Morgunblaðið - 14.03.1997, Síða 46
46 FÖSTUDAGUR 14. MARZ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Tommi og Jenni
Ferdinand
BREF
TTL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
• Netfang: lauga@mbl.is
Menning 2000
Frá Pétrí Grétarssyni:
REYKJAVÍK ætlar að skila hlut-
verki sínu sem ein af menningar-
borgum Evrópu árið 2000 með
sóma, samkvæmt yfirlýsingum
borgarstjóra sem nú hefur ýtt úr
vör framkvæmdafleyi sem setja á
kúrsinn. í stjóminni situr fólk sem
í ræðu og riti hefur sýnt að því er
treystandi til að taka myndarlega
á málum og er því ekki ástæða til
að efast um að verkefnið verði til
góðs fýrir íslenska menningu hvort
sem árangurinn verður mældur í
fermetrum nýs tónlistarhúss eða
aukinni menningarvitund þjóðar-
innar. Vonandi getur þetta farið
saman.
Þess var ekki getið í Morgun-
blaðsgreininni um þetta fyrirbæri
fimmtudaginn 27. febrúar sl. hvort
milljónimar tuttugu sem renna eiga
til verkefnisins á þessu ári séu þær
sömu og Reykjavíkurborg áætlar
til menningarstarfsemi sem ekki er
miðuð við menningarborgarveisl-
una. Þetta á kannski eftir að skýr-
ast. Það á líka eflaust eftir að skýr-
ast hver hlutur ráðuneytis menning-
armála verður í undirbúningi og
framkvæmd menningarársins
2000.
í almennri greinargerð um mark-
mið verkefnisins er lögð áhersla á
að menningin eflist til lengri tíma
litið og segir m.a. að markaðssetja
skuli íslenska menningu erlendis.
Vonandi verður starfsemi stjórnar
menningarárs í beinum tengslum
við kynningarmiðstöðvar listgreina
í landinu svo að starfið nýtist lista-
mönnum til áframhaldandi kynn-
ingar á verkum sínum eftir að
menningarárinu lýkur.
Fyrir tveimur árum lét Félag ís-
lenskra hljómlistarmanna vinna
þarfagreiningu vegna þjónustu og
kynningarmiðstöðvar tónlistarflytj-
enda í Reykjavík, en aðstaða sem
í boði er fyrir tónlistarflytendur er
algjörlega óviðunandi og úrbóta
þörf hið snarasta.
Það hlýtur að teljast réttlætismál
að íslenskir tónlistarflytjendur njóti
nokkurs atbeina ríkis og borgar til
að byggja upp kynningarmiðstöð
fyrir list sína. Tónlist verður ekki
flutt nema með fulltingi hljómlistar-
manna og undanfarin ár hefur hlut-
deild þeirra í því sultarbrauði sem
menningarmál eru farið minnkandi.
Flytjendum hefur lengi sviðið það
óréttlæti að þeir skuli ekki njóta
sama réttar og aðrir listamenn sem
hafa með styrk frá hinu opinbera
getað starfrækt öflugar kynning-
armiðstöðvar fyrir listgreinar sínar.
Nægir hér að nefna Tónverkamið-
stöð og kynningarmiðstöðvar
myndlistarmanna og kvikmynda-
gerðarmanna. Þrátt fyrir ójafna
stöðu hefur FÍH hafið brautryðj-
endastarf fyrir íslenska tónlistar-
flytjendur, nú síðast með útgáfu á
jazztónlist og klassískri tónlist.
Þessi útgáfa er þungamiðjan í
öflugri kynningu á íslenskum tón-
listarflytjendum sem nú _er hafin á
erlendri grundu í nafni ÍSDISKA.
Menntamálaráðherra var sent
erindi nýlega vegna kynningarmið-
stöðvar tónlistarflytjenda, en svar
hefur ekki borist við umsókn um
að menntamálaráðuneytið kosti
starfsmann til reynslu í eitt ár til
að vinna að gagnabanka um mögu-
leika íslenskra tónlistarflytjenda á
erlendum mörkuðum.
Hér er kjörið tækifæri fyrir
menntamálaráðuneytið og Reykja-
víkurborg að sameinast í öflugri
kynningu á íslenskum tónlistarflytj-
endum í tengslum við menningarár-
ið 2000. í tengslum við starf fram-
kvæmdanefndar menningarársins
2000 mætti reka þjónustumiðstöð
tónlistarinnar í landinu í þágu alls
tónlistarfólks.
PÉTUR GRÉTARSSON
hljómlistarmaður,
Heiðargerði 1 B, Reykjavík.
Biðlistar
Smáfólk
f WHAT \ * ' / ARE YOU \ (PRAcnciN6?/ THE5E ARE PERI0P5.. PERIOD5 ARE VERY lAAPORTANT.. ^ n-c sj/ -c- i FIR5T,Y0U LURITE A 5ENTENCE.. THEN,(jUHEN you 6ET TO THE ENP, IT'5... O 1996 Untted Feature Syndtcale, Inc. (periodi),
\j *
Hvað ertu að æfa? Þetta eru punkt- Fyrst skrifarðu PUNKTUR!
ar ... punktar eru mjög setningu ... síð-
mikilvægir... an, þegar kemur
að endinum, er
það ...
Að selja vistrými á sjúkrahúsum
og hverfa 50 ár aftur í tímann
Frá Ólafi Ólafssyni:
BIÐLISTAR eru langir á íslandi.
Samkvæmt niðurstöðum Land-
læknisembættisins eru nú á biðlist-
um yfir 6000 manns eftir vistun á
sjúkrahúsum landsins. Reikna má
með að 4500 manns séu í veru-
legri þörf fyrir vistun á sjúkrahús-
um. Brýnt er að fækka um 2000
manns á þessum listum og til þess
skortir fé.
í ritstjórnargrein í blaði yðar er
mælt með að fólk fái að kaupa pláss
á sjúkrahúsum framhjá biðlistum.
Þetta fyrirkomulag er talið réttlátt
og muni auk þess stytta biðlista.
Þessar staðhæfmgar kaila á aI-
varlegar athugasemdir
Slíkt fyrirkomulag hefði í för
með sér a.m.k. tvær grundvallar-
breytingar í íslenskri heilbrigðis-
þjónustu.
1. Aðalsmerki íslenskrar heil-
brigðisþjónustu hefur verið jafn-
ræði stétta varðandi aðgengi að
þjónustu (hóprannsókn Hjarta-
vemdar 1967-1987). Þessi réttur
var tryggður fyrir 50 árum með
stofnun „almannatrygginga".
Hvaðan kemur fólki sá réttur til
þess að kaupa sér pláss á sjúkra-
stofnunum sem reistar era, tækniv-
æddar og reknar fyrir almannafé?
2. Horfið væri frá þeirri reglu
að bregðast við veikindum fólks
samkvæmt faglegu mati lækna.
Ef fylgt væri þeirri reglu sem boð-
uð er í leiðaranum réði innihald
pyngjunnar meiru en einkenni
sjúklinga.
Þessi breyting samræmist ekki
starfsreglum lækna og réttlætis-
kennd fólks.
Hvers vegna eigum við að hverfa
50 ár aftur í tímann til þess ástands
er var áður en almannatryggingum
var komið á fót?
ÓLAFUR ÓLAFSSON,
landlæknir.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt i upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.