Morgunblaðið - 15.03.1997, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 15. MARZ 1997 39
Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir
ANIMOSITY með alla strengi heila.
GAUR sýndi miklar framfariir, en
þó ekki nógar.
URÐHURÐHURÐAUGA lék sér-
kennilega tónlist.
LEIÐTOGI Triumphant
Warrior fór vel með sitt.
_______________TÓNLIST____________________
Tónabær
MÚSÍKTILRAUNIR
Músíktilraunir, liljómsveitakeppni Tónabæjar. Tíu h\jóm-
sveitir kepptu um sæti í úrslitum næstkomandi fostudag.
Fram komu Andhéri, Animosity, Anus, Fungus, Triumphant
Warrior, Gaur, Drákon, Lady Umbrella, Urðhurðhurðauga
og Stórbruni. Annað undanúrslitakvöld, haldið 13. mars.
MÚSÍKTILRAUNIR hafa jafnan speglað þá tónlist sem
mestra vinsælda hefur notið hverju sinni, en tekur sinn
tíma fyrir straumana að skila sér úr bílskúrunum inn í
Tónabæ. Þannig hefur aukinn áhugi á danstónlist ekki enn
komið að fullu fram í tilraununum eins og heyra mátti
síðastliðinn fimmtudag þegar tíu sveitir kepptu um sæti í
úrslitum Músíktilrauna og léku allar rokkkennda tónlist.
Fyrsta sveit á svið, Andhéri, var undir sterkum áhrifum
af bresku gítarpoppi og ekki ýkja frumleg, en þétt og
skemmtileg í mörgu, til að mynda síðasta laginu. Söngur-
inn var snöggur blettur, sérstaklega raddæfingar söngvar-
ans og útúrdúrar.
Næsta sveit, Animosity, lenti í miklum hremmingum,
því hún fór út af sporinu eftir fyrsta lagið með slitinn gítar-
streng og varð að draga sig í hlé í bili. Anus hljóp í skarð-
ið með látum og sýndi að þar fóru piltar sem kunnu að
rokka. Textar sveitarinnar voru þeir frumlegustu sem
heyrðust þetta kvöld þó ekki hafí þeir verið innihalds- eða
andríkir. Eftir að Anus hafði hrist fram úr erminni þrjú
og hálft rokklag á mettíma kom Animosity aftur á svið
Slitinn
strengnr
og lauk við prógramm sitt. Tónlist sveitarinnar er heldur
gamaldags þungarokk, en yfírleitt vel flutt, sérstaklega
sýndu gítarleikarar sveitarinnar að þeir kunna sitthvað
fyrir sér. Animosity tróð upp með plötusnúð sem skrámaði
plötur af kappi ofan í þungarokkið; sérkennileg blanda sem
gekk ekki upp.
Enn var rokk í boði þegar Fungus kom á svið. Þar var
keyrslan prýðileg, en textar afskaplega lélegir. Sérstaklega
tókst sveitinni vel upp í fyrsta laginu, en önnur voru klén.
Triumphant Warrior sagðist mundu leika þungarokk en
út kom þungapopp. Söngvari og gítarleikari sveitarinnar
stóð sig með prýði, sérstaklega er hann efnilegur söngvari
með skemmtilega baritónrödd, en mætti leggja meiri rækt
við íslenskuna, þ.e. ef hann telur sig hafa eitthvað að segja.
Hann sýndi líka ágæta takta á gítarinn, en dugði ekki til.
Eftir hlé kom á svið hljómsveitin Gaur og sýndi mikla
framför frá síðustu tilraunum í hljóðfæraleik. Ekki hafa
orðið sömu framfarir í lagasmíðum, þó nokkuð hafí miðað
í rétta átt. Söngurinn er og óleyst vandamál, en gekk
ágætlega upp í síðasta laginu.
Drákon kom úr Kefavík með mannskap með sér í sal
til halds og trausts. Hún þurfti og á styrk að halda, því
ýmislegt bjátaði á í flutningi. Tónlistin er rokkkyns, ekki
merkileg sem slík, en sveitin átti sína spretti. Trymbillinn
lagði heldur hart að sér og flýtti og hægði á víxl í fyrsta
laginu, en róaðist þegar á leið.
Lady Umbrella steig á svið beint úr skugga bresk/banda-
rísks iðnaðarrokks, sem kannski mætti frekar kalla popp.
Raddsetning var ágæt hjá sveitinni og einnig góðir sprettir
í öðru lagi hennar, sérstaklega klifun í lokakafla þess.
Gítarleikarinn varð fyrir því ólani að slíta streng í miðju
því lagi og skipti um gítar, sem bætti hljóm sveitarinnar.
Urðhurðhurðauga stakk ekki bara í stúf fyrir nafnið,
því fyrsta lag hennar var sérkennilegt, ekki síst fyrir ósam-
stæðan leik liðsmanna. í það lag vantaði sárlega viðbótar-
gítar til að fylla í eyður. Þegar sveitin aftur á móti náði sér
á strik var hamagangurinn dægilegur.
Lokarokkskammtur kvöldsins var hljómsveitin Stór-
bruni. í henni mættust tveir straumar; spunagítarleikari
sveitarinnar framleiddi þungarokkskenndar einleiksstrófur,
en aðrir hljómsveitarmeðlimir spiluðu sumarpopp. Þetta
framkallaði sérkennilega stemmningu á stundum, sérstak-
lega þegar hrynsveitin dró sig að mestu í hlé til að spunag-
ítarinn fengi notið sín í einleiksköflum sem voru í engu
samhengi við það sem á undan var komið. Fyrir vikið fékk
gítarleikurinn ekki notið sín, þó fimlega væri farið með
hljóðfærið.
