Morgunblaðið - 19.04.1997, Side 13

Morgunblaðið - 19.04.1997, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI LAUGARDAGUR 19. APRÍL 1997 13 Morgunblaðið/Þorkell VILJAYFIRLÝSINGIN undirrituð á Hótel KEA í gær. F.v. Árni Steinar Jóhannsson, umhverfis- stjóri, Jakob Björnsson, bæjarstjóri á Akureyri og Guðmundur Bjarnason, landbúnaðarráðherra. Viljayfirlýsing um uppgræðsluverkefni á Glerárdal undirrituð Dalbotninn verði grænn að nýju árið 2000 í TILEFNI af ráðstefnunni „Land- græðsla á tímamótum" á Akureyri í gær, var undirrituð yfirlýsing um samstarf Landgræðslunnar, OLIS og Akureyrarbæjar um upp- græðsluátak á Glerárdal. Áætlað er að uppgræðsluverkefninu á Glerár- dal ljúki fyrir aldamótaárið 2000. Ámi Steinar Jóhannsson, um- hverfisstjóri Akureyrarbæjar, segir að þessi viljayfirlýsing þýði að Land- SVERRIR Leósson, útgerðarmað- ur á Akureyri, afhenti í gær hand- knattleiksdeild KA styrk að upp- hæð 800 þúsund krónur. Alfreð Gíslason, þjálfari og leikmaður KA, tók við peningagjöfinni á Bautanum en þangað hafði meist- araflokki félagsins verið boðið í mat, eftir glæsilegan sigur á ís- landsmótinu um síðustu helgi. Sverrir sagði við það tækifæri að hann væri þar staddur fyrir hönd grasrótarinnar í félaginu, en stór hópur stuðningsmanna hafi lagt sitt af mörkum við peninga- söfnunina. Hann sagði að eftir að titillinn var í höfn, hafi verið ákveðið að safna peningum og var markmiðið að ná hálfri milljón króna. Undirtektir hafi hins vegar verið það góðar að upphæðin náði 800 þúsund krónum. Sverrir sagð- ist vonast til að tjárhæðin yrði notuð til æfíngaferðar til Þýska- lands fyrir næsta keppnistímabil. Páll Alfreðsson, formaður handknattleiksdeildar, var að vonum ánægður með þennan fjárstuðning og fullyrti að hann yrði notaður til æfingaferðar í sumar. Hann sagði að aðeins væru 2-3 ár síðan Sverrir Leósson fór að venja komur sínar á leiki liðs- ins í KA-heimilinu en hann hefði frá fyrstu stundu reynst félaginu græðslan muni aðstoða bæinn við uppgræðsluna á þann hátt að hún sér um faglega ráðgjöf og leggur til fræ og áburð með stuðnngi iandgræðslu- átaks Olís. „Því til viðbótar mun Akur- eyrarbær standa straum af kostnaði á sinni fjárhagsáætlun við landform- unina, þ.e vegna vélavinnu og starfs- manna sem að verkinu koma.“ Samkvæmt fyrstu áætlun var gert ráð fyrir að kostnaður við upp- ómetanlegur liðsstyrkur. Sem dæmi hefði Sverrir og útgerð hans gefið félaginu alla þá bolta sem notaðir hafa verið í starfinu í vetur. græðsluna yrði um 30 milljónir króna en Árni Steinar segir að eftir að vinna við landformum hófst, hafí komið í ljós að um lægri upphæð er að ræða. Árni Steinar segir mjög erfitt að segja nákvæmlega til um kostnaðinn en hann verði frekar nær 20 milljónum króna. „Við erum bjartsýnir og stefnum að því að dalbotninn í Glerárdal verði orðinn grænn að nýju aldamótaárið.“ „Kona verðurtil“ DR. DAGNÝ Kristjánsdóttir, lektor í bókmenntafræði við Háskóla íslands, heldur fyrir- lestur í Deiglunni á Akureyri í dag, laugardaginn 19. apríl kl. 14.00. Fyrirlesturinn nefnist „Kona verður til“ en það er einnig heiti doktorsritgerðar Dagnýjar sem hún varði nýver- ið. Fyrirlesturinn er í boði Gilfé- lagsins, Háskólans á Akureyri og Amtsbókasafnsins. Safnhúsið á Húsavík Dagný Kristjánsdóttir verð- ur einnig með fyrirlestur í Safnhúsinu á Húsavík sunnu- daginn 20. apríl kl. 15.30. Þar mun fjalla um rithöfundinn Ragnheiði Jónsdóttur og verk hennar. TÆKNMDAGIUE Verkfræðingafélag íslands og Tæknifræðingafélag íslands verða með opið hús í Verkfræðingahúsinu á Engjateigi 9 milli klukkan 11 og 17, í dag. Tækniskólinn og Verkfræðideild Háskólans kynna námsbrautir í tækninámi, auk þess mun Lánasjóður íslenskra námsmanna veita upplýsingar