Morgunblaðið - 12.03.1997, Qupperneq 38
. .38 MIÐVIKUDAGUR 12. MARZ 1997
MINIMINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
HERDIS BIRNA
ARNARDÓTTIR
+ Herdís Birna
Arnardóttir
fæddist í Reykjavík
hinn 15. apríl 1963.
Hún lést á heimili
sínu 3. mars síðast-
liðinn og fór útför
hennar fram frá
Askirkju 11. mars.
Frænka mín hefur
->nú fengið hvíld eftir
stutt en erfið veikindi.
Astvinir sjá á bak ungri
konu í blóma lífsins.
Öll stöndum við svo
ótrúlega tóm eftir tapaðan leik við
sláttumanninn slynga.
Það var átakanlegt að fylgjast
með því hvemig athafnamanneskj-
unni var kippt úr sambandi við hið
daglega líf til að takast á við svo
harða baráttu sem raun ber vitni.
Frá því veikindi hennar byijuðu
leit ég stundum við í Skipholtinu
og var mér alltaf jafnvel tekið þó
misjafnlega stæði á. Þar var Herdís
Bima umvafin hlýju og ástúð fjöl-
skyldu sinnar, sem gaf henni styrk
- Hil að gefa öðrum hlutdeild í viður-
eign hennar við krabbameinið. Ég
dáðist að því baráttuþreki sem hún
sýndi allt til hinstu stundar.
Ekki fór fram hjá neinum sem
fylgdist með henni síðasta spölinn
hversu mikilvægur þáttur umönnun
móður hennar var, því Áslaug var
vakin og sofin yfir velferð hennar.
Hví fölnar jurtin friða
og fellir blóm svo skjótt?
(Björn Halldórsson.)
ViF Herdís Bima var mjög sérstök
og fór sínar eigin leiðir. Hún var
að vissu leyti hlédræg og hélt manni
í hæfilegri fjarlægð en nálgaðist
mann á sinn hátt þegar hún vildi.
Mér em einnig minnisstæð frænku-
boðin sem móðir hennar átti frum-
kvæði að fyrir nokkrum árum og
sem við frænkurnar héldum við eft-
ir megni. Þar fundum við saman
þann meið sem við allar erum
sprottnar af, og alltaf vorum við
Keflavíkursystur stoltar af henni
frænku okkar þegar hún birtist á
sjónvarpsskjánum.
Um leið og ég þakka frænku
minni samfylgdina vil ég þakka
henni fyrir að gefa mér hlutdeild í
. því sem hefur verið mér svo fram-
andi til þessa.
Ég og fjölskylda mín vottum Örnu
Ösp, foreldrum, systkinum og vini
Herdísar Birnu okkar dýpstu samúð
og megi góður Guð styrkja ykkur í
sorginni.
Ragnhildur Sigurðardóttir.
Það er tregt tungu að hræra þeg-
ar góður samstarfsmaður til margra
ára fellur frá langt um aldur fram
- ekki síst þegar samstarfið hefur
verið ánægjan eintóm. Raunar var
það ekki í vinnunni sem ég kynntist
Herdísi Birnu fyrst - hún var litla
stelpan, sem átti heima í húsinu við
hliðina á okkar á Túngötunni i Vest-
mannaeyjum. Hún var á aldur við
litlu systur mína og tíður gestur í
húsi foreldra minna. Ég var hins
vegar á þeim aldri að ég sóttist
ekki mikið eftir samneyti við svona
smástelpur, svo kynnin urðu ekki
náin í það sinnið. Óralöngu síðar
kom svo litla stelpan úr húsinu við
hliðina - þá orðin stór - og fékk
vinnu við að þýða erlendar fréttir
á Stöð 2. Hún hætti svo fljótlega
að þýða fréttir og tók til við að
skrifa þær og segja. Ég hef alltaf
wtalið sjálfum mér trú um að ég
væri nokkuð glúrinn í mannaráðn-
ingum og ekki urðu störf Herdísar
Birnu til að draga úr þeirri sjálfum-
gleði.
Einhvern veginn er það samt svo,
að það eru ekki störfin hennar Dísu,
sem eru mér hugstæðust á þessari
stundu, heldur hún sjálf. Fréttastofa
Aer að ýmsu leyti dálítið þrúgandi
vinnustaður - hávaða- og erilsam-
ur, og fólk í sífelldu
kapphlaupi við tímann
- í mikilli nalægð hvert
við annað. í þessu um-
hverfi er gott að hafa
fólk á borð við Dísu.
