Morgunblaðið - 12.03.1997, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 12. MARZ 1997 27
LISTIR
„Ný aðföng“
SJONMENNTIR
Listasafn íslands
NÝ AÐFÖNG 1994-1997
35 verk eftir 24 isl. og 5 erlenda
listamenn. Opið alla dagafrá 12-18.
Lokað mánudaga. Til 13. apríl.
Aðgang^ur 300 krónur.
ÞAÐ er góð og mikilsverð venja
að kynna árlega úrtak innkaupa
Listasafns íslands, þótt æskilegt
væri að virknin væri meiri og
gesturinn fengi frekari upplýs-
ingar upp í hendurnar en tiltækar
eru.
Fram kemur í riti sem þjónar
sem sýningarskrá, að á tímabilinu
1994-1997 hafi safnið eignazt
403 myndverk (!), kaup og gjafir,
en hins vegar ekki eftir hvað
marga listamenn, né hvaða aðra
en eiga verk á kynningunni. Það
sem að þessu sinni er til sýnis
mun samkvæmt upplýsingum frá
safninu og viðtölum í fjölmiðlum
vera „úrval" verkanna. Elzti lista-
maðurinn er Guðmunda Andrés-
dóttir f. 1922, og er þannig á 75.
aldursári, en yngstur er Hrafn-
kell Sigurðsson f. 1963, á 34.
aldursári. Sýningin á að gefa inn-
sýn í margbreytileika íslenzkrar
samtímalistar, og eins og tekið
er fram: „Listamennirnir vinna
hvorki út frá einu meginþema,
efni né stíl heldur er í verkum
þeirra að finna dæmi um fjöl-
breytilegar skírskotanir og mynd-
mál - oft með sterku ívafi ljóð-
rænu og kímni - expressjónísk
náttúrusýn, náttúrurómantík,
konzeptlist, formtilraunir, frá-
sagnarlist, sviðsetningar hvers-
dagslífsins, skreytilist, hljóðinn-
setningar og rómantísk tákn-
hyggja." Hvernig sem á það er
litið, telst það stórt orð að standa
við að tala hér um úrval í stað
úrtaks, því gesturinn meðtekur
framsláttinn óhjákvæmilega í þá
veru, að hér sé verið að kynna
mikilsverðustu verkin sem safn-
inu hefur áskotnazt. Jafnframt,
að samantektin eigi að endur-
spegla það bezta í framsækinni
íslenzkri myndlist á þessu af-
markaða tímabili.
Skilvirkara hefði náttúrulega
Hannes Lárusson. Decoy,
1991. Blönduð tækni. Keypt
1996 LÍ H-331.
verið að tala um úrtak, telja jafn-
framt upp nöfn allra sem safnið
hefur keypt af á tímabilinu, enn-
fremur gjafir til safnsins sem
hvort tveggja gæfi möguleika til
hlutlægs samanburðar. Annars
er hætta á að gesturinn fari að
álíta að þau 378 verk sem ekki
eru uppi og afgangs urðu í
geymslum safnsins víða um borg
séu úrkast, í öllu falli á hæpnara
gæðastigi. Rýnirinn hefur verið
árviss gestur á sýningum þessa
„úrvals“ nýrra aðfanga, á stund-
um hefur það verið hlutverk hans
að fjalla þar um. Það hefur verið
vandasamt, sérstaklega að þessu
sinni í ljósi þessa litla brots inn-
kaupa safnsins og gjafa sem til
sýnis eru og svo að ekki liggja
frammi upplýsingar um allt hitt.
