Morgunblaðið - 12.03.1997, Qupperneq 56
>56 MIÐVIKUDAGUR 12. MARZ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
MYIMDBÖND/KVIKMYNDIR/ÚTVARP-SJÓNVARP
Filman er best
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
BÖÐVAR Bjarki skoðar brot úr íslenskri kvikmyndasögu.
^'„í GRUNDVALLARATRIÐUM lýtur
Kvikmyndasafn íslands sömu lög-
málum og önnur söfn. Það sér um
söfnun, varðveislu, endurgerðir og
viðhald, þjónustu og rannsóknarstarf
innan sinnar sérgreinar. Safna skal
öllum íslenskum kvikmyndum og efni
þeim tengdu, svo sem handritum,
veggspjöldum, ljósmyndum og hinum
ýmsu munum eins og tökuvélum og
sýningarvélum," sagði Böðvar Bjarki
Pétursson forstöðumaður Kvik-
myndasafns fslands í samtali við
Morgunblaðið en safnið flutti nýlega
J stórt og mikið húsnæði þar sem
Bæjarútgerð Hafnarfjarðar var áður
til húsa.
Engin skilaskylda
Á íslandi er ekki komin á skila-
skylda á kvikmyndum, eins og er í
flestum öðrum Evrópulöndum, líkt
og menn þekkja í sambandi við blöð
og tímarit. Safnið hefur þó að sögn
Böðvars rétt á að eignast eintök og
frumefni af þeim myndum sem fá
styrk úr kvikmyndasjóði, en það ger-
ist þó ekki sjálfkrafa. „Það er handa-
hófskennt hvað við fáum af þeim
myndum sem framleiddar eru úti í
bæ af hinum ýmsu sjálfstæðu fram-
leiðendum. Ég vil fá eintak af öllum
i.myndum sem eru framleiddar og líka
helst myndir frá áhugamönnum og
þess vegna heimilismyndir, ef þær
hafa þýðingu á landsvísu.
Varðveisla kvikmynda er tiltölu-
lega flókið mál, en þær varðveitast
best við ákveðið raka- og hitastig,
og litfilmur eru hreinlega geymdar
í frosti. Það er ekki eins og fólk
heldur að filmur séu bæði viðkvæmar
og eldfímar. Það er gamla goðsögnin
um nítratfilmumar sem voru alls
ráðandi fyrstu áratugina á þessari
öld, og reyndar alveg fram yfir stríð.
Filman getur geymst ótrúlega lengi;
áratugum saman, jafnvel árhundruð-
um, samkvæmt útreikningum á
ástandi elstu filma í dag.“
Að sögn Böðvars Bjarka er það
myndbandið sem er stóra vandamálið
í myndmiðlun í dag, þar sem það er
í eðli sínu mjög vont varðveisluform.
„Menn hafa áhyggjar af því að stór-
ar eyður muni myndast í söfnum
eftir að hætt var að taka á filmur
og myndböndin tóku yfir. Staðreynd-
in er sú að elstu myndböndin tekin
milli 1970 og 1980 eru byijuð að
skemmast."
Endurgerðir eru mjög stór kostn-
aður við rekstur kvikmyndasafna.
„Yfirleitt eru gerðar nýjar negatífur
af kvikmyndunum sem endalaust er
svo hægt að búa til ný sýningarein-
tök eftir. Við erum langt komin með
að endurgera alla fyrstu áratugina í
íslenskri kvikmyndagerð og nú eru
myndir frá íslenska kvikmyndavor-
inu farnar að þarfnast endurgerðar.
Væntanlega á eftir að eyða tugum
milljóna á komandi árum í að koma
þeim myndum í það ástand að þær
varðveitist fyrir komandi kynslóðir."
Þjónusta við
almenning
„Við aðstoðum nemendur á öllum
skólastigum sem eru að rannsaka
eða skrifa um eitthvað sem tengist
kvikmyndum og kvikmyndasögu. Við
tökum yfirleitt vel í það ef fólk er
að leita að myndum af einhveijum
sem það þekkir, og reynum við að
sinna eins stórum hluta af þessum
fyrirspumum og við komumst yfir.
