Morgunblaðið - 12.03.1997, Síða 13

Morgunblaðið - 12.03.1997, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. MARZ 1997 13 FRÉTTIR Fundur verður í Háskólanum í dag vegna fyrirhugaðs rektorskjörs Fimm prófessorar hafa gefið kost á sér Prófkjör vegna kjörs rektors Háskóla íslands verður haldið í háskólanum nk. föstudag en sjálft rektorskjörið fer fram 16. apríl. Kynn- ingarfundur verður í Háskólabíói í dag og þar munu þeir fimm prófessorar sem opin- berlega hafa lýst yfir áhuga á embættinu halda stutt framsöguerindi. FUNDURINN fer fram í hádeg- inu og er á vegum Stúdentaráðs HI, Félags Háskólakennara og Félags prófessora við HI. Prófess- orarnir fimm eru Jón Torfi Jónas- son prófessor í uppeldis- og menntunarfræði, Páll Skúlason grófessor í heimspeki, Vésteinn Ólason prófessor í íslenskum bók- menntum, Þorsteinn Vilhjálmsson prófessor í eðlisfræði og Þórólfur Þórlindsson prófessor í félags- fræði, en í raun eru allir starf- andi prófessorar háskólans, um 140 manns, kjörgengir. Ekki hafa allir verið á eitt sátt- ir um hvernig standa bæri að kynningu á frambjóðendum fyrir kosningarnar. Margir hafa verið á þeirri skoðun að skynsamlegt væri að bíða með eiginlega kosn- ingabaráttu þangað til eftir próf- kjörið en aðrir hafa bent á að til þess að hægt sé að byggja valið í prófkjörinu á skynsamlegum grunni verði frambjóðendur að kynna sig og sínar áherslur fyrir kjósendum. Þannig stóð t.d. til að Frétta- bréf Háskóla íslands legði nokkr- ar spurningar um helstu stefnu- mál fyrir þá sem þegar hafa gef- ið kost á sér og svör þeirra birt í fréttabréfinu fyrir prófkjörið. Magnús Guðmundsson, deildar- stjóri upplýsingadeildar og einn af ritstjórum Fréttabréfs HI, seg- ir í samtali við Morgunblaðið að þegar farið hafi verið að athuga það mál betur hafi menn komist að þeirri niðurstöðu að með því að taka út þá fimm menn sem nú þegar hafa gefið kost á sér og láta þá eina svara spurningun- um væri verið að mismuna fram- bjóðendum með því að hampa nokkrum þeirra áður en prófkjör- ið færi fram. Þannig væri verið að hleypa of mikilli hörku í kosn- ingabaráttuna löngu áður en sjálft kjörið færi fram. Því hefur verið ákveðið að fresta þeirri umfjöllun fréttabréfsins fram yfir prófkjör. „Að prófkjörinu loknu standa væntanlega tveir fram- bjóðendur eftir og þá er kannski eðlilegra að láta þá svara svona spurningum,“ segir Magnús. Ollum prófessorum háskólans boðið að flytja erindi Þetta voru stúdentar ekki alls kostar sáttir við og ákváðu að boða til fundar tveimur dögum fyrir prófkjörið. Þeir buðu fyrr- nefndum fimm prófessorum að flytja erindi á fundinum en þegar þeir voru gagnrýndir fyrir að mis- muna frambjóðendum með því móti brugðu þeir á það ráð að senda öllum prófessorum háskól- ans bréf. Þar var þeim boðið að láta vita hefðu þeir áhuga á að tala á fundinum. Að sögn Vil- hjálms H._ Vilhjálmssonar, for- manns SHÍ, heyrðist ekki frá öðr- um en þessum fimm. Auk þeirrar kynningar sem fram fer á fundinum í dag gefur Stúdentaráð út fjórblöðung, þar sem margnefndir fimm prófessor- ar svara þremur spurningum, sem stúdentum þykir biýnt að fá svör við áður