Morgunblaðið - 14.03.1997, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 14. MARZ 1997 45
FRETTIR
KVENNAKÓR Reykjavíkur i suðrænni sveiflu.
Suðræn sveifla
í Borgarleikhúsinu
Fyrirlest-
ur um
knattkol
MÁR Björgvinsson efnafræð-
ingur flytur fyrirlestur um kol-
efnissameindina knattkol á
morgun, laugardag, í sal 3 í
Háskólabíói kl. 14. Fyrirlestur-
inn er annar í fyrirlestrarröðinni
„Undur veraldar" sem haldin
er á vegum raunvísindadeildar
Háskóla íslands og Hollvinafé-
lags hennar.
í fyrirlestrinum fjallar Már
um stöðugu knattlaga kolefnis-
sameindina C60, sem nóbels-
verðlaunahafamir í efnafræði
1996, þeir Sir Harold W. Kroto,
Robert F.Curl og Richard E.
Smalley uppgötvuðu árið 1985.
Fimm árum síðar tókst að ein-
angra hana í hreint C60.
Fjölmargar aðrar gerðir
knattkola hafa síðan verið ein-
angraðar, auk knattkolslauka
og knattkolspípna. Saga knatt-
kola verður rakin og skyggnst
verður inn í þá nýju heima sem
opnast hafa við uppgötvun
þeirra.
Yfir 400 manns sóttu fyrsta
fyrirlesturinn „Sólir og svart-
hol“ og urðu margir frá að
hverfa. Þess vegna hefur verið
ákveðið að endurtaka hann á
skírdag, fímmtudaginn 27.mars
kl. 14 og er aðgangur ókeypis
og öllum heimill.
Mat á skóla-
starfi - nýtt
nám í HI
UPPELDIS- og menntunar-
fræðiskor við Háskóla íslands
býður fram tvær leiðir í M.A.
námi haustið 1997; mat á skóla-
starfí og almennt rannsókna-
nám. Um er að ræða tveggja
ára nám (60e). Nemendur sem
ekki stunda fullt nám geta tek-
ið námið á lengri tíma.
„Mat á skólastarfi" er ný
námsleið. Þar verður lögð
áhersla á að nemendur sérhæfí
sig í matsfræðum og mati á
skólastarfi. Markmiðið er annars
vegar að nemendur öðlist fræði-
lega þekkingu á margvíslegum
aðferðum við að meta skólastarf
og hins vegar að nemendur
þjálfíst í að beita mismunandi
aðferðum við matið. Námið mið-
ar þannig að því að búa fólk
undir störf á þessum vettvangi
en í þjóðfélaginu er nú rík
áhersla lögð á að meta skóla-
starf sem einn grundvallarþátt
skólaþróunar og stefnumörkun-
ar í skóla- og menntamálum.
Kynning á náminu verður
mánudaginn 17. mars kl.
17-18 í stofu 201 í Odda, Há-
skóla íslands. Allir velkomnir.
Islenski
alpaklúbbur-
inn 20 ára
HINN 11. mars varð íslenski
alpaklúbburinn 20 ára. Af því
tilefni verður haldin afmælishá-
tíð laugardagskvöldið 15. mars
og er þar vænst fjölmargra
þeirra fjallamanna sem tengst
hafa klúbbnum á undangengn-
um 20 árum.
í dag er ÍSALP með svipuðu
sniði og fyrr. Þar er ekki ein-
göngu að fínna klettaklifrara
og háfjallafara heldur er klúbb-
urinn vettvangir fyrir alla þá
er stunda fjallamennsku og úti-
vist á eigin vegum.
ÍSALP er til húsa í Ferðafé-
lagshúsinu að Mörkinni 6 og
deilir þar rými með JÖRFÍ og
4x4.
Ársrit ISALP er komið út og
fæst það hjá ÍSALP og í Skáta-
búðinni.
KVENNAKÓR Reykjavíkur
heldur tónleika í Borgarleikhús-
inu 17. og 18. mars nk. kl. 20 og
22 báða dagana undir yfirskrift-
inni Suðræn sveifla. Einnig koma
fram Tamlasveitin og Egill Ól-
afsson; dansararnir Carlos Sanc-
hez, Bryndís Halldórsdóttir og
Hany Hadaya og fleiri.
