Morgunblaðið - 12.03.1997, Blaðsíða 60
•tiYUNDAI
HÁTÆKNI TIL FRAMFARA
M Tæknival
SKEIFUNNI 17
SlMI 550-4000 ■ FAX 550-4001
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.IS / AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆ TI 1
MIÐVIKUDAGUR 12. MARZ 1997
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Ný störf við ensím-
vinnslu og rannsóknir
BRESKA lyfjafyrirtækið Phairson
Medical hefur samið við Jón Braga
Bjarnason, prófessor í lífefnafræði,
um að hann stjórni hér vinnslu á
ensími úr rækju frá suðurskautinu.
Ensímið verður notað til framleiðslu
á lyfi sem flýta á fyrir því að sár
grói. Líklegt er að starfsemin standi
í nokkur ár og krefjist fimm starfa
við vinnsluna sjálfa og 10 til 20 við
rannsóknir og síðar fleiri.
Þorsteinn I. Sigfússon prófessor
og starfsfélagi Jóns við Háskólann
tjáði Morgunblaðinu að Jón Bragi
Bjarnason hefði í mörg ár rannsakað
möguleika þess að vinna ensím úr
sjávarfangi og væri hann frumheiji
á þessu sviði. Sagði hann að breska
lyfjafyrirtækið hefði kannað aðferðir
við vinnslu á ensími úr suðurskauts-
rækju, m.a. hjá japönskum og
sænskum vísindamönnum, svo og
aðferð Jóns Braga og litist best á
hana. Var skrifað undir samninga
um verkefnið sl. föstudag.
Vinna þarf ensímið úr talsvert
miklu magni af suðurskautsrækj-
unni sem flutt verður hingað.
Stundar breska fyrirtækið dýratil-
raunir áður en lyfið fer á markað.
Meðan þær standa yfir skapast
nokkur störf við ensímvinnsluna
hérlendis og frekari rannsóknir.
„Þarna skapast störf fyrir ungt
menntað fólk sem er að útskrifast
úr Háskóla íslands sem ef til vill
færi annars til Evrópu eða Banda-
ríkjanna sem er okkur mjög mikil-
vægt,“ sagði Þorsteinn I. Sigfússon.
Segir hann að þetta sé fýrsti út-
flutningur á líftækni og nýtt við-
skiptatækifæri.
Þorsteinn GK
talinn ónýtur
BJ ÖRGUN ARS VEIT ARMENN
úr björgunarsveitinni Fiskakletti
í Hafnarfirði sigu niður að flaki
Þorsteins GK í gær til þess að
freista þess að bjarga verðmæt-
um úr skipinu.
Tryggingafélag skipsins veitti
leyfi til þess að þetta væri gert
enda þykir ljóst að flakinu verði
ekki bjargað og afsalaði fyrir-
tækið sér þeim verðmætum sem
björgunarsveitin treysti sér til
að bjarga.
Valgarður Sæmundsson for-
maður sveitarinnar segir skipið
afar illa farið, og liggi meðal
annars stjórnborðshlið þess
beygluð að grjóturðinni. „Brúin
stjórnborðsmegin er alveg gjör-
samlega ónýt. Stjórntæki og ann-
að er í rúst, bæði eftir barninginn
við grjótið og brimið sem hefur
átt greiða leið inn um dyrnar
bakborðsmegin og glugga sem
þarna var,“ segir Valgarður.
Björgunarsveitarmenn náðu
meðal annars tveimur loftnetum
og björgunarbát en fáu öðru.
Þeir sigu niður Krísuvikurberg,
um 40-45 metra leið og segir
Valgarður að aðstæður hafi gert
mönnum erfitt fyrir.
■ Hrikalegar aðstæður/7/30
Tilllaga á
aðalfundi Flugleiða
Nafn Loft-
leiða fyrir
millilanda-
- flugið
FJÖLEIGN, hópur fyrrum hluthafa
Loftleiða, hyggst leggja til á aðal-
fundi Flugleiða á morgun að tekið
verði upp nafnið Loftleiðir á milli-
landaflug félagsins, þ.e. Ameríku-
flugið og flugið á þá áfangastaði sem
Loftleiðir flugu til á árum áður.
Telur hópurinn að með því að taka
upp nafnið Flugfélag Islands á nýja
félagið sem taka á við innanlands-
flugi félagsins sé brotið samkomuþag
um nöfn Loftleiða og Flugfélags ís-
lands sem gert var þegar félögin
voru sameinuð árið 1973.
