Morgunblaðið - 19.04.1997, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 19. APRÍL 1997
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
Er og ætlar
'i
I , -
I ,■■■',
Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir
BJÖRG Jóna Sigtryggsdóttir hlaut hæstu einkunn sem gefin
hefur verið fyrir blómaskreytingu í Garðyrkjuskóla ríkisins.
Fékk 10 fyrír
brúðarvönd
Hveragerði - Björg Jóna Sig-
tryggsdóttir, 23 ára nemi á
blómaskreytinga- og markaðs-
braut Garðyrkjuskóla rikisins á
Reykjum, fékk nýlega hæstu ein-
kunn sem gefin hefur verið fyrir
blómaskreytingu á brautinni til
þessa. Björg Jóna fékk einkunn-
ina 10 fyrir litrikan brúðarvönd
sem hún lagaði, en hann var
annað af tveimur prófverkefnum
sem lögð voru fyrir nemendur
brautarinnar nýlega. Prófdóm-
arar voru þau Vigdís Hauksdótt-
ir og Uffe Balslev, sem einnig
er kennari á blómaskreytinga-
brautinni. Prófdómarar taka til-
lit til 10 atriða þegar verkefni
eru metin. Þar má nefna skurð
blómanna, samsetningu, form,
nýtni og fleira. Öll þessi atriði
voru fullkomin í brúðarvendi
Bjargar Jónu og því hlaut hún
þessa góðu einkunn.
Aðspurð sagði Björg að sér
likaði afskaplega vel í skólan-
um.„„Mér finnst gaman að vinna
með blóm og aðra hluti úr náttúr-
unni. í skólanum lærist margt
nýtt sem er góð viðbót við verkn-
ámið, sem er 11 mánuðir." Björg
Jóna, sem er frá Akureyri, stund-
ar sitt verknám í Blómabúðinni
Akri þar í bæ svo brúðir sumars-
ins norðan heiða ættu að geta
verið öruggar um hinn full-
komna brúðarvönd.
Mikil aðsókn í
blómaskreytingar
Gríðarlegur áhugi virðist
vera fyrir hendi á
blómaskreytingum, því öll
námskeið sem
Garðyrkjuskólinn hefur
auglýst undanfarið hafa fyllst
samstundis. Magnús Hiynur
Heiðarsson
endurmenntunarsjóri skólans
segir það mjög ánægjulegt hve
vel þessi námskeið hafi verið
sótt og því sé það stefna
skólans að auka framboð á
þeim til að mæta þessari
eftirspurn. Innan
Garðyrkjuskólans er nú stefnt
að því að hrinda í framkvæmd
tveggja daga
blómaskreytinganámskeiðum í
sumar sem ætluð eru bæði
fagfólki sem og áhugamönnum
um blómaskreytingar.
Islendingar við flug-
vallargerð á Grænlandi
MorgunblaðiðyHafþór Jónsson
ÍSLENSKU flugvallarstarfsmennirnir á Grænlandi, Ómar Krist-
jánsson, Heiðar Engilbertsson, Ástþór Kjartansson, undir stýri,
og Sigurjón Kristinsson.
Námskeið fyrir
skólasafnakennara
Vogum - Hópur íslendinga er farinn
til Grænlands til að starfa við flug-
vallargerð við bæinn Aasiaat sem
stendur á eyju í Diskóflóa við vestur-
strönd Grænlands, langt norðan
heimskautsbaugs. Það er fyrirtækið
Gronland Prime Contraktor sem sér
um framkvæmdina og fara átta ís-
lendingar utan í dag.
Framkvæmdir við flugvallargerð-
ina hófust á síðasta ári en þær hafa
legið niðri í vetur. Verið er að byggja
800 metra langa flugbraut og með
öryggissvæði verður fiugvöllurinn
alls 1 km að lengd.
Að sögn Hafþórs Jónssonar, véla-
manns hjá íslenskum aðalverktök-
um, sem tekur þátt í verkefninu
þarf að sprengja klappir til að búa
til efni fyrir flugvallargerðina.
Starfsmenn fara út í 6 til 7 vikur í
senn og verklok verða þegar völl-
urinn er tilbúinn undir malbikun sem
verður á næsta ári.
Ferðin til Aasiaat tekur sólar-
hring. Það er flogið með Flugleiðum
frá Keflavík til Kulusuk og þaðan
er flogið með Grænlandsflugi til
Syðri-Straumsfjarðar og þaðan er
flogið með flugvél til Jakobshavn.
