Morgunblaðið - 14.03.1997, Qupperneq 2
2 FÖSTUDAGUR 14. MARZ 1997
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Tvö slys í
Skálafelli
TF-LÍF, þyrla Landhelgis-
gæslunnar, sótti slasaða
stúlku á skíðasvæðið í Skála-
felli í gær.
Stúlkan slasaðist á höfði
og baki þegar hún varð fyrir
stólalyftu. Drengur fékk
skurð á höfuðið og heilahrist-
ing í Skálafelli í fyrradag í
svipuðu slysi. Lögregla kom
á staðinn í báðum tilfellum
og rannsakaði málsatvik.
Haukur Þorsteinsson, for-
stöðumaður skíðasvæðisins í
Skálafelli, segir að einhver
óhappafaraldur sé í gangi.
Þarna hafi verið um að ræða
skólabörn í skíðaferðalögum
sem hafi orðið fyrir óhöppum.
Drengurinn sem slasaðist
var að fara úr stólalyftunni
og hrasaði. Þegar hann stóð
aftur upp fékk hann næsta
stól í höfuðið. Hann var flutt-
ur með sjúkrabíl á slysadeild.
Hann er á góðum batavegi.
Fékk stólinn
yfir sig
Stúlkan fór upp með stóla-
lyftunni án þess að vera á
skíðum. Hún hrasaði á pallin-
um þar sem farið er úr lyft-
unni. Hún fékk stólinn yfir
sig en hann er í 30-40 cm
hæð þegar hann fer yfír pall-
inn.
Haukur sagði að stúlkan
hefði kvartað undan eymslum
í baki og hefði verið ákveðið
að kalla til þyrlu Landhelgis-
gæslunnar. Haukur sagði að
stúlkan hefði verið í gúmmí-
stígvélum og köld á fótum.
Morgunblaðið/Golli
ARNEY KE og Sighvatur Bjarnason VE á veiðum skammt undan Reykjanesi síðdegis í gær.
Loðnan veiðist á ný
LOÐNUVEIÐI hófst af fullum
krafti í gærmorgun en loðnu-
skipin hafa lítið getað athafnað
sig síðustu vikuna vegna brælu.
Ágætisveiði var iqá loðnuskip-
unum beggja vegna Reykja-
nessins i gær.
Brælan hefur þýtt nokkurn
tekjumissi fyrir framleiðendur
loðnuafurða, einkum bræðsl-
urnar. Framleiðendur teþ'a þó
að óveðurskaflinn hafi ekki
mikil áhrif á vinnslu loðnu-
hrogna, enda megi aðeins fram-
leiða takmarkað magn fyrir
Japansmarkað í ár. Þeir vonast
til að framleiðendur loðnu-
hrogna standi saman um að
hætta vinnslu þegar framleitt
hefur verið upp í gerða samn-
inga.
■ Töluverður tekjumissir/19
Dómur í
morðmáli
staðfestur
HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær
dóm héraðsdóms í máli ákæruvalds-
ins gegn Gesti Eiríki Eggertssyni,
bónda á Steinsstöðum í Oxnadals-
hreppi. Gestur Eiríkur var dæmdur
í 8 ára fangelsi í Héraðsdómi Norð-
urlands eystra fyrir að verða systur
sinni, Sigríði Eggertsdóttur, að
bana á heimili hans 27. apríl sl.
í dómi Hæstaréttar segir að fall-
ist sé á það mat héraðsdóms að
sannað sé að árás ákærða á konuna
hafi leitt til dauða hennar. Þótt
ekki sé unnt að segja til með vissu
um nákvæma framvindu árásarinn-
ar verði að telja ljóst af umerkjum
öllum að hún hafi verið heiftúðug.
Landssöfnun fyrir
hjartveik börn
Gefum
þeim von
NEISTINN, styrktarfélag hjart-
veikra barna, stendur að landssöfn-
uninni Gefum þeim von, til styrktar
hjartveikum börnum, í samstarfi við
íslenska útvarpsfélagið, SPRON,
Gulu línuna og fleiri í dag.
Helstu markmið söfnunarinnar
eru að tryggja að foreldrar geti
annast hjartveik börn sín án þess
að stofna fjárhagsöryggi fjölskyld-
unnar í hættu og að hjartveik börn
geti lifað sem eðlilegustu lífi utan
sjúkrahúsa.
Aðalsímanúmer söfnunarinnar er
800 5050. Eftir kl. 18 verður einnig
hægt að hringja í númer Gulu lín-
unnar, 562 6262. Bankareikningur
söfnunarinnar er númer 11522697
hjá SPRON.
