Morgunblaðið - 15.03.1997, Síða 24

Morgunblaðið - 15.03.1997, Síða 24
24 LAUGARDAGUR 15. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ ÚTI AÐ BORÐA MEÐ BJÖRGÖLFI THORSTEINSSYNI, FRAMKVÆMDASTJÓRA m hádegisbil í City, fjámálahverfí Lundúna, streymir fólk út úr virðulegum við- skiptabyggingum hverfisins, ýmist á einhvert fyrirtaks veitingahús hverfisins eða á skyndibitastaðina. Sumir labba um með hádegissnarlið í myndarlegum hvítum bréf- pokum og ætla sér líklega að snæða í námunda við skrif- borðin. Þar til fyrir nokkrum árum voru kvenmenn sjald- séðir innan um virðulega hattklædda karlmenn í tein- óttum fötum, en nú hefur konunum fjölgað og höttun- um fækkað, þó karlmenn séu enn í miklum meirihluta þarna. Við rólegt torg, Finsbury Circus, gnæfa látlausar skrifstofubyggingar, þar á meðal aðalstöðvar Bank of Tokyo-Mitsubishi og þar er Björgólfur Thorsteinsson framkvæmdastjóri í þeirri deild bankans, sem sér um fj árfestingarráðgj öf. Og hvað er þá eðlilegra en að hádegis- stefnan sé tekin á Tatsuso, jap- anskan matstað rétt við Liverpool Street brautarstöðina? Staðurinn er fallegur á stílhreina japanska vísu. Þjónninn dekrar við gestina með því að binda stóra servíettu um háls þeirra og færa þeim heitan klút til að þvo hendurnar með. Japanskir kokkar eru frægir fyrir fingrafimi og á Tatsuso eru þeir í aðalhlutverki, því snætt er í kringum stóra hitaplötu, sem kokkurinn matreiðir á. Það er slík unun að horfa á handtök kokksins að einbeitingin flöktir örlítið við samræðurnar, sem eðlilega taka mið af því japanska, bæði því sem fyrir augu ber og eins þeim heimi, sem Björgólfur hrærist í. Aðdrag- anda þess að Björgólfur lenti hjá japönskum banka í Lundúnum tök- um við fyrir um leið og við snæðum forréttinn: munnbita af eggjaköku, sem dýft er í sojasósu, spergilkálsvendi með sæt- legri bleikri sósu, (sem leiðir kannski íslenskan huga að kokteilsósunni víðfrægu, en skyldleikinn var eng- inn) og úthafsrækju, öllu rað að listilega á fallegan aflang- an disk. Hið fagurfræði- lega er í hávegum haft í Japan og þá eins í matseldinni. Að- eins prjónar eru við diskana og ekki annað að gera en að tvíhenda þá á lofti. Björgólfur hefur alið mann- inn erlendis drjúgan hlpta æv- innar, fyrst sem bam með for- eldrum sínum Oddnýju og Pétri Thorsteinssyni sendi- herra, en hann lauk þó skóla- skyldunni í Hagaskóla og varð stúdent úr MR. Síðan lá leiðin til Bandaríkjanna í hagfræði- og viðskiptanám. Hann lauk MBA-námi í Wharton School í Ffladelfíu og hóf störf hjá Scandinavian Bank í London 1984, flutti sig yfir í Banque Paribas 1987 og hóf svo störf hjá Mitsubishi Bank 1990. Fyrir tæpu ári sameinaðist bankinn Bank of Tokyo, nýi bankinn heitir Bank of Tokyo- Mitsubishi og er stærsti banki í heimi með útibú um víða ver- öld og eignir upp á 800 millj- arða Bandaríkjadala á efna- hagsreikningi. Áhersla á samvinnu, ekki samkeppni Japanir hafa orð á sér fyrir að vera mauriðnir og alltaf að, en Björgólfur segir þá fyrst og fremst mjög þægilega í umgengni. „Þeir hafa sínar venjur og í viðskiptalíf- inu er áberandi hve metorðastiginn i japönskum fyi-irtækjum er fast- mótaður. Hver starfsmaður veit nákvæmlega hvar hann stendur og hverjum honum ber að sýna til- hlýðilega virðingu. Þeir eiga því ekki að venjast að gagnrýna hlutina og jafnvel það að láta í ljós að þeir séu ósammála er þeim mjög óþægi- legt. í vestrænum fyrirtækjum er venjan að menn séu sérfræðingar á ákveðnum sviðum, en í japönskum fyrirtækjum tíðkast að menn skipti um störf á um þriggja ára fresti, svo þeir sérhæfa sig ekki.