Morgunblaðið - 14.03.1997, Síða 48

Morgunblaðið - 14.03.1997, Síða 48
48 FÖSTUDAGÚR 14. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ VÍ5INDAMENN ATHUCIÐ: í I 0 § Skerpir athygli - eykur þol. RAUTT EÐALGINSENG Gjafabækurnar viinsæii Spámaðurinn og Mannssonurinn Sígild rit eftir Kahlil Gibran í snilldarþýðingu Gunnars Dal Gunnar Dal segir: „ Vegna þess að ég tel það skyldu rithöfunda að þýða öndvegisrit annarra þjóða þýddi ég Spámanninn og Mannssoninn eftir Kahlil Gibran. Án bóka hans getur engin menningarþjóð verið. Ég telþessar bækur jafngóðar." Bœkurnar fást í öllum helstu bókaverslunum. Muninn bókaútgáfa. Sími 898 5868. Húsbréf | Innlausnarverð húsbréfa í 4. flokki 1992 4. flokki 1994 2. flokki 1995 Innlausnardagur 15. mars 1997 4. flokkur 1992: Nafnverð: Innlausnarverð: 5.000.000 kr. 6.968.590 kr. 1.000.000 kr. 1.393.718 kr. 100.000 kr. 139.372 kr. 10.000 kr. 13.937 kr. 4. flokkur 1994: Nafnverð: Innlausnarverð: 5.000.000 kr. 5.866.440 kr. 1.000.000 kr. 1.173.288 kr. 100.000 kr. 117.329 kr. 10.000 kr. 11.733 kr. 2. flokkur 1995: Nafnverð: Innlausnarverð: 5.000.000 kr. 5.624.668 kr. 1.000.000 kr. 1.124.934 kr. 1 100.000 kr. 112.493 kr. | 10.000 kr. 11.249 kr. Innlausnarstaður: Veðdeild Landsbanka íslands Suðurlandsbraut 24. cSa HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS || HÚSBRÉFAOEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYICJAVÍK • SÍMI 569 6900 IDAG SKÁK Umsjón Margeir Fétursson Svartur leikur og vinnur RÚSSAR halda sína eigin bikarkeppni, sem háð er með svipuðu sniði og nor- ræna VISA-keppnin. Þessi staða kom upp á opnu bikarmóti sem hald- ið var í Perm fyrr á þessu ári. Julia Ovchinikova (2.235) hafði hvítt, en stór- meistarinn Viktor Vara- vin (2.505) var með svart og átti leik. Hann fann hér glæsi- lega vinnings- leið, sem er allt annað en aug- ljós: 32. - Rg4!! 33. hxg4 - Hxg4 34. He2 - Hxg2+! 35. Dxg2 - Hg6 (Ennþá sterkara en 35. - Hg6) 36. Dxe2 - Hg6+ 37. Khl - Hh6+ 38. Kg2 - Dh4 39. Kf3 - Dg4+ og hvítur gafst upp, því mát í öðrum leik blasir við. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Netfang: eUy@mbl.is Tapað/fundið Gullhringur fannst GULLHRINGUR með hvítum steini fannst í sumarbústað í landi Úthlíðar, í byrjun febrúar. Upplýsingar í síma 567-2184. Kvenúr fannst KVENÚR fannst sunnu- daginn 9. mars fyrir utan Gauk á Stöng, úrið er merkt. Upplýsingar í síma 562-7466. Dýrahald Kisa fannst ALGRÁ, lítil læða, fannst í hnipri við stein á víðavangi vestast á Seltjamamesi í élja- ganginum sl. sunnu- dag. Hún var orðin lítillega kalin á eyrun- um og var banhungruð. Hún var ólarlaus og ómerkt, er gullfalleg, mannelsk og kassavön. Hún hefur verið flutt í Kattholt. Morgunblaðið/Kristinn Frá Þorlákshöfn Víkverji skrifar... UNGLINGAR hittust á dansleik í íþróttahúsi í Hafnarfirði föstudaginn 7. mars. Það væri svo sem ekki í frásögur færandi, nema vegna þess hve allt fór vel fram. Samtök félagsmiðstöðva á landinu héldu dansleikinn og þar voru um 1.300 unglingar, sem hlustuðu á Pál Óskar, Botnleðju og fleiri hljóm- sveitir. Margir komu langt að, frá Patreksfirði, Dalvík, Ólafsfirði og svo mætti Iengi telja. Kunningi Víkverja er lögreglu- maður í Hafnarfírði. Hann sagði að lögreglan hefði haft viðbúnað fyrir utan íþróttahúsið, ekki vegna þess að hafa þyrfti hemil á ungling- unum 1.300, heldur til að tryggja að enginn væri með óknytti fyrir utan sem vörpuðu iýrð á samkom- una. „Á ballinu var tóbaks- og áfengisbann og enginn reyndi að bijóta gegn því," sagði lögreglu- maðurinn. „Þetta fór allt svo vel fram, að það var unglingunum til mikils sóma.