um námslán. Almenn kynning á störfum, atvinnumöguleikum og störfum verk- og tæknifræðinga. Ýmis tölvutækni til sýnis og hvernig hún nýtist í störfum tæknimanna. Móttaka verður fyrir félagsmenn og maka milli kl. 17 og 19. Morgunblaðið/Þorkell Peningagjöf til hand- knattleiksdeildar KA Messur AKUREYRARKIRKJA: „Samræða um sjálfsmynd." Fræðsludagskrá í safnaðarheimilinu í dag, laugardag. Sérfræðingar, hver á sínu sviði, fjalla í stuttum erindum um sjálfsímyndina í tengslum við fíkniefnavandann, sjálfsvíg og samkynhneigð. Dag- skráin hefst kl. 11 með orgelleik í kirkjunni en eftir það verða erindin flutt. Ferðalag æskulýðsfélagsins á Hólavatn, lagt af stað frá kirkjunni kl. 14 í dag, laugardag. Fjölskyldu- guðsþjónusta sunnudag kl. 11. Sr. Svavar A. Jónsson messar. Mánu- dagur: Biblíulestur í safnaðarheimil- inu kl. 20.30. GLERÁRKIRKJA: Fjolskyldu- guðsþjónusta kl. 11 sunnudag. Fermingarmessa í Lögmannshlíðar- kirkju kl. 14 sunnudag. Aðalfundur Lögmannshlíðarsóknar kl. 16 sama dag í safnaðarheimili Glerárkirkju. Fundur æskulýðsfélagsins kl. 20. Þriðjudagur 22. apríl, kyrrðarstund í kirkjunni kl. 18.10. KFUM og K: Sunnudagur 20. apríl kl. 20.30. Málstofa um efnið; Hvað er guðlast og hver er sú synd sem Jesús Kristur sagði að ekki yrði fyrirgefin. Þrír frummælendur tala um þetta efni. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu- daginn kl. 11, sunnudagaskóli. Kl. 17 fjölskyldusamkoma. Böm og ungl- ingar syngja og sýna leikþætti. Mánu- daginn kl. 16, heimilasambandið. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Sunnudagur 20. apríl kl. 11. Safnað- arsamkoma, stjórnandi G. Rúnar Guðnason. Kl. 14 almenn samkoma, Snjólaug Jónsdóttir predikar. Mikill og fjölbreyttur söngur, allir hjartan- lega velkomnir. Mánudags-, mið- vikudags- og föstudagsmorgna eru bænastundir kl. 6-7. SJÓNARHÆÐ, Hafnarstræti 63. Sunnudagur 20. apríl: Sunnudaga- skóli í Lundarskóla kl. 13.30, almenn samkoma á Sjónarhæð kl. 17. Mánu- dagur 21. apríl: Barnafundur á Sjón- arhæð kl. 18. Föstudagur 25. apríl: Unglingafundur á Sjónarhæð kl. 20.30. Þetta fyrrum glæsilega hús við Hafnarstræti 29, Akureyri, er til sölu. Tilboð óskast í tvær neðri hæðirnar ásamt eignarlóð. Húsið þarfnast viðgerðar að utan, en hæðirnar eru talsvert endurnýjaðar. Upplýsingar á: Fasteignasölunni Eignakjör, simi 462 6441, fax 461 1444. Sævar Jónatansson. Vinabæjarvika 22.-27. júní 1997 Gistifjölskyldur. Hér á Akureyri verður vinabæjarvika dagana 22.-27. júní nk. Þangað koma um 130 þátttakendur frá vinabæjum Akur- eyrar á Norðurlöndunum, flestir á aldrinum 16-20 ára, en einnig fullorðið fólk. Gert er ráð fyrir að koma þessum gest- um fyrir á einkaheimilum hér í bænum og er þegar búið að koma nokkrum fyrir, en þó vantar ennþá gistirými fyrir marga. Þegar við héldum vinabæjamót síðast, árið 1992, voru nálega allir erlendir gestir í heimagistingu. Vakti það mikla ánægju þeirra að fá að gista á íslenskum heimilum og eignuðust þar margir góða vini. Því auglýsum við nú eftir fólki sem hefur áhuga á að taka að sér gesti þessa daga. Vinsamlega hafið samband við Unni á skrifstofu menningar- mála, Glerárgötu 26, 2. hæð, sími 460 1457. Hún veitir upp- lýsingar og skráir þá sem áhuga hafa. Menningarfulltrúi Akureyrar. EINSTAKT TÆKIFÆRI Til sölu eru lóðirnar Ráðhústorg 9 og Strandgata 2 við Ráðhústorg á Akureyri ásamt öllum mannvirkjum. Eignirnar seljast annað hvort saman eða í sitt hvoru lagi. Hús Nýja Bíós skemmdist í eldi fyrir skömmu og þarfnast endurbóta. Vátryggingarbætur fylgja eigninni. símar 462 1744 og 462 1820. Jón Kr. Sólnes hrl., F A S T EI (í iV A S AI; V \ Sölumenn: KY(iGl) Ágústa Ólafsdóttir lllítkklllllTI I Björn Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.