Morgunblaðið - 14.03.1997, Page 8

Morgunblaðið - 14.03.1997, Page 8
8 FÖSTUDAGUR 14. MARZ 1997 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Einróma bókun útvarpsráðs Grínið um Björn ÞAÐ var auðvitað löngu orðið tímabært að stjórnin setti blátt bann við því að fólk væri að hlæja eins og asnar, að einhveiju sem er alls ekkert fyndið ... 2 ára fangelsi fyrir 32 millj. fjárdrátt Hækkun á pakkatilboðum sem innifelur áskrift af Stöð 2, Sýn og Fjölvarpi Áskrift í 6 mán. eða lengur Fyrir Eftir j Eftir hækkun hækkun i hækkun i án Fjölvarps 4.172 j 4.473 j 4.373 Óregluleg áskrift i Fyrir j Eftir j Eftir hækkun I hækkun j hækkunj án Fjölvarps 4.418 l 4.749 4.634 \ Einungis er um að ræða hækkun á pakka- tilboðum, áskriftirsem eru keyptarþar tyrir utan hækka ekki._ Stöð 2, Sýn og Fjölvarp Ákriftar- tilboð hækka FRÁ og með 1. mars sl. hækkuðu pakkatilboð, sem fela í sér áskrift að Stöð 2, Sýn og Fjölvarpi en áskrift að Stöð 2 einni og sér hækkaði ekki né heldur áskrift að Sýn. Að sögn Hilmars Sigurðssonar, sjónvarpsstjöra Sýnar, er áskrift- arverð að Sýn einni óbreytt en áskrift að Sýn og Fjölvarpi hækkar úr 990 krónum í 1.190 krónur á mánuði. Sagði hann hækkunina fyrst og fremst stafa af breyttri dagskrá á Sýn, þar sem fjárfest hefði verið í betra dagskrárefni. „Við erum að gera Sýn að betri sjónvarpsstöð," sagði Hilmar. „Enski boltinn er strax kominn inn en sá pakki er mjög kostnaðarsam- ur fyrir Sýn. Við vorum búnir að ákveða með fyrirvara að hækka áskriftina í mars. Þannig að þetta er ekki ákvörðun sem tekin var eftir að við keyptum Stöð 3 þó það líti ef til vill þannig út.“ HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef- ur dæmt 33ja ára gamla konu, fyrr- verandi gjaldkera fyrirtækisins Nathan & Olsen hf., í tveggja ára fangelsi fyrir að draga sér 32,5 milljónir króna frá fyrirtækinu. Þá var henni gert að greiða fyrirtækinu rúmlega 25,5 milljónir króna, en áður hafði hún afsalað fyrirtækinu fasteign sína, fólksbifreið og felli- hýsi og greitt þannig um 7 milljón- ir króna. Fyrirtækið kærði gjaldkera sinn með bréfi til Rannsóknarlögreglu ríkisins í ágúst sl. og fylgdi bréfínu yfirlýsing konunnar þar sem hún viðurkenndi fjárdráttinn. Við með- ferð málsins gaf hún ekki viðhlít- andi skýringar á því, hvorki hjá rannsóknarlögreglu né fyrir dómi, FÉLAG múslima á íslandi hefur hlotið staðfestingu dóms- og kirkju- málaráðuneytisins sem trúfélag en talið er að fylgjendur islam hér á landi séu um hundrað talsins, m.a. frá Norður-Afríku, Miðausturlönd- um og fyrrum Júgóslavíu. Eftir að sótt hafði verið um leyfi til ráðuneytisins til að stofna trúfé- lag múslima óskaði ráðuneytið eftir nánari skýringum á kenninga- grundvelli þess og að þeim fengnum var ekkert því til fyrirstöðu að skrá það sem trúfélag, að sögn Hjalta Zophaníassonar, skrifstofustjóra í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. Salman Tamini er forstöðumaður félagsins. Hann segir í samtali við Morgunblaðið að félagið sé opið öllum múslimum á íslandi. Á döf- inni er að halda stofnfund en nú hvað hafi orðið af fénu. í dóminum segir, að brotið sé sérlega stórfellt og framið kerfisbundið, meðal ann- ars með ýmsum rangfærslum í bók- haldi. Fjárdrátturinn stóð í fjögur og hálft ár, „en það sýnir sérlega styrkan og einbeittan brotavilja. Þá er um mjög háar fjárhæðir að ræða og með broti sínu braut ákærða gegn trúnaði við vinnuveitanda sinn. Hins vegar játaði ákærða brot sitt greiðlega og hefur hreinan sa- kaferil. Með hliðsjón af þessu öllu þykir refsing ákærðu hæfilega ákveðin fangelsi í 2 ár, sem ekki þykir fært að skilorðsbinda að neinu leyti vegna þess, sem áður er til- greint um alvarleika brotsins," seg- ir í dóminum. þegar hefur 31 einstaklingur skráð sig í félagið. Aðspurður um fyrstu verkefni félagsins segir Salman að á næst- unni verði haldinn stofnfundur og starfið framundan skipulagt. Mikil- vægt sé að kynna islam, þýða og gefa út fræðslurit og halda fyrir- lestra. „Ég hef ekki orðið var við nein neikvæð viðbrögð meðal þjóð- arinnar, hingað til höfum við aðeins fengið mjög jákvæðar viðtökur og hvatningu. Eitt af hlutverkum fé- lagsins verður að fræða þjóðina um islam því að þekking eyðir jú for- dómum.