Morgunblaðið - 14.03.1997, Page 22
22 FÖSTUDAGUR 14. MARZ 1997
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Spænskir
nautaban-
ar í verk-
falli
Malaga. Morgunblaðið
„HVAR er glæsileikinn og hvað
varð um hugrekkið?" spyija
margir Spánveijar nú. Samtök
spænskra nautabana og -rækt-
enda hafa skellt á allsherjarverk-
falli og hefðbundnar vor- og sum-
arhátíðir kunna að vera í hættu
með tilheyrandi tekjutapi leysist
þessi sérkennilega vinnudeila ekki
á næstunni.
Deilan snýst um hvort rétt-
lætanlegt sé að klippa horn naut-
anna og sverfa þau áður en þau
eru leidd inn hringinn. Stjómvöld
kveða þetta bæði sviksamlegt og
mddalegt athæfi og viþ'a herða
eftirlit. Fjölmargir áhugamenn og
sérfræðingar em sama sinnis og
benda á að hora nautanna glati
miklu af styrk sínum við þessa
meðferð. Nautið eigi minni mögu-
leika en ella gegn hinum tvífætta
og skrautklædda andstæðingi sín-
um.
Hagsmunasamtök spænskra
nautabana og ræktenda, CAPT,
segja þetta alrangt. Hornin séu
aðeins löguð lítillega til í því skyni
að jafna út kvisti og brot i þeim
og annan þann skaða sem þau
kunni að hafa orðið fyrir í haga.
Þetta þjóni bæði hagsmunum
nautanna og mannanna sem hafa
það að atvinnu sinni að drepa þau.
Væna stjórnvöld um
afskiptasemi
CAPT-samtökin segja deiluna
alls ekki snúast um horn nautanna
heldur sé hér á ferðinni enn ein
tilraun yfirvalda til að stjóma
þjóðaríþróttinni með reglugerð-
um. Nýrri reglugerð sem kvað á
um hert eftirlit með þessu at-
kvæði og tilheyrandi sektir mót-
mæltu samtökin með því að boða
til allsheijarverkfalls. Þetta hefur
aldrei gerst í þau tvö hundmð ár
sem nautaat hefur farið fram með
skipulögðum hætti á Spáni.
Verkfallið skall á 24. fyrra
mánaðar og nú em menn teknir
að óttast að naut verði ekki drep-
in á vorhátíðinni í Sevilla í næsta
mánuði. Það yrði mikill álits-
hnekkir enda nýtur hátíð þessi
sérstöðu á Spáni. Þá er og hugs-
anlegt að ferðamenn sem leggja
leið sína til Spánar í sumar verði
af þessari blóðugu veislu. Þetta
kann með öðrum orðum að draga
úr tekjum af ferðamannaþjónustu.
Nautaatið er mikilvæg atvinnu-
grein á Spáni. Um 200.000 manns
tengjast þessari starfsemi með
einum eða öðmm hætti. í fyrra
greiddu Spánveijar rúma 70 millj-
arða króna í aðgangseyri að slík-
um skemmtunum hvar um 37.000
naut voru felld.
Ráðamenn og hagsmunaaðilar
í Valencia náðu samkomulagi fyr-
ir hátíðina sem fram fer þar í
borg þessa dagana. Þar em þvi
naut drepin með reglulegu milli-
bili. Stjórnvöld í Andalúsíu lýstu
hins vegar yfir því á þriðjudag
að þau teldu þetta samkomulag
lögleysu og kváðust ætla að leggja
fram reglugerð til að tryggja
nautunum fulla reisn. Hygðust
yfirvöld í Madrid fallast á Valenc-
ia-samkomulagið myndu stjóra-
völd í Sevilla, höfuðborg Andalús-
íu, grípa til viðeigandi ráðstafana.
Deilan kann því að snerta sjálf-
stæði einstakra héraða gagnvart
miðstjórnarvaldinu í Madrid sem
er eilíft þrætuepli í spænskum
stjórnmálum.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
deila blossar upp vegna þeirrar _
venju að klippa hora nautanna. Á
fimmta áratugnum vakti það
mikla hneykslan er þekktur nauta-
bani skýrði frá því að þetta væri
alsiða. Ymsar reglugerðir um
þetta efni hafa litið dagsins ljós á
síðustu ámm en svo virðist sem
sú skoðun njóti nú vaxandi fylgis
að þetta sé í senn ómannúðleg
meðferð á dýrunum og í litlu sam-
ræmi við þann glæsileika og hug-
rekki sem jafnan er tengd þessari
sérstöku íþrótt.
Sagað og málað í sárin
Þótt talað sé um að horn dýr-
anna séu „rökuð“ (á spænsku er
sögnin afeitar „að raka“ notuð til
að lýsa þessum verknaði) liggur
fyrir að þau era klippt og þar
með stytt um nokkra þumlunga
auk þess sem þau em sorfin, eða
þynnt, og jöfnuð. Við blasir að
nautabaninn er ekki í sömu hættu
og hann ella væri. Dýrin em tekin
inn á bása, þeim gefin róandi
sprauta og hornin síðan stytt með
sög. Þar næst eru þau sorfin til
og algengt er að málningu sé
skellt i sárin. Við þetta minnkar
styrkur hornanna og margir sér-
fræðingar og áhugamenn um
þessa íþrótt telja það nánast helgi-
spjöll að svipta dýrið reisn sinni
með svo ruddalegum hætti.
Spænsk dagblöð hafa almennt
tekið undir málstað stjórnvalda
(og nautanna) í þessari deilu og
ýóst má vera að verkfallið hefur
orðið nautabönum nokkur álits-
hnekkir.