Einnig emm við með vísi að bóka-
safni, þannig að áhugamenn geta
komið hingað og lesið á staðnum."
Sá hluti sem er mikilvægastur í
þjónustu safnsins við almenning er
sýningahald og í haust fær safnið
aðstöðu í Bæjarbíói. „Við munum
hægt og bítandi hefja þar sýningar
á myndum sem eru hér í safninu.
Það sem verður lykilatriðið eru sýn-
ingar á hinum ýmsu klassísku kvik-
myndum sögunnar."
Ljósmyndasýning Morgunblaðsins á Suðurlandi
NÁTTÚRUHAMFARIRNAR Á VATNAJÖKLI
OG SKEIÐARÁRSAN Dl
Eldgosið í Vatnajökli í október og hlaup á Skeiðarársandi í byrjun nóvember á síðasta ári eru meðal
mestu náttúruhamfara á Islandi á þessari öld. Á svipstundu stórskemmdust samgöngumannvirki
á Skeiðarársandi og hringvegurinn rofnaði og olli það einstaklingum og fyrirtækjum á sunnan-
og austanverðu lancfinu miklum óþægindum.
Myndir sem ljósmyndarar Morgunblaðsins tóku af náttúruhamförunum
verða til sýnis á Suðurlandi á eftirtöldum stöðum:
Víkurskáli Vík í Mýrdal.
30. mars - 5. apríl.
Fossnesti á Selfossi.
6. apríl - 20. apríl.
Allar myndimar á sýningunni eru til sölu.
MYNDASAFN
Skaftárskáli
Kirkjubæjarklaustri.
2. mars — 29. mars.
Afsprengi
djöfulsins
NÝJASTA teiknimynda-
hetjan til að feta í fót-
spor Ofurmennis og
Leðurblökumanns á
hvíta tjaldinu í leikinni
útgáfu kallast hvorki
meira né minna en af-
sprengi djöfulsins,
Spawn (sbr. „the spawn
of Satan“ á engilsax-
nesku). Ætli Skítseiði sé
ekki ágætis þýðing?
Þessi skuggalegi náungi,
sem birtist fyrst á teikni-
myndamarkaðinum í
Bandaríkjunum árið
1992, kemur til með að
hrylla og trylla bíógesti
vestanhafs næsta sumar.
Leigumorðingi
ríkisstj órnar innar
Saga Spawn er áþekk
sögu Krákunnar, ann-
arrar teiknimyndahetju
sem skelft hefur bíó-
gesti. Hið rétta nafn per-
sónunnar er A1 Simm-
ons. Hann er leigumorð-
ingi fyrir ríkisstjórnina
sem er myrtur en gerir
samning við djöfulinn til
þess að geta snúið aftur
til eiginkonu sinnar.
Það er tiltölulega
óþekktur leikari að nafni
Michael Jai White sem
fer með aðalhlutverkið,
en stærri nöfn á borð við
Martin Sheen og John
Leguizamo fara einnig
með stór hlutverk í
myndinni.
Spawn er ekki eina
teiknimyndahetjan sem
verið er að kvikmynda.
Wesley Snipes hefur tek-
ið að sér að leika frekar
óþekkta teiknimyndafíg-
úru, Blade, sem eltist við
vampírur.
TEIKNIMYNDAHETJAN Spawn er
illileg á að líta.
SPAWN er dökkur og drungalegur í
nýja kvikmyndabúningnum.
^ Gætið þess að klukkan í
myndbandstækinu sé rétt stillt.
Tækin með Myndvaka-
búnaði eru yfirleitt merkt
ShowView eða VideoPlus+.
Réttar rásir í myndbandstækinu: Sjónvarpið: | Stöð 2: | Sýn:
rás 1 | rás2 j rás 3