Morgunblaðið - 12.03.1997, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 12. MARZ 1997
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Stefán Ólafsson
JÓNAS Ingimundarson leikur verk eftir Schubert í Hafnarkirkju.
Fernir
tónleikar
áviku
Höfn, Hornafirði
EINS OG fram hefur komið í
blaðinu minnast Austur-Skaft-
fellingar 100 ára byggðar á Höfn
á þessu ári. Með tveggja mánaða
millibili er gefin út afmælisdag-
skrá fyrir næstu tvo mánuði.
Segja má að fjölbreytni og mikið
framboð góðra atriða einkenni
dagskrána.
Það sem einkennt hefur af-
mælisárið undanfarið er líflegt
tónleikahald. Þrennir tónleikar
voru í Hafnarkirkju með ör-
skömmu millibili. Þeir Sigurður
Kr. Sigurðsson sóknarprestur og
tenórsöngvari og Kjartan Sigur-
jónsson organisti í Seljakirkju
riðu á vaðið með tónleikum
fimmtudaginn 27. ferbrúar.
Laugardaginn 1. mars voru þau
Jónas Ingimundarson píanóleik-
ari og Ingveldur Ýr Jónsdóttir
mezzósópran með tónleika á
sama stað. Sunnudaginn 2. mars
var Jónas Ingimundarson svo
einn með tónleika þar sem ein-
göngu voru leikin lög eftir Schu-
bert auk þess sem Jónas útskýrði
tónlistina á sinn einstaka hátt.
Djass og blús tóku völdin á
Hótel Höfn fimmtudaginn 6.
mars. Jaasband Hornafjarðar lék
þar ásamt Grétari Orvarssyni og
RAGNHEIÐUR Sigjónsdóttir,
söngkona.
fleiri góðum gestum. Þess má
geta að Sæmundur Harðarson,
einn af liðsmönnum Jassbands-
ins, kom frá Kaupmannahöfn til
að leika með félögum sínum.
Grétar var staddur á Höfn til
að taka upp nokkur þeirra laga
sem verða á afmælisdiski er út
kemur í næsta mánuði. Hér
eystra voru tekin upp lög með
Jassbandinu, Karlakórnum Jökli,
Gleðigjöfum, sem er kór aldr-
aðra og Kalla, Bertu og sonum.
Onnur lög voru tekin upp í hljóð-
veri syðra.
Laugardaginn 8. mars voru
fyrirhugaðir tónleikar með
Karlakórnum Jökli á Hrollaugs-
stöðum í Suðursveit en þeim varð
að aflýsa vegna veðurs.
JASSBAND Hornafjarðar, f.v. Sæmundur Harðarson, gítar,
Ragnar Eymundsson, trommur, Þorsteinn Hermannsson,
bassi og Heiðar Sigurðsson, píanó.
Langlífiö í Beirút
að lifna við
LISTALÍFIÐ í Beirút er að lifna
við. Þar ber fyrst að nefna A1 Bust-
an-hátíðina en í ár sækja hana m.a.
Vínardrengjakórinn, strengjakvart-
ett Leipzig og Wanderer-píanótríó-
ið, auk íjölmargra rússneskra tón-
listarmanna. Lífið er smám saman
að komast í eðlilegt horf eftir borga-
rastytjöldina í Líbanon, stofnanir
og skólar taka til starfa að nýju,
einn þeirra er tónlistarháskólinn í
Beirút, en þar eru nú um 215 kenn-
arar og 3.500 nemendur, þar af
fimmti hver í þíanónámi.
BBC music hefur eftir Walid
Gholmieh, skólastjóra tónlistar-
skólans, að ein helsta hindrunin á
veginum sé andstaða heittrúaðra
múslima við „úrkynjaða" vestræna
tónlist en hann stefnir þó enn að
því að stofna sinfóníuhljómsveit.
Henni verður aðallega ætlað að
flytja líbanska tónlist en skólastjór-
inn viðurkennir að enn sé ekki um
auðugan garð að gresja. Það muni
þó vafalaust breytast þegar sinfó-
níuhljómsveitin sé komin á laggirn-
ar. '
Ferðaskáld og
borgarglópar
SKÁLDIN ensku, Maxwell og Armitage, á áfangastað við Mývatn.
Mánaland er ferðasaga
tveggja kunnra enskra
skálda sem ferðuðust
um ísland í fótspor
tveggja frægra
fyrirrennara, þeirra
Audens og MacNeice
sem kölluðu sína bók
Bréf frá íslandi.
Geir Svansson hefur
kynnt sér vitnisburð
„borgarglópa á hjara
veraldar“ og hefur af
því tilefni einnig lesið
eldri bókina.
TITILLINN á bók Simon Arm-
itage og Glyn Maxwell: MOON
COUNTRY: FURTHER REPORTS
FROM ICELAND. (Faber & Faber
Ltd., London, 1996. 176 bls.) bend-
ir til að erlendum þyki ísland (enn)
framandlegur staður: Mánaland.