“ Hann kveðst vona að félaginu takist í framtíðinni að afla fjár til þess að reisa mosku hér á landi. „Því það er auðvitað æðsta mark- miðið,“ segir Salman að lokum. Félag múslima á íslandi fær löggildingu „Æðsta markmið- ið að reisa mosku“ Slæm staða raungreinakennslu á íslandi Kennaranem- ar læri meira í raungreinum Einar H. Guðmundsson EINAR H. Guð- mundsson, prófessor í stjarneðlisfræði við Háskóla íslands, er full- trúi íslands í þeirri nefnd alþjóðasambands stjarnvís- indamanna sem fjallar um stjörnufræðikennslu í aðild- arríkjum sambandsins. Hann skrifaði nýlega skýrslu um stöðu þeirra mála á íslandi þar sem meðal annars kemur fram að ein af ástæðum þess að staða raunvísinda er ekki jafn góð og ætla mætti í þróuðu Evrópuríki er tak- markað nám kennaranema í þessum greinum. — Eru íslenskir kennar- ar ekki í stakk búnir að kenna ungviðinu sómasam- lega? „Ég legg ekki mat á það en í skýrslu minni bendi ég á að eðlis- fræði og stjörnufræði eru ekki skyldunámsgreinar í Kennarahá- skóla íslands og aðeins um 5% kennaranema velja þessar grein- ar. Afleiðingin er meðal annars sú að kennsla í eðlis- og stjömu- fræði er afar takmörkuð í grunn- skólum landsins. í framhaldsskól- um er kennsla í stjarnfræði tak- mörkuð við þá nemendur sem velja raungreinasvið. Og í mörg- um tilvikum er stjarnfræði aðeins örlítill hluti af raungreinapakkan- um.“ Ótti eða vantrú? — Hver heldurðu að sé ástæða slæmrar stöðu raungreina hér? „Ég hef enga viðhlítandi skýr- ingu á því, en held að þetta geti verið hluti af stærri vanda, sem kannski mætti lýsa sem ótta við raunvísindi eða vantrú á þeim. Þetta gæti líka verið einhvers konar tískusveifla í menningar- málum. Það er hins vegar mikil- vægt að gera sér grein fyrir því að þetta er ekki séríslenskt ástand heldur alþjóðlegt." Einar segir líklegt að lítil raun greinamenntun kennara og lítill áhugi nemenda á þessum grein- um haldist í hendur. „Kennari sem ekki hefur góða grunn- menntun í raungreinum, einkum í eðlis- og stjörnufræði, er ólíkleg- ur til að glæða áhuga nemenda sinna á þessum greinum. Þess vegna held ég að við ættum að byija á að efla menntun kennara- nema.“ — Hvernig yrði það best gert, heldurðu? „Raungreinakennslu þyrfti að stórauka í Kennaraháskóla ís- lands og þar þyrfti að endurskipuleggja menntun kennara með tilliti til raun- greina. Þetta kallar á nýtt og skemmti- legra námsefni en það sem nú er á boð- stólum, því allt of mörgum nem- endum þykja raungreinar bæði erfiðar og leiðinlegar. Ég held að hóp manna þurfi til við endur- skipulagninguna og þar þurfi að vinna saman kennarar með reynslu og ungir vel menntaðir eldhugar." Stjörnuspár og geimverur — / skýrslu þinni kemur fram ádeila sem til dæmis beinist gegn auknum áhuga landsmanna á nýaldarfræðum og geimverum. Heldur þú að þessi áhugi kippi ► Einar H. Guðmundsson fæddist í Reykjavík 4. janúar 1947. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1967 og stundaði nám við Háskóla íslands, Princeton- háskóla og Wisconsin-háskóla í Bandaríkjunum. Hann lauk doktorsnámi í stjarneðlisfræði frá Háskólanum í Kaupmanna- höfn árið 1981. Einar kenndi sljörnufræði, eðlisfræði og stærðfræði við Menntaskólann í Reykjavík á árunum 1970-78. Hann hefur stundað rannsókn- arstörf við NORDITA, nor- rænu stofnunina í kennilegri eðlisfræði í Kaupmannahöfn og við Illinois-háskóla í Banda- ríkjunum. Einar var sérfræð- ingur á Raunvísindastofnun Háskólans 1982-1990. Hann er nú prófessor í stjarneðlis- fræði við Háskóla Islands. Á þessu misseri er hann einnig gistiprófessor við NORDITA. Hann á eina dóttur. stoðum undan raunvísindum á einhvern hátt? „Ekki beinlínis en menn mega ekki rugla þessu saman. Öryggis- leysi nútímamannsins kemur stundum fram í áhuga á alls kyns gervivísindum sem lofa einföldum lausnum. Sem dæmi get ég nefnt hjátrú eins og stjömuspádóma. Þá má nefna sérkennilega um- ræðu um eilífðarvélar sem bijóta gegn lögmálum náttúrunnar. Eða þá trú að geimverur, aðrar en jarðarbúar, gangi hér ljósum log- um.“ — Hvað finnst þér mest spennandi við stjörnufræði? „Mér finnst til dæmis mjög spennandi að fá að vera þátttak- andi í þróun þessarar greinar, en hún hefur verið í gífurlegum vexti á síðustu áratugum. Meginmarkmið margra stjarnvísindamanna er að skilja veröldina í heild. Við búum til fræðileg lík- ön, geruiii mælingar og saman- burðarrannsóknir af ýmsu tagi og þannig hefur okkur smám saman tekist að afla mikilvægra upplýsinga um það hvernig ver- öldin er samsett. Við höfum vita- skuld ekki fundið hinn endanlega sannleik, en við erum svo sannar- lega á réttri leið. Hér á landi þurfum við raunvísindamenn nú að einbeita okkur að unga fólkinu og nýta okkur eðlislægan áhuga þess á sköpunarverkinu og kenna því að meta raungreinar og vís- indi.“ Allt of mörg- um þykja raungreinar bæði erfiðar og leiðinlegar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.