Það andaði frá henni
hlýju, góðvild og um-
burðarlyndi. Hún var
hvers manns hugljúfi
og skapgerð hennar
indæl blanda af góð-
semi og glettni. Það
slaknaði einatt á
spennu þegar Dísa
lagði gott til mála og
það gerði hún oft.
Ég hitti Dísu síðast í eldhúsi for-
eldra hennar nokkrum dögum áður
en hún laut í lægra haldi fyrir illvíg-
um sjúkdómi, sem hún hafði þó
barist svo hetjulega gegn mánuðum
saman. Þrátt fyrir að veikindin
hefðu sett á hana mark hið ytra var
andinn óbugaður. Hún talaði um
málefni fréttastofunnar af sama
áhuga og eldmóði og áður, en mest
þó af venjulegri umhyggjusemi fyrir
starfsfélögum sínum. Og aldrei
heyrði ég annað en að hún ætlaði
að koma aftur í vinnuna. En Dísa
kemur ekki aftur og við söknum
hennar.
Mest hefur þó misst hún Arna
Ösp, litla dóttir hennar Dísu, sem
sér á bak móður sinni á viðkvæmum
aldri. Ég veit að ég mæli fyrir munn
allra starfsmanna á fréttastofunni
þegar ég votta henni, foreldrum
Dísu og öðrum ástvinum, dýpstu
samúð. Megi birtan sem ávalit staf-
aði af Dísu sem fyrst hrekja burt
skuggann, sem nú grúfir yfir ástvin-
um hennar.
Páll Magnússon.
Fréttastofa er sérkennilegur
vinnustaður. Þar ríkir bæði hraði
og keppni og stundum verða
árekstrar. Allir hafa skoðanir á öllu
og oft er barist um athyglina. Það
var því fagnaðarefni þegar í frétta-
mannahópinn bættist ung kona, sem
gekk hljóðlega um, hafði fastmótað-
ar skoðanir en kenndi okkur að
hægt er að koma þeim á framfæri
án bægslagangs. Ékki veitti okkur
konunum af slíkum liðsauka. Og
eftir því sem árin liðu, varð þessi
kona kjarninn í einstöku samfélagi
- samfélagi kvenna á fréttastof-
unni.
Herdís Birna var einstaklega vel
af Guði gerð. Hún var lagleg, nán-
ast sem gyðja. Göngulag hennar og
framkoma öll einkenndist af hæ-
versku og kvenlegum þokka. En
fyrst og fremst bjó hún yfír persónu-
töfrum sem heilluðu alla. Og í henni
áttum við öll traustan vin.
Dísa var líka skemmtileg blanda.
í henni toguðust á bóheminn og
„Báran“. Hversdagslega gekk hún
í þægilegum og stundum svolítið
losaralegum klæðnaði, en einstöku
sinnum rann á hana kaupæði og þá
stökk hún búð úr búð og fjárfesti í
ótrúlegum fjölda skópara - iðulega
mjög sérstökum og áberandi skóm.
0g þegar árshátíðin nálgaðist var
allsendis óvíst hvort hún mætti í
rauða gúmmíkjólnum úr Skaparan-
um, eða síða pallíettukjólnum frá
frú Báru! Það skipti kannski engu
máli, hún var hvort sem er glæsileg-
ust allra.
Oftar en ekki þegar við hittumst
var Arna dóttir hennar með í för.
Samband þeirra var ákaflega fallegt
og var byggt á ást, trausti og vin-
skap. Dísa var kelin og Arna sömu-
leiðis og það kom ósjaldan fyrir að
sú yngri sofnaði í fangi móður
sinnar undir fremur háværum um-
ræðum okkar kvennanna um hin
þörfustu málefni.
Það er jafnan tilhneiging þegar
skrifuð eru eftirmæli fólks að tíunda
aðeins það besta í fari þess. Engan
galla fundum við þó í fari Dísu alvar-
legri en þann að henni þótti stundum
gott að sofa frameftir um helgar -
sérstaklega ef hún var á vakt! Hún
var rösk til vinnu, nákvæm og ein-
staklega bóngóð. Én rósemin, hlýjan
og umhyggjan fyrir öðrum var það
sem einkenndi hana kannski öðru
fremur. Hún var félagsvera og stóð
jafnan fremst í flokki þegar skipu-
leggja átti samkomur utan vinnu-
tíma, hvort sem voru reglulegir
kvennafundir á kaffíhúsi, skíðaferð-
ir eða annar gleðskapur. Og það eru
stundirnar sem eru svo ógleyman-
legar.
