveinssonar, formanns VMSÍ, um að ekki hafi verið farin krónutöluleið í samning- unum sem gerðir voru á mánudag- inn. Guðmundur segir það rangt hjá Birni Grétari að eingöngu hafí verið farin prósentuleið við hækkun launa. Austurgata - Hafnarfirði Til sölu 5 herb. íbúð, 150 fm á tveim hæður í timburhúsi á góðum stað. 24 fm geymsla. Verð 7,8 millj. Árni Gunnlaugsson hrl., Austurgötu 10, sími 555 0764. Vantar 4ra — austurbær Traustur kaupandi að 90—120 fm íbúð í fjölbýli eða hæð, helst með bílskúr, þó ekki skilyrði. Verðhugmynd 7—9 millj. Æskileg staðsetn- ing allur austurbærinn, eða miðbær. Önnur góð staðsetning skoð- uð. Traustar greiðslur (engin skipti). Nánari upplýsingar veita Bárður, Ingólfur eða Þórarinn. Valhöll, fasteignsala, sími 588 4477. Opið hús í sænska sendiráðinu UM SEXTÍU manns komu við á opnu húsi hjá sendiráði Svíþjóðar í gær, að sögn Daina Zaidi blaða- fulltrúa sendiráðsins, en tilgang- urinn var að gefa almenningi færi á að afla sér nánari upplýs- inga um Sviþjóð og bera fram spurningar tíl sendiherrans og starfsfólks ráðuneytisins. Daine segir að opna húsið hafi gengið vel og að fleiri hafi komið en búist var við í fyrstu. „Flestír spurðu okkur um starfsemi sendiráðsins en minna var spurt um Svíþjóð," segir hún, en bætti því við að upplýsingabæklingar um Svíþjóð sem lágu frammi hafi runnið út. Landssöfnunin Gefum þeim von „GEFUM þeim von - styrkjum hjartveik börn“ er yfirskrift lands- söfnunar sem fram fer á föstudag- inn, 14. mars. Söfnunin er sam- vinnuverkefni íslenska útvarpsfé- lagsins, SPRON, Gulu línunnar, Neistans, styrktarfélags hjartveikra bama og fleiri aðila. Að sögn Elínar Viðarsdóttur, for- manns Neistans, er markmið söfn- unarinnar fyrst og fremst tvíþætt. Í fyrsta lagi miðar söfnunin að því að tryggja að foreldrar geti annast hjartveik börn sín án þess að stofna fjárhagsöryggi fjölskyldunnar í hættu. í öðru lagi, að hjartveik böm geti lifað sem eðlilegustu lífi utan sjúkrahúsa. Hjartagæslu- og súrefnistæki og önnur dýr hjálpar- tæki eru sumum hjartveikum börn- um nauðsynleg til þess að þau geti dvalist á heimilum sínum. Elín seg- ir enn fremur, að alls greinist ár- lega 40-50 börn með hjartasjúk- dóma á ári hverju hér á landi. Af þeim þurfi 20-25 að gangast undir aðgerð, eina eða fleiri. 5-7 börn greinast árlega með það flókna hjartasjúkdóma að þau þurfa utan- til aðgerða. Söfnunin fer fram á Bylgjunni og Stöð 2 og hefst á Bylgjunni að morgni dags. Hægt að hringja inn framlög Fólk getur hringt í söfnunarsíma hjá íslenska útvarpsfélaginu allan daginn og er aðalnúmer söfnunar- innar 8005050. Einnig getur fólk hringt í Gulu línuna, 5626262, sem hefur lánað númer sitt. Enn fremur er hægt að leggja framlög inn á reikning söfnunarinnar, 11522697 í SPRON. Allan daginn verða dagskrár tengdar söfnuninni á Bylgjunni og að loknum kvöldfréttum á Stöð 2 heldur söfnunin áfram í beinni út- sendingu. Fjölbreytt dagskrá verður samhliða söfnuninni undir stjórn Stefáns Jóns Hafstein og Kristínar Helgu Gunnarsdóttur. Fjölmargir skemmtikraftar koma fram og með- al gesta í sjónvarpssal verður Guð- rún Katrín Þorbergsdóttir, forseta- frú. Borgarráð bókar vegna kjaraviðræðna Tekjur af veltuaukn- ingu ekki sambærilegar Á FUNDI borgarráðs í gær var samþykkt bókun, þar sem lýst er undrun yfir hugmynd ríkisstjómar- innar um lækkun útsvarstekna, sem gangi þvert á sjálfsforræði sveitar- félaganna. Bent er á að sveitarfé- lögin njóti ekki með sambærilegum hætti og ríkið tekna af veltuaukn- ingu sem búast megi við með vax- andi kaupmætti. í bókun borgarráðs er því fagnað að skriður skuli kominn á kjara- samningaviðræður á almennum vinnumarkaði. Jafnframt er lagt til að fjárhagsleg samskipti ríkis og sveitarfélag að undanförnu verði tekin til sérstakrar athugunar. Borgarráð telji að í ljós muni koma að sveitarfélögin þoli