Morgunblaðið - 15.03.1997, Page 12
12 LAUGARDAGUR 15. MARZ 1997
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Eldgos á
íslandi efni í for-
síðugrein í GEO
Hannover. Morgunblaðið.
ÞÝSKA landa-, mann- ogjarð-
fræðitímaritið GEO gerir nýaf-
staðin eldsumbrot í Vatnajökli
að forsíðugrein í tölublaði sínu.
A 30 blaðsíðum er fjallað um
eldgosið og afleiðingar þess í
máli og myndum. Erwin Lausch
ritar dagbók umbrotanna og
hefur frásögnina á áhrifamikilli
lýsingu á Skeiðarárhlaupinu og
vitnar í þá dr. Arna Snorrason
forstöðumann vatnamælinga
Orkustofnunar og Odd Sigurðs-
son jarðfræðing sömu stofnun-
ar. Lausch getur þess framar-
lega í greininni hversu sjaldgæf
jökulhlaup eru og nefnir að að-
eins á Islandi sé hægt að upplifa
slíkar náttúruhamfarir. Þó að
mörg eldfjöll víða um heim séu
lögð jökli efst á tindinum þá er
það á engan hátt sambærilegt
við Vatnajökul en þar nær eld-
gos aldrei að bræða allan jökul-
inn. Vísindamenn halda að virk
eldfjöll sé einnig að finna undir
jökli Suðurskautlandsins en eld-
gos hefur aldrei náð að brjóta
sér leið í gegnum kílómetra
þykkan ísinn og því aldrei hægt
að fylgjast með jökulhlaupi þar.
Eins kemur fram í greininni að
ísland er stærsta eldfjallaeyja
heims og Vatnajökull stærstur
jökla í Evrópu. Undir honum eru
sex virk eldfjöll. Ari Trausti
Guðmundssonjarðeðlisfræðing-
ur er einn af heimildarmönnum
Lausch.
Gangur eldgossins frá 29.
september 1996, þegar fyrst
varð vart óróa á svæðinu, er
rakinn og í frásögn sinni skýtur
Lausch á skemmtilegan hátt inn
upplýsingum um land og þjóð.
Þannig tengir hann t.d. Þing-
velli og Alþingi Islendinga frá-
sögninni og segir frá íslandi sem
elsta lýðveldi í heimi. Móðuharð-
indin og Skaftáreldar 1783
koma við sögu og einnig það að
frá landnámi eru skráð um 200
eldgos á íslandi. Vísindamenn
telja að frá lokum ísaldar hafi
35 eldstöðvar verið virkar.
Sérstaka legu Islands gerir
Lauscher að umræðuefni þar
sem einstakt sé fyrir vísinda-
EIN af opnunum í þýzka tímaritinu GEO.
menn að geta rannsakað land
ofansjávar því hæstu tindar Atl-
antshafshryggjarins eru venju-
lega mörg þúsund metra neðan-
sjávar. Eldgosasögu íslands er
skotið inn á milli í dagbókarfrá-
sögninni frá Vatnajökli. 1963
Surtsey, 1973 Vestmannaeyjar,
1970, ’80, ’81, og ’91 Hekla. A
miðöldum voru þegar farnar að
berast fréttir til Evrópu af eld-
gosum í Heklu, skrifar Lausc-
her.
I lok greinarinnar segir hann
frá hlaupinu sjálfu og afleiðing-
um þess og gefur í skyn að ís-
lendingar verði nú varla í vand-
ræðum með endurbyggingu
vegakerfisins.
A sérstaklega einkenndum
stað er sagt í spennusagnaformi
frá lendingu þyrlu sem flutti
franska eldgosasérfræðinginn
Jacques Durieuz og ljósmyndar-
inn Philippe Bourseiller í gjána
þar sem þeir komust í snertingu
við iður jarðar.
Greinin í GEO er ríkulega
myndskreytt og er fyrstu ellefu
opnunum varið í stórar áhrifa-
miklar ljósmyndir frá öllum
stigum gossins. Auk erlendra
ljósmyndara eru einnig birtar
myndir eftir Pál Stefánsson og
Þorkel Þorkelsson. Landakort
af íslandi og jarðfræðilegar út-
skýringar í myndum gera grein-
ina að skemmtilegu lesefni jafnt
fyrir leika sem lærða. Þetta víð-
lesna og virta tímarit er auglýst
víða og má sjá forsíðu þess með
mynd af gosinu í verslunar-
gluggum næstum á hveiju götu-
horni í Þýskalandi.
Utanríkisráðherrar Norðurlandanna á fundi í Brussel
Aukin áhersla á norrænt
samstarf á Evrópuvettvangi
Morgunblaðið. Brussel.