í raun eru hendur hans þræl-
bundnar að fengnum upplýsing-
um um allt magnið sem mætir
afgangi. Hins vegar getur hann
komið á framfæri skoðun sinni á
mörkuðu hlutverki þjóðlistasafna
í ljósi reynslu og yfirsýnar. Eink-
um freistast hann til slíkra at-
hafna vegna þess að mjög ákveð-
inni tegund núlista hefur verið
haldið fram, sem frekar gefur til
kynna að um róttækt samtíma-
listasafn sé að ræða en þjóðlista-
safn. Róttækt, vegna þess að
hugtakið samtímalist er almennt
skilgreint sem öll framsækin og
lífræn list frá lokum seinni heims-
styijaldarinnar. En bersýnilega
virðist það helzt skilgreint sem
list eftir að árum ungt fólk hér á
útskerinu, og þá sér í lagi ef sá
framningur er endurómur þess
sem gert er í útlandinu og hefur
hlotið löggildingu sértækra fjár-
festa í núlistum. Að vísu hafa
verið gerðar nokkrar undantekn-
ingar frá róttækninni með því að
kaupa verk miðaldra og eldri
listamanna er lengi hafa staðið í
fylkingarbijósti, sumir allt frá
styijaldarlokum, en þá vill svo til
að innkaupin hafa svip tregðu og
málamiðlunar, og ósjaldan um
annars flokks verk að ræða. Hafa
sumir þeirra þó verið jafn virkir
þeim ungu, ef ekki virkari flestum
þeirra um svipmiklar athafnir á
sýninga- og listavettvangi. Ein-
stæð tækifæri til að festa til
safnsins stór úrvalsverk þessa
fólks látin fara forgörðum á sama
tíma og margfalt það verð er reitt
af hendi fyrir verk nýliða sem
gildir á almennum markaði. þetta
heitir á almennu máli markaðs-
setning, og er alls ekkert við slíkt
að athuga, nema að draga verður
í efa að vettvangurinn sé megin-
hlutverk þjóðlistasafna (eða borg-
arlistasafna). Gefur auga leið, að
ris og vægi listamanna verður
meira er mikils háttar söfn festa
sér myndir þeirra, en yfirleitt er
gangurinn annar. Þannig keppast
umboðsmenn ungra listspíra úti í
hinum stóra heimi við að fá mik-
ilsháttar söfn til að taka við
myndum skjólstæðinga sinna að
gjöf vegna auglýsingagildisins,
er þá fremdin ein þóknun lista-
mannsins.
Þeir sem komnir eru yfir miðjan
aldur og þar yfir minnast þess
áreiðanlega ekki að söfnin hafi
keypt af þeim verk yfir almennu
markaðsverði. Sættu sig við að
eldri og nafnkenndari listamenn
væru með hærra verð á verkum
sínum sem telst víðast eðlilegt
markaðslögmál. En þeim finnst
skjóta skökku við er ungum á
byijunarreit að segja má er lyft
UPP °S goldið er jafnvel mun
hærra verð fyrir verk viðkomandi
án sýnilegs tilefnis. íslenzkur
listamarkaður er að vísu rugl og
hefur lengstum verið, því hann
hefur aldrei fengið að rótfesta
sig, ruglið og brenglað gildismat
á verðmæti í hámarki á síðustu
árum. Er í góðu samræmi við að
í þessu þjóðfélagi verður flest það
sem eyðist og hverfur, yfirborð
hjóm og glingur, stöðugt verð-
Sigurður Örlygsson. Konan með brauðið, 1996. Olia.
Keypt 1996 LÍ-5899.
Ólöf Nordal. Hvítir hrafnar, 1996. Gifs, stál. Keypt 1996 LÍ H-353.
meira á kostnað þess sem mölur
og ryð fær ekki grandað, sem
telst öllu öðru fremur mannauð-
ur, gildi sem fram eru borin af
lifandi og safaríku hugviti. Hvergi
á byggðu bóli þar sem ég þekki
til ganga þjóðlistasöfn né önnur
opinber söfn undir slík jarðarmen,
heldur leitast við að skapa hér
jafnvægi og stuðla þarmeð að
heilbrigðri þróun listamarkaðsins,
opna augu fólks fyrir ekta og jarð-
tengdum gildum. Hlutverk þeirra
er einnig að halda fram úrvali
allra kynslóða framsækinna og
virkra listamanna, fara hér ekki
í neina aldursgreiningu né aðrar
persónubundnar greiningar sem
telja má þeirra einkamál.
