Morgunblaðið - 14.03.1997, Síða 18
18 FÖSTUDAGUR 14. MARZ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Marel kaupir danska fyrírtækið Carnitech A/S af Sabroe Refrigeration
Velta fyrirtækjanna 4,1
milljarður á síðasta ári
MAREL hf. og danska fyrirtækið Sabroe Refri-
geration A/S hafa skrifað undir viljayfírlýsingu
um kaup Marel á dótturfyrirtæki Sabroe, Carn-
iteeh A/S. Samkvæmt viljayfirlýsingunni mun
Marel að undangenginni endurskoðun taka við
öllum hlutabréfum í fýrirtækinu
Að sögn Geirs A. Gunnlaugssonar, forstjóra
Marel, er Carnitech í fremstu röð í heiminum í
framleiðslu á búnaði til vinnslu rækju og ala-
skaufsa og með kaupunum er Marel að bæta
stöðu sína og færa út kvíarnar í fiskiðnaði.
„Marel hefur fyrst og fremst framleitt búnað til
bolfískvinnslu í landi og í einhvetjum mæli á
sjó. Aftur á móti hefur Carnitech framleitt mik-
ið af rækjuvinnslubúnaði og þá aðallega til
vinnslu á sjó. Markmiðið með yfírtökunni er að
mynda fyrirtækjasamsteypu, sem getur boðið
upp á heildarlausnir fyrir vinnslu helstu fiskteg-
unda á alþjóðlegum markaði og orðið við síaukn-
um kröfum fisk- og kjötiðnaðarins um þróun og
hönnun einstakra tækja og heildarlausna. Carn-
itech hefur líkt og Marel verið að selja búnað
til kjötvinnslu og gerum við ráð fyrir að sameig-
inlega gangi fyrirtækjunum betur að sækja inn
á þann markað.“
Carnitech rekur dótturfyrirtækið Camitech
US Inc. í Seattle í Bandaríkjunum, sem er fram-
leiðslu- og sölufyrirtæki, Carnitech Greenland í
Nuuk á Grænlandi og Camitech Norge í Ála-
sundi í Noregi. Fyrirtækið hefur einnig rekið
markaðsskrifstofu í Singapore í nokkur ár.
Aðspurður segir Geir að Suðaustur-Asíumark-
aður sé töluvert ólíkur þeim sem framleiðsla
Marels hafi farið á en Carnitech hafí náð nokkr-
um árangri þar. Aftur á móti sé sá markaður
mjög sveiflukenndur. „Suðaustur-Asía er tölu-
vert öðru vísi menningarheimur en hér er og
vinnslan er ekki eins tæknivædd og hér. Fram-
leiðsla Marels og Carnitech er þróuð fyrir þá
markaði þar sem vinnuafl er dýrt en vinnuafl
er mjög ódýrt í Suðaustur-Asíu.“
250 starfsmenn hjá Carnitech
Velta Carnitech á síðasta ári var um 2,2 millj-
arðar íslenskra króna og skilaði reksturinn hagn-
aði á síðasta ári. Um 250 manns störfuðu hjá
fyrirtækinu og dótturfyrirtækjum þess. Á síð-
asta ári var velta Marel tæplega 1,9 milljarðar
og vom starfsmenn fyrirtækisins 185. Saman-
lögð velta fyrirtækjanna var því 4,1 milljarður
króna á síðasta ári og starfsmenn vora alls um
435.
