Morgunblaðið - 14.03.1997, Qupperneq 20
20 FÖSTUDAGUR 14. MARZ 1997
ÚRVERINU
ERLEIMT
MORGUNBLAÐIÐ
ARNEY KE á loðnumiðunum fyrir sunnan Reylyanes í gær.
Morgunblaðið/Golli
Loðnuveiði á ný eftir viku brælu
Tekjumissir fyrir
loðnubræðslurnar
LOÐNUVEIÐI hófst á ný í fyrradag
eftir langvarandi brælu en segja
má að ekki hafi borist loðna á land
í heila viku og hefur það kostað
töluverðan tekjumissi fyrir loðnu-
verksmiðjur. Hinsvegar er ekki talið
að brælan hafi mikil áhrif á hrogna-
vinnsluna sem nú er að heijast af
krafti, enda takmarkað magn sem
framleiða má af hrognum á mark-
aði í Japan.
Flest loðnuskipin eru nú að veið-
um beggja vegna Reykjaness. Veið-
in gekk brösuglega í fyrradag, loðn-
an var dreifð eftir bræluna og þurftu
skipin mörg köst til að fylla. Veið-
arnar gengu betur í fyrrakvöld og
var veiði með ágætum í gær. Þor-
steinn Símonarson, skipstjóri á Há-
bergi GK, segir veiðina aðallega
yfir birtutímann því loðnan dreifí
sér í myrkrinu. „Það er mikið af
hrognum í þessari loðnu og hún
ætti að koma vel út í kreistingu.
Loðnan sem er komin norður undir
Snæfellsnes er komin lengra í
hrygningunni en það er hinsvegar
ómögulegt að segja til um hvað það
verður hægt að kreista lengi. Loðn-
an gæti þessvegna lagst á botninn
á morgun og hrygnt. Það fer mikið
eftir veðri,“ segir Þorsteinn.
Þá fengu nokkur skip loðnu við
Ingólfshöfða í gærmorgun og var
Sunnuberg GK á leið til Vopnafjarð-
ar með fullfermi í gær, um 700 tonn.
Reiknað er með að stærsti hluti
farmsins verði frystur á Rússlands-
markað. Magnús Þorvaldsson skip-
stjóri segir gríðarlegan afla hafa
tapast í brælunni. „Ég man ekki
eftir svona óveðurskafla á miðri
vertíð í háa herrans tíð. Það er
hætt við að mikið af loðnu hafí drep-
ist í brælunni því á meðan hún er
svona nálægt ströndinni, kastast
hún með briminu upp í íjöru og
rotast,“ segir Magnús.
Framleiðendur sýni samstöðu
Hrognvinnslan er því komin á
fullt skrið eftir bræluna en gert er
ráð fyrir að framleidd verði um
3.500 tonn af hrognum á vertíðinni
og eru framleiðendur sammála um
að sýna þurfí samstöðu um að yfír-
fylla ekki markaðinn í Japan.
„Við erum á fullu í hrognahreins-
un og hrognafrystingu og það eina
sem okkur vantar núna er meira
vinnuafi," segir Finnbogi Alfreðs-
son, framkvmdastjóri Fiskimjöls og
lýsis hf., í Grindavík. Hann telur ef
veiði verði góð taki það um viku að
framleiða upp í gerða samninga. „Þá
ríður á að menn sýni samstöðu um
að stöðva hrognaframleiðsluna því
markaðurinn er einhæfur og þolir
ekki mikið meira magn,“ segir Finn-
bogi.
Finnbogi ségir fyrirtækið hafa
orðið fyrir töluverðum tekjumissi
vegna brælunnar, einkum loðnu-
bræðslan. „Við höfum ekki fengið
hráefni í bræðsluna í fjóra daga en
það hefur ekki gerst á þessum árs-
tíma í þau fímm ár sem ég hef ver-
ið hér. Það þýðir tekjumissi fyrir
okkur en það er ekkert við því að
gera og óþarfí að hafa áhyggjur af
því,“ segir Finnbogi.
Brælan hefur ekki áhrif
á hrognavinnsluna
Þá er hrognavinnslan að fara af
stað hjá Vinnslustöð Vestmannaeyja
að sögn Viðars Elíassonar, vinnslu-
stjóra. Hann segir loðnuna góða til
hrognatöku og nú verði fryst af
krafti upp í gerða samninga. „Þessa
viku á meðan brælan stóð yfír misst-
um við af mikilli veiði en það kemur
einna harðast niður á bræðslunum.
Brælan þarf hinsvegar ekki að hafa
stórvægileg áhrif á hrognavinnsluna
en það veltur allt á veiði næstu
daga. Markaðurinn skammtar okk-
ur því magni sem við megum fram-
leiða og við sjáum enga ástæðu til
þess að framleiða fram yfir það sem
kaupendur okkar taka. Að mínu
mati er það mikilvægt að framleið-
endur yfírfylli ekki markaðinn í Jap-
an. Menn þurfa að standa saman
að því,“ segir Viðar.
Áraes í Evrópu eykur
fisksölu sína um 45%
FYRIRTÆKIÐ Árnes Europe jók
sölu sína á flatfíski í fyrra um 45%
í verðmætum og seldi alls fyrir 17,5
milljónir gyllina eða um 650 milljón-
ir íslenzkra króna. Salan í magni
talið nam 2.568 tonnum, sem er um
50% aukning frá árinu áður. Hagn-
aður af starfseminni varð um
400.000 gyllini, eða um 14,8 millj-
ónir króna.
Valdimar Kristjánsson, fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins, segist
ánægður með gang mála á árinu.