Orðin „mannleg reisn“ öðluðust
nýja merkingu þegar við fylgdumst
með Dísu glíma við örlög sín. Þessa
mánuði sem hún barðist fyrir lífí
sínu, bar hún alltaf höfuðið hátt og
horfði fram á við. Það er svo sárt
að sjá á bak vini sem jafnvel í dimm-
ustu éljunum leiddi ljós inn í líf allra
í kringum sig. Hún barðist eins lengi
og mögulegt var, ekki síst fyrir
dóttur sína og fjölskyldu, en henni
var ekki gefínn lengri tími. Hetjan
okkar er fallin, en minning hennar
mun um alla tíð lifa í hugum okkar.
Elsku Arna, Áslaug, Örn, Haukur
og systkini Herdísar; Guð veiti ykk-
ur styrk til að halda áfram og horfa
fram á veginn, það væri í hennar
anda.
Anna Katrín Guðmundsdóttir,
Helga Guðrún Johnson,
Hulda Gunnarsdóttir,
Hulda Dóra Styrmisdóttir,
Hildur Hilmarsdóttir,
Katrín Lovísa Ingvadóttir,
Katrín Baldursdóttir,
Ragnhildur Ragnarsdóttir
og Rósa Guðbjartsdóttir.
Fólk kemur eftir ýmsum leiðum
í fréttamennsku; sumir þurfa að
sitja lengi á skólabekk meðan aðrir
fara í gegnum svokallaðan skóla
lífsins. Herdís Birna byijaði sem
þýðandi hjá mér í erlendu fréttunum
á Stöð tvö og þegar starf frétta-
manns lpsnaði kom vart annar til
greina. Ég hef enga ánægjulegri og
happadrýgri ákvörðun tekið í frétta-
mennsku en að mæla með henni í
þá stöðu.
Þeir sem þekkja vinnu á sjón-
varpsfréttastofu vita að þar ríkir
ekki alltaf logn. En það var alltaf
saman hversu uppnámið var mikið,
hversu skammt var í útsendingu og
hversu nálægt við vorum því að
fara yfir um - Dísu tókst alltaf að
vinna hraðar, hrópa minna og skila
meiru en öðrum í kringum hana.
Sami rólegi dugnaðurinn ein-
kenndi samskiptin við hana þegar
ég var fréttaritari í útlöndum, en
það er starf sem er oft unnið í nokk-
urri einsemd og einangrun. Dísa
hafði allt sitt á hreinu, gat greitt
úr flækjum og mundi eftir þessum
mikilvægu smáatriðum sem er svo
auðvelt að gleyma í hita leiksins
þegar skilatími nálgast á fréttaút-
sendingu dagsins.
En þegar ég sit hér langt í burtu
og hugsa um Dísu, sem mér var
sagt að hefði dáið í morgun, og
hugsa til þess hversu ósanngjarnt
lífíð - og dauðinn - getur verið,
sé ég fyrir augum mér konu sem
geislaði mannlegri hlýju. Það var
hægt að spjalla við hana tímunum
saman og skiptast á slúðri en þegar
upp var staðið hafði hún engum
hallmælt; í mesta lagi beitt einhvern
gáskafullri stríðni. Hún vissi alltaf
hvað var að gerast í kringum hana
af því að hún hafði raunverulegan
áhuga á öðru fólki. Henni fannst
minna máli skipta að tala um sjálfa
sig.
Við brottför mína til Mið-Asíu
missti ég tengslin við Dísu. í tóma-
rúmið fyllti nokkuð þegar við náðum
upp tölvusambandi tiltölulega ný-
lega. í síðasta skeyti hafði hún von
um að ný lyfjameðferð væri farin
að bera árangur. Næstu frétt af
henni fengum við í símtali að heim-
an síðdegis daginn sem þetta er
skrifað.
Það er til einskis að leita að merk-
ingu í því að þessi góða kona skuli
svipt lífínu svona allt, allt of
snemma. Hún átti að fá að njóta
alls þess sem lífið býður upp á svo
miklu lengur. Við sem eftir sitjum
getum bara vonað að eftir sársauka
undanfarinna mánaða hafí hún loks
fengið ró, og að eitthvað miklu betra
hafí tekið við. En við sem þekktum
Dísu munum alltaf sakna hennar.
Þórir Guðmundsson,
Kasakstan.