Geir segir að fyrirtækin komi eflaust til með
að skiptast eitthvað á starfsmönnum en Marel
sjái fram á aukna framleiðslu og það komi til
greina að eitthvað af framleiðslu Marel verði
hjá Carnitech í Danmörku og Seattle. „Bæði
fyrirtækin reka dótturfyrirtæki í Seattle og
munum við reyna að samnýta þau á þann veg
að um samvinnu verði að ræða. Engin sam-
keppni hefur verið á milli Marel og Carnitech
hingað til heldur hefur í mörgum tilvikum verið
um samvinnu að ræða og Carnitech er hrein
viðbót við Marel. Mun Marel annast sölu fyrir
Carnitech á íslandi og Camitech á Grænlandi
mun annast sölu fyrir Marel í Grænlandi.“
Fjármagnað með nýjum
hlutum í Marel
í frétt frá Marel kemur fram að gert sé ráð
fyrir því að kaupin verði að verulegu leyti fjár-
mögnuð með útgáfu nýrra hluta en stjórn félags-
ins hefur ákveðið að nýta heimild, sem veitt var
á aðalfundi félagsins 7. mars sl., til útgáfu nýs
hlutafjár að upphæð 40 milljónir króna að nafn-
verði. Gengi til forkaupsréttarhafa hefur verið
ákveðið 13,75 en til annarra 15,25. Forkaups-
réttur miðast við sannanlega eignaraðild í lok
dags hinn 12. mars sl. Að sögn forstjóra Marel
stendur yfir undirbúningur hlutafjárútboðsins
og mun Búnaðarbankinn Verðbréf annast það.
Hagnaður Olíufé-
lagsins óx um 12%
HAGNAÐUR Olíufélagsins hf. var
295 milljónir króna á árinu 1996
samanborið við 263 milljónir árið
á undan. Hagnaðurinn hefur því
aukist um 12,2% á milli ára. Mark-
aðshlutdeild félagsins var 42,3% á
árinu 1996 og heildarsala á olíu-
vörum nam 282 þúsund tonnum
sem er 3% aukning á milli ára.
Eigið fé Olíufélagsins og dóttur-
félaga þess hækkaði um 615 millj-
ónir króna á árinu 1996 og var í
árslok 4.445 milljónir sem er 46%
af heildarfjármagni félagsins. Arð-
semi eiginfjár jókst á árinu úr 7,4%
í 7,7%. Rekstrartekjur Olíufélags-
ins hf. og dótturfélaga þess árið
1996 námu 10.019 milljónum
króna og hafa aukist frá árinu
1995 um 1.595 milljónir króna eða
19%. Rekstrargjöld hækkuðu einn-
ig um 19%, námu 9.601 milljón
króna og hafa hækkað um 1.554
milljónir króna, segir í frétt frá
fyrirtækinu.
Markaðsvirði hlutabréfa í eigu
fyrirtækisins sem skráð era á hluta-
bréfamörkuðum er um 1.508 millj-
ónum krónum hæira en bókfært
verð hlutabréfanna. Önnur hlutabréf
sem ekki hafa markaðsverð hafa
verið metin varlega á um 800 millj-
ónir umfram bókfært verð.
Viðunandi afkoma
Að sögn Geirs Magnússonar,
forstjóra Olíufélagsins, er afkoma
félagsins viðunandi en olíufélögun-
um yrði seint liðið að sýna þá arð-
semi sem markaðurinn gerir kröf-
ur um. „Við erum samt að reyna
að setja okkur það markmið að
sýna þá arðsemi sem markaðurinn
mun á einhveiju stigi krefja okkur
um. Gríðarleg verðmætaaukning
er í hlutafjáreign félagsins sem er
dulið eigið fé þannig að segja má
að við værum með skuldlaust fyrir-
tæki ef við seldum hlutabréfín sem
era í eigu fyrirtækisins.
Aðalfundur Olíufélagsins verður
haldinn 19. mars á Hótel Loftleiðum
Olíufélagið hf. tíssoS r ... ársins1996
Rekstrarreikningur Miiijónir króna 1996 1995 Breyting
Rekstrartekjur 10.019 8.424 +18,9%
Rekstrargjöld 9.601 8.048 +19,3%
Rekstrarhagnaður 418 376 +11,2%
Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) 47 22 +113,6%
Haqnaður fvrir reiknaða skatta 465 398 +16,8%
Hagnaður 295 263 +12,2%
Efnahagsreikningur 31. desember 1996 1995 Breyting
l Eignir: \ Milljónir króna
Veltufjármunir 3.444 2.627 +31,1%
Fastafjármunir 6.119 5.392 +13,5%
Eignir samtals 9.563 8.019 +19.2%
I Skuldir on eigið fé: \
Skammtímaskuldir 3.222 2.395 +34,5%
Langtímaskuldir 1.820 1.795 +1,4%
Eigiðfé 4.445 3.829 +16,1%
Skuldir og eigið fé samtals 9.563 8.019 +19.2%
Sjódstreymi Milljónlr króna 1996 1995 Breyting
Handbært fé frá rekstri 616 589 +4,6%
Fiárhagslegar kennitölur
Eiginfjárhlutfall 46% 49%
Arðsemi eigin < jár 7,7% 7,4%
I Markaðshlutdeild - olíuvörur: 42,3% 42,0% 1
Lækkun á
olíuverði
Olíuverð á Rotterdam-markaði
hefur lækkað mjög mikið að undan-
fömu og segir Geir Magnússon,
forstjóri Olíufélagsins hf., að von
sé á lækkun á olíuverði hér á landi.