“ Það er vissulega ánægjulegt að heyra jafngóðar fréttir af ungling- unum okkar og þær undirstrika, að það er aðeins lítill meirihluti þeirra sem kemur stundum óorði á allan hópinn. xxx SKRIFARI dagsins átti þess kost að fylgjast með hluta sjóprófa vegna strands Víkartinds, leigu- skips Eimskips. Þar sem skipstjór- inn er þýskur var kallaður til dóm- túlkur, til að þýða orð hans fyrir íslenskum dómurum og lögmönn- um. Víkveiji skilur auðvitað nauð- syn þessa. Það hlýtur að vera mjög mikilvægt að ekkert fari milli mála þegar reynt er að komast til botns í málum af þessu tagi, líkt og öðrum málum sem koma til kasta dóm- stóla. Hins vegar vakti það óneitanlega athygli, að dómtúlkinn skorti ís- lensk orð til að lýsa því sem skip- stjórinn sagði. Þannig hét stefni skipsins eitthvað í líkingu við „þarna að framan, hausinn", upp- lýsingar um hve margir liðir af akkeriskeðju hefðu verið látnir út hétu að svo og svo margar keðjur hefðu verið úti og þegar túlkurinn var beðinn um að spyija skipstjór- ann hvort hann hefði áður þurft að leita vars við íslandsstrendur hváði túlkurinn og spurði hvað það þýddi, að leita vars. Skrifari er ekki svo sleipur í þýsk- unni að hann hafí áttað sig á hvort eitthvað mikilvægt fór forgörðum í þýðingunni. Það hlýtur hins vegar að þurfa að gera þær kröfur til túlka, að þeir þekki þann heim sem þeir Qalla um, eða hafí a.m.k. sama orðaforða tiltækan og almenningur. Flestir vita jú að „hausinn" heitir stefni. xxx VÍKVERJA hefur borist eftjr- farandi bréf frá Runólfi Ól- afssyni, framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðaeigenda: „í Morgunblaðinu 7. mars skrif- aði Víkveiji um samskipti sín við FÍB-Tryggingu og taldi þau hafa gengið vel fyrir sig. Víkveiji velti einnig upp grundvallarspurningum varðandi stöðu FÍB á vátrygginga- markaðnum og hvort það gæti kom- ið niður á þjónustu félagsins við félagsmenn sína. Rétt er að minna á að FÍB er ekki vátryggingafélag og engin fjárhagsleg tengsl eru á milli FÍB og FÍB-Tryggingar. FÍB-Trygging er heiti á hagstæðum bílatrygging- um sem FIB-félögum standa til boða og er tryggingin með Lloyd’s - einn sterkasta vátryggingamark- að heims að bakhjarli. Islenskir vátryggingamiðlarar sjá um FÍB- Tryggingu sem er vátryggð hjá Ibex Motor Policies at Lloyd’s. Frá sjónarhóli neytenda hefur FÍB-Trygging hjá Lloyd’s ekki að- eins lækkað tryggingaiðgjöld heim- ilanna heldur er þar einnig boðið upp á tjónaskoðun hjá óháðum að- ila, Bifreiðaskoðun hf., sem starf- rækir skoðunarstöðvar í öllum landshlutum. FÍB gætir hagsmuna félagsmanna sinna komi til ágrein- ings við tryggingafélag og gildir þá einu hvort um er að ræða FÍB- Tryggingu hjá Lloyd’s eða annað vátryggingafélag. Lögfræðingur og tæknimaður FÍB veita félagsmönnum sérhæfða aðstoð og ráðgjöf komi til ágrein- ings, t.d. varðandi sakaskiptingu eða gæði viðgerðar."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.