UTANRÍKISRÁÐHERRAR aðild-
Deilt um niðurskurðartillögur Svía
arríkja Norðurlandaráðs komu
saman til fundar í Brussel á mið-
vikudag til að ræða aukið sam-
starf á Evrópuvettvangi auk þess
sem þeir áttu fundi með starfs-
bræðrum sínum frá Eystrasalts-
ríkjunum þremur um aukið sam-
starf á milli þessara aðila.
Á fundinum var rædd tillaga
Halldórs Ásgrímssonar utanríkis-
ráðherra um aukin tengsl milli
Norðurlandaráðs og sendiráða að-
ildarríkjanna í Brussel, til að auka
upplýsingaflæði um Evrópumál þar
á milli. Lagði hann til að Norður-
landaráð hefði fastan starfsmann
í Brussel til að hafa umsjón með
þessum samskiptum en niðurstað-
an varð hins vegar sú að skrifstofa
Norðurlandaráðs í Kaupmanna-
höfn gæti sent starfsmenn tíma-
bundið til slíkra verkefna í Brussel.
Að sögn Halldórs er þetta mikil-
vægt í ljósi þeirra breytinga sem
norrænt samstarf sé nú að ganga
í gegnum.
„Það er afar mikilvægt að bæði
norrænir þingmenn og ráðherrar
komi inn í þessa vinnu og séu
meðvitaðir um það sem sé að ger-
ast nægilega snemma. Það sem
við vorum að tala um á miðviku-
dag er að samræma vinnu sendi-
ráðanna hér þannig að þau hafi
samband við ráðherranefndina í
Kaupmannahöfn þar sem vinna
um 80 manns. Síðan var ákveðið
að framkvæmdastjóri ráðsins
mæti hér á fundi reglulega og
jafnframt verði sendir aðilar frá
skrifstofunni tímabundið til að
fylgjast með þessu og koma upp-
lýsingum áfram. Þetta er mjög
nauðsynlegt ef við eigum að geta
byggt upp raunhæft norrænt sam-
starf í framtíðinni,“ sagði utan-
ríkisráðherra.
Aukin áhrif á þróunina innan
ESB með norrænu samstarfi
Halldór segir það vera mikil-
vægt fyrir ísland að fá aukinn
aðgang að þeirri ákvörðunartöku
sem eigi sér stað innan Evrópu-
sambandsins, enda hafi þær
ákvarðanir sem þar séu teknar
einnig áhrif á ísland og Noreg.
Þá veiti samstarf Norðurlandanna
á þessu sviði þeim aukin áhrif á
þróunina innan Evrópusambands-
ins.
„Það er mikilvægt fyrir okkur
að hafa áhrif á þessi mál á byij-
unarstigi, sem við höfum að mínu
mati ekki gert í nægilegum mæli.
Við eigum nú þegar aðild að einum
300 nefndum sem eru að starfa
hér að málum. Við getum ekki í
sjálfu sér verið inni í hverri ein-
ustu nefnd og þess vegna er sam-
starfið við Norðurlöndin afar mikil-
vægt til að rödd íslands heyrist í
þessu samstarfi."
Svíar vilja skera
meira niður
Halldór segir að á fundi ráðherr-
anna hafi komið upp nokkur
ágreiningur um fjárlög Norður-
landaráðs fyrir næsta ár. Fjárlög
þessa árs hljóði upp á 700 milljón-
ir danskra króna og hafi Svíar
sett fram þá kröfu að þau verði
skorin niður um 25 milljónir dan-
skra króna á næsta ári. Hann seg-
ir að mjög erfitt verði að ná fram
frekari niðurskurði án þess að
leggja niður ákveðna hluta starf-
seminnar. Ekkert hafi gengið í við-
ræðum um hvar slíkur niðurskurð-
ur gæti átt sér stað, en hins vegar
þurfi niðurstaðan að liggja fyrir í
haust.
„Það var mikil andstaða gagn-
vart þessu meðal allra hinna nor-
rænu ríkjanna en Svíar halda fast
við þetta og við verðum sjálfsagt
að taka tillit til þeirra. Það var
verulegur ágreiningur um þetta á
þessum fundi og þess vegna náðist
engin niðurstaða. Þær niðurskurð-
artillögur sem hafa komið eru að
mínu mati mjög alvarlegar og
koma til með að hafa veruleg áhrif
á norrænt samstarf. Við þurfum
því að ræða það enn betur á næstu
mánuðum."
