Morgunblaðið - 14.03.1997, Page 43

Morgunblaðið - 14.03.1997, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MARZ 1997 43 i ] I I I 1 ! I ] I ] J I j 1 ( 4 i ( ( i < ( Efasemdir á Al- þingi um meng’- unarvarnir NOKKRIR þingmenn stjórnar- andstöðunnar gagnrýndu Finn Ingólfsson iðnaðaráðherra á Alþingi í gær vegna samninga ríkisins við Elkem um meiji- hlutaeign fyrirtækisins á Is- lenska járnblendifélaginu. Fram fór utandagskrárumræða þegar ráðherra kynnti samn- inginn og tóku allmargir þing- menn til máls að ræðu hans lokinni. Iðnaðarráðherra rakti helstu atriði samningsins og taldi ekki síst mikilvægt að framtíð verk- smiðjunnar væri nú tryggð svo og samkeppnisstaða hennar, þörf væri fleiri starfsmanna og atvinnuöryggi þeirra væri betra. Einnig kæmi erlent áhættufé sem nýtast myndi í rannsókna- og þróunarvinnu í fyrirtækinu. Sighvatur Björgvinsson sagði kosti samningsins að stækkunin væri tryggð og fleiri störf. Deila mætti hins vegar um verðið þótt það væri innan mats sem feng- ist hefði, galli væri að erlendur aðili færi með meirihlutavald og Elkem væri þekkt fyrir deilur við starfsmenn sína í öllum verk- smiðjunum og reynsla íslend- inga væri sú að þar færi harður aðili í samskiptum. Litlar upplýsingar lagðar fyrir þingheim Svavar Gestsson sagði erfitt að ræða málið þar sem litlar upplýsingar hefðu verið lagðar fyrir þingheim, starfsleyfi lægi ekki fyrir, ekki væri ljóst hvern- ig farið yrði með mengunarmál- efni en ljóst væri að miðað við fjögurra milljarða framlag ríkis- ins í Járnblendifélagið væri eignarhlutur þess upp á 1,3 milljarða lítils metinn. Hver verður hagnaðurinn? Kristín Halldórsdóttir spurði hver yrði hagnaðurinn af þess- um samningi þegar upp yrði staðið, hvert væri orkuverðið og hvernig færi með mengunarmál sem hefðu verið í ólestri hjá fyrirtækinu. Sagði hún ljóst að hér væri ríkisstjórn á villigötum í áherslum sínum í atvinnumál- um. Sturla Böðvarsson, Magnús Stefánsson og Stefán Guð- mundsson fögnuðu samningnum og Ágúst Einarsson sagði kosti hans fleiri en gallana. Hver hefur valdið og hver ræður ferðinni? spurði Hjörleif- ur Guttormsson og sagði iðn- aðarráðherra hafa afhent er- lendu fyrirtæki meirihlutann í Járnblendifélaginu. Sagði hann rétt að fara yfir sögu Elkem og spyrja hverjar yrðu varnirn- ar. Kvað hann stefna í síaukna losun hættulegra efna án hreinsunar og spurði hvernig samningar stæðu um þessi stór- mál? Sagði hann ísland vera að bruna fram úr skuldbinding- um sínum og að í það stefndi í lok ársins að lögfesta yrði ákvæði til að draga úr losún efna. Hvaða atvinnuvegir ættu að taka það á sig, ferðaþjónust- an eða fiskveiðar? FRÉTTIR Fyrrverandi lögfræðingur hjá Húsnæðisstofnun dæmdur 1 árs fangelsi og 6,5 millióna bætur FYRRVERANDI lögfræðingur hjá Húsnæðisstofnun ríkisins var í gær í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í eins árs fangelsi fyrir fjárdrátt og umboðssvik í opinberu starfi og skjalafals. Þá var hann dæmdur til að greiða Húsnæðis- stofnun rúmlega 6,5 milljónir króna í bætur, auk vaxta. Manninum var gefið að sök að hafa dregið sér heimildarlaust og fénýtt greiðslur, sem hann tók við en Húsnæðisstofnun báru, samtals 3,5 milljónir í 13 greiðsl- um. Hann gaf þá skýringu, að hann hefði