Kristjana Milla Thorsteinsson, ein
í Fjöleignarhópnum, tjáði Morg-
^ unblaðinu í gær að við sameininguna
m hefði verið samið um að nöfnin
skyldu lögð niður til lífstíðar. Þegar
stjórn Flugleiða ákvað að stofna
nýtt félag um innanlandsflugið sendi
Fjöleignarhópurinn stjórninni bréf
og stakk upp á að höfð yrði sam-
keppni um nafn fyrir nýja félagið.
Morgunblaðið/Golli
SIGMENN burðast með björgunarbát sem þeir fundu heilan í flaki Þorsteins GK, en skipið sjálft er talið ónýtt.
Sáttaumleitanir halda áfram í málum fjölda félaga hjá sáttasemjara
Stefnt að lausn í deilu
SIB í dag eða á morgun
SÁTTAFUNDIR fjölda félaga og
landssambanda og vinnuveitenda
voru haldnir hjá ríkissáttasemjara
í gær. Viðræður Landssambands
verslunarmanna og vinnuveitenda
liggja þó niðri en í dag hafa samn-
inganefndir Dagsbrúnar/Fram-
sóknar og viðsemjenda verið boðað-
ar til fyrsta sáttafundar eftir að upp
úr slitnaði á laugardag og viðræð-
um verður einnig haldið áfram á
milli VSÍ/VMS og Verkamanna-
sambandsins.
Góður gangur er í samningavið-
ræðum Sambands íslenskra banka-
manna og samninganefndar bank-
anna en þær fóru fram hjá ríkis-
sáttasemjara í gær. Undir kvöldið
var fundum frestað til kl. 14 í dag
en samningsaðilar stefna að því að
ná niðurstöðu í dag eða á morgun
því á föstudag þarf ríkissáttasemj-
ari að leggja fram sáttatillögu í
deilunni, hafi ekki samist, vegna
verkfallsboðunar bankamanna.
„Það eru uppi hugmyndir um
hugsanlega lausn á okkar málum
sem eru á heildina litið nálægt
launaramma sem aðrir hafa samið
um, og hafa nálægt 15% útgjalda-
auka í för með sér á samnings-
tíma,“ segir Friðbert Traustason,
formaður SÍB.
Um 250 verkamenn í Dagsbrún
hjá Eimskipi, Samskipum og Lönd-
un og félagsmenn Hlífar í Hafnar-
firði, sem starfa hjá Eimskipi,
leggja að óbreyttu niður störf á
miðnætti í nótt en þá hefst ótíma-
bundið verkfall félagsins hafi samn-
ingar ekki tekist.
Mjólk er ekki lengur fáanleg í
mörgum stórmörkuðum og verslun-
um á höfuðborgarsvæðinu vegna
yfirstandandi verkfalls Dagsbrúnar
hjá Mjólkursamsölunni.
RSÍ felldi samning við
Reykjavíkurborg
Rafíðnaðarmenn hjá Reykjavíkur-
borg felldu nýgerðan samning í gær
með eins atkvæðis mun og tók verk-
fall þeirra gildi að nýju. I ljós kom
að mistök höfðu orðið við breytingar
á launakerfí nema sem lækkuðu í
launum vegna þeirrar viðmiðunar
sem notuð var. í gærkvöldi unnu
samninganefndir RSÍ og Reylq'avík-
urborgar að leiðréttingu textans sem
verður borinn upp að nýju á félags-
fundi í dag. Rafíðnaðarmenn hjá
RARIK undirrituðu nýjan kjara-
samning við VSÍ í fýrrinótt. Rafíðn-
aðarmenn hjá ríkinu hafa hins vegar
samþykkt boðun verkfalls, sem á
að hefjast á miðnætti 19. mars, með
96,2% atkvæða.
Öll aðildarfélög BSRB hafa
ákveðið að vísa kjaraviðræðum sín-
um við ríkið til ríkissáttasemjara.
■ Kjaramálafréttir 10/11/12
Fjögur
fiskiskip
fengu net
í skrúfuna
FJÖGUR fískiskip og bátar
fengu veiðarfæri sín í skrúf-
una á rúmum sólarhring.
Þessi skip eru Hegranes
SK, sem var á veiðum 100
sjómílur út af Stokksnesi í
fyrrinótt, Grindvíkingur GK
skammt undan Garðskaga og
Freyja sem fékk net í skrúf-
una við Eldey í gær. Þau voru
öll dreginn til hafnar. Þá fékk
Þorsteinn GK net í skrúfuna
í fyrradag og rak bátinn upp
í Krísuvíkurberg.
Loks fékk togarinn Venus
frá Hafnarfirði veiðarfærin í
skrúfuna um miðnætti sl.
sunnudag og var hann dreg-
inn til hafnar.
■ Áreki/6