Morgunblaðið - 12.03.1997, Side 25

Morgunblaðið - 12.03.1997, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. MARZ 1997 25 _____________________LISTIR__________ Ef ég málaði kýr vissi ég ekki hvert ég ætti að reka þær „Ég get lítið sagt um þessi verk beinlínis enda byggjast þau frekar á bilinu milli hlutanna en hlutunum sjálfum.“ Þetta segir Krístján Guðmundsson myndlistarmaður í tilefni einkasýningar sinnar í Ingólfsstræti 8. Hildur Einarsdóttir ræddi við listamanninn. KRISTJÁN er einn af stofnendum Gallerí Súm sem innleiddi meðal annars hugmyndalist á ís- landi í lok sjöunda áratugarins. Fyrsta sýning hans var á Mokkakaffi árið 1968 en einkasýn- ingar hans eru orðnar yfir ijörutíu talsins, bæði hér heima og erlendis. Á árunum 1970-1979 bjó Kristján í Amsterdam en þá flutti hann til Hjalteyrar og bjó þar í þrjú ár ásamt fjölskyldu sinni. Nú er hann búsettur í Reykjavík. Segist hvergi annars staðar vilja vera en hér. „Ef ég fer til útlanda fer mér að leiðast eftir viku.“ Svo einfalt er það. í Ingólfsstræti 8 sýnir Kristján verk úr gal- vaniseruðum járnrörum í sterkum sjálflýsandi litum sem hann kallar Græn göng, í bláum tröð- um, Gular traðir og rauð göng og Auð göng og rauðar traðir og eitt Litaljóð samsett úr orð- um og máluðu plasti með takkamynstri sem mynnir á legó kubba. Hvernig hugsar hann verkin? Hefðbundin spurning en afar nauðsynleg ekki síst þegar jafn óhlutbundin verk eiga í hlut og þau sem Kristján sýnir, þar sem tengsl efnis, innihalds og tungumálsins eru óræð. „Það er ekki gott að segja hvað ég hugsa,“ segir hann. „Ég hafði þó persónulega mjög gaman af því að vinna verk á þessa sýningu því ég hafði tækifæri ti! að nota liti sem ég geri ekki venjulega. Litir hafa ekki skipt mig höfuðmáli því ég hef einkum unnið með strúkt- úr og hef ekki viljað nota litina sem skraut, ef þeir skipta ekki máli fyrir verkið." - Það hefur verið sagt um verkin þín að þau setji fram krefjandi heimspekilegar spurningar? „Er ekki eitthvað heimspekilegt á bak við alla list? í þessum verkum er ég að leika mér að bilinu milli hlutanna, rörin eru tóm að innan og bilið á milli þeirra er autt - nema þar sem liturinn segir annað.“ - Þessi verk eru ekki aðeins hugmyndaleg heldur mjög dekoratíf, skýtur blaðamaður inn í. „Það finnst mér iíka,“ segir Kristján. Litaljóð Hann fer svo að tala um Litaljóðið og segist hafa gert svona ljóð á fínnsku og sýnt í Gal- erie Anhava í Helsinki fyrir tæpu ári. „Það var svipað og þetta sem ég sýni hér en í staðinn fyrir orðin „og“ og „eða“ sem ég nota í íslenska ljóðinu komu ,ja“ og „tai“ sem þýða það sama. Mér finnst gaman að yrkja á tungumálum sem ég skil ekki. Svona er ein ljóðlína í finnsku lita- ljóði: vaaleanpunainen ja keltainen ja harmaa tai vihreá tai sinien. Þetta finnst Finnum fal- legt.“ - Er það efnið sem stýrir hugmyndinni eða hugmyndin efninu? „Mér finnst gott þegar hugmyndin og efnið sem notað er ganga algjörlega saman. Ef þú ert með góða hugmynd og setur hana í vitlaust efni þá er hugmyndin ekki nógu góð, finnst mér. Ég hef alltaf unnið óhlutbundin verk, þau liggja nær mínum karakter. Ef ég málaði kýr vissi ég ekkert hvert ég ætti að reka þær og það mundi gera mig nervusan, þess vegna reyni ég að gera myndir sem ég þarf ekki að reka neitt.“ Kristján vann áður oft með hugtök eins og orsök og afleiðing og um það segir hann: „Þá var ég að vinna með eina athöfn sem var klofin í tvær myndir. Annar hluti myndarinnar var orsökin en hinn afleiðingin. Ég skal taka dæmi um hvað var á seyði. Taktu blað af kalkipappír og leggðu á hvítan pappír og dragðu línu á kalkipappírinn, þá færðu línu á hvíta blaðið. Snúðu síðan kalkipappírnum um níutíu gráður og dragðu aðra samsíða línu við hina á kalki- pappírinn, þá er kominn kross á hvíta blaðið. Ef ég fer aðeins nánar í þetta Búkolludæmi þá finnst mér gaman að eyða bilinu á milli orsakar og afleiðingar. Yfirleitt þegar við notum þessi tvö hugtök þá er eitthvað sem gerist fyrst og annað seinna. En hér varð orsök og afleiðing samtímis." Blaðamaður spyr í anda efnishyggjunnar hvort ekki sé erfitt að lifa af list sem þessari? „Það er erfitt að lifa af allri list hvort sem það er myndlist eða önnur list, og ekki síst í jafn fámennu jeppa- og mini-dellu þjóðfélagi og okkar. Einhvern veginn hef ég þó getað lif- að af myndlist í tæp þijátíu ár þótt það sé reynd- ar frekar útlendingum en íslendingum að þakka.