Örugg sigursveit þessa tilraunakvölds var Andhéri, en
Drákon kom þar næst.
Árni Matthíasson
STÓRBRUNI; tvær sveitir í einni.
ANUS flutti óð pizzasendilsins.
BRIPS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Bridsfélag
Reykjavíkur
Þriðjudaginn 11. mars var spilað-
ur einskvölds tölvureiknaður Miteh-
ell tvímenningur með forgefnum
spilum. 24 pör spiluðu 9 umferðir
með 3 spilum á milli para. Meðal-
skor var 216 og efstu pör voru:
NS
Sævin Bjamason - Guðmundur Baldursson 254
Páll Þór Bergsson - Helgi Hermannsson 241
Eyþór Jónsson - Ómar Olgeirsson 236
AV
Guðmundur M. Jónsson - Hans Óskar Isebam 243
Dúa Ólafsdóttir—Ólina Kjartansdóttir 241
Guðbrandur Guðjohnsen - Mapús Þorkelsson 240
14 pörtóku þátt í Verðlaunapott-
inum og skiptist hann síðan á 2
efstu pörin sem tóku þátt í honum.
Sævin Bjarnason og Guðmundur
Baldursson fengu fyrstu verðlaunin,
4500 krónur. Jöfn í öðru sæti voru
Dúa og Ólína annars vegar og Páll
og Helgi hinsvegar. Dregið var úr
spilastokk og urðu Páll og Helgi í
2. sæti og fengu 2500 krónur.
Þriðjudagsspilamennska BR er á
hveiju þriðjudagskvöldi, í húsnæði
BSÍ, Þönglabakka 1, 3ju hæð og
byijar spilamennska kl. 19.30. Spil-
urum er boðið að leggja 500 kr. á
par í Verðlaunapott sem síðan fer
til efstu para sem tóku þátt í hon-
um. Spilarar sem eru 20 ára eða
yngri spila frítt á þriðjudögum.
Keppnisstjóri er Sveinn R. Eiríksson
og eru allir spilarar velkomnir.
Miðvikudaginn 12. mars var spil-
aður einskvölds Monrad Butler með
þátttöku 28 para. Bestum árangri
náðu:
Baldvin Valdimarsson - Hjálmtýr Baldursson +93
ísakÖmSigurðsson-HaukurJngason +71
Guðmundur Sveinsson - Bjöm Theodórsson +37
Hrólfur Hjaltason - Oddur Hjaltason +33
Jacqui McGreal - Þorlákur Jónsson +23
Miðvikudaginn 19. mars verður
spilaður einskvölds Monrad Butler
og er minnt á að bestu 2 kvöldin af
3 einskvölds Butler keppnum reikn-
ast til sérstakra verðlauna.
Miðvikudaginn 26. mars verður
ekki spilað vegna úrslita íslands-
mótsins, en síðan byijar Aðaltví-
menningur félagsins.
Bridsfélag SÁÁ
Þriðjudaginn 11. mars 1997 var
spilaður eins kvölds Mitchell tví-
menningur. 14 pör spiluðu 7 um-
ferðir, 4 spil á milli para. Meðal-
skor var 168 og lokastaðan varð
eftirfarandi.
NS
Nicolai Þorsteinsson - Jóhann Guðnason 213
Indriði Guðmundsson - Pálmi Steinþórsson 197
Einar Pétursson - Einar Einarsson 185
AV
Ágústa Jónsdóttir - Óskar Kristinsson 185
Sveinþór Eiríksson — Ólafur Oddsson 179
Sigtryggur Jónsson - Friðjón Vigfússon 177
Keppnisstjóri var að venju Matt-
hías Þorvaldsson og verður haldið
áfram með eins kvölds tvímennings-
keppnir þar sem notuð verða forgef-
in spil. Keppt er um verðlaunagripi
á hveiju kvöldi og afhending verð-
launa fer fram með formlegum
hætti að lokinni spilamennsku. Fé-
lagið vill hvetja sem flesta til að
mæta, spilað er í húsnæði Úlfald-
ans, Ármúla 40 og hefst spila-
mennska stundvíslega klukkan
19.30.
Bridsfélag Hornafjarðar
Nýlokið er æsispennandi aðal-
sveitakeppni Bridsfélags Homa-
fjarðar. Þar sem hver yfírslagur
skipti sköpum um sæti. Pjórar sveit-
ir áttu möguleika á fyrsta sæti.
Sparisjóður spilaði við Gunnar
Pál og tapaði 8:22 og átti ekki
möguleika á að vinna. Sveit Hafdís-
ar átti þá möguleika með þvf að
vinna stórt en sá aldrei til sólar.
Slóðarnir sem voru búnir að leiða
mótið máttu sætta sig við 5:25 tap
á móti Blómalandi en þessi 5 vinn-
ingsstig dugði Slóðunum til að
vinna mótið. Hefði Blómaland feng-
ið einum yfirslag meira hefðu þeir
unnið 25:4 og unnið mótið.
Lokastaðan:
Slóðamir 83
Blómaland 82
Sparisjóður Hornaíjarðar 81
Hafdís 71
Sveit Slóðanna var skipuð Hall-
dóri Tryggvasyni, Ragnari L.
Bjömsssyni, Steinarr Guðmunds-
syni, Reyni Gunnlaugssyni og Árna
Hannessyni.
Af Nesjamönnum
Hreindýramót B.N. var spilað í
febrúar og spilaður þriggja kvölda
Howell tvímenningur.
Lokastaðan:
ÓlafurJónsson-HelgiHlynurÁsgrimsson 357
Gunnar P. Haildórss. - Guðbrandur Jóhannss. 351
Sigurpáll Ingibergsson - Ágúst V. Sigurðsson 350
Meðalskor var 324 stig og tóku
12 pör þátt.