en þeir gera upp hug sinn. Fjórblöðungnum verður dreift í háskólanum fyrir hádegi í dag. Vilhjálmur segist telja það sjálfsagt og eðlilegt að jafnt stúd- entar sem starfsmenn fái upplýs- ingar um hveiju frambjóðendur hyggist beita sér fyrir áður en HÁSKÓLI íslands. valið er á milli þeirra í prófkjöri. „Því að það er fáránlegt að aðeins tveir af þessum fimm fari áfram án þess að nokkuð hafi heyrst eða birst um hvaða línur þeir hyggj- ast leggja varðandi stjórnun skól- ans,“ segir hann. Sameiginlegur fundur í dag Hefð er fyrir því að Félag há- skólakennara haldi kynningar- fund vegna rektorskjörs. Nokkuð var um það rætt hvort sá fundur skyldi haldinn fyrir eða eftir próf- kjörið og varð niðurstaðan sú að boðað skyldi til fundarins fimmtu- daginn 13. mars eða daginn fyrir prófkjörið. Þá kom í Ijós að einn frambjóðenda yrði ekki á landinu þann dag og í fyrradag var að lokum ákveðið að Félag háskóla- kennara, Félag prófessora við HÍ og Stúdentaráð HÍ myndu standa fyrir sameiginlegum fundi í Há- skólabíói kl. 12 í dag. Hver fram- bjóðandi fær fimm til sjö mínútur til umráða til þess að kynna stefnu sína og helstu áherslur. Að sögn Kristínar Einarsdóttur, starfsmanns Félags háskólakenn- ara, er annar kynningarfundur fyrirhugaður þegar nær dregur rektorskjöri og er þá gert ráð fyrir að frambjóðendur hafi rýmri tíma til þess að kynna stefnumál sín. Rektor er kjörinn til þriggja ára í senn og tekur formlega við embætti 5. september í haust. Atkvæðisrétt eiga prófessorar, dósentar og lektorar og allir þeir sem ráðnir eru til fulls starfs til lengri tíma en tveggja ára við Háskóla íslands og stofnanir hans og hafa háskólapróf. Einnig eiga atkvæðisrétt allir stúdentar sem skrásettir voru í Háskóla íslands tveimur mánuðum fyrir rektors- kjör. Greidd atkvæði stúdenta gilda sem einn þriðji hluti greiddra atkvæða alls. Rúmlega 6.000 á kjörskrá Á kjörskrá, sem lögð verður fram 14. mars næstkomandi, eru um 535 starfsmenn og 5.622 stúdentar. Kjörskráin liggur frammi til og með 25. mars. Skulu kærur hafa borist kjörstjórn eigi síðar en 1. apríl og verða þær úrskurðaðar fyrir 6. apríl en þá hefst kosning utan kjörfundar. Sjálft rektorskjörið fer svo fram miðvikudaginn 16. apríl. Hljóti enginn tilskilinn meirihluta greiddra atkvæða verður kosið að nýju milli tveggja efstu manna 23. apríl. Sex manna kjörstjórn sér um undirbúning og framkvæmd rekt- orskjörs, fjórir úr hópi starfs- manna og tveir úr hópi stúdenta. Formaður kjörstjórnarinnar er Guðvarður Már Gunnlaugsson, sérfræðingur á Stofnun Árna Magnússonar. Keflavíkurflugvöllur Fjölbýlishús í Kínahverfinu rifin Grindavík. Morgunblaðið. UNNIÐ er að því að rífa og fjarlægja fjölbýlishús fyrir varnarliðið á Keflavíkurflug- velli í hverfi sem gengið hefur undir nafninu Kínahverfið eða Chinatown frá árinu 1965. Hverfi þetta var reist skammt frá aðalhliðinu og voru húsin timbureiningahús af banda- rískri gerð og hafa verið afar óhentug í íslenskri veðráttu. Með tilkomu fjölda fjöl- skylduíbúða sem reistar hafa verið á undanförnum árum og fækkun varnarliðsmanna er þessara húsa, sem orðin eru kostnaðarsöm í