átt rétt á þessum greiðslum fyrir almenn lögfræði- störf í þágu þeirra sem greiddu, í innheimtuþóknun samkvæmt gjaldskrá lögmanna og fyrir inn- heimtu sparifjár. Veitti sér veðheimild Þá var maðurinn ákærður fyrir að hafa gefið út veðleyfi fyrir hönd Húsnæðisstofnunar vegna láns með veði í eigin íbúð. Þar með hleypti hann þriggja milljóna króna láni fram fyrir fasteignaveð- bréf Húsnæðisstofnunar, sem leiddi til þess að rúmlega 4 milljón króna kröfur hennar fengust ekki greiddar við nauðungarsölu. Lög- fræðingurinn kvaðst hins vegar hafa haft fulla heimild til þessa frá yfirmönnum sínum. Ekki væri rétt að bannað væri að veita veð- leyfi af þessu tagi og væru dæmi um slíkt, en Húsnæðisstofnun hefði neitað veijanda sínum um að leggja þau fram til að færa sönnur á mál sitt. Hefur verið at- vinnulaus síðan honum var sagt upp störfum Þriðji liður ákærunnar laut að sölu á fölsuðum 160 þúsund króna víxli í Landsbankanum. Maðurinn falsaði nafn móður sinnar sem greiðanda og samþykkjanda. Hann játaði þetta brot. Móðir hans dró kæru vegna þessa til baka, en ekki var fallið frá saksókn vegna brotsins. Enginn samningur umþóknun í dóminum kemur fram varð- andi fjárdráttarákæru, að fullyrð- ingum mannsins um að gerður hafi verið samningur um sérstaka innheimtuþóknun fyrir kröfulýs- ingar í uppboðsandvirði hafi verið hafnað af öllum vitnum sem borið hafi um þetta atriði. Því væri ósannað, að slíkur samningur hefði verið gerður og maðurinn gæti ekki réttlætt hluta af fjár- drætti með vísan til þess. Inn- heimtukostnaður vegna skyldu.- sparnaðar hefði farið um ákveð- inn reikning og skýringar manns- ins á fjártökum vegna skyldu- sparnaðar væru ekki marktækar. Loks sagði að fullyrðingar hans um greiðslur fyrir almenn lög- fræðistörf fengju í engu tilviki stoð í framburðum greiðendanna. Enginn þeirra kannaðist við slík störf hans, heldur nefndu greið- endurnir oftast að umrædd greiðsla hefði átt að fara til lækk- unar á vanskilum við Húsnæðis- stofnun. Dómarinn kemst einnig að þeirri niðurstöðu að lögmanninum hafi verið óheimilt að veita sjálfum sér veðleyfi, sem ýtti áhvílandi lánum Húsnæðisstofnunar á 2. veðrétt. Þrátt fyrir að slíkt hefði verið heimilt, sem það var ekki, þá hefði hann sem opinber starfsmaður gefið sjálfum sér leyfi, sem væri mjög óeðlilegt. Missir atvinnu og eigna Dómarinn sagði brot mannsins stórfelld og framin í opinberu starfi. Refsing hans væri því hæfi- leg 1 árs fangelsi. Að auki er hon- um gert að bæta Húsnæðisstofnun skaðann, með greiðslu rúmlega 6,5 milljóna króna, auk vaxta frá 1992. Ekki voru því tekin til greina mótmæli mannsins, sem kvaðst hafa verið atvinnulaus frá því að honum var sagt upp hjá Húsnæðis- stofnun fyrir þremur árum, hafa misst allar eigur sínar og eiga réttindamissi yfír höfði sér. Til þess að hafa lögmannsréttindi þurfí að kaupa starfsábyrgðar- tryggingu, en eftir að málið hafi verið kært til RLR séu trygginga- félög landsins ekki mjög áhuga- söm um að gera samning við sig um slíka tryggingu. Loks lægi svo fyrir beiðni um að bú hans yrði tekið til gjaldþrotaskipta. A Q A U G L V S 1 1 1 IM G A UPPBOQ FUNDIR/ MAIMiMFAGIMAQUP SMAAUGLYSINGAR Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Hörðuvöllum 1, Selfossi, þriðjudaginn 