Morgunblaðið - 15.03.1997, Síða 8

Morgunblaðið - 15.03.1997, Síða 8
8 LAUGARDAGUR 15. MARZ 1997 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞIÐ hafið nú varla reiknað með einhverjum Saga Class lúxus fyrir þetta verð??? Stj ór narþingmenn deila á Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. Horfið fimmtán ár aftur í tímann GUNNLAUGUR M. Sigmundsson, þingmaður Framsóknarflokks, lýsir andstöðu við stofnun Fjárfestingar- banka atvinnulífsins hf. og segir að með honum sé horfið fimmtán ár aftur í tímann og að í engu öðru ríki hefði verið farin sama leið. Hann spáir því að bankinn muni halda velli í 5-7 ár, en sitja svo uppi með erfíðustu viðskiptavinina eina eftir. Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi frumvarpið einnig harðlega, en taldi það þó skárra en óbreytt ástand. Þetta kom fram í umræðum á Al- þingi í gær. Stjórnarandstæðingar vöktu at- hygli á því að þingmennimir tveir væru meðal sérfræðinga sinna flokka í þessum málefnunum og að vegna andstöðu þeirra væri meiri- hluti gegn frumvarpinu í efnahags- og viðskiptanefnd. Af þessum sökum mætti búast við að nefndin myndi gera miklar breytingar á frumvarp- inu. Svavar Gestsson, þingmaður Alþýðubandalags, sagðist vonast til þess að hægt væri að mynda nýjan meirihluta um endurskoðun málsins. Engin þörf fyrir nýjan ríkisbanka Gunnlaugur benti á að engin þörf væri fyrir nýjan ríkisbanka á íslenskum fjármálamarkaði og sér- staklega væri stofnun hans óeðlileg í ljósi þess að ríkisbankarnir tveir sem fyrir eru hefðu lýst áhuga á að taka við íjárfestingarlánasjóðun- um. Hann sagði að erlendis sinntu viðskiptabankar þeirri þjónustu sem fjárfestingarlánasjóðirnir hefðu hér á hendi. Hann spáði því að ekki næðist viðunandi arður af nýja bankanum vegna þess að önnur sjónarmið yrðu ráðandi. Hann sagði einnig að bankinn myndi verða sam- keppnishamlandi á markaðnum. Gunnlaugur sagði að söguskoðun framtíðar myndi dæma þá hart sem stæðu að frumvarpinu. Ágúst Einarsson, Þingflokki jafnaðarmanna, sagði að fyrir- komulag Fjárfestingarbankans miðaði að því að tryggja pólitíska hagsmuni. Hann gagnrýndi að félög atvinnuveitenda í sjávarútvegi og iðnaði fengju að tilnefna fulltrúa í stjórn hans, en fyrirtæki sem stæðu utan þessara félaga og launafólk hefðu engin áhrif. Agúst gagnrýndi einnig fyrirkomulag Nýsköpunar- sjóðs og sagði að hann yrði ekki til að efla rannsóknir og þróun held- ur yrði hann gamaldags byggða- sjóður. Límt fyrir munn á barni á leikskóla í Hafnarfirði Þremur leiðbeinendum var sagt upp störfum ÞREMUR leiðbeinendum á leikskól- anum Hörðuvöllum í Hafnarfirði hefur verið vikið úr starfi fyrir fullt og allt eftir að einn þeirra var stað- inn að því að hafa límt fyrir munn tveggja ára drengs með breiðu lím- bandi og hinir tveir fylgdust með án þess að aðhafast nokkuð í málinu. „Bömin voru inni í herbergi ásamt þremur leiðbeinendum og trúlega hafa verið einhver læti. Það var sett límband fyrir munninn á einu bam- inu og síðan kom móðir annars barns á leikskólanum þarna að, sá þetta og varð náttúrulega alveg miður sín,“ sagði Rebekka Árnadóttir leik- skólastjóri í samtali við Morgunblað- ið. Þrúgandi andrúmsloft Starfsmanninum sem límdi fyrir munn barnsins var vikið úr starfí tímabundið en eftir fjölmennan fund með foreldram á miðvikudagskvöld var ákveðið að víkja þeim öllum fyr- ir fullt og allt. „Hér era allir í sárum og andrúmsloftið þrúgandi. Málið er í rannsókn og ótal fundir hafa verið haldnir. Við höfum fengið fyr- irheit frá skólaskrifstofu Hafnar- fjarðar um sálfræðiaðstoð." Rebekka kvaðst ekki kannast við að vandamál sem þetta hafí komið upp áður á leikskólanum en það verði nú rannsakað. „Ég hef borið fullt traust til þessara starfsmanna og þeir era allir með langa starfs- reynslu á þessu sviði. Ég trúi því ekki að við séum svo blindar hér að við hefðum ekki tekið eftir því ef eitthvað hefði verið að,“ segir Rebekka. Opið hús í Háskólanum á morgun Háskólinn er risafyrirtæki Þorsteinn I. Sigfússon Opið hús verður verð- ur í Háskóla íslands á morgun kl. 14-17, þar sem raunvís- indadeild, verkfræðideildir og nokkrar fleiri stofnanir sýna hluta af starfsemi sinni. Dagskrá Háskóla- dags hefst kl. 13 í Háskóla- bíói þar sem Sveinbjöm Björnsson rektor býður fólk velkomið. Sinfóm'uhljóm- sveit áhugamanna flytur síðan píanókonsert nr. 1 op. 25 eftir Mendelssohn, Ólaf- ur Ragnar Grímsson, for- seti íslands, flytur ávarp, Björn Bjarnason mennta- málaráðherra