„Dagskráin er helguð „hinum
blóðheitu þjóðum Suður-Amer-
íku og Afríku,“ eins og segir í
ÞRJÁR smámyndir SÁÁ um fíkni-
efnavandann, sem sýndar voru í kvik-
myndahúsunum í lok sl. árs hafa
verið útnefndar til verðlauna á alþjóð-
legri kynningarmyndahátíð í Búda-
pest, sem heitir Prince Award ’97 -
the Intemational Public Relations
Film, Video and Multimedia Festival.
Grandi hf. styrkti gerð forvama-
myndanna með 2 milljóna króna
framlagi í tilefni 10 ára aimælis fyrir-
tækisins 1996. Verðlaunaafhending-
in fer fram í hljómleikahöllinni í
Búdapest 21. mars nk. Þetta er í
fyrsta sinn sem íslenskar kynningar-
myndir em útnefndar til' Prince-verð-
launa, segir í fréttatilkynningu.
Myndirnar vom sérstaklega ætl-
aðar ungu fólki sem sækir kvik-
myndahúsin í miklum mæli. Skilaboð
myndanna sem eru mjög skýr,
áhrifamikil og endurspegla umhverf-
ið sem unga fólkið býr nú í. Talið
er að á annað hundrað þúsund
FÉLAG flugáhugamanna sem
nefnist „Fyrsta flugs félagið“
hefur skipulagt hópferð fyrir
Islendinga á næststærstu flug-
komu heims í Lakeland i Flórída
í Bandaríkjunuin. Stendur ferðin
dagana 7. til 14. apríl. Þarna
verður í senn flugsýning og flug-
samkoma og gert ráð fyrir að
alls komi um 12 þúsund flugvélar
til Lakeland þessa daga.
Auk þess að skoða flugvélar,
hlýða á fyrirlestra, horfa á kvik-
kynningu, en á síðasta ári hélt
kórinn Gospelhátíð í Loftkasta-
lanum og voru sýningar alls 7
fyrir troðfuilu húsi.
Stjórnandi kórsins er Margrét
J. Pálmadóttir, hljómsveitar-
sljóri Stefán S. Stefánsson og
danshöfundur Carlos Sanchez.
Miðasala er í Borgarleikhúsinu
og einnig verða miðar seldir hjá
kórfélögum. Miðaverð er kr.
manns hafi séð myndirnar sem verða
endursýndar með vorinu. Kynning
og markaður - KOM ehf., sem ann-
ast kynningarmál Granda hf., sá um
gerð myndanna í samvinnu við Saga
Film hf. Þórarinn Tyrfíngsson, for-
maður SÁÁ, og Einar Gylfí Jónsson,
sálfræðingur og yfírmaður forvarna-
deildar SAÁ, lögðu á ráðin um inni-
hald og boðskap myndanna, sem eru
áhrifarík skilaboð án orða um hætt-
una sem ungu fólki stafar af fíkni-
efnaneyslu.
Leikstjóri er Hilmar Oddsson
kvikmyndaleikstjóri en handritshöf-
undur er Páll Pálsson. Helga Mar-
grét Reykdal annaðist framleiðslu
fyrir Saga Film. Leikarar í myndun-
um _eru átta talsins, allir félagsmenn
í SÁÁ og gáfu þeir vinnu sína. Öll
kvikmyndahús höfuðborgarinnar og
á Akureyri sýndu myndirnar SÁA
að kostnaðarlausu og var það þeirra
framlag til forvarnastarfsins.
myndir um flug og líta á flug-
vörusýningu gefst tækifæri til
að skoða flugminjasafnið í Lake-
land og fyrirhugað er einnig að
skoða starfsemi bandarísku
geimferðastofnunarinnar á
Canaveral-höfða. Einnig verður
haldið til Washington og Smit-
hsonian flug- og geimvísinda-
safnið skoðað. Fararsljórar eru
þeir Gunnar Þorsteinsson og
Þorsteinn E. Jónsson, fyrrver-
andi flugsljóri.
Hlaðborð
til styrktar
utanfarar
GRÆNMETISRÉTTAHLAÐBORÐ
verður föstudaginn 14. mars kl.
18-20 að Hamrahlíð 17 til styrktar
Kollu og Nínu sem eru að fara til
Montebello Center í Noregi að
kynna sér matreiðslu á sérfæði fyr-
ir krabbameinssjúklinga, einnig
ætla þær að kynna sér áfallahjálp
og aðhlynningu fyrir krabbameins-
sjúklinga og aðstandendur þeirra.
Af ólíkum
uppruna
ÞANN 15. mars verða stofnuð sam-
tök þeirra sem áhuga hafa á sam-
vinnu fólks af ólíkum uppruna.