Þetta hafa Islendingar heyrt áður
og þeir félagar geta um æfingar
amerískra á tungllendingum í nám-
unda við Kröflu, fyrir ekki svo
ýkja mörgum árum. Þeir eru auð-
vitað í og með að leika sér með
klisjuna um landið dularfulla, auk
þess að skopast að sjálfum sér;
borgarglópum á hjara veraldar.
Það er eftir öllu ferðabók frá því
fyrir stríð, sem kalla má kveikjuna
að ferð og skrifum þeirra félaga.
í þá bók vísar einmitt undirtitillinn
- Frekari fréttir frá íslandi: Mána-
land er í og með hugsuð sem nokk-
urs konar úttekt á ástandinu á ís-
landi sextíu árum eftir útkomu
fyrri bókarinnar.
Breska ljóðskáldið W.H. Auden
dvaldi hérlendis um þriggja mán-
aða skeið 1936. Hluta þess tíma
var hann í slagtogi með vini sínum
og skáldbróður Louis MacNeice og
í sameiningu, þó að hlutur þess
síðarnefnda sé töluvert minni,
skrifuðu þeir harla óhefðbundna
ferðabók, Bréf frá íslandi: LETT-
ERS FROM ICELAND. (Faber &
Faber Ltd., London 1967.) Bókin
er athyglisverð fyrir nýstárlegt
form og þann tíðaranda sem hún
ber í sér. Stemmningin er módern-
ísk, bókmenntaleg og gamansöm.
í henni er þó alvarlegur undirtónn
því baksviðið er Evrópa og yfirvof-
andi heimstyijöld. Borgarastríð
geisar á Spáni og Hitler og hans
kónar í miklum gæsauppgangi.
Allur þessi skarkali var auðvitað
fjarlægur íslandi, eða hvað? Auden
hittir bróður Görings nasistaleið-
toga á Hólum í Hjaltadal og á leið
til Mývatns lendir hann í rútufylli
af nasistum, eins og hann kemst
sjálfur að orði, sem tala án afláts
um „Die Schönheit des Islands“
og öll fallegu börnin með „schöne
blonde Haare und blaue Augen“.
„Bréfabók“ Audens og Mac-
Neice er fléttuð úr sendibréfum,
ljóðum, almennum athugasemdum,
lýsingum á landi og þjóð, tilvitnun-
um í íslandsfara fyrri tíma, þýdd-
um íslenskum málsháttum og þjóð-
sögum, bókaskrá yfir ferðabækur
um ísland, dagbókarbrotum, upp-
diktuðum í bland, o.fl. Auden held-
ur uppi „samræðum" við bók-
menntahefðina, stílar t.d. ljóðabálk
á Byron lávarð þar sem hann gant-
ast við hinn löngu látna skáldjöfur
og ræðir um heima og geima. Bók-
in fjallar því ekki eingöngu um
ísland heldur ekki síður um heims-
mál, heimspeki og innri togstreitu
þess sem heldur á pennanum.
W.H. Auden var mikill íslands-
vinur og aðdáandi íslendinga-
sagna. Hann hafði dreymt ísland
frá unga aldri og í formála kallar
hann landið „helga jörð“. Þeir
MacNeice ferðuðust um, aðallega
á söguslóðum, og skrifuðu í leið-
inni. Þeir höfðu líka samband við
íslenska menningarvita og skáld
og Auden gerir stutta úttekt á ís-
lenskum skáldskap. í bókarlok er
sendibréf stílað á Kristin Andrés-
son. í því þakkar Auden gómsætar
pönnukökur og greiðvikni og legg-
ur í staðinn mat á land og þjóð,
eins og hann hafði lofað Kristni
að gera. Þar kemur m.a. fram að-
dáun Audens á bændum, sem hann
hrósar í hástert fyrir hátt menning-
arstig, og sveitum landsins. Þorp
og bæi telur hann hins vegar ömur-
lega staði og mannskemmandi.
Sollurinn í Reykjavík er honum
alls ekki að skapi. íslendinga segir
hann eðlilega í fasi og yfirleitt
hreinskiptna, en afturámóti fá-
kunnandi í „tilbúnum" mannasið-
um. Þeir eru t.d. síhrækjandi.
Armitage og Maxwell setja sig
í svipaðar stellingar og feta í sum
fótspor fyrirrennara sinna og
skáldfeðra. Mánaland er m.a. sett
saman úr farangurslista, ljóðum,
leikriti, bréfum, sögubrotum, við-
talsbútum, og meira að segja
spjaldi úr ökurita. Bókin er bráð-
skemmtileg en í léttari dúr, og
kannski léttvægari, en bók Audens
og MacNeice. Aðstæður enda allar
aðrar, aðrir tímar og öðruvísi.