18. mars 1997 kl. 10.00 á eftirfarandi eignum: Bakarísstígur 2 (brauðgerðarhús), Eyrarbakka, þingl. eig. Kristinn Harðarson, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins. Eyravegur 22, 1. haeð, Selfossi, þingl. eig. Arnar Ö. Christensen, gerð- arbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins. Hveramörk 8, Hveragerði, þingl. eig. Kristján S. Wiium, gerðarbeið- endur Byggingarsjóður ríkisins, Ferðamálask. íslands, Hveragerðis- bær, Landsbanki Islands, Selfossi og Vátryggingafélag Islands hf. Sýslumaðurinn á Selfossi, 13. mars 1997. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri fimmtudaginn 20. mars 1997 kl. 14.00. Jörðin Þjórsárholt, Gnúpverjahreppi (ehl. H. Óskd. og Á. (sl.), þingl. eig. Helga Óskarsdóttir og Árni Isleifsson, gerðarbeiðendur Bilfoss ehf., Búnaðarbanki íslands, Selfossi, Kaupfélag Árnesinga og Lands- banki íslands, Selfossi. Sýslumaðurinn á Selfossi, 13. mars 1997. Uppboð Eftirtaldir munir verða boðnir upp á Ingólfshvoli, Ölfushreppi, miðvikudaginn 19. mars 1997 kl. 14.00: 4 hross á ýmsum aldri. Ávisanir ekki teknar gildar nema með samþykki uppboðshaldara eða gjaldkera. Greiðsla við hamarshögg. Sýslumaðurinn á Selfossi, 13. mars 1997. Kynningardagur Stýrimannaskólans í Reykjavík laugardaginn 15. mars 1997. Siglingar og sjósókn eru nauðsyn. Skipstjóranám er hagnýtt nám. Tæki skólans eru til sýnis gestum í umsjá nemenda. Stofnanir siómanna oa fyrirtæki í þáqu sjávar- útveas oq sialinaa kvnna starfsemi sína. Kl. 13.30 - Skólinn, tækja- og skólastofur, opnaðar gestum. Kl. 14.00 - Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, kemur á svæðið. Kl. 15.30 - Keppni í splæsingum. KOMPÁS - skólablað nemenda Stýrimanna- skólans, 20. árgangur, kemur út. Kaffiveitingar - kvenfélagið HRÖNN verður með kaffiveitingar í matsal Sjómannaskólans allan daginn frá kl. 13.30. Lok sýningar eru áætluð kl. 17.00. Árshátíð Stýrimannaskólans í Félagsheim- ilinu Seltjarnarnesi að kvöldi 15. mars og hefst kl. 19.30. Kynningardagsnefnd Stýrimannaskólans í Reykjavík. FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 12- 1783147V2 — GÓUGLEÐI FERÐAFÉLAG # ÍSLANDS MÖRKINNI6 - SlMI 568-2533 SnæfeMsjökull-SnæfeHsnes á vorjafndægrum 21 .-22. mars. Góð sólarhringsferð. Fjölbreyttar páskaferðir Ferðafélagsins: 1. 26.-31. mars: Miklafell-Laki Skaftárdalur, skíðagönguferð. 2. 26.-31. mars: Snæfell-Lóns- öræfi, skíðagönguferð. 3. 27.-29. mars: Öræfasveit- Skaftafell. Ummerki Skeiðarár- hlaups. 4. 27.-31. mars: Skíðaganga un Laugaveginn. 5. 27.-31. mars: Skiðaganga Landmannalaugar og dvöl þar. 6. 29.-31. mars: Þórsmörk-Langi dalur, gönguferðir. Pantið tímanlega. Miðar á skrifst Sími: 568 2533. Sunnudagsferðir 16. mars Kl. 10.30 Draugatjörn-Blá fjöll, skíðaganga um Reykjaveg inn. Kl. 13.00 Heiðmörk að vetr (afmælisferð). Farið í Ferðafé lagsreitinn. Gönguferð og skíða ganga. Brottför frá BSl, austan megin og Mörkinni 6. GPS-rötunarnámskeið 17. oc 20. mars. Skráning á skrifstofu. Munið hressingargöngu frí Mörkinni 6 þriðjudag 18. mar; kl. 20.00. Aðalfundur Ferðafélagsins verður miðvikudagskvöldið 19 mars kl. 20.00 í félagsheimilini Mörkinni. Venjuleg aðalfundar störf. Sýnið félagsskirteini.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.