afhendir verðlaun í stærðfræði- keppni og eðlisfræðikeppni framhaldsskólanema og Háskólakórinn syngur. - Er Háskólinn spenn- andi stofnun fyrir almenning að heimsækja og skoða? „Háskóli Islands er stærsti vinnustaður landsins þar sem starfa fjöimargir fræðimenn, bæði kennarar og sérfræðingar. Háskólinn er frábragðinn mörg- um stofnunum vegna þess að hann er eiginlega „samfélag" frekar en fyrirtæki. Háskóla- mönnum er ætlað að mennta þær kynslóðir sem verða þungamiðja íslensks samfélags næstu áratug- ina og það gerir stofnunina að mjög ánægjulegum vinnustað í stöðugu samneyti við ungt og upprennandi fólk. Háskólinn fær tæplega tvo milljarða króna á ári úr ríkissjóði og okkur er kapps- mál að nýta það fé vel. Þar að auki bætast við um 1,3 milljarðar í sjálfsaflafé, til dæmis vaxandi þáttur erlends styrkfjár sem oft er veitt vegna samstarfsverkefna við fyrirtæki." - Hvað er það sem fólki býðst að skoða hjá ykkur? „Á opna húsinu gefst gestum kostur á að skoða svæðið vestan Suðurgötu. Það eru til húsa raun- vísindadeild og Raunvísindastofn- un, verkfræðideild og Verkfræði- stofnun, Endurmenntunarstofnun ásamt Rannsóknaþjónustu Há- skólans og fleiri stofnunum. í Rannsóknaþjónustunni er miðstöð Evrópusamstarfsins sem fólst í EES samningnum." - Er eitthvað nýtt og sérstak- iega spennandi sem þið sýnið að þessu sinni? „Eitt af því nýjasta sem sýnt verður þennan dag er ný tilrauna- aðstaða í eðlisfræði í svokallaðri VR III byggingu, þar sem eðlis- fræði hálfleiðara hefur aðsetur. Hér er um að ræða eðlisfræði rafeindatækninnar og tölvanna. í Tæknigarði, sem er hús sem byggt var upp- ranalega með góðri að- stoð Reykjavíkurborg- ar, kennir ýmissa grasa. Við höfum boðið félögum okkar frá Líffræðistofnun, sem hefur aðsetur á Grensásvegi, að sýna verkefni sín í Tæknigarði. Þar er einnig aðsetur hinna næmu jarðskjálftamæla Raunvísinda- stofnunar þar sem fylgst er með bráðu skapferli Bárðarbungu, segulstormum og segulsviði bergs, svo eitthvað sé nefnt. Jarð- eðlisfræðistofan var miðstöð rannsóknanna á Vatnajökli þegar jarðeldur braust þar út síðastliðið haust. í Tæknigarði er einnig nýsköp- unarmiðstöð í tölvunarfræðum, þar er aðsetur Endurmenntunar- stofnunar Háskólans, þeirrar stofnunar sem mest hefur vaxið ► Þorsteinn Ingi Sigfússon prófessor fæddist 4. júní 1954. Hann varð stúdent frá Mennta- skólanum við Hamrahlíð 1973 og lærði eðlisfræði við háskól- ana í Kaupmannahöfn og Cam- bridge, þaðan sem hann lauk doktorsprófi 1982. Hann hóf störf sem sérfræðingur við Raunvísindastofnun eftir heimkomu frá námi og hlaut prófessorsstöðu sem Islenska járnblendifélagið gaf Háskóla Islands 1989. Hann var sljórn- arformaður Raunvísindastofn- unar 1992-1995 oghefur verið framkvæmdastjóri Verkfræði- stofnunar frá 1995. Megin- verkefnasvið Þorsteins er rannsóknir á eðlisfræði málma, tæknileg eðlisfræði og þekk- ingaryfirfærsla frá Háskólan- um til íslensks atvinnulífs. Þor- steinn er kvæntur Bergþóru K. Ketilsdóttur kerfisfræðingi og eiga þau þrjú börn. undanfarin ár - og er í raun tákn hins nútímalega háskólanáms. Það er ferli sem lýkur aldrei en er haldið við með stöðugri sí- menntun og endurmenntun.“ - Hvað verður boðið upp á í verkfræði- og raunvísindadeild- inni? „í VR II byggingunni beint suður af Tæknigarði hafa verk- fræðideild og raunvísindadeild aðsetur. Þar verður sagt frá rann- sóknum á hinni þöglu ógnun jarð- skjálftanna. Samstarf hefur verið um rannsóknir á jarðskjálftavá á Suðurlandi og verður greint frá þeim. Rannsóknir á annarri vá eins og sjávarflóðum og aftakaúr- komu eru einnig stundaðar við Verkfræðistofnun. Þá verða sýnd verkefni í tölvugreind og sveiflugreiningu. Rannsóknaprófessor Hitaveitu Reykjavíkur hefur aðsetur í VR II byggingunni og mun meðal annars segja frá rannsóknum á hitaveituverkfræði í fyrirlestri þennan dag. Fleira verður um fyrirlestra, til dæmis afar áhugavert rannsóknaverk- efni um aldur landnámsins á ís- landi sem gæti verið eldra en haldið hefur verið. Þá má nefna að frá Líffræðistofnun kemur er- indi um leitina að kynjaverum hafdjúpanna við ísland. í svona upptalningu verður aðeins hægt að tæpa á því helsta. Mikilvægt er að fólk drífí sig á háskólasvæðið og skoði það sem boðið er upp á. Kynnist stærsta vinnustað Islands sem er enn al- farið í okkar eigu og verður það vonandi um langan aldur,“ sagði Þorsteinn. HÍ er mjög ánægjulegur vinnustaður

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.