Verkföll Dagsbrúnar hjá skipafélögunum og Mjólkursamsölunni
Ihuga að silja fyrir bíl-
um og hella niður mjólk
Lík skipverj-
ans fundið
SJÓREKIÐ lík fannst rekið á Hvols-
Qöru í Mýrdal síðastliðinn miðviku-
dag. Líkið reyndist af Elíasi Emi
Kristjánssyni, bátsmanni af varð-
skipinu Ægi.
Landhelgisgæslan vill færa þeim
mörgu er tóku þátt í leitinni að
Elíasi innilegar þakkir.
MJÓLK var flutt frá Selfossi og
Búðardal í nokkrar verslanir á
höfuðborgarsvæðinu í gær og að
sögn Ólafs Ólafssonar, trúnaðar-
manns Dagsbrúnar í Mjólkursam-
sölunni í Reykjavík, eru mjólkur-
flutningarnir frá Búðardal litnir
sérstaklega alvarlegum augum
þar sem mjólkursamlagið þar heyri
undir Mjólkursamsöluna.
Hann sagði að verkalýðsfélagið
í Búðardal hefði verið beðið að
koma í veg fyrir frekari flutninga
frá mjólkursamlaginu til höfuð-
borgarsvæðisins, en að öðru leyti
var ekki gripið til aðgerða í gær.
„Ég veit ekki hvað gerist en
þetta er allt að harðna. Þetta end-
ar með því að það verður farið að
sitja fyrir þessum bílum ef þetta
heldur áfram. Þeir verða þá stöðv-
aðir og það má hella úr grindunum
einhvers staðar. Mér sýnist stuðið
vera þannig á mannskapnum að
menn séu tilbúnir að láta hendur
skipta ef þetta á að halda áfram,“
sagði Ólafur.
Samningaviðræðum vegna
Dagsbrúnarmanna hjá ísgerð
Mjólkursamsölunnar var haldið
áfram í gær, en viðræður vegna
starfsmanna í mjólkurvinnslunni
lágu þá enn niðri vegna deilna sem
komu upp í fyrradag vegna upp-
setningar á nýrri pökkunarvél.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
VERKFALLSVERÐIR Dagsbrúnar höfðu afskipti af Samskipum
í Sundahöfn í gær er þeir töldu að starfsmaður á lager fyrirtæk-
isins hefði gengið í störf Dagsbrúnarmanns.
„Við buðum þeim að gefa und-
anþágu á mann til þess að hægt
væri að prufukeyra vélina, en þeir
höfnuðu því svo við höfum ekkert
rætt við þá ennþá,“ sagði Ólafur.
Órói í vöruafgreiðslu
Samskipa
Um miðjan dag í gær komu
Dagsbrúnarmenn í veg fyrir að
starfsmenn á lager í vöruaf-
greiðslu Samskipa gengju í starf
Dagsbrúnarmanns sem þeir segja
hafa afgreitt vörur út í bíla en
lagermennirnir eru í Verslunar-
mannafélagi Reykjavíkur. Nokkur
órói varð hjá Dagbrúnarmönnum
vegna þessa máls, en þeir sögðu
lagermennina hafa verið beitta
þrýstingi af yfirmönnum Sam-
skipa til að ganga í störf Dags-
brúnarmannsins. Viðræður stóðu
yfir um þetta mál milli Dagsbrún-
ar og Samskipa allan seinnipartinn
í gær og var búist við að málið
yrði til lykta leitt í síðasta lagi
fyrir hádegi í dag.
Allt með kyrrum kjörum hjá
Eimskipi
Ágúst Þorláksson, aðaltrúnað-
armaður Dagsbrúnarmanna hjá
Eimskipi í Sundahöfn, sagði að
þar hefði allt verið með kyrrum
kjörum í gær og ekki hefði komið
til neinna árekstra í vöruafgreiðslu
Eimskips í Sundahöfn.
Áður en verkföll félagsmanna
Dagsbrúnar hjá Eimskipi, Sam-
skipum og Löndun og félags-
manna Hlífar hjá Eimskipi í Hafn-
arfirði hófust á miðnætti í fyrri-
nótt höfðu öll íslensku kaupskipin
haldið úr höfn. Meðal þeirra var
Brúarfoss sem hélt úr höfn í fyrra-
dag og sagði Ágúst að það hefði
verið vegna hræðslu við að hafnar-
verkamenn myndu loka skipið inni.
„Hann átti ekki að sigla fyrr en
í dag [fimmtudag] og var hann
hérna úti á flóa. Þeir voru eitthvað
hræddir við að við myndum fara
að hanga í skipinu þegar þeir
sendu það út en það kom auðvitað
ekki til greina því við höfum ekk-
ert leyfí til að banna þeim að senda
skipið út. Við ætlum ekki að láta
hanka okkur á einhveijum brot-
um,“ sagði Ágúst.
>
\
i
i
l