Samtök þessi eru stofnuð í fram-
haldi af ráðstefnu sem haldin var á
Sólon íslands í nóvember síðastlið-
inn um kynþáttafordóma á íslandi.
Stofnfundurinn fer fram í Hinu hús-
inu við Vesturgötu og hefst klukkan
14. Fundarstjóri verður Þóra Arn-
órsdóttir.
Frummælendur verða Ingibjörg
Hafstað frá Fræðslumiðstöð
Reykjavíkurborgar og fulltrúi frá
Mannréttindaskrifstofu íslands.
Eftir erindin verða mál sem tengj-
ast þessu efni rædd.
Kúbanskur
gestur talar á
opinberum
fundi
MAYKA Guerrero, fulltrúi Banda-
lags háskólanema á Kúbu dvelur
á Islandi 13.-18. mars í boði VÍK,
Vináttufélags íslands og Kúbu.
Hún talar á opinberum fundi á
vegum VÍK laugardaginn 15. mars
klukkan 16 í sal Félags bóka-
gerðarmanna að Hverfisgötu 21 í
Reykjavík.
Mayka Guerrero er 22 ára og
nemur kjameðlisfræði við Ha-
yanaháskóla. Heimsókn hennar til
íslands er þáttur í ferð um Norður-
löndin.
Elskendahelgi á
Hornafirði
HELGINA 14,—16. mars verður
svokölluð Gjugghelgi á Höfn á
Hornafirði. Nefnist hún „Elsk-
endahelgi".
Þá er vonast til að ástfangið
fólk heimsæki Hornafjörð og njóti
þess sem þar er upp á boðið á
veitingastöðum í mat, drykk og
dansi, segir í fréttatilkynningu.
JIIAPPDRÆTTI
dae
Vinningaskrá
42. útdráttur 13. mars 1997
Bifreiðarvinningur
Kr. 2.000.000 Kr, 4.000.000 (tvöfaldur)
35532
Ferðavinningar
Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur)
28612
47812
58472
65767
Ferðavinningar
Kr. 50.000 I ír. 100.0 00 (tvöfaldur)
1480 6538 17226 35141 43507 57974
6130 15048 23337 39821 53977 76777
Húsbúnaðarvinningar
Kr. 10.000 Kr. 2(
47 9018 19557 28890 39399 46934 55120 68937
167 9638 19828 28905 39655 47305 55831 69534
425 9662 19885 29077 39809 47761 56041 69622
768 10039 19979 29343 40123 48132 56065 70546
848 10311 20408 29858 40313 48158 56215 70691
1482 10353 20448 29900 40373 48209 56372 70983
1560 10980 20756 31075 40516 48506 56480 71100
1579 11097 21033 31409 40850 48832 56614 71212
1972 12208 21170 31754 40990 48959 57356 71452
2115 12232 21601 31776 41098 48975 57400 71586
2550 12580 21766 32369 41161 49118 57574 71960
2702 13031 21972 32549 41196 49132 58811 72228
2704 13935 22588 32767 41271 49244 60707 73251
2984 13986 22832 33258 41296 49811 60836 73253
3074 14405 23211 33491 41536 49992 61484 74906
3122 14445 23267 33510 41649 50413 61763 75394
3879 14799 23524 33542 41792 50708 62243 75619
4050 14815 23570 33685 41961 51681 63390 75626
4181 15785 23642 33984 42365 51765 63626 76319
4197 15932 24049 34021 43203 52246 65741 76594
4218 17526 24382 34191 43348 52321 65747 76632
4653 17869 25422 34580 43386 53135 65837 77070
5081 18082 25668 35171 43809 53733 66448 77847
6104 18341 25751 35231 44157 53752 66860 77972
6542 18745 25849 35745 44935 54385 66970 78311
6790 19009 26300 36053 45475 54495 67018 78535
6875 19283 27080 36372 46046 54719 67075 79541
7920 19298 27327 37812 46332 54795 67594 79952
8187 19362 27990 37820 46429 54911 67897
8805 19410 28494 39092 46580 54927 68691
Næsti útdráttur fer fram 20. mars 1997
Heimasíða á Inlerneti: Http//www.itn.is/das/
1.200.
Smámyndir SAA um
fíkniefnavandann út-
nefndar til verðlauna
FYRSTA flugs félagið efnir til hópferðar á flugdaga í Flórída í
byrjun apríl.
Hópferð flugáhuga-
manna til Flórída