„Við liggjum með þriggja mánaða
birgðir þannig að við erum á eftir
sveiflunni hvort sem hún er upp eða
niður. Ef dollarinn hefði ekki hækk-
að jafnmikið og raun ber vitni væru
verðlækkanir komnar til fram-
kvæmda og þá sérstaklega í gasolíu
en mun minni skattar era á henni
en bensíni," segir Geir.
----» ♦-----
Ráðstefna
um EES-rétt
LEIÐ EES-réttar inn í íslenskt rétt-
arkerfi er heiti ráðstefnu, sem Félag
löglærðra áhugamanna um EES-
rétt gengst fyrir á morgun, laugar-
dag, kl. 9:30 að Hótel Sögu.
I frétt frá félaginu segir að við
gildistöku EES-samningsins og við-
auka og bókana sem honum fylgdu
megi segja að íslenskt réttarkerfi
hafi öðlast nýja vídd í þeim skiln-
ingi að við það bættist nýr flokkur
réttarheimilda: EES-réttur.
Á ráðstefnunni verður farið yfir
hveijar þessar réttarheimildir eru,
hvernig þær verða til, hvaða tæki-
færi stjómvöld hafa til að hafa
áhrif á efni þeirra, aðlögun lands-
réttar að þeim, birtingu og eftirlit
með þessu öllu.
Fyrirlesarar verða Björn Frið-
fínnsson ráðuneytisstjóri, Davíð Þór
Björgvinsson prófessor, Kristinn F.
Árnason, skrifstofustjóri viðskipta-
skrifstofu utanríkisráðuneytis, og
Stefán Már Stefánsson prófessor.
Að utan koma frá Noregi Fredrik
Sejersted, sérfræðingur í EES-rétti,
og frá Danmörku Jens Fejö prófess-
or og Kurt Bardeleben lögmaður.
----♦ ♦ »---
Markaðssetn-
ingarnámskeið
ENDURMENNTUNARSTOFNUN
Háskólans verður með námskeið
dagana 17. og 18. mars nk. þar sem
ijallað verður um notkun markpósts
og síma í markaðssetningu, upp-
byggingu viðskiptamannaskrár,
viðskiptagreiningu og hnitmiðaðar
aðgerðir í markaðsmálum. Kennar-
ar á námskeiðinu verða Marteinn
Jónasson, framkvæmdastjóri Dags-
Tímans og Sverrir V. Hauksson,
framkvæmdastjóri Markhússins.
Skráning og nánari upplýsingar
fást á skrifstofu Endurmenntunar-
stofnunar í síma 525 4923.
Stjórnarformaður Nýheija um fjárfestingar fyrirtækisins í Stöð 3 á aðalfundi Nýherja
Nauðsynlegt að horfast
í augu við mistökin
BENEDIKT Jóhannesson, stjórnar-
formaður Nýheija hf., lýsti því yfír
á aðalfundi fyrirtækisins á miðviku-
dag að nauðsynlegt væri að horfast
í augu við þau mistök sem gerð hefðu
verið með fjárfestingu í hlutabréfum
í Stöð 3 og viðurkenna þau til þess
að koma í veg fyrir að þau endur-
tækju sig. Nýheiji var einn af upp-
haflegum stofnendum sjónvarps-
stöðvarinnar og kom fram að heild-
artap fyrirtækisins vegna þessa máls
nam 30 milljónum króna á árinu
1996.