í lífi sérhvers manns skiptast á
skin og skúrir. Síðustu mánuðina
hefur fyrrum mágkona mín barist
hetjulega við erfiðan sjúkdóm en
alltaf sá hún sólskinið og átti þá
von í bijósti að lífíð sigraði. Dísa
kom inn í fjölskylduna með Magn-
úsi bróður mínum fyrir hartnær
þrettán árum. Hún var hæglát en
bauð af sér mjög góðan þokka og
hreif alla með sínu fallega brosi. I
umræðum sem gátu oft orðið ansi
lífiegar í okkar stóra systkinahópi
kom í ljós að Dísa var vel lesin og
kom ærið oft með gáfuleg en líka
oft og tíðum hnyttin tilsvör.
Mánuði eftir að ég flutti með fjöl-
skyldu minni til náms í Bandaríkj-
unum fæddist svo Arna Ösp. Við
vorum ekki komin með síma en
fylgdumst daglega með tíðindum
að heiman í gegnum símasjálfsala
sem var staðsettur við þvottahús
skólaíbúðanna. Á fögrum sumardegi
fengum við þær fréttir að lítil
frænka væri fædd. Fagnaðarlætin
voru mikil hjá dætrum mínum Al-
dísi Kristínu og Védísi Hervöru þeg-
ar að þær fréttu að loksins væri
komin lítil frænka. En ég verð að
viðurkenna að mikið langaði mig
heim þennan dag til að samgleðjast
stoltum bróður mínum og Dísu. Við
fengum þó reglulega myndir af þeim
mæðgum og var greinilegt að sterkt
samband ríkti á milli þeirra frá
fyrstu stundu.
Dísa var þeim einstaka eiginleika
gædd að taka hlutum af miklu jafn-
aðargeði og veraldlegir hlutir voru
ekki að vefjast fyrir henni. And-
rúmsloftið í kringum hana var því
alltaf þægilegt og gott að vera ná-
vistum við hana.
Undanfarna mánuði hefur hugur
okkar allra í íjölskyldunni verið hjá
Dísu og það var einstakt að fylgjast
með baráttuviljanum.
í samtali okkar fyrir tveimur vik-
um hafði hún fengið þær slæmu
fréttir að nú gætu læknavísindin
ekki gert meira fyrir hana. Hún
hughreysti og óskaði mér alls góðs
i því verkefni sem ég á fyrir höndum
næstu vikurnar. Hún krafðist þess
að ég leitaði til sín ef hún gæti lið-
sinnt mér. Þannig var Dísa.
Lífssól hennar er nú sest en geisl-
amir frá henni Dísu munu áfram
skína til Ömu Aspar og þeirra ást-
vina er sárt syrgja hana. Samfylgd-
in var ljúf, en allt of stutt.
Bryndís.
Á brautarpalli
Vinir
rótlausir erum við
á framandi brautarpalli
lestin endalausa rennur hjá
og öll eigum við frátekið sæti.
Ólíklegt er
að við ferðumst
í sama vagni
en á meðan við bíðum
skulum við haldast í hendur
og þegar eitt okkar fer
reyna að hlaupa í skarðið.
(HM’86)
Það er ekki margt fólk sem mað-
ur hittir á lífsleiðinni sem maður
finnur strax að verður vinur frá
fyrstu stundu. Þannig var það með
Herdísi Birnu. Ég sá hana fyrst þar
sem hún þaut upp og niður stigann
að klippiherbergjunum á fréttastofu
Stöðvar tvö og Bylgjunnar. Hún sá
um þýðingar á viðtölum í fréttum
sem þurfti að vinna hratt og á síð-
ustu stundu fyrir útsendingu. Við
þessar aðstæður er pressan mikil
og fréttamenn ekki alltaf í sólskins-
skapi við samstarfsfólk sitt sökum
álagsins. En Herdís Birna vann verk
sín af röggsemi og vann þau vel og
bugaðist ekki undan álaginu. Hún
hafði alla hæfileika sem til þurfti í
góðan fréttamann enda fór það svo
að hún hætti í þýðingunum og gerð-
ist fréttamaður. Þær eru óteljandi
gleðistundirnar sem ég og aðrir
samstarfsmenn Herdisar Birnu átt-
um, bæði í og fyrir utan vinnu. Einn
af meginmannkostum hennar var
hvað hún var afburða greind og því
var hægt að ræða við hana um allt
milli himins og jarðar. í hópi sem
vinnur undir álagi eins og á frétta-
stofu myndast eins kona systkina-
samband milli fólks. Milli sumra
getur verið ákveðin togstreita en
eins og í öllum stórum fjölskyldum
er einn sem getur talað við alla án
átaka og slík persóna var Herdís
Birna. Okkur var því öllum brugðið
þegar í ljós kom hversu alvarleg
veikindi hennar voru. Engan gi'un-
aði hvað framundan var þegar hún
fór heim af vaktinni vegna þess
hvað hún var slöpp, enda var í fyrstu
talið að hún væri með bijósklos.