Frá Jakobshavn er farið með þyrlu
til Kristjanshavn og svo síðasta hluta
leiðarinnar með þyrlu til Aasiaat.
Gamall draum-
ur rættist
Egilsstöðum - Þessar tvær gínur á
myndinni eiga það sameiginlegt
að íklæðast fötum frá versluninni
Okkar á milli á Egilsstöðum. Ekk-
ert fleira er þeim sameiginlegt því
önnur er manneskja en hin bara
venjuleg gína. Af sérstökum
áhuga falaðist þessi ungi maður
eftir því að fá að „leika“ eða
„vera“ útstillingargina fyrir of-
angreinda verslun. Hann heitir
Logi Helguson og sagði að hann
hefði átt þann draum sem lítill
strákur að fá að sýna föt. Hvort
þetta hlutverk uppfyllir sýningar-
þörfina er ekki vitað en a.m.k.
hefur gamall draumur Loga orðið
að veruleika.
Blönduós
Eigendaskipti
hjá Bílaþjón-
ustunni
Blönduósi - Eigendaskipti hafa átt
sér stað á Bílaþjónustunni við Efstu-
braut á Blönduósi. Lárus Helgason
sem rekið hefur fyrirtækið til langs
tíma snýr sér að öðrum verkefnum
en við taka þrír ungir menn, Andrés
I. Leifsson, Eysteinn Jóhannsson og
Vilhjálmur Stefánsson.
Hinir nýju eigendur eru allir fyrr-
um starfsmenn Vélsmiðju Húnvetn-
inga sem varð gjaldþrota í vetur.
Hyggjast þeir félagar starfrækja al-
hliða viðgerðaþjónustu fyrir bifreiðar
auk þess að reka sprautu- og rétt-
ingaverkstæði.
Reyðarfirði - Á vegum Skólaskrif-
stofu Austurlands er nýlokið fyrri
hluta námskeiðs fyrir skólasafna-
kennara. Tíu manns af svæðinu frá
Breiðdalsvík til Borgarfjarðar eystri
tóku þátt í námskeiðinu undir stjórn
Laufeyjar Eiríksdóttur, skólasafna-
fulltrúa.
í flestum skólum er kominn vísir
að skólasafni þar sem starfa kenn-
arar, bókasafnsfræðingar eða bóka-
verðir. í aðalnámskrá grunnskóla
er kveðið á um að skólasöfn séu
eitt af meginhjálpartækjum í skóla-
starfí. Það hefur verið átaksverk-
efni hjá Skólaskrifstofu Austur-
lands að samræma störf þessara
safna og vonir standa til þess að
skólasöfnin í umdæminu samtengist
í bókasafnskerfinu Feng á næsta
skólaári.
Seinni hluti námskeiðsins verður
í ágúst og þá verður farið yfir tölvu-
væðingu safnanna.
Morgunblaðið/Hallfríður Bjarnadóttir
FRÁ námskeiði skólasafnakennara á Austurlandi.
Morgunblaðið/Sig. Jóns.
KÓR Fjölbrautaskóla Suðurlands, myndin er tekin á söngferða-
lagi kórsins til Þýskalands sl. sumar.
Kór Fjölbrautaskóla Suðurlands
með vortónleika í Vík í Mýrdal
Selfossi. Morgunbiaðið.
Ómarsson. Undirleik annast félagar
úr kórnum, Magnea Gunnarsdóttir,
Sigurður Eyþór Frímannsson og
Guðjón Emilsson. Stjórnandi kórs-
ins er Jón Ingi Sigurmundsson.
Gestakór á tónleikunum verður
Jórukórinn, sem er kvennakór á
Selfossi stofnaður síðastliðið haust.
Stjórnandi hans er Elín Gunnlaugs-
dóttir.
KÓR Fjölbrautaskóla Suðurlands
heldur vortónleika sína þessa dag-
ana. Fyrstu tónleikarnir voru í gær
á Selfossi og í kvöld, laugardaginn
19. apríl, heldur kórinn tónleika að
Leikskálum í Vík í Mýrdal klukkan
20.30.
Á efnisskrá tónleikanna í Vík eru
íslensk og erlend lög frá ýmsum
tímum. Einsöngvarar eru Magnea
Gunnarsdóttir og Halldór Unnar