Morðid á
Ennis Cosby
Meintur
morðingi
handtekinn
Los Angeles. Reuter.
LÖGREGLAN í Los Angeles hefur
handtekið mann sem er grunaður um
morðið á Ennis Cosby, einkasyni
bandaríska leikar-
ans Bills Cosbys.
Willie Williams,
lögreglustjóri Los
Angeles, vildi ekki
skýra frá nafni
mannsins en kvað
lögregluna sann-
færða um að hann
hefði orðið Ennis
Cosby að bana.
Hann sagði að
maðurinn væri
hvítur Los Angeles-búi og líktist
mynd sem lögreglan lét teikna eftir
lýsingu konu, sem talin er hafa séð
morðingjann.
Konan segist hafa ætlað að hitta
Ennis Cosby en hann hafi hringt í
farsíma og sagst þurfa að nema stað-
ar á hraðbraut í Los Angeles til að
skipta um hjólbarða. Hún kveðst
hafa stansað við bíl hans en ekið á
brott þegar maður hafí bankað á
bílrúðuna. Þegar hún sneri aftur
skömmu síðar kom hún að líki Ennis
Cosbys. Talið er að morðinginn hafi
ætlað að ræna hann en ákveðið að
forða sér eftir að konan kom að hon-
um.
Williams sagði að annar maður
og kona hefðu verið handtekin vegna
málsins en ekki hefði verið ákveðið
hvort þau yrðu ákærð.
Morðmálið olli mikium óhug meðal
íbúa Los Angeles og milljóna aðdá-
enda Bills Cosbys, sem lék í vinsæl-
um sjónvarpsþáttum, „Fyrirmyndar-
föðumum". Tvö bandarísk blöð hétu
samtals 300.000 dölum, eða 21 millj-
ón króna, fyrir upplýsingar sem
leiddu tii handtöku morðingjans.
Ennis
Cosby
^RISTALL.
!É - j
6 manna matar
eða kaffistell:
"BíAa LAUFIÐ" kr. 2.950,-
'VORIÐ" kr. 3.400,-
"CORTINA" kr. 4.975,-
"PIANO" - sjámynd..
6 m. matarstell kr. 7.950,-
6 m. kaffistell kr. 7.500,-
Húsgögn - Hjólaborð - Speglar
Lampar - Glös - Hnífapör
Í’:'
Margt fallégt fyrir
heímilið þitt.
Kringlunni og Faxafeni
(Líttu við í kjailarann I Faxafeni)
Fundur Clintons og Jeltsíns í Helsinki
Eystrasaltsríki ótt-
ast leynisamning
Riga. Reuter.
EYSTRASALTSRÍKIN Eistland,
Lettland, og Litháen óttast að Bill
Clinton Bandaríkjaforseti svíki
þau á fundinum með Borís Jeltsín
Rússlandsforseta í Helsinki í
næstu viku með leynilegum samn-
ingi um stækkun Atlantshafs-
bandalagsins, að sögn stjórnarer-
indreka í Riga.
Meginmarkmið Clintons er að
fá Jeltsín til að samþykkja stækk-
un NATO í austur og fullvissa
hann um að hún ógni ekki öryggi
Rússlands. Nokkrir embættismenn
í Eystrasaltsríkjunum hafa hins
vegar látið í ljós áhyggjur af því
að Clinton kunni að fallast á leyni-
legan málamiðlunarsamning við
Jeltsín, þar sem rússneski forset-
inn féllist á að Pólveijar, Tékkar
og Ungveijar fengju aðild að
NATO gegn loforði frá Clinton um
að Eystrasaltsríkin fengju aldrei
að ganga í bandalagið.
„Helsta áhyggjuefni okkar er
að Eystrasaltsríkin verði svikin,“
sagði einn stjómarerindrekanna.
Aðrir sögðust þó vona að Clinton
yrði ekki við kröfu Rússa um að
Eystrasaltsríkin yrðu útilokuð frá
aðild að NATO og sögðu að slíkt
myndi ganga í berhögg við fyrri
yfírlýsingar Bandaríkjastjómar.
„Sú hugmynd hefur komist á
kreik að Eystrasaltsríkin kunni að
verða svikin en við teljum að slík
svik séu varla möguleg undir lok
20. aldarinnar,“ sagði lettneskur
stjórnarerindreki.
Þótt ráðamenn í Eystrasaltsríkj-
unum telji óraunhæft að gera sér
vonir um að þau verði á meðal
fyrstu ríkjanna sem fá aðild að
NATO eftir lok kalda stríðsins
vonast þeir til að Clinton lýsi því
yfír í Helsinki að til greina komi
að þau gangi í bandalagið þegar
fram líða stundir.
Umvafínn silfri og gulli
T ItMA DahIam
PERÚSKIR fornleifafræðingar
hafa fundið gröf foms hershöfð-
ingja sem hlaðinn var silfri og
gulli, að því er blaðið E1 Co-
mercio skýrði frá í gær.
Gröfin er talin vera frá árinu
50 og er hún aðeins nokkra
metra frá grafhýsi lávarðsins af
Sipan í Huaca Rajada grafhaugn-
um skammt frá borginni Chicla-
yo í norðurhluta Perú. Fundur-
inn þykir varpa nýju þ'ósi á hið
forna samfélag, Mokka-konung-
dæmið, en staðsetning grafarinn-
ar bendir til þess, að herinn hafi
ráðið miklu um stjórn konung-
dæmisins ásamt pólitískum full-
trúum og prestum.