En þegar sannleikurinn kom í ljós
sýndi Herdís Birna fádæma styrk.
Hún tók því sem að höndum bar
með miklu æðruleysi, staðráðin í að
vinna sigur á krabbameininu. Það
var líka dæmigert fyrir hana að
veita tímaritsviðtal vegna veikinda
sinna. Ekki til að velta sér upp úr
eigin veikindum, heldur ti! að vekja
athygli á því sem hún sá að ekki var
í lagi varðandi þjónustu við alvar-
lega veikt fólk.
Þrátt fyrir veikindin gat hún ekki
hætt að líta á hlutina með augum
fréttamannsins. Hún sá að víða var
pottur brotinn varðandi rétt skyld-
fólks sem hlúir að veikum ættingj-
um, og hún sá hveijar afleiðingarn-
ar eru af lokun deilda á sjúkrahús-
um. En henni nægði ekki að sjá
brotalamirnar. Hún þurfti líka að
miðla því sem hún sá til annarra
og gerði það af sömu fagmennsk-
unni og hún vann sín verk á frétta-
stofunni.
Herdís Birna var ákaflega stolt
kona. Þess vegna var það stór stund
í lífi hennar þegar hún keypti sér
sína fyrstu íbúð. Hún hlakkaði ein-
læglega til að flytja inn með Örnu
dóttur sinni og gat látið ósk hennar
um að fá kött rætast. Við deildum
dálæti á köttum og ræddum það
fram og til baka hvort hún ætti að
fá sér einn eða tvo til að gefa Örnu
í jólagjöf jólin 1995. Við komumst
að þeirri niðurstöðu að tveir væru
betri kostur upp á félagsskapinn.
Það reyndist líka rétt. Herdls Birna
lýsti því malandi glöð hvernig þær
mæðgurnar lægju í leti í rúminu
þegar þær áttu frí með kettlingana
lúrandi við höfðagaflinn. Þarna voru
þær orðnar drottningar í ríki sínu
og framtíðin virtist björt. En það
var aðeins nokkrum mánuðum eftir
að þær mæðgur fluttust í íbúðina
sína sem Herdís Birna veiktist. Eft-
ir það var hún hjá foreldrum sínum
sem vöktu yfir henni hvem dag og
nótt fram undir það síðasta. Herdís
Birna var lánsöm að eiga svo ástríka
fjölskyldu. En hún átti líka góðan
félaga í Hauki Holm vinnufélaga
okkar, en þau höfðu ruglað saman
reitum sínum fyrir nokkrum árum.
í ljóðlínunum hér að framan er fjall-
að um þá staðreynd að dauðinn
kemur til okkar allra. Hann kom
hins vegar allt of snemma til vin-
konu minnar Herdísar Birnu. Arna
reynir nú það sem er ekki lagt á
marga 12 ára, en hún hefur sýnt
það í gegnum veikindi móður sinnar
að hún er sterk og stolt eins og
hún. Ég sendi henni, fjölskyldu
hennar og Hauki mínar dýpstu sam-
úðarkveðjur og vona að guð gefi
þeim styrk í glímunni við sorgina
og missinn. Minningin um Herdísi
Birnu mun eiga hólf í hjarta mér
alla tíð.
Heimir Már Pétursson.
Þegar hljóðfráar þotur dauðans
fara hjá með gný,
sundrast spegill minninganna
og brotin lenda í hjartastað.
(St. Sn.)
Þessar ljóðlínur orti bróðir minn
um vin sinn sem var kallaður burtu
úr þessum heimi á unglingsárum.
Þær komu upp í hugann þegar
hringt var til mín síðastliðið sumar
þar sem ég sat úti á verönd og
dáðist að fegurð heimsins að kvöld-
lagi staddur í sumarleyfi á Eyjahaf-
inu. Sjúkdómslýsingin var með þeim
hætti að innst inni var mér ljóst
hvað klukkan sló. Og veröldin var