“ Ljósmyndari/Einar Falur KRISTJÁN Guðmundsson: „List er alvar- legasti leikur sem ég þekki.“ Bókverk - Hvernig líður þér þegar þú hefur lokið við að setja upp sýningu eins og þessa hér? „Það er sama hvort það eru þessi verk sem við erum að tala um eða einhver önnur sem ég hef verið að gera í gegnum tíðina. Fyrir mér er þetta allt eitthvað svipað, en ég vil helst ekki kokka eitthvað fyrir aðra sem ég hef ekki list á að éta sjálfur. Ánnars er listin fyrir mér einhvers konar Yes Ultra Plus fyrir vitundina í það heila tekið.“ Þegar ég spyr Kristján hvort hann vinni á hveijum degi eða taki listsköpunina i skorpum, segir hann að honum líði ágætlega þó hann geri ekki mynd mánuðum saman, það pirri hann ekkert. „Að vera myndlistarmaður er ekki eins og að vera hljóðfæraleikari eða ballettdansari sem þurfa að æfa á hveijum degi til að halda leikninni. Myndlist er opnasta og frumstæðasta form listsköpunar.“ Á sýningu Kristjáns í Ingólfsstræti 8 liggja frammi sýningarskrár, myndverkabækur eða bókverk eða hvað á að kalla þetta bóklistaform. Eitt bókverkið heitir „Sundays Next Century". Bókin inniheldur dagsetningar á öllum sunnudög- um frá árinu 2000 til 2100, sem eru rúmlega fimm þúsund og tvö hundruð talsins, og er hún gefin út af virtu listasafni í Þýskalandi. „Þannig leik ég mér að því að horfa til framtíðar. Skemmt- un og leikur eru stórt atriði í myndlist - og líka alvaran. List er alvarlegasti leikur sem ég þekki.“ Nektí nafni list- arinnar Tókýó. The Daily Telegraph. JAPÖNSKUM framúrstefnu- listamanni hefur tekist að fá hundruð landa sinna til að berhátta sig fyrir listina. Hann setti upp sýningu í Tókýó sem var þannig úr garði gerð að menn verða að fara úr hverri spjör, vilji þeir beija listaverk- in augum. Fá þeir þá að horfa inn í þar til gerða myndavél, sem sýnir verk Kasuhikos Hachiyas undir heitinu „Hverfandi líkami“. Tveir geta skoðað sýninguna í einu. Fara þeir inn í búningsklefa þar sem þeir berhátta og halda að því búnu inn í myrkraher- bergi, þar sem þeir geta skoð- að myndir af listamanninum á adamsklæðum, svo og nektarmyndir af þeim sýning- argestum sem lagt hafa í að skoða sýninguna. Þegar þeir halda áfram inn eftir her- berginu sjá þeir hver annan, þ.e. skuggamynd, þar sem þunnt nælonefni er á milli. Menn geta snert hinn sýning- argestinn í gegnum efnið en ekki skoðað hann nákvæm- lega. Hachiya segir að fólk sé vant því að skoða nektar- myndir alklætt. Sér hafi þótt tilhugsunin um að sýningar- gestir væru sjálfir naktir er þeir skoðuðu sýninguna, skemmtileg. Ekki hefðu þó allir hugrekki til að berhátta sig. Þeir sem hafa látið slag standa, segjast hins vegar stórhrifnir. Þetta sé alveg ný reynsla og í raun furðu lítið mál að fara úr hverri spjör. Nekt er Japönum síður en svo framandi. I almennings- böðum eru menn allsnaktir og erótík og klám er að finna í alls kyns bókmenntum, teikni- myndasögum og á myndbönd- um. Þá er ekki langt síðan aflétt var banni við því að kynhár sæjust á myndum. Ekki er þó talið að nektarsýn- ingar á borð við sýningu Hac- hiya muni hrinda af stað tísku- bylgju. Rúmhetrí en keppinautarnir? MA2DA 323 Sedan er stærri og með lengra farþegarými en 323 Sedan kostar frá kr. helstu samkeppnisbílar. Komdu, mátaðu og finndu muninn! Aðrar gerðir kosta frá kr. 1.249.ooo Umboðsmenn: Akranes: Bílás sf. • ísafjörður: Bílatangi ehf. • Akureyri: BSA hf. • Egilsstaðir: Bílasalan Fell • Selfoss: Betri bílasalan • Vestmannaeyjar: Bifreiðaverkstæði Muggs

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.