viðhaldi, ekki lengur þörf. Alls voru reistar 252 íbúðir í 55 par- og raðhús- um af þessari gerð á Kefla- víkurflugvelli á sínum tíma. í þessum áfanga sem nú er byrj- að að vinna við verða 31 hús með 140 íbúðum rifin og verð- ur því lokið næsta sumar, en gert er ráð fyrir að þau hverfi öll á komandi árum. íslenskir aðalverktakar ann- ast verkið, en Keflavíkurverk- takar eru undirverktakar þeirra við að fjarlægja utan- hússklæðningu sem er úr as- Morgunblaðið/Kristinn Bonediktsson GRAFAN brýtur húsin eins og væru þau eldspýtustokkar. besti. Húsin eru brotin niður gangstígum og gengið frá lóð og fjarlægð ásamt sökklum og með fyllingu og tyrft yfir. Auglýsingar á ofbeldisefni Hótar sjónvarps- stöðvunum málsókn STEINGRÍMUR J. Sigfússon, þingmaður Alþýðubandalags, hótaði því á Alþingi s.l. mánu- dag að lögsækja sjónvarps- stöðvarnar fyrir að sýna og auglýsa ofbeldisefni á þeim tímum þegar börn og ungling- ar væru að horfa á. Þetta kom fram við umræð- ur um þingsályktunartillögu Steingríms og Sigríðar Jó- hannesdóttur um aðgerðir til að draga úr ofbeldisdýrkun. „Þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar til sjónvarps- stöðvanna og umræður á Al- þingi sækir sífellt í sama horf- ið á nýjan leik. Sjónvarps- stöðvarnar sýna og auglýsa ofbeldisefni á hvaða tíma dagsins sem er. Það er full- komlega ólíðandi að þær skuli hundsa þannig lög í landinu, svo sem eins og ákvæði sam- keppnislaga um vernd barna og unglinga fyrir skaðlegum áhrifum auglýsinga," sagði Steingrímur. Þingmaðurinn sagði enn- fremur að ef ekki rættist skjótlega úr ætti hann, sem foreldri, ekki annan kost en að fara í mál við sjónvarps- stöðvarnar. í þingsályktunartillögunni segir að dregið skuli úr hvers kýns ofbeldi í sjónvarpi, kvik- myndahúsum, myndböndum, tölvuleikjum, tölvunetum, bókum, blöðum og tímaritum og að aðgengi barna og ungl- inga að ofbeldisefni verði tak- markað. Yaldastöður þjóðkirkj unnar Konur alls staðar í minnihluta KONUR eru í minnihluta í öll- um helstu starfsstéttum og valdastöðum innan þjóðkirkj- unnar og ná hvergi 30 pró- senta hlut nema i sóknar- nefndum, þar sem þær eru 43% nefndarmanna. í nefndum á vegum yfir- stjórnar þjóðkirkjunnar eru alls 135 manns, þar af 36 konur, eða 26,6%. Formenn nefndanna eru 32 og þar af eru sjö konur, eða 21,8%. Þetta kemur fram í svari kirkjumála- ráðherra við fyrirspurn Guðnýjar Guðbjörnsdóttur um stöðu jafnréttismála innan þjóðkirkjunnar. Sóknarprestar eru alls 98 á landinu og þar af eru konur 17, eða 17,3%. Prófastar eru samtals 16 og þar á meðal er ein kona. í stjórn Prestafélags Islands eru fimm manns í aðal- stjórn, allt karlar. í varastjórn er ein kona og einn karl. Á kirkjuþingi er 21 fulltrúi og þar af þijár konur, eða 14,2%. Engin jafnréttisáætlun hef- ur verið gerð innnan þjóðkirkj- unnar. I tillögum dóms- og kirkumálaráðuneytisins vegna framkvæmdaáætlunar ríkis- stjórnarinnar um aðgerðir til að ná fram jafnrétti kynjanna er þó stefnt að því að heildar- þátttaka kvenna í nefndum og ráðum á vegum þjóðkirkjunnar verði 30% í lok gildistíma áætl- unarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.