„Það mál sem olli fyrirtækinu
mestu tapi á síðasta ári og stjórnend-
um þess mestu hugarangri er fjár-
festing í hlutabréfum í Stöð 3,“ sagði
Benedikt m.a. í ræðu sinni. „Ekki
þarf að rekja sorgarsögu þess fyrir-
tækis í smáatriðum hér, en þó er
nauðsynlegt að menn staldri við og
íhugi hvernig stóð á því að tekin var
ákvörðun um að setja mikla fjármuni
í svo áhættusaman rekstur. Það er
nauðsynlegt að menn séu tilbúnir að
horfast í augu við mistökin og viður-
kenni þau til þess að koma í veg
fyrir að þau endurtaki sig. Stjóm
Nýheija var þegar í upphafi Ijóst að
um áhættufjárfestingu væri að ræða
og tók það fram í bókun þegar
ákvörðun var tekin um stofnframlag
Nýheija. Jafnframt lagði hún áherslu
á að undirstöður fyrirtækisins væru
sem styrkastar og var hlutafé í upp-
hafi haft hærra en upprunalega var
áætlað vegna tilmæla stjórnar Ný-
heija. Jafnframt kom það fram oftar
en einu sinni á fundum stjómar að
hún teldi nauðsynlegt að ekki yrði
lagt af stað í reksturinn fyrr en öll
tæknileg vandamál væru yfirstigin.
Áætlanir gerðu ráð fyrir því að ekki
þyrfti mjög marga áskrifendur til
þess að standa undir rekstrinum og
fyrirtækið virtist líklegt til þess að
verða arðbært. Stjóm Nýheija taldi
að það yrði félaginu til framdráttar
að vera þátttakandi í fyrirtæki sem
væri í fararbroddi á þessu tækni-
sviði. En margt fer öðruvísi en ætlað
er.“
Reynslan er góður kennari
Benedikt rifjaði upp að eftir því
hefði verið leita síðastliðið vor að
Nýheiji kæmi inn með viðbótarhluta-
fé í Stöð 3. „Stjórn ákvað að ekki
væri grandvöllur fyrir frekari þátt-
töku félagsins í þeim rekstri. Jafn-
framt mótaði stjómin þá meginreglu
að fjárfestingar Nýheija skyldu vera
innan þeirra meginsviða sem félagið
starfar á. Upp úr miðju ári 1996 var
ljóst að færa yrði niður hlutafé í
Stöð 3 í tengslum við nauðasamn-
inga. Stjóm Nýheija ákvað að af-
skrifa allt hlutafé í Stöðinni eftir að
ljóst var að hún átti ekki fyrir skuld-
um og rekstrargrundvöllur var mjög
ótraustur. Framhald málsins þarf
ekki að kynna frekar.
Reynslan hefur sýnt að þessi til-
raun gekk ekki upp. Af henni má
læra að það er ekki nægilegt að
hafa vit á rekstri almennt til þess
að fara út á nýtt svið, menn þurfa
að þekkja það umhverfí sem þeir
ætla að starfa á. Það er athyglisvert
að menn féllu tvígang í þá giyfju
að fara út í sjónvarpsrekstur án þess
að hafa sérfræðinga á því sviði í
fararbroddi.
Þegar slíkir menn komu loks til
sögunnar gáfust menn endanlega
upp. í öðra lagi skyldu menn aldrei
fara út í rekstur þar sem tekju-
streymið byggðist á tækni sem ekki
hefði verið prófuð, nema átta sig á
því fyrirfram að um áhættusarna til-
raunastarfsemi væri að ræða. í þriðja
lagi ættu félög og einstaklingar að
setja sér þá reglu að fara ekki út í
nýjar ijárfestingar nema hafa eytt
talsverðu fé í undirbúningsrannsókn-
ir kunnáttumanna, þar sem fram
komi áhættuþættir og arðsemismat.
Reynslan er góður kennari, en skóla-
gjöldin eru hins vegar óþarflega há.“