“ Og hann kvartar heldur ekki yfir vinnutím- anum, segist að staðaldri mættur 8.30 og vinna til kl. 19, en þess á milli koma tarnir „og þá er bara unnið eins og þarf. Þess vegna get- ur verið erfitt að skipuleggja frí með löngum fyrirvara, en venju- lega er rólegt yfir sumarmánuð- ina.“ I deild Björgólfs vinna fjórir út- Morgunblaðið/Sigrún Davíðsdóttir BJORGOLFUR Thorsteinsson: „Ætli maður skili sér ekki heim á endanurn... “ HADEGI CETY City, fjármálahverfi Lundúna, er eitt mikilvægasta fjármála- hverfi heims og þar skipta verðbréf og eignir upp á milljarða króna um eigendur dag hvern. Yfir japönskum mat ræddi Sigrún Davíðsdóttir þar við Björgólf Thorsteinsson framkvæmdastjóra fjárfestingardeildar Bank of Tokyo- Mitsubishi um lífið í japönsku fyrir- tæki, refaveiðar og útreiðar. Nintendo kynnti 1. mars fyrstu 64 bita leikjatölvuna og harður slagur er framundan á þeim markaði. Árni Matthíasson skemmti sér eina helgi yfír tölv- unni og segir að ítalski píparinn Mario taki alla keppinauta í nefið. hnjask en diskamir og það sem skipt- ir kannski mestu: ef notað er hylki þarf aldrei að bíða eftir tölvunni, leik- urinn er kominn í gang nánast um leið og búið er að kveikja á tölvunni. Þegar eru nokkrir leikir komnir fyrir Nintendo 64, þar á meðal StarWars leikur sem sérhannaður var fyrir hana og er bráðgóður, hrað- ur og með magnaða grafík. Ekkert slær þó út ættarlaukinn Mario, því Mario 64 er einfaldlega magnaðasti leikur sem sést hefur í leikjatölvu og er þá miklu til jafnað. Leikur, teiknimyn- dasería ny kvikmynd Allir Nintendo-vinir þekkja Mario og reyndar allmargir sem aldrei hafa snert á leikjatölvu, því um tíma var til teiknimyndasería um Mario og Luigi bróður hans, aukinheldur sem kvikmynd var gerð um þá félaga og lék Bob Hoskins Mario. Mario kom fyrst fram í leiknum Donkey Kong og vegna þess hve grafíkin var léleg í leiknum sýndist öllum sem karlinn væri kubbslegur og með yfirskegg. Sagan segir að hann hafi fengið við- urnefnið Mario vegna þess að hann líktist húsverði í skrifstofubyggingu NintendO og hefur hann haldið því nafni upp frá því. Framan af var Mario ekki beysinn, en sótti í sig veðrið þegar á leið og fékk um síðir eigin leik. Sá kom út í nokkrum út- gáfum, misjöfnum að gæðum, en enn er í minnum haft þriðja bindi Mario- bræðrasögu, sem var einn besti leik- ur sinnar gerðar í áraraðir. Það verður að viðurkennast að þegar kveikt var á Nintendo 64-tölv- unni með Mario 64 í og hjáróma rödd fagnaði og kynnti sig sem Mario örl- aði á þeirri tilfinningu að kannski væri Mario bara fyrir bömin, en eftir því sem á leið í leiknum kom í ljós að hann höfðar til flestra aldurshópa. Að sögn tók það fremstu forritara Nintendo, þar á meðal „föður“ Mario, Sjigerju Míjamoto, tvö ár að ljúka við Mario og fer ekki á milli mála að þeim tíma var vel varið. Fjölmargar nýjar hreyfingar hafa bæst við og þótt stjórntækið sé sér- kennilegt við fyrstu kynni venst það vel og gefur óteljandi möguleika, ekki síst með bráðsniðugum mið- takka sem notaður er sem stýripinni. Leikurinn er í magnaðri þrívídd og þar sem þrívíddin er