Sumarbæklingur Samvinnu-
ferða-Landsýnar á Netinu
FERÐASKRIFSTOFAN Sam-
vinnuferðir-Landsýn hefur lát-
ið gera heimasíðu á Veraldar-
vefnum. Þar verður m.a. að
finna sértilboð í ferðir sem af-
greiddar verða í tímaröð. Sum-
ar ferðir verða á mjög lágu
verði, t.d. ferðir sem bjóðast á
síðustu stundu vegna forfalla.
Á vefnum hefur verið komið
fyrir öllum upplýsingum sem
er að finna í sumarbæklingi
ferðaskrifstofunnar fyrir árið
1997. Hægt er að fletta upp
upplýsingum um ferðir, verð
og gististaði og gera fyrir-
spurnir beint til ferðaskrifstof-
unnar. Á síðunum eru myndir
af áfangastöðum og gististöð-
um.
Það er hugbúnaðarfyrirtæk-
ið Hugvit, sem hefur hannað
síðurnar, en alls er um 120 síð-
ur að ræða og var verkið unnið
með Dominó-hugbúnaði í Lotus
Notes. Heimilisfang Samvinnu-
ferða-Landsýnar á Veraldar-
vefnum er www.samvinn.is.
Morgunblaðið/Kristinn
HELGI Pétursson og Helgi Jóhannsson frá SL og Margrét Helga-
dóttir og Markús Pétursson frá Hugviti.
Ríkið sýknað af
kröfu manns
Hefði get-
að brotn-
að fyrir
handtöku
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
hefur sýknað ríkið af kröfum
manns, sem krafðist bóta vegna
meiðsla sem hann hefði orðið
fyrir við handtöku í mars 1993.
Maðurinn sakaði lögreglu-
mann um að hafa fellt sig í
gólfið og sett hné á bringspalir
sér, svo tvö rifbein brustu.
Dómarinn taldi hins vegar ekk-
ert koma fram í málinu sem
renndi stoðum undir að maður-
inn hefði sætt harðræði eða
ofbeldi af hálfu lögreglumanna.
Maðurinn var handtekinn að
beiðni húsráðanda, þar sem
hann hafði valdið ónæði. Hon-
um sagðist svo frá að hann
hefði fengið áverkana á lög-
reglustöðinni.
I vottorði læknis á slysadeild
kom fram að maðurinn hefði
verið með a.m.k. eitt brotið rif-
bein og líklega annað. Áverk-
anir hafi hæglega getað komið
eins og hann lýsti.
Af hálfu ríkisins var bent á
að ástand mannsins vegna ölv-
unar hefði verið slíkt að fram-
burður hans gæti vart talist
marktækur. Hann hafi lýst því
yfir að hann myndi ekki ná-
kvæmlega eftir handtökunni,
orðaskiptum á stöðinni eða
hvernig_ meintur árásarmaður
liti út. Á minni stefnanda væri
því eki gott að treysta. Fjórir
lögreglumenn bæru að hann
hefði verið settur átakalaust í
fangaklefa, eða þá að þeir
minntust ekki að til átaka hefði
komið.
Með öllu ósannað
í niðurstöðum dómara er
tekið undir sjónarmið um glop-
pótt minni mannsins og bent
á, að hann hafi brotið hurð í
húsinu, sem lögreglan fjar-
lægði hann úr og sýnt ofbeldis-
fulla framkomu. Hann gæti
ekki fullyrt hver meintur gem-
ingsmaður væri eða hvar í lög-
reglustöðinni meintur atburður
hefði orðið. Teljist því með öllu
ósannað að hann hafi rifbeins-
brotnað vegna meðferðar lög-
reglu en ekki vegna atvika er
komu til áður en hann var
handtekinn.
Látnir í umferðar-
slysum í fyrra
Minnsti
fjöldi síðan
1968
EINSTAKLINGAR sem létust
í umferðarslysum í fyrra voru
tíu og hafa þeir ekki verið færri
síðan árið 1968. Fjöldi alvar-
lega slasaðra og látinna var
samtals 231 og eru það færri
en gert var ráð fyrir í umferða-
röryggisáætlun sem sett var
fram í fyrra.
Þetta kemur fram í skýrslu
dómsmálaráðherra til Alþingis
um stöðu umferðaröryggismála
sem lögð var fram á miðviku-
dag.
I umferðaröryggisáætlun er
stefnt að því að fyrir árslok
2000 verði alvarlega slasaðir
og látnir í umferðinni færri en
tvö hundruð á ári. { skýrslunni
segir að svo kunni að fara að
markmiðin verði tekin til end-
urskoðunar ef slysum heldur
áfram að fækka eins mikið og
raun varð á árið 1996.