Fram kemur, að sautján (!) ís-
lenzku listamannanna eru fæddir
á árnum 1954-63, tveir á þriðja
áratugnum og fimm • á þeim
fimmta, engir virðast hafa átt
forvitnileg verk af kynslóð fjórða
áratugarins, og aðeins einn af
yngstu kynslóð undir 35 ára.
Ýmislegt má lesa út úr tölunum,
það athyglisverðasta, að yfirleitt
er um að ræða jafnaldra og félaga
þeirra sem völdu verkin.
Þá telst til umhugsunar, að
sumir listamenn eru kynntir ár
eftir ár, án þess að séð verði að
listrænt pund þeirra standi undir
slíkri virkt á meðan verk annarra
og mikilvirkra listamanna sjást
hvergi. Annað mál er svo, að sjálf
framkvæmdin er á köflum mun
lífmeiri en á undanförnum árum,
fjölþættari og þokkafyllri fyrir
augað enda fær hún aukið rými
og meira er borið í hana.
Bragi Ásgeirsson
Léttgeggjaðir
græningjar
KVIKMYNDIR
Bí 6 h ö1lin,
Kringlubíó
INNRÁSIN FRÁ MARS
(MARS ATTACKS!) ★ ★ Vi
Leikstjóri Tim Burton. Handrits-
höfundur Jonathan Gems. Kvik-
myndatökustjóri Peter Suschitzky.
Tónlist Danny Elfman. Aðalleik-
endur Jack Nicholson, Glenn Close,
Annette Bening, Pierce Brosnan,
Danny De Vito, Martin Short,
Sarah Jessica Parker, Michael J.
Fox, Rod Steiger, Lukas Haas,
Natalie Portman, Jim Brown, Pam
Grier, Sylvia Sydney, Tom Jones,
Joe Don Baker, Paul Winfield, Lisa
Marie. 102 mín. Bandarísk. Warner
Brothers 1996.
LEIKSTJÓRINN ungi, Tim
Burton, fer jafnan eigin leiðir,
víðsfjarri hefðbundinni gróða-
stefnu kvikmyndaveranna og
hefur komist upp með það. Nú
gæti orðið breyting á, aðsóknin
að Innrásinni frá Mars olli mikl-
um vonbrigðum og skildi eftir
skuldasúpu. Það vantar í hana
bit og grínið stendur ekki undir
væntingum þegar á heildina er
litið. Þó getur myndin tæpast
talist annað en paródía þar sem
skopast er að hasarblöðum og
B-vísindaskáldsögulegum mynd-
um, einkum frá sjötta áratugn-
um.
Einsog nafnið bendir til fjallar
myndin um innrás grænna
Marsbúa og viðskipti þeirra við
Bandaríkjamenn. Þeir taka land
í Arizona eyðimörkinni og endar
fyrsti fundurinn með ósköpum.
Forsetinn (Nicholson) varar þjóð
sína við innrásinni en í Hvíta
húsinu eru skoðanir skiptar á
hvernig eigi að meðhöndla
Marsbúana. Vísindamaðurinn
Kessler (Pierce Brosnan) leggur
til að komið sé fram við þá af
huggulegheitum, hershöfðinginn
Decker (Rod Steiger) vill skella
þeim á kjarnorkugrillið. Leikur-
inn berst til Las Vegas og Kans-
as, þar sem einstaklega ólíklegt
leynivopnið finnst að lokum.
í fyrsta skipti á ferlinum veld-
ur Burton nokkrum vonbrigðum,
Innrásin frá Mars er dágóð
skemmtun, en það er ekki nóg
þegar leikstjóri Beatlejuice og
Batman á í hlut. Þær voru vel-
lukkaðar, kolsvartar grínmynd-
ir, báðar tvær. Hugmyndin að
Innrásinni frá Mars er fengin
að láni frá teiknimyndaseríu sem
fylgdi kúlutyggjói á sjöunda ára-
tugnum en þótti ofbeldisfullt úr
hófi fram fyrir smáfólkið. Þá
sækir Burton og handritshöf-
undurinn, Jonathan Gems, fjöl-
margar tilvísanir í brellur og
myndskeið gamalla B-mynda og
það tekst ljómandi vel. (Mörg
atriði Innrásarinnar minna á
ID4, þar er hinsvegar um tilvilj-
un að ræða þar sem myndirnar
voru gerðar á svipuðim tíma.