Auden dvaldi t.d. á landinu í þijá
mánuði en Armitage og Maxwell
í þijár vikur. Þeir hvíla þarfasta
þjóninn en fara þess í stað í ökutúr
um hluta landsins. Öræfin láta
þeir eiga sig en skoða Þingvelli,
Gullfoss og Geysi. Einn kaflinn
heitir „Glópar við Gullfoss" og þar
komast þeir í hann krappan, á ystu
nöf, við að ljósmynda fossinn. í
viðlíka svaðilför lenda þeir í Vest-
mannaeyjum þegar þeir fara dags-
túr með Gullborginni frá Eyjum.
Þeim veiðitúr er skemmtilega lýst
frá sjónarhóli landkrabbans. Vest-
mannaeyjadvöl þakka þeir með
ljóði sem heitir „Song of the West
Men“ og segir frá mögnuðu afreki
Guðlaugs sem barg sér úr sjávar-
háska með því að synda ískaldan
sjó og klífa hraunið berfættur. í
Fljótstungu skrifa þeir i sömu
gestabók og listamaðurinn William
Morris hafði gert í heimsókn sinni
í kringum 1870 og í Kalmannst-
ungu leika þeir á sama píanó og
Auden og MacNeice, á sínum tíma.
En þrátt fyrir ævintýri á lands-
byggðinni virðast þeir hrifnari af
fjölbýli en Auden. Þeir eru greini-
lega áhugasamari um snöggan
long drink en Langjökul og hugn-
ast betur kvöldstund á Café List
en vikulangur túr á hestbaki um
öræfi.
Rétt eins og ferðafeður þeirra
nota þeir tækifærið til að hitta
skáldbræður og -systur: Sjón,
Braga, Sigfús, Steinunni, Þórarin,
Einar Kára, Lindu, Sveinbjörn I.
og fleiri. Á Björk, og lögin hennar,
minnast þeir nokkrum sinnum og
kannski væri hægt að kalla þá af
Bjarkarkynslóð ferðamanna; það
er ekki ólíklegt að sú „syngjandi
landkynning" hafi haft áhrif á þá
ákvörðun að sækja ísland heim.
Viðtöl taka þeir við frú Vigdísi
Finnbogadóttur forseta og Matthí-
as Johannessen, skáld og ritstjóra.
Matthías þekkti Auden persónu-
lega og er því nokkurs konar „teng-
iliður" milli skáldakynslóða og
ferðabókanna.
Alveg eins og í fyrirmyndinni þá
er ferðasaga Armitage og Max-
well, og skáldskapurinn, öðrum
þræði sjálfsrýni. Ferðabækur,
meira að segja hefðbundnar, hafa
auðvitað alltaf líka beinst innávið -
maður þarf að fara út til að geta
séð inn - og segja oft mest um
þann sem skrifar. Einn besti kafli
bókarinnar eru einmitt æskuminn-
ingar Simon Armitage sem kvikna
í Breiðuvík á Vestfjörðum, í lok
dvalar. Þarna á ^vestasta oddi Evr-
ópu“, þar sem „Island, dagurinn og
sumarfríið endar,“ í ljóði Maxwell,
kemst Armitage í snertingu við
„rauntímann, raunveruna, og núið,“
og hverfur „því“ í huganum aftur
til fortíðar. Þar uppgötvar lítill snáði
„heiminn" handan hæðardrags bak
við húsið sitt í þorpinu heima i
Skotlandi, þegar boltinn fer of
langt. Annar góður sprettur er
draumlýsing Armitage á hvíta hirt-
inum. Ljóðin í bókinni eru yfirleitt
í léttari kantinum og stundum ort
í hálfkæringi. En því verður ekki
neitað að sum þeirra eru ágæt og
býsna skondin. Eftirfarandi kindur,
með „logandi dindla" í augum
skáldsins, koma niður brennisteins-
hlíðar Kröfluhryggs: Sheep/ come
off its slopes/ with blackened fac-
es,/ blistered feet./ Undocked,/ one
ram/ to fifty ewes, each tail a lig-
hted fuse.
Bækur beggja skáldpara skera
sig frá hefðbundnum ferðabókum.
Þær eru auðvitað skáldlegri en ger-
ist og gengur og hvorug ætlar sér
þá dul að miðla hlutlausum sann-
leika um land og þjóð. Myndir sem
brugðið er upp eru í besta falli
brotakenndar og ekkert sérlega
nákvæmar. Þetta á sérstaklega við
um yngri bókina, enda yfirferðin
(og tíðarandinn) hraðari. Báðar
ferðaskáldbækurnar eru samt að
einhveiju leyti heimildir um tíðar-
hátt á íslandi og í báðum þeirra
glittir kannski í eitthvern kjarna
sem kalla mætti séríslenskan.