raunveruleg, en ekki sýndarþrívídd líkt og í 32 bita tölvunum, eru sértakkar sem stýra sjónarhominu, því ef Mario fer á bak við eitthvað eða í hvarf þarf að færa sjónarhomið til að fylgja honum eft- ir. Til að byrja með var erfitt að átta sig á þessu, en það lærðist fljótt og kom að betri notum eftir því sem leiknin varð meiri í að nýta það. Söguþráðurinn er ekhi beysinn en þó sígildur, það þarf að bjarga prinsessunni frá ljóta karlinum, en hann skiptir ekki meginmáli; allt um- hverfi leiksins er svo magnað að ann- að hverfur í skuggann. Alls em fimmtán mismunadi heimar sem Mario þarf að þrælast í gegnum og tíu sérstakar þrautabrautir. Að sögn tek- ur um 100 tíma að Ijúka við leikinn, en engin tímamörk eru og því er eins víst að menn gleymi sér við að renna sér á ís, eða stökkva heljarstökk, eða skjóta sér úr fallbyssum eða synda í kafi og svo mætti lengi telja. Þó fráleitt séu Sega Satum eða Sony PlayStation búnar að vera, hefur enginn leikur fyrir þær tölvur roð við Mario 64. ■ ÍKLEGA eru fyrstu kynni flestra af tölvum í ■^gegnum leikjatölvur og nægir að nefna Nintendo-æðið sælla minninga og síðan Sega Megadrive sem fylgdi í kjöl- farið. Sega-tölv- umar voru 16 bita eins og það kallast, en 16 bita Nintendo-tölv- ur, sem kölluðust SNES, náðu ekki við- líka hylli. Næsta skref var að stækka tölvumar og fyrsta 32 bita tölvan sem náði einhverri hylli var Sega Satum, en fyrsta leikjatölva Sony, Sony PlayStation, sló Satum- tölvunni rækilega við um heim allan fyrir tveimur áram og er ein vin- sælasta leikjatölva heims í dag. (Þess má þó geta að Satum hefur saxað á forskot PlayStation vestan hafs og selst nú jafn mikið þar.) Nintendo- menn ákváðu að hlaupa yfír 32 bitana og fara beint í 64 bita, og 1. mars var kynnt hér á landi fyrsta 64 bita leikja- tölvan sem heitir einfaldlega Nin- tendo 64. Margir töldu það glapræði að sleppa út heilli kynslóð leikjatölva eins og Nintendo gerði, líklegast væri að notendur myndu uppfæra vélar sínar og þeir sem ættu til að mynda Sega myndu kaupa sér næstu kynslóð af Sega-tölvum. Annað kom á daginn, eins og sannast af miklum vinsæld- um PlayStation á kostnað Sega Sa- tum, og einnig kom í ljós þegar Nin- tendo 64 kom á markað vestan hafs að Nintendo hafði veðjað á réttan hest; fyrstu áætlanir vom um að hægt yrði að selja 500.000 tölvur frá 30. september til áramóta, en þegar upp var staðið höfðu selst af tölvunni 1,6 milljónir eintaka og það sem af er árinu hafa um 800.000 tölvur bæst við. Þessi sala er sú mesta sem um getur í leikjaheiminum og ræðst ekki síst af því að vestur í Banda- ríkjunum lækkaði Nintendo verð tölvunnar niður í það sama og Sega Satum og PlayStation vom seldar á þar í landi, sem kallaði á skjót við- brögð keppinautanna. Ekki verður hér kafað í vélbúnað Nintendo 64 tölvunnar, nægir að geta þess að aðalörgjörvi hennar er smíðaður í samstarfi Nintendo, Sii- icon Graphics og MIPS og er 94 MHz 64 bita RISC örgjörvi, en í vél- inni em að auki fleiri örgjörvar sem sjá um aðskiljanlegar þarfir, eins og hljóð og fleira. Onnur umdeiid ákvörðun Nintendo-manna var að hafa leikina í hylkjum en ekki á disk- um, sem þýðir að þeir verða ævin- lega eitthvað dýrari, því mun dýrara er að framleiða hylkin en diskana. Á móti kemur að hylkin þola meira

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.