Tæknivinnan er stórsnjöll og
tónlistin hans Danny Elfman á
ríkan þátt í hve sterkum tökum
þessi ósköp öll taka mann fyrsta
klukkutímann eða svo. í hléinu
furðar maður sig á því hvers-
vegna Innrásin sló ekki hressi-
lega í gegn. Það liggur hinsveg-
ar í augum uppi eftir miðja
mynd, eða svo, þá erum við búin
að fá smjörþefinn af öllu gamn-
inu sem verður endurtekningar-
gjarnt og einfaldlega ófyndið og
Innrásin farin að fjarlægjast Dr.
Strangelove... en tekin að minna
þess meira á 1941 eftir Spiel-
berg, The Hallelujah Trail og
aðra kunna ofurskelli byggða á
stjörnufans og einhliða farsag-
amni. Persónurnar eru vitaskuld
léttgeggjaðar en þynnast fljót-
lega út eins og annað. Farsa-
stíllinn á vel við Nicholson sem
gerir stólpagrín að yfirborðs-
kenndri Clintonímynd en tekst
jafnvel betur þegar hann skiptir
yfir í Burt Reynolds. Annette
Bening hefur ekkert bitastætt
að gera. Sama máli gegnir um
Söru Jessicu Parker og Michael
J. Fox í tilgangslausum frétta-
mannahlutverkum, Jim Brown
og Martin Short en enginn er
þó meira misnotaður en Danny
De Vito í einskisverðu smáhlut-
verki. Sá sem stendur sig best
(fyrir utan Nicholson) er náungi
sem að öllu jöfnu er ekki í neinni
guðatölu á þessum bæ, Englend-
ingurinn Pierce Brosnan, sem
nær rétta farsatóninum. Það
gera þau líka: Joe Don Baker
sem byssuglaður Suðurríkja-
maður, Sylvia Sdney í hlutverki
elliærrar móður hans, Lisa Marie
(sem lék blóðsuguna í í Ed
Wood), er yndislega „speisuð“
sem Marsættað kyntröll og
Glenn Close tekur Nancy Reagan
og hennar líka í karphúsið.
Innrásin er blandaður kokk-
teill sem þynnist þegar neðar
dregur, á marga góða kafla og
skemmtir eflaust einhveijun vel
en bitið vantar.
Sæbjörn Valdimarsson
Islands-
klukkan á
færeysku
VAKA-Helgafell hefur gengið frá
samningum um útgáfu á íslands-
klukkunni eftir Halldór Laxness á
færeysku og kom bókin út hjá
bókaforlaginu Unga Foroyar í lok
síðasta árs. Fyrsti hluti verksins,
íslandsklukkan, var gefin út á
færeysku 1969-1970 en það var
ekki fyrr en í fyrra sem hinir tveir
hlutarnir, Hið ljósa man og Eldur
í Kaupinhafn, höfðu verið þýddir
og gefnir út á því tungumáli. Sig-
urður Joensen þýddi alla bókina
en hann féll frá áður en hún var
gefín út.
íslandsklukkan er 443 blaðsíður
að lengd í útgáfu Unga Foroyar
en bókin var prentuð og bundin á
íslandi í Odda. Á bókarkápu getur
að líta myndir frá uppsetningu
Þjóðleikhússins á íslandsklukkunni
frá 1985 með Helga Skúlasyni í
hlutverki Jóns Hreggviðssonar,
Tinnu Gunnlaugsdóttur í hlutverki
Snæfríðar og Þorsteini Gunnars-
syni í hlutverki Amæusar.
Islandsklukkan var fyrst gefín
út á árunum 1943-1946 en hefur
nú komið út í 83 útgáfum á 23
tungumálum.