„Mesta aukningin hjá okkur hefur
Selt fyrir um 650
milljónir í fyrra
verið í sölu á kolaflökum í brauð-
mylsnu, sem unnin eru fyrir okkur
í Hollandi og sölu á smápakkningum
inn í verzlanakeðjur. Sala á um á
síðasta ári, en auk þessara afurða
erum við með hefðbundnari pakkn-
ingar fyrir veitingahús og stofnan-
ir,“ segir Valdimar
Uppistaða sölunnar er flatfískur
frá Arnesi í Þorlákshöfn, sem er
eigandi Árness Europe, en Valdimar
segir að fiskur sé einnig keyptur frá
öðrum íslenzkum framleiðendum og
á mörkuðum í Hollandi. „Við erum
í samvinnu við vinnslufyrirtæki hér
ytra, sem vinnur fyrir okkur, bæði
úr ferskum físki og frystum. Helztu
markaðir okkar eru á Italíu, Austur-
ríki, Þýzkalandi, Englandi og Sví-
þjóð, en sala innan lands í Hollandi
er mjög lítil. Þó Hollendingar séu
umsvifamiklir í veiðum og vinnslu
á flatfíski, eru þeir ekki eins dugleg-
ir að borða hann,“ segir Valdimar.
Gullviðskipti nasista í heimsstyrjöldinni
Sendu 85 tonn
til Spánar
New York. Reuter.
ÞÝSKIR nasistar sendu 85 tonn
af gulli til Spánar í síðustu heims-
styijöld og kom mest af því frá
Sviss. Kemur þetta fram í banda-
rískum leyniskjölum, sem Heims-
ráð gyðinga hefur birt.
Talsmaður Heimsráðsins, sem
hefur verið að leita upplýsinga í
bandarískum skjalasöfnum um við-
skipti nasista við hlutlaus ríki,
sagði, að þetta væri í fyrsta sinn,
að fram kæmi hve mikið gull hefði
verið sent til Spánar.
í bréfi, sem sent var 1946 frá
bandaríska sendiráðinu í Madrid
til bandaríska utanríkisráðuneytis-
ins, segir, að sendingarnar hafi
verið 14, þar á meðal með lestum
og flutningabílum. Segir þar einn-
ig, að Walter Funk, yfirmaður
þýska ríkisbankans, hafi leynilega
lagt gull inn á spænska banka-
reikninga í Sviss og fyrir það hafí
Spánveijar greitt með svissneskum
frönkum. Áður höfðu bandamenn
varað Spánverja við að taka við
gulli beint frá Þýskalandi.
Miklar fjárupphæðir
millifærðar til Argentínu
í öðru bréfí, sem Edward Stett-
inius, utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna, sendi 1944 til sendiráðsins í
Madrid, segir, að spænskir fasistar
hafi „lagt miklar fjárapphæðir inn
á banka í Argentínu fyrir nasista“.
Hestöfl þanin
í þágu verkamanna
ÞRJÚ þúsund þýzkir biflijóla-
eigendur sýna stuðning sinn við
málstað kolanámuverkamanna
með því að aka fylktu liði um
götur í grennd við stjórnarbygg-
ingar í Bonn, þar sem viðræður
milli verkalýðsforystu kola-
námumanna við fulltrúa ríkis-
stjórnarinnar fóru fram í gær.
Samkomulag náðist um að
forðast skyldi fjöldauppsagnir
samfara mikilli lækkun á niður-
greiðslum til innlendrar kola-
framleiðslu fram til ársins 2005.
Samkomulagið er niðurstaða
viðræðna Helmuts Kohls kanzl-
ara við Hans Berger, formanns
verkalýðsfélags námumanna, en
félagið hafði haldið því fram að
niðurskurðartillögur stjórnar-
innar myndu leiða til þess að
um 50.000 verkamenn misstu
vinnuna. Berger fagnaði niður-
stöðunni og í gær leit út fyrir
að mótmælandi verkamenn
hyggist una henni.
ESB-ríki á sumar-
tíma samtímis
SAMGONGURAÐHERRAR
Evrópusambandsins, ESB, höfn-
uðu á fundi sínum í vikunni þeim
rökum, sem Frakkar höfðu bor-
ið fram í viðleitni sinni til að
afnema það fyrirkomulag sem
verið hefur á meginlandi Evr-
ópu á mismunandi sumar- og
vetrartíma. Ákvörðun ráðherr-
anna, sem á eftir að hljóta sam-
þykki Evrópuþingsins, þýðir að
frá og með árinu 1998, í fjögur
ár a.m.k., verður klukkunni í
öllum ríkjum ESB flýtt á sama
tíma í marz og seinkað á sama
tíma í október. Frakkar höfðu
lagt til að halda klukkunni
óbreyttri allt árið, en ef þeir
hefðu ákveðið að gera það án
þess að hin ESB-ríkin gerðu hið
sama, hefði það skapað mikinn
rugling og vandamál, ekki sízt
fyrir tímaáætlanir samgöngu-
fyrirtækja.
Færri Svíar
andsnúnir EMU
STUÐNINGUR við aðild Sví-
þjóðar að Efnahags- og mynt-
bandalagi Evrópu, EMU, virðist
fara hægt og sígandi vaxandi.
Þetta sýnir skoðanakönnun, sem
gerð hefur verið fyrir sænska
JP bankann og Finanstidningen.
Samkvæmt könnuninni eru 24
af hundraði Svía þeirrar
skoðunar, að Svíþjóð eigi að
gerast stofnaðili að EMU1999.
Jafn margir, 24%, vilja að Sví-
þjóð taki þátt síðar.