ekki frekari tekjuskerðingu en orðin er vegna skattbreytinga. Minnt er á sam- komulag um yfírtöku grunnskólans frá 1. ágúst á síðasta ári, sem gert hafí verið í trausti þess, að tekju- stofnar sveitarfélaga yrðu ekki skertir. Utandagskrárumræða á Alþingi um skattabreytingar Tekjur ekki auknar með öðrum skattahækkunum SIGHVATUR Björgvinsson alþing- ismaður óskaði eftir utandagskrár- umræðu á Alþingi í gær vegna breytinga á skattamálum sem ríkis- stjórnin hefur tilkynnt um. Taldi hann áhrif þeirra koma hátekjufólki mest til góða og spurði Davíð Oddsson forsætisráðherra hvort ríkisstjórnin væri reiðubúin að tryggja að minni skatttekjur rík- issjóðs yrðu ekki teknar með nýrri skattlagningu eða niðurskurði á mikilvægri þjónustu. Forsætisráð- herra sagði að tekjuskerðingu ríkis- sjóðs yrði ekki mætt með hækkun annarra skatta. Engin rauð strik Málshefjandi sagði skattabreyt- ingamar vekja meiri athygii fyrir það sem ekki væri í þeim en það sem boðað væri, engin rauð strik væru fyrir hendi, breytingarnar byggðust ekki á verðlagsforsendum og engin yfirlýsing væri um að kaupmáttur yrði tryggður. Sagði hann fjögurra manna íjölskyldu með 525 þúsund króna mánaðar- tekjur njóta 16 þúsund króna skatt- lækkunar en fjölskylda með 125 þúsund króna tekjur fengi tvö þús- und króna lækkun. Þá sagði hann áhrif jaðarskatta meiri, m.a. vegna beinni tekjutengingar bamabóta. Spurði þingmaðurinn forsætisráð- herra hvort þessar aðgerðir væru endanlegar og hvort jaðarskatta- nefnd hefði lokið störfum. Nokkrir þingmenn stjómarand- stöðunnar tóku undir fyrirspumir Sighvats ogtaldi Steingrímur J. Sig- fússon aðdraganda þessara skatta- breytinga sérkennilegan. Rangt væri að senda reikning vegna kjarasamn- inga til ríkisstjómarinnar, hann ættu atvinnurekendur að greiða, þeir byggju við nægilegt góðæri. Verið að skila sköttum til baka Kristín Ástgeirsdóttir taldi nær að hækka persónuafslátt þannig að allir fengju sömu krónutöluhækkun og spurði hvort mæta ætti tekju- skerðingu ríkissjóðs með niðurskurði í mennta- og heilbrigðismálum. Jón Baldvin Hannibalsson benti á að þar sem tekjuskattur til ríkissjóðs hefði á síðasta ári verið 4,2 milljörðum hærri en ráðgert var væri nú aðeins verið að skila þeirri skattheimtu til baka. Margrét Frímannsdóttir sagði sumt í breytingunum gott en sakn- aði þess að ekki væri reynt með þeim að jafna lífskjörin. Ágúst Ein- arsson kvaðst orðinn þreyttur á að ríkisstjóm greiddi það sem fyrir- tækjunum í landinu bæri að greiða og Svavar Gestsson spurði hvort rétt væri að ríkissjóður hagnaðist um 700 milljónir á yfirstandandi ári vegna skattabreytinganna. Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra tók einnig þátt í umræðunni og sagði að þótt skattalækkun hinna tekjuhærri væri meiri í krón- um talið væri hún hiutfallslega lægri. Skattar einstaklings með 100 þúsund króna tekjur lækkuðu um 12,6% en skattar einstaklings með 400 þúsund krónur lækkuðu um 8,4%. Munur á skattbyrði þeirra væri meiri eftir breytinguna og aðalatriðið væri að ráðstöfunartekj- ur ykjust. Aðrir sem tóku þátt í umræðunni voru Jón Kristjánsson og Páll Pétursson. Forsætisráðherra sagði varðandi rauð strik að hér væri um kaup- máttarsamninga að ræða en ekki verðbólgusamninga. Ríkisstjórnin væri sammála forsendum ASÍ um að kjarasamningarnir þýddu 2,5% verðbólgu. Sagði hann ríkisstjórn- ina hafa komið að málinu sam- kvæmt óskum ASÍ og hér væri ein umfangsmesta skattalækkun sem gerð hefði verið, þörf og tímabær. Þeir sem mestrar lækkunar nytu væru fjölskyldur með um 250 þús- und króna meðaltekjur og hefði rík- isstjómin ekki síst verið að svara kröfum um að bæta hag þess fólks. Sagði hann að kaupmátturinn myndi aukast um 10% á næstu tveimur og hálfa ári og fá dæmi væru um svo trausta kaupmáttar- aukningu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.