Morgunblaðið - 14.03.1997, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 14. MARZ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Vekja athygli á baráttumálum sínum með ferð yfir hálendið
Morgunblaðið/Kristján
FERÐALANGARNIR og forsvarsmenn LÍV við komuna til Akureyrar i gær. F.h. Ólafur Sigurgeirs-
son, Reykjavík, Sveinn G. Sveinsson frá Hrafnkelsstöðum í Hrunamannahreppi, hjónin Hallfríður
Karlsdóttir og Hafsteinn Valsson úr Reykjavík og forsvarsmenn LÍVj Eiríkur Jónsson, gjaldkeri,
Tómas Búi Böðvarsson, varaformaður og Vilhelm Agústsson.
FJÓRIR félagar í Landssam-
bandi vélsleðaeigenda komu til
Akureyrar seinni partinn í gær
eftir ferð á sleðum sínum þvert
yfir hálendi landsins. TUgangur
ferðarinnar var að vekja athygli
á baráttumálum vélsleðaeigenda.
Núverandi stjórn LÍV er á Akur-
eyri og var forsvarsmönnum
sambandsins afhent áskorun við
komuna til bæjarins, um að
stjórnin beiti sér fyrir baráttu-
málum vélsleðafólks.
Ólafur Sigurgeirsson, einn
ferðalanganna, sagði við komuna
til Akureyrar að ferðin sem hófst
við Rauðavatn á miðvikudags-
morgun hafi gengið vel en þó
hafi veðrið í gær verið heldur
leiðinlegt. Eitt af baráttumálum
vélsleðamanna er afnám vega-
gjalds á eldsneyti vélsleða. A leið
Vegagjald til
ríkissjóðs
nam 6.700
krónum
sinni utan vega yfir hálendið
notuðu ferðalangarnir um 270
lítra af bensíni á sleðana fjóra.
Að sögn Ólafs fékk ríkissjóður
því um 6.700 krónur í sinn hlut
í formi vegagjalds, sem er 25
krónur á hvern bensínlítra.
Vi\ja aka innan bæjarmarka
I áskoruninni er einnig óskað
eftir því að stjórn LIV beiti sér
fyrir afnámi eða lækkun 70%
innflutningsgjalda, breytingu á
umferðarlögum í þá átt að vél-
sleðum verði heimilt að aka á
vegum og utan vega í þéttbýli
og breytingu á lögreglusam-
þykktum þeirra þéttbýlisstaða
sem leggja hömlur á notkun vél-
sleða innan bæjarmarka.
Móttökusveit Akureyringa,
með Vilhelm Ágústsson í broddi
fylkingar fór á móti ferðalöngun-
um í gær og fylgdi þeim loka-
sprettinn til bæjarins. Þeir héldu
svo sömu leið til baka yfir hálend-
ið snemma í morgun og var stefn-
an sett á skálann Slunkaríki við
Langjökul. Þar ætlar hópurinnn
að slá upp veislu og griila lamba-
læri en eftir næturgistingu í skál-
anum verður haldið áfram til
Reykjavíkur á morgun.
Húsnefnd Samkomuhússins um
framtíðarhúsnæði atvinnuleikhúss
Mælir með að Nýja
bíó verði keypt
HÚSNEFND Samkomuhússins á
Akureyri hefur mælt með því við
bæjarráð að veitt verði heimild til
að ganga til viðræðna um hugsan-
leg kaup bæjarins á húsnæði Nýja
bíós við Strandgötu og aðiiggjandi
húsnæði á horninu við Ráðhústorg
í því skyni að byggja þar upp fram-
tíðaraðstöðu fyrir atvinnuleikhús á
Akureyri.
Bæjarráð óskaði á fundi í gær
eftir upplýsingum um áætlaðan
heildarkostnað við endurbætur og
breytingar á húsinu, við-
byggingu og nauðsynleg
húsakaup.
Ingvar Björnsson, sem
sæti á í húsnefnd Sam-
komuhússins, sagði að
nefndinni hefði verið falið
að finna lausn á framtíðar-
húsnæði fyrir atvinnuleik-
hús á Akureyri, en ljóst
væri að Samkomuhúsið,
sem varð 90 ára fyrr á ár-
inu dygði ekki til frambúð-
ar. Einkum hefði verið
horft til tveggja möguleika,
Sjallans og Nýja bíós og
við nánari athugun þótti
síðari kosturinn betri.
Nýja bíó við Strandgötu
var reist árið 1929 og var
kvikmyndahús rekið þar allt fram
á níunda áratuginn, en nokkur síð-
ustu ár var þar skemmtistaðurinn
1929. Síðastliðið haust kom upp
eldur í húsinu og hefur það ekki
verið notað frá þeim tíma.
Húsið kostar 28 milljónir króna,
en inni í því verði eru áhvílandi
tryggingabætur vegna brunans að
upphæð 11,2 milljónir króna.
Ingvar sagði Akureyrarbæ hafa
forkaupsrétt að húsinu að minnsta
kosti út næstu viku. Þó svo að
Akureyrarbær kaupi húsið í því
skyni að reka þar starfsemi Leikfé-
lags Akureyrar verður lítið átt við
endurbætur og lagfæringar fyrr en
eftir næstu aldamót. Framkvæmda-
fé bæjarins er bundið öðrum verk-
efnum næstu þtjú árin.
Endurbætur á Samkomuhúsi
Nú í sumar verður ráðist í endur-
bætur á Samkomuhúsinu og kosta
þær um 20 milljónir króna. Meðal
annars verður skipt um stóla og
salurinn fær andlitslyftingu. Svöl-
um verður breytt og einnig sviði.
Ingvar sagði að þó svo að leikfélag-
ið myndi í framtíðinni starfa í öðru
húsi væri tímabært að ráðast í
endurbætur á Samkomuhúsinu.
Benti hann m.a. á að húsið hentaði
einkar vel til tónleikahalds og yrði
eflaust notað sem slíkt eftir að ieik-
félaginu hefði verið fundið nýtt
hús.
Morgunblaðið/Kristján
HÚSNEFND Samkomuhússins leggur
til að gengið verði til samninga um
hugsanleg kaup bæjarins á húsnæði
Nýja bíós við Strandgötu í því skyni
að byggja þar upp framtíðaraðstöðu
fyrir atvinnuleikhús á Akureyri.
Hagnaður Kísiliðjunnar við Mývatn 53 milljónir króna í fyrra
Fjárhagsleg
staða fyrirtækis-
ins mjög sterk
KÍSILIÐJAN VIÐ MÝVATN
Úr reikningum 1996
Rekstrarreikningur Miiijónir króna 1996 1995 Breyt.
Rekstrartekjur 504,9 544,4 -7,3%
Rekstrargjöld 434,8 426,2 +2.0%
Rekstrarhagnaður án fjármunaliða 70,2 118,2 -40,6%
Fjármunatekjur og {-gjöld) 11,8 8,0 +47,5%
Hagnaður tyrir skatta 82,5 127,8 -35,5%
Hreinn hagnaður ársins 52,8 81,8 -35,5%
Efnahagsreikningur 31. des.:
| Eignir: \
Veltufjármunir 461,1 492,1 -6,3%
Fastaf jármunir 291,9 289,3 +0,9%
Eignir samtals 753,0 781,4 -3,6%
| Sku/dir og eigid fé: |
Skammtímaskuldir 84,7 108,7 -22,1%
Eigið fé 668,3 672,7 -0,7%
Skuldir «jg eigið fé samtals 753,0 781.4 -3,6%
Morgunblaðið/Kristján
ÁKVEÐIÐ hefur verið að kaupa hreinsibúnað fyrir ofn Kísiliðj-
unnar fyrir 30-40 milljónir króna.
KÍSILIÐJAN við Mývatn skilaði tæp-
lega 53 milljóna króna hagnaði á
síðasta ári en árið 1995 var hagn-
aður fyrirtækisins tæpar 82 milljónir
króna. Árið 1995 var jafnframt
langbesta rekstrarárið í 30 ára sögu
Kísiliðjunnar. Velta fyrirtækisins á
síðasta ári nam 505 milljónum króna
og er hagnaðurinn því um 10,4% af
veltu. Árið áður nam velta Kísiliðj-
unnar 544 milijónum króna.
Bjarni Bjarnason framkvæmda-
stjóri segir að minni sala í fyrra,
aðeins lægra afurðaverð og aukinn
tilkostnaður í öllum rekstrarþáttum,
sé helsta ástæða þess að hagnaður
síðasta árs er minni en árið áður.
Hann er engu að síður mjög ánægð-
ur með afkomuna enda er þetta
þriðja besta hagnaðarhlutfall í sögu
fyrirtækisins. Bjarni segir að rekst-
urinn hafi gengið vel og íjárhagsleg
staða fyrirtækisins sé mjög sterk.
Á árinu 1996 voru framleidd um
25.600 tonn af fullunnum kísilgúr
og dróst framleiðslan saman um 9%
frá árinu áður. Útflutningur á árinu
nam um 26.200 tonnum og dróst
saman um 6,8% milli ára. Innan-
landssala í fyrra varð 41 tonn sem
er svipað magn og árið áður.
Stjórn Kísiliðjunnar samþykkti á
fundi sínum fyrir aðalfund fyrirtæk-
isins í vikunni að kaupa hreinsibúnað
fyrir ofn verksmiðjunnar. Að sögn
Bjama mun reykháfur verksmiðj-
unnar hverfa við þessa breytingu,
turninn lækka um fjórðung og rör
og hreinsibúnaður sem em illa útlít-
andi munu hverfa. „Þetta er því vem-
leg útlits- og umhverfisbót." Um er
áð ræða fjárfestingu upp á 30-40
milljónir króna og vonast Bjarni til
að hægt verði að koma hreinsibúnað-
inum í gagnið á þessu ári.
Könnun á nýrri vinnsluaðferð
Könnum á nýrri vinnsluaðferð í
Mývatni var fram haldið á síðasta
ári. Með aðferðinni er stefnt að því
að dæla gúmum undan gróðurþekju
vatnsbotnsins þannig að kísilgúr-
námið valdi lágmarksröskun á lífríki
Mývatns. Þegar er búið að hanna
meginhluta búnaðarins og benda
hönnunamiðurstöður til þess að
vinnsluaðferðin sé álitleg. „Þetta mál
er ekki í höfn en engu að síður mjög
spennandi verkefni sem við bindum
miklar vonir við. Hér er alveg um
nýja aðferð að ræða sem hvergi hefur
verið notuð í heiminum," sagði Bjarni.
Hjá Kísiliðjunni starfa 45-50
manns og er unnið á vöktum allan
sólarhringinn alla daga vikunnar.
Heildarlaunagreiðslur síðasta árs
námu rúmum 114 milljónum króna.
Bjarni segir að rekstrarhorfur fyrir
yfirstandandi ár séu góðar. „Við
gerum ráð fyrir svipaðri sölu á kísilg-
úr og svipuðu verði.“
Núverandi starfsleyfi Kísiliðjunnar
gildir til ársloka 2010. Vinnslusvæði
félagsins í Mývatni er afmarkað og
er félaginu óheimilt að vinna hráefni
utan þess. Mjög hefur gengið á birgð-
ir kísilgúrs á vinnslusvæðinu. Miðað
við núverandi ársframleiðslu verk-
smiðjunnar má búast við að birgðir
verði á þrotum innan 6-7 ára, um
7 árum áður en núverandi starfs-
leyfi lýkur.
A
Afengis- o g
vímuefna-
notkun
unglinga
RÁÐSTEFNA um áfengis- og vímu-
efnanotkun unglinga verður haldin á
Hótel KEA á Akureyri í næstu viku,
dagana 20. og 21. mars. Ráðstefnan
er haldin að frumkvæði bæjaryfir-
valda á Akureyri í samstarfi við SÁÁ
og heilbrigðisráðuneytið auk fleiri,
en kveikjan að ráðstefnunni er sú
umræða sem varð í kjöifar útihátíða
sem haldnar voru um síðustu versl-
unarmannahelgi, einkum „Halló Ak-
ureyri“.
Framsögumenn á ráðstefnunni
koma víða að, en eiga það sameigin-
legt að fást við áfengis- og vímuefna-
notkun unglinga. Fjallað verður um
hlutverk m.a. þeirra sem vinna að
beinu forvarnar- og meðferðarstarfi,
íþróttahreyfíngarinnar, foreldrasam-
taka, sveitarfélaga, lögreglu, féla-
gamálayfírvalda og þá tekur ungt
fólk einnig þátt í ráðstefnunni. Rætt
verður um hlutverk og stefnu sveitar-
félaga í áfengis- og vímuefnavörn-
um, útihátíðir og aðrar hópsamkom-
ur unglinga, umgjörð, undirbúning
og framkvæmd slíkra viðburða með
sérstakri hliðsjón af „Halló Akur-
eyri“ frá síðasta sumri, þá verður
rætt um hlutverk foreldra og for-
eldrafélaga í forvarnarstarfí og hlut-
verk ungs fólks í forvörnum.
Sérstakir gestir ráðstefnunnar
verða Ingibjörg Pálmadóttir heil-
brigðisráðherra og Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir, borgarstjóri í Reykjavík.
Fjöldi fyrirlestra verður haldinn.
Skráning fer fram hjá Upplýs-
ingamiðstöðinni á Akureyri og þar
fást einnig nánari upplýsingar